Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 10
27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Breytingar á styrk fyrir krabbameinssjúka: Hárkolla, höfuðföt eða augabrúnir HEILBRIGÐISMÁL Breyting á reglu- gerð um styrki Tryggingastofnun- ar vegna hjálpartækja hefur það í för með sér að fólk fær val um að nýta styrkinn til kaupa á hárkollu eða sérsniðnum höfuðfötum, gerviaugabrúnum eða augnhár- um. Áður var skilyrt að verja hon- um til hárkollukaupa. Nýja reglugerðin sem kveður á um þetta tekur gildi um næstu mánaðamót. Styrkurinn er að há- marki 43 þúsund krónur á ári. Hann er veittur fólki með lang- varandi hárleysi, hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða inn- kirtlameðferðar eða útbreiddan langvarandi blettaskalla. Styrkur til hárkollukaupa er ekki veittur þegar um venjulegan karlmanns- skalla er að ræða. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans. „Upphæðin verður óbreytt en gildissviðið er víkkað,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, sem sagði að með þessari breyt- ingu væri verið að auðvelda ofan- greindum hópum að bregðast við sínum vanda. - jss Fullreynt að ná sáttum Brýnt var að nútímavæða Sparisjóð Skagafjarðar. Valið stóð milli þess að loka eða auka stofnfé. Fullreynt þótti að ná sáttum. Ákveðið var að byggja upp frekar en deyða. SKAGAFJÖRÐUR Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, segir að brýnt hafi verið að nútíma- væða Sparisjóð Skagafjarðar, sem áður hét Sparisjóður Hólahrepps. Sparisjóðurinn hafi verið lítill með sterkar rætur í sveitinni en þegar nýir stofnfjáreigendur hafi komið inn hafi þeir viljað nútíma- væða sjóðinn. Það hafi haft áhrif á tilfinningar gamalla stofnfjáreig- enda og oft hafi verið erfitt að ræða málin. Fullreynt hafi verið að ná sáttum. Gjáin hafi verið svo djúp. Á stjórnarfundi sparisjóðsins í vikunni var stór hluti af stofnfé KS seldur til stjórnenda KS og FISK og eiginkvenna þeirra auk Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Spari- sjóðs Mýrasýslu til að atkvæðin nýttust sem best á fundi stofnfjár- eigenda. Valgeir Bjarnason, fyrr- verandi stjórnarmaður, taldi um ólöglegan gjörning að ræða. Á fundi stofnfjáreigenda daginn eftir var nafni sparisjóðsins síðan breytt, stofnféð aukið um 66 millj- ónir og ný stjórn kosin. Valgeir taldi um yfirtöku að ræða en því hafnar Magnús algjörlega. „Það voru tveir listar í fram- boði. Gömlu stofnfjáreigendurnir lögðu sinn lista fram fyrirfram og báðu um listakosningu. Þeir röð- uðu sér á þann lista. Á hinum list- anum mynduðu nýju stofnfjáreig- endurnir lista með hæfu fólki. Þarna voru fagaðilar sem vita allt um viðskipti og hafa reynslu í við- skiptaheiminum,“ segir Magnús. Sparisjóður Skagafjarðar er rúmlega aldar gamall. Hann var rekinn „í skúffu hjá einum bónd- anum í sveitinni“ fram til 2000, að sögn Magnúsar. „Hann var líklega eina fjármálastofnunin í heimin- um sem var varin gegn 2000- vandanum því að það var engin tölva. Síðan kom KS inn og aðrir stofnfjáreigendur út af inn- heimtuverkefni fyrir Íbúðalána- sjóð. Þetta verkefni varð þess m.a. valdandi að hluti Íbúðalána- sjóðs var fluttur á Sauðárkrók og skapaði þetta 15-17 störf auk margfeldisáhrifa. Fjármálastofn- un með 22 milljónir í stofnfé getur ekkert gert. Valið stóð milli þess að loka eða auka stofnfé. Við tók- um þá ákvörðun að byggja upp frekar en deyða.“ ghs@frettabladid.is TAKMÖRK Styrkur til hárkollukaupa er ekki veittur þegar um venjulegan karl- mannsskalla er að ræða. „Nú er þetta búið“ UMFERÐARÖRYGGI Umferðarslys kosta samfélagið tuttugu millj- arða árlega. Þetta kom fram í er- indi Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi svæfingalæknis, á Umferð- arþingi á fimmtudag. „Ég vildi vekja fólk til umhugs- unar um hvað umferðarslys valda miklu líkamstjóni og dauðsföllum en líka eignatjóni því þetta eru sláandi tölur,“ segir Jón, sem lam- aðist sjálfur fyrir sex árum í bíls- lysi sem annar ökumaður olli með glannalegum framúrakstri. „Eftir slysið fór ég að setja allar þessa tölur í nýtt samhengi. Til dæmis getum við sett dæmið þannig upp að að fyrir andvirði þess fé sem umferðarslys kosta okkur árlega væri hægt að kaupa allt íbúðar- húsnæði í Hafnarfirði á þremur árum.“ Jón segir að rannsóknir bendi til þess að þar sem hámarkshraði sé virtur lækki hlutfall umferðar- slysa um 40 prósent. Hann segir að mikil hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað hjá íslenskum ökumönnum. „Ökumaður sparar þrjár mínútur á að keyra milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur ef hann keyrir á 110 kílómetra hraða í staðinn fyrir 90. Liggur mönnum svona lífið á?“ ■ Kostnaður vegna umferðarslysa: Tuttugu milljarðar árlega BÍLSLYS Þar sem ökumenn virða hámarkshraða fækkar slysum um 40 prósent. SPARISJÓÐUR HÓLAHREPPS Frá aðalfundi 2003. Magnús Brandsson, stjórnarmaður í Sparisjóði Skagafjarðar, segir að fullreynt hafi verið að ná sáttum. Djúp gjá hafi verið milli fylkinga. VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Eftirlitsstofnun EFTA gerir ekki athugasemd við aðild ríkisstjórnarinnar að undirbúningi virkjunarinnar. EFTA: Ekki athuga- semdir við Kárahnjúka EFTA Eftirlitsstofnun EFTA mun ekki grípa til aðgerða eftir að hafa skoðað kvörtun um að ríkisstjórn Íslands hafi ekki farið að tilskip- unum Evrópusambandsins við mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar. Í bréfi Eftirlitsstofnunarinnar frá 23. nóvember kemur fram að eftir að hafa skoðað kvörtunina og að fengnum upplýsingum frá ís- lenska ríkinu hafi verið ákveðið að ljúka málinu án frekari að- gerða. Gerð var krafa fyrir íslenskum dómstólum um að úrskurður um- hverfisráðherra vegna Kára- hnjúka yrði ómerktur en Hæsti- réttur hafnaði kröfunni. - ghg 10-11 fréttir 26.11.2004 21:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.