Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 44
Með uppljóstrararann í stjórnarráðið Steingrímur Ólafsson hinn nýi blaðafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar hefur verið grunaður um framsóknarmennsku alla sína hunds- og kattartíð í blaðamennsku en virðist nú kom- inn til þess þroska að koma út úr skápnum sem slíkur. Steingrímur hefur löngum staðið í skugganum af sínum þekkta bróður Jóni Ólafssyni, gjarnan nefndum hinum góða til aðgreiningar frá (hinum vænt- anlega illa) Jóni Ólafssyni í Skífunni. Steingrímur starfaði hjá Jóni hinum síðra og ritstýrði síðan vefmiðlinum frettir.com. Leki í það ágæta vefrit varð til þess að Sigurður G. Guðjónsson, þáver- andi forstjóri Norður- ljósa, hóf leit að „upp- ljóstrara“ í starfsliði fréttastofu Stöðvar 2 og tilkynnti að tölvupóstur blaðamanna yrði rannsakaður til að flæma illþýðið úr starfi. Sú leit virðist ekki hafa borið árangur og nú hef- ur Sigurði verið vikið frá störfum. Frettir.com heyra sögunni til og Steingrímur tekur leynd- armálið um uppljóstrarann, nafnið, með sér niður í stjórnarráð. Guðmundur Eiríksson Þjóðréttarfræðingur skaut upp kollinum í fréttum vikunnar vegna aðdróttana kanadísks blaðs í hans garð. Lítið hefur farið fyrir Guðmundi síðan íslenska utanríkisþjón- ustan fór á annan endann til að tryggja Ís- lendingi (honum) kjör í hafréttardómstól nokkrum sem taka átti til starfa í Ham- borg. Voru höfð stór orð um mikilvægi þessa og diplómatar og stjórnmála- menn fögnuðu mjög þegar áfanganum var náð. Guðmundur fékk starfið, flutt- ist til Costa Rica þar sem hann gegndi kennslustörfum enda ástæðulaust að vera í Hamborg. Dómstóllinn hafði þegar síðast fréttist ekki dæmt í einu einasta máli. Óvinur íslensku sakamálasögunnar # 1 Útgefendur bókarinnar Kleifarvatns hugsa nú Eysteini Þorvaldssyni og Fréttablaðinu þegj- andi þörfina því í svargrein Eysteins við um- fjöllun um bókina ljóstraði bókmenntafræði- prófessorinn upp um fléttu bókar- innar. Varla er hægt að hugsa sér nokkuð verra fyrir höfund glæpasögu en að „plottið“ sé skrifað niður, prentað í 100 þúsund ein- tökum og sent inn á hvert heimili í land- inu á síðum Fréttablaðs- ins. „Það er skiljanlegt að ég sé æstur því ég hef sjaldan séð eins fallegt frumvarp.“ Pétur H. Blöndal alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, 23. nóvember 2004. „Myndir þú kaupa notaðan hval af þessum manni?“ Ívitnuð ummæli um Hall Hallsson, fyrrverandi blaðafulltrúa Keikós, í grein Páls Ásgeirs Ásgeirssonar í Tíma- riti Máls og Menningar nóvember 2004. 32 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Ekkert bendir til að matar- skattur verði lækkaður þótt Framsókn hafi nú opnað á lækkun hans. Samfylkingin er sökuð um að skipta um stefnu „nánast vikulega“ í skattamálum. Fátt bendir til að staðið verði við kosningaloforð Sjálfstæðis- flokksins um að lækka matar- skattinn. Samfylkingin hefur nú grafið fyrirheit um tekjuskatts- lækkun og sett matarskattinn á oddinn. Allir stjórnmálaflokkar sem á annað borð eru fylgjandi skattalækkunum segjast raunar ljá máls á að lækka skattinn, en samt lækkar hann ekki. Þetta er niðurstaða umræðna á Alþingi um skattamál í vikunni en þá kom í ljós að skattalækkana- flokkarnir þrír hafa allir haft mismunandi áherslur, enginn þó eins mikið og Samfylkingin. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, gerði harða hríð að fjármálaráðherra í umræðum um lækkun tekju- skatts á Alþingi í vikunni og sak- aði hann um að efna ekki fyrirh- eit flokksins um að lækka virðis- aukaskatt úr 14 prósentum í 7 prósent. Sagði formaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn beygði sig í dufti fyrir Framsóknarflokki: „Það er eini flokkurinn sem er á móti því að lækka matarskattinn. Sú lækkun hefur langmest jöfn- unaráhrif.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra kannaðist við að hafa verið andsnúinn tveimur skatt- þrepum og hefði hann verið sam- mála Jóni Baldvini Hannibals- syni, fyrrverandi formanni Al- þýðuflokksins, forvera Samfylk- ingarinnar, sem hefði barist gegn mörgum skattþrepum með kjafti og klóm. Hins vegar hefði Fram- sókn fallist á að taka upp tvö skattþrep og því skipti ekki öllu máli þótt prósentan yrði lækkuð. Sjálfstæðismenn svöruðu Öss- uri fullum hálsi og sökuðu flokk- inn um að hafa stolið kosninga- máli frá D-listanum fyrir síðustu kosningar. Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra sagði: „Hann er sennilega búinn að gleyma því að fyrir kosningarnar í fyrra spurðu Samtök verslunar og þjónustu hver væri stefna Sam- fylkingarinnar varðandi virðis- aukaskattinn, hvort gera ætti breytingar á honum. Svarið var nei. Einfalt orð, eitt orð, nei.“ Samfylkingin hefur lagt til að í stað eins prósents lækkun tekjuskatts verði barnabætur hækkaðar tafarlaust um tvo og hálfan milljarð og matarskattur- inn helmingaður um mitt næsta ár. En er Samfylkingin þar með á móti því að lækka tekjuskatt? „Við viljum hreyfa við persónu- afslættinum“ segir Helgi Hjörv- ar, fulltrúi flokksins í fjárlagan- efnd,“Við viljum ekki lækka pró- sentuna. Við viljum líka aðeins taka ákvarðanir fyrir hvert ár og meta síðan svigrúmið. Við teljum óvarlegt að ákveða slíkt þrjú ár fram í tímann.“ Samfylkingin samþykkti á landsfundi 2001 að stefna að því að „lækka skatta almennings, fyrst og fremst tekjuskatta... Lækka skal tekjuskatt einstak- linga í áföngum og styðja betur við barnafjölskyldur með aukn- um barnabótum og lækkun jaðar- skatta.“ Á vorþingi Samfylkingarinnar þar sem kosningastefnuskrá flokksins var samþykkt 2003 var hins vegar áfram talað um að hækka barnabætur en nú var lækkun tekjuskatts horfin og í staðinn komnar áherslur á 10 þúsund króna hækkun skattleys- ismarka og helmingslækkun virðisaukaskatts. Birgir Ármannsson gagnrýndi Samfylkinguna í umræðunum í vikunni og sagði að Samfylkingin hefði sett fram nýja stefnu í skattamálum í hverri viku í kosningabaráttunni, fyrst stolið persónuafslætti af Frjálslyndum og síðan matarskatti af Sjálf- stæðismönnum. Vitnaði þing- maðurinn svo til landsfundará- lyktunar Samfylkingarinnar 2001 og sagði: „Össur Skarphéð- insson gat þess ekki að í þessari landsfundarályktun var það tekið fram sem fyrsta atriði að stefna bæri að lækkun tekjuskatts ein- staklinga í áföngum sem er akkúrat kjarninn í frumvarpinu sem hér er til umræðu.“ Össur sagði hins vegar í svari sínu:„Stefnan liggur alveg ljós fyrir núna og munurinn á okkur og ýmsum öðrum stjórnmála- flokkum er sá að við forgangs- röðum.... Við viljum byrja á að lækka matarskattinn um helming eins og Sjálfstæðisflokkurinn, andstætt því sem Framsóknar- flokkurinn vill, og við segjum það alveg klárt og kvitt að við viljum hækka barnabætur... Ef viðrar til fuglaveiða þegar líður á kjörtímabilið þá skulum við til dæmis ræða hluti eins og hækk- un skattfrelsismarka.“ a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Flikk, flakk og heljar- stökk í skattamálum nánar á visir.is Stjórnmálamenn eru skrítnir fuglar. Oft kemur það fyrir að þing- fréttamenn þykjast kannast við ekki bara einstakar setningar heldur málsgreinar í ræðum Alþingis- manna. Út af fyrir sig getur það verið eðlilegt því sum þingmál eru lögð fram þing eftir þing. Þannig hefur Steingrímur J. Sigfússon lagt fram frumvarp um að gera kjarna- vopn útlæg úr landhelgi Íslands frá því á níunda áratugnum. Sumir spá því raunar að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafi tekið slíku ást- fóstri við þingmálið um símtölin til Grænlands (bæði) að það eigi eftir að skjóta rótum í þinginu. Og sum- ir þingmenn leggja sömu málin fram aftur og aftur, að því er virðist í því skyni einu að hækka tölu þeir- ra mála sem þeir hafa lagt fram. Þetta er þó ekki eina skýringin. Sumir þingmenn virðast „cópy- peista“ gamlar ræður, sérstaklega á milli umræðna í málum á borð við fjárlögin. Við þetta bætist að sami þingmaðurinn á sínar uppáhalds- setningar og líkingar. Tökum Össur Skarphéðinsson sem dæmi. Hon- um er bleiupakki mjög hugstæður og hefur vitnað til þessa bleiu- pakka svo oft í umræðum um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar að hann er löngu búinn að tryggja sér titilinn „Pampers-drengur ársins.“ Þótt Össur eigi doktorsnafnbót sína sem kunnugt er rannsóknum á kynlífi laxfiska að þakka, hafa fuglar alheimsins þó verið honum mun hugstæðir þessa síðustu viku í pólítik. Grípum niður í ræðu háttvirts fyrsta þingmanns Reykjavíkur norður: „Við teljum að ekki sé hægt að slæma hendinni út í loftið og ná öllum þeim fuglum sem fljúga um himinblámann eins og hv. þing- menn stjórnarliðsins virðast telja. Við höldum að það sé tiltekið magn smáfugla í hendi og við vilj- um deila þeim út í ákveðinni for- gangsröð....Ef viðrar til fuglaveiða þegar líður á kjörtímabilið (Gripið fram í.) þá skulum við t.d. ræða hluti eins og hækkun skattfrelsis- marka.“ Ég leyfi mér að fullyrða hér og nú að ef dr Skarphéðinsson hefði ekki tekið slíku ástfóstri við kynlíf laxfiska sem raun ber vitni hefði hann beislað skáldafákinn í staðinn enda man ég ekki eftir öðru eins snilldarlíkingamáli um fugla frá því Jónas var og hét. En fyrst er gaman að fylgjast með þingstörfum þegar stjórn- málaforingjarnir taka flugið saman. Geir Hilmar Haarde greip líkingu Össurar á lofti og tókst að finna nýjan flöt á henni jafnvel þótt ætla hefði mátt að Samfylkingarformað- urinn hefði tæmt alla möguleika á að tala um skógarfuglinn í þau tíu skipti sem hann nefndi fuglinn fljúgandi í ræðum sínum. Geir sagði: „Hv. þingmaður talaði um að skattalækkanirnar væru fugl í skógi. Það er misskilningur. Samfylkingin er býsna seinheppin. Hún er ekki fugl í skógi. Hún er furðufugl í skógi.“ Það var og. VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR Tiltekið magn smáfugla í hendi UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, SAMFYLKINGIN lá undir ámæli um að skipta oft um skoðun í skattamálum á Alþingi í vikunni. ÖSSURI SKARPHÉÐINSSYNI varð tíðrætt um fuglinn fljúgandi á Alþingi. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki 10. desember næstkomandi. Alþingi kemur svo saman til funda 20. janúar og verða þing- menn væntanlega úthvíldir því ef þetta gengur eftir verður jólafrí þeirra 40 dagar. Að vísu þykir ósennilegt að þingstörfum verði lokið 10. desember sem er föstu- dagur og því kann sú helgi að fara forgörðum. Núsitjandi Alþingi verður varla sagt vera starfssamt það sem af er því aðeins tvenn lög hafa verið samþykkt sem lög: lög um mengun hafsins og lög um kennaraverkfallið. Fá stjórnar- frumvörp hafa komið fram og er því búist við miklum spretti á lokadögunum fyrir jólafrí. ■ MAGNÚS STEFÁNSSON KÁTUR og verður vafalaust enn kátari þegar hann kemst í fjörutíu daga jólafrí 10. desember. Alþingi: Fjörutíu daga jólafrí FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 44-45 (34-35) Stjórnmál 26.11.2004 15.50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.