Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 48
36 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Haukur gullsmiður Smáralind s. 577 7740 Laugavegi 40 s. 551 1511 Haukur gullsmiður Opnar nýja verslun á Laugavegi 40 Verið velkomin Íþróttanörd af lífi og sál Hann segir rússneska þjálfarann Anatolí Fedioukine hafa kennt sér að hitta í mark hjá Fram og einnig pabba sinn sem var á bakinu á honum með þjálfun í sokkabolta síðan hann var sex. Báðir miklir örlagavaldar í að fullmóta nýjustu handboltastjörnu Íslendinga. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir kynntist Róberti Gunnarssyni betur gegnum símastrenginn Ísland-Danmörk. Það er komin ný og blikandi stjarna á íslenska handboltahim- ininn. Hún sást fyrst á sporbaug yfir Árbænum, síðan í strætólínu ofan við Safamýri þaðan sem hún skaust til Árhúsa í Danmörku og glitrar sem aldrei fyrr. Aðdráttar- afl hennar er svo mikið að íslensk- ur handbolti gæti risið hraðbyri upp á sama stall og hann stóð þegar „strákarnir okkar“ voru og hétu kringum 1990. Á nýafstöðnu heimsbikarmóti í Svíþjóð hafnaði íslenska landsliðið í fimmta sæti sterkustu þjóða heims. Línumað- urinn Róbert Gunnarsson var markahæsti maður mótsins, með 45 mörk í fimm leikjum, eins og það væri ekkert mál. „Jú, þetta er auðvitað hellings- mál og mikil vinna, og alls ekki hægt án félaganna. Þeir þurfa að gefa á mig svo ég skori. Það er líka heppni að fá boltann þegar maður er frír og þetta skilar sér allt í markið; góðir félagar, mikil æfing og áræðni,“ segir Róbert sem er í tvíburamerkinu, 24 ára fjölskyldumaður í Árhúsum þar sem hann leikur með úrvalsdeild- arliðinu Aarhus GF. Lið hans er efst í dönsku úrvalsdeildinni og Róbert langmarkahæsti maðurinn í danska úrvalinu. Sportið með móðurmjólkinni „Ég hef alltaf verið íþróttanörd,“ segir hann hlæjandi. „Hékk aldrei úti í sjoppu með flotta liðinu. Ég er Árbæingur í húð og hár og kominn af mikilli Fylkisfjöl- skyldu, en föðurafi minn, Baldur Kristinsson, er einn stofnandi handboltadeildar Fylkis og pabbi minn, Gunnar Baldursson, var þar formaður. Þá voru allar föðursyst- ur mínar í handbolta eða fótbolta með félaginu og því ekkert annað lið sem kom til greina. Ég fékk sportið með móðurmjólkinni og æfði alla mína yngri flokka hand- bolta og fótbolta, en pabbi þjálfaði okkur strákana í fótbolta.“ Róbert segist hafa kvatt Fylki með söknuð í hjarta en þá átti hann ekki annars úrkosti þar sem félagið átti ekki til viðeigandi flokk fyrir strákinn sem hafði verið í unglingalandsliðinu síðan hann var þrettán. „Ég var alltaf í úrtakshópnum en fór ekki að spila landsleiki fyrr en sextán ára. Þá var öllum gefinn séns og ég bara góður í meðallagi, rétt eins og ég er núna,“ segir hann hæverskur og bætir við að stærð og styrkur hafi líka ráðið úrslitum en Róbert nær 190 sentimetra upp í loftið. „Ég valdi Fram vegna þess að félagar mínir höfðu skipt þangað og ég þekkti Heimi Ríkharðsson þjálfara úr unglingalandsliðinu. Aðalástæðan var samt að styst var með strætó í Safamýrina.“ Sér eftir uppgjöf í breikdansi og gítarnámi „Á endanum valdi ég handboltann því í fótboltanum var svo mikil pressa á að skrifa undir samning, auk þess sem fótboltaforystan prédikaði yfir manni að hætta í handboltanum því fótboltinn væri svo miklu betri. Þessu var öfugt farið í handboltanum þar sem maður var hvattur til að vera í báðum greinum og aldrei nein pressa. Mér fannst félagsskapur- inn í handboltanum meira virði, strákarnir skemmtilegri og ferð- irnar líka, þótt við þyrftum að borga þær sjálfir en í fótboltanum var allt frítt. Fótboltanum fylgir snobb sem ég kann ekki við með- an í handboltanum er allt frjáls- legra og á leiknótum. Innst inni leið mér mér líka betur á hand- boltavellinum,“ segir Róbert og bætir við að handbolti hafi upp á margt að bjóða: ákveðna list, fal- leg skot og tilþrif en líka harka- legar tæklingar og aldrei dauðan kafla. Þrátt fyrir óbilandi íþrótta- áhuga Róberts á æskuárunum var reynt að vekja með honum áhuga á öðru. „Ég var sendur í breikdans en gafst fljótt upp, þótt ég hefði betur haldið áfram og væri þá kannski ögn liprari á dansgólfinu. Þá var ég um tíma í gítarnámi hjá Óla Gauk en hætti um leið og ég var farinn að geta spilað lög. Ég sé mikið eftir því núna og gæti ekki bjargað mér með einfaldan slagara í útilegu, sem er synd því ég var búin með allt undirbún- ingsnám. Það var bara svo mikið að gera; boltinn tók sinn tíma, strætóferðir voru tímafrekar og varla tími til að vera til. Annars lifði ég fyrir boltann og versta straff sem foreldrar mínir gátu sett mig í var æfingabann í bolt- anum.“ Heilbrigð, stresslaus, dönsk tilvera Róbert býr með Svölu Sigurðar- dóttur læknanema og fósturdótt- ur í Árhúsum, en Svala hefur lok- ið helmingi læknanámsins ytra. Róbert segir lífið í Danmörku ljúft og langar ekki að hreyfa sig nema eitthvað bitastætt bjóðist. „Ég elti Svölu og sé ekki eftir því, enda gott skref að fara hing- að. Ég vissi ekki mikið um deild- ina en hún hefur styrkst mikið og mun sterkari en þegar ég kom fyrst. Það er geysigaman að spila hér og mikill áhugi á handbolta í Danmörku. Næsta skref er alls óráðið en komi eitthvað virkilega spennandi upp á mun ég vitaskuld skoða það. Ég hef mestan áhuga á toppbolta með þýsku toppliðunum eða þessum fjóru spænsku. Hins vegar er enginn hægðarleikur að komast þar að. Ef maður heldur áfram að æfa vel er þó aldrei að vita.“ Dagur í lífi Róberts hefst á fótaferð um níuleytið, hafragraut í morgunmat og svo lyftingum í ræktinni. Hann snæðir hádegis- matinn oft með félögunum og vinnur svo heimilisstörf eða út- réttar þar til handboltaæfing kall- ar seinnipartinn. Kvöldin notar hann til að njóta fjölskyldunnar. „Það er rólyndislíf að vera at- vinnumaður í handbolta og því mikilvægt að nýta tímann vel og mennta sig samhliða boltanum. Ég var byrjaður í markaðs- og hagfræði þegar ég þurfti að hætta vegna Ólympíuleikanna. Það nám kallar ekki á mig aftur en ég er að reyna að finna mína námsleið. Veran í Danmörku hefur haft góð áhrif á mig og sökum þess hve konan er mikið heilsufrík er ég orðinn heilbrigð- ur í mataræði, en var voðalegur djönkari og sjúkur í skyndibita. Lífið hér er þægilegt og enginn hasar í Dönum. Ekki þetta fjár- ans stress sem er svo áþreifan- legt á Íslandi. Danir gera hlutina tímanlega og við erum að læra af þeim; blanda saman því góða við hið góða íslenska.“ Laus við allt hálfkák Róbert var afleitur í dönsku þegar hann fór utan fyrir tveimur og hálfu ári, en nú skilur hann orðið málið og segir þá sem vilja geta skilið sig. Þrátt fyrir velgengni og frægð segist hann njóta friðar á götum úti. „Auðvitað þekkja mig margir og danskir handboltamenn eru stjörnur í augum fólksins. Ég verð aldrei fyrir beinu ónæði en vissu- lega gjóa margir á mig augum og biðja stundum um eiginhandar- áritanir, eins og gengur.“ Hann segir framtíðarmarkið að endast í boltanum einhver ár í við- bót, mennta sig og vera góður fjöl- skyldufaðir. „Ég er fremur rólegur náungi og skynsamur. Ég ana ekki að neinu að óhugsuðu máli, þótt ég geti líka verið æstur og tekið vit- lausar ákvarðanir. Ég hugsa á hverri æfingu og í hverjum leik hvernig ég geti bætt mig. Það verður enginn góður handbolta- maður nema að fara í hvern ein- asta leik til að berjast á fullu og á hverja æfingu til að bæta sig. Maður verður að vera einbeittur og laus við hálfkák; þá skilar sér árangurinn.“ Róbert segir félagana gera grín að sér fyrir að fylgjast ekki með eða þekkja fræga handboltamenn á vellinum. „Ég einblíni meira á sjálfan mig í staðinn. Samningur- inn við Aarhus GF er laus næsta sumar og aldrei að vita hvað gerist. Ef maður er heppinn getur maður haft það ágætt fjárhagslega í atvinnumennskunni, en þarf líka að hafa fyrir því. Laun handbolta- manna eru ekki sambærileg við fótboltamenn í heimsklassa en sjálfur hef ég það ágætt, þótt bankabókin sé langt frá því að sligast,“ segir þessi prúða og indæla handboltastjarna áður en hann haskar sér á æfingu. ■ RÓBERT GUNNARSSON LANDSLIÐS- OG ATVINNUMAÐUR Í HANDBOLTA Markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar og nýjasta stjarna íslenska landsliðsins segist ánægður með lífið hjá Aarhus GF en tilbúinn að skoða tilboð hjá toppliðum í Þýskalandi og á Spáni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K IM H AU G A AR D 48-49 (36-37) Helgarefni 26.11.2004 15.55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.