Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 55
Lukkutröllin eru greypt inn í þjóðarsál Ís- lendinga. Þessu litlu klunnalegu en krúttlegu tröll hafa fylgt hverri kynslóðinni á fætur annarri og virðast alltaf jafn vinsæl. Gunnar Kvaran sellóleik- ari er sá sem gerir helst tilkall til að fá sig steyptan í lukku- tröllaform enda á hann það sameig- inlegt með þeim að vera ansi hár- prúður. Þess má þó geta að lukku- tröllin eru heldur litskrúðugari um hárið en Gunnar. Sellóleikarinn er jafn- framt fulltrúi klassískra listamanna í þessum geira. Dúkkan heldur sínu nafni enda ekki hægt að breyta því. Fylgihlutir dúkkunnar gætu verið selló eða jafnvel heil hljómsveit af hárprúðum lukku- tröllum. ■ Lukkutröllið Gunnar Kvaran sellóleikari er lukkutröll Drottningin Hólmfríður Karlsdóttir er Barbie Hólmfríður Karlsdóttir vann hug og hjörtu heimsbyggðarinn- ar þegar hún kom, sá og sigraði í Miss World árið 1985. Hófí, eins og við viljum oftast kalla hana, var fyrirmynd ungra stúlkna, góð við börn og gamal- menni. Lítið hefur farið fyrir Hófí síðustu ár og hún forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn. Hófí er sjálfkjörin sem íslenska útgáfan af Barbie þótt víst sé að mun meira er spunnið í íslensku fegurðardrottninguna en hina stöðluðu bandarísku dúkku. Barbie hefur verið legið á hálsi fyrir að vera plastgervingur brenglaðra staðalkvenímynda og ala á ranghugmyndum um hinn fullkomna kvenlíkama og grafa þannig undan sjálfsöryggi ungra stúlkna. Hófí lét ekki fegurð- ardrottningarglysið blinda sig og er því verðugt andsvar menningar- þjóðarinnar í norðri við amerísku draumastúlkunni. Hófí er hins vegar fyrsta alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga og því ekki úr vegi að dúkkan verði nefnd Drottningin. ■ LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 43 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 Flugstöð Leifs Eiríkssonar býður öllum farþegum, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 að morgni í morgunmat. Þeim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 býðst jafnframt að geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæði Securitas. Miðar eru afhentir í innritunarsal Flugstöðvarinnar og í afgreiðslu Securitas á bílastæðum. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.30. Tilbo›i› gildir til 30. nóvember. Morgunstund gefur gull í mund! Frír morgunmatur í Leifsstö› og tveir sólarhringar á bílastæ›i Krúttið Björk er Monsa Monsurnar svokölluðu nutu gríð- arlegra vinsælda fyrir nokkrum árum. Þær hurfu af sjónarsviðinu um nokkurt skeið en sala á þeim er nú hafin aftur. Björk okkar Guð- mundsdóttir er sú eina sem gerir alvöru tilkall til þess að skarta ís- lensku útgáfunni af monsunni. Monsan er upprunnin í Japan en hún sprengdi alla landfræðilega menningarmúra utan af sér og flæddi yfir hinn vestræna heim. Svipaða sögu má segja af Björk, sem þykir oft ansi asísk í útliti þó hún sé alíslensk og það er í raun meira afrek fyrir íslenska söng- konu að leggja heiminn en fótum sér en japanska gæludúkku. Björk er fyrir löngu orðin heimsfræg og í raun skrýtið að umboðsmenn hennar séu ekki búnir að gera dúkku eftir henni. Björk þykir líka ákaflega sérstök í útliti og mörgum finnst hún vera mikið krútt. Því er ekki úr vegi að dúkk- an hennar Bjarkar fái nafnið Krútt. Monsunum yrði þar með sýndur einstakur heiður og þeim aftur gert hátt undir höfði. ■ Prinsessan Íris Björk er Sindy Íris Björk Árnadóttir hefur tekið þátt í fleiri fegurðarsamkeppnum en tölu verður á komið. Íris Björk er vissulega gullfalleg eins og Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir en hún hefur ekki náð jafn langt og þær í alþjóðlegum fegurðarsam- keppnum. Fyrir vikið missir Íris Björk af því að vera gerð að Barbie en fær þess í stað sína eigin Sindy-dúkku. Og þar sem Íris Björk hefur ekki enn náð að skjóta Hófí og Lindu ref fyrir rass verður dúkkan nefnd Prinsessan. Sindy naut mikilla vinsælda hjá ungum stúlkum á árum áður þótt hún hafi ekki ver- ið jafn vinsæl og Barbie. Framleiðslu dúkk- unnar var hætt um 1997 en er að sögn fróðra stúlkna komin á fullt á ný. ■ 54-55 (42-43) Helgarefni 26.11.2004 20:38 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.