Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 56
F ólkið í kjallaranum, skáld-saga Auðar Jónsdóttur, erörugglega með athyglis- verðustu skáldsögum ársins. Bók- in hefur fengið einkar góða dóma. „Náttúrlega er gott að fá góða dóma, en það er eitthvað í mér sem hvíslar að þessi bók sé góð. Fyrir vikið er lítill gagnrýnenda- uggur í manni, enda þótt einhver hafi eitthvað út á söguna að setja þá er ég sjálf sátt við hana. Og það skiptir öllu máli.“ Grimmd veldur spurningum Þetta er nokkuð grimm saga úr raunveruleikanum. Af hverju valdirðu þér slíkt efni? „Grimmd veldur stöðugum spurningum. Ekki síst lúmsk grimmd í daglegu lífi sem getur tortímt viðkvæmum sálum án sýnilegra átaka. Sagan fjallar um manneskjur sem reyna – en þær eru viðkvæmar í duttlungafullum aðstæðum. Og smám saman fölna þær, það hafa ekki allir járnhörð bein. Reyndar held ég að það þurfi sterk bein til að fúnkera sem manneskja í mannsæmandi aðstæðum, hvað þá þegar fer að harðna á dalnum eða fólk heldur út í lífið með myglað veganesti. En lífið er auðvitað svo skrýtið og skemmtilegt að við ríghöldum í það þrátt fyrir allt. Þessi blanda er spennandi hráefni, bæði í hversdeginum og í skriftum –þetta togstreitusvæði sem held- ur í okkur lífsþróttinum. Alla ævina hefur maður fylgst með fólki lenda í ótrúlegustu hlut- um og fundið fyrir sterkum kenndum með því að setja sig í fótspor annarra. Mig langaði að finna þessum kenndum farveg, búa til persónur úr þeim, minni upplifun af hrærigrautnum sem er allt þetta fólk og samfélagið sem ég er alin upp í. Kannski til- gang, því að þegar maður hefur skrifað skáldsögu hvarflar að manni að hún hafi beðið þarna all- an tímann og alltaf verið svona.“ Það er enginn heimsfriður Það er mikil viðkvæmni í aðalper- sónunni vegna heimsmála. Endur- speglar það þínar áhyggjur? „Já, en ekki bara mínar áhyggjur. Víða í heiminum eru hörð átök og gjáin milli menn- i n g a r h e i m a dýpkar meðan h r y ð j u - v e r k a ó g n i n vex. Mjög margir eru á h y g g j u - fullir og fólk segir ósjaldan að það sé hætt að þola að horfa á fréttir. Reyndar er nóg að horfa á nokkra fréttaskýringa- þætti sama kvöldið til að verða uggandi um heimsfriðinn – og reyndar er ekki heimsfriður í dag. Ég stóð mig að því að tárast þegar það var tilkynnt að Margar- et Hassan, yfirmaður Care-mann- úðarsamtakanna í Írak, hefði ver- ið drepin. Kona sem hafði helgað líf sitt mannúðarstörfum. Þessi tilkynning varð til þess að ég sá manninum mínum vökna um augu í fyrsta skipti. Hins vegar tárast maður ekki þótt fréttaþulirnir segi að átta börn hafi farist í sprengjuárás því engar upplýs- ingar fylgja um þau sem einstak- linga og það er óhugnanlegt. Algjört tóm.“ Hef sett lokið á pottinn Auður er dótturdóttir Nóbels- skáldsins Halldórs Laxness. Þeg- ar hún er spurð hvort það hafi verið henni fjötur um fót á rithöf- undarferlinum segir hún: „Það var truflandi í fyrstu. Á köflum var ég að verða vitlaus á vofu hans, eins elskulegur maður og hann nú var. Í rauninni er einstak- lega ósanngjarnt að spyrja feimið ungskáld með hor hvort það ætli að feta í fótspor nóbelsverðlauna- hafa, eins og fólki hætti til. Spurn- ingin: Viltu verða eins og afi þinn? var gjörsamlega óþolandi – og sem betur fer var ég nógu græskulaus til að skilja ekki skensið. En á hundrað ára afmæli hans bað Sigþrúður Gunnarsdótt- ir, barnabókaritstjóri Máls og menningar, mig um að skrifa bók um hann handa börnum og ég féllst á það. Hugsaði með mér að ég gæti sagt það sem væri að segja og síðan sett lokið á pottinn. Held mér hafi tekist það.“ kolla@frettabladid.is Egill er sáttur við Þorstein Egill Helgason sjónvarpsmaður er persóna í skáldsögunni Fugl dagsins eftir Þorstein Guðmundsson, en aðalsöguhetjan í bókinni vinnur einmitt við Silfur Egils á Skjá einum. Egill gerir þessa bók að umtalsefni á heimasíðu sinni og er alls ekki ósáttur. Hann segir um bók Þorsteins: „Þetta er skemmtileg bók hjá honum – líklega með betri skáld- sögum sem eru að koma út fyrir jól- in.“ Fréttir herma að Þorsteinn hafi haft nokkrar áhyggjur af viðbrögðum Egils en hann getur nú glaðst vegna þessara góðu meðmæla. BÓKASKÁPURINN 44 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR „Alla ævina hefur maður fylgst með fólki lenda í ótrúlegustu hlutum og fundið fyrir sterkum kenndum með því að setja sig í fótspor ann- arra. Mig langaði að finna þessum kenndum farveg, búa til persónur úr þeim, minni upplifun af hræri- grautnum sem er allt þetta fólk og samfélagið sem ég er alin upp í.“ ,, Á þessum degi árið 1786 ákvað skoska ljóðskáldið Robert Burns að flytja ekki til Jamaíka, eins og hann hafði áætlað. Í staðinn hélt hann til Edinborgar þar sem hann varð fljótlega eftirlæti menningarelítunnar. Burns hafði verið á flótta frá unnustu sinni, sem krafðist þess að þau gengju í hjónaband eftir að hún varð barnshafandi. Þau gengu seinna í hjónaband og eignuðust níu börn. Enn í dag á Burns einlæga aðdáendur sem fagna afmælisdegi hans, 25. janúar, með því að raða í sig skoskum þjóðarréttum og drekka hraustlega. Á gamlárskvöld er kvæði hans Hin gömlu kynni sungið víða um heim. Flókinn Schindler Ný ævisaga Oskars Schindler, mannsins sem bjargaði rúmlega 1.000 gyðingum frá nasist- um, bregður upp annarri mynd af honum en kvikmynd Stevens Spielberg og sögulega skáldsagan eftir Thomas Keneally. Schindler var mun gallaðri og flóknari maður en þar kom fram. Höfundur nýju ævisögunnar er David M. Crowe sagnfræðingur, sem er sér- fræðingur í helförinni. Við gerð bókarinnar ræddi hann við gyðinga sem Schindler hafði bjargað og komst yfir áður óbirt skjöl. Sagn- fræðingur eru þó sammála um að það sem sagt sé í bókinni um dökkar hliðar Schindlers setji umbreytingu hans og hetjuskap í raun- sætt og áhrifamikið samhengi. „Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar og auðnir hnattarins taka við”. Hannes Pétursson. AUÐUR JÓNSDÓTTIR „Enda þótt einhver hafi eitthvað út á söguna að setja þá er ég sjálf sátt við hana. Og það skiptir öllu máli,“ segir Auður. Hin lúmska grimmd AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason Á VÆNGJUM SÖNGSINS Gylfi Gröndal KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir HALLDÓR LAXNESS - ÆVISAGA Halldór Guðmundsson BARÓNINN Þórarinn Eldjárn ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson HEIMSMETABÓK GUINNES Vaka Helgafell DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir BARÓNINN Þórarinn Eldjárn BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Auður Jónsdóttir RAUÐ MOLD Úlfar Þormóðsson BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 17.11.-23.11. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] EIN AF ATHYGLISVERÐARI SKÁLDSÖGUM ÁRSINS ER BÓKIN FÓLKIÐ Í KJALLARANUM 56-57 (44-45) bókaopna 26.11.2004 20:05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.