Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 L6 37 4 O dd i h f. Rithöfundar sem eru með jóla- bækur á markaði eru á þeytingi, önnum kafnir við að lesa upp úr bókum sínum. Þeir sem ekki eru með bók þetta árið eru að gera áætlanir fyrir næsta ár. Þar á meðal er Reynir Traustason, nýráðinn ritstjóri Mannlífs. Hann hefur nú fært sig frá JPV forlagi og er kominn yfir til Eddu útgáfu. Reynir hyggst senda frá sér bók jólin 2005 og sú byggir á mikilli heimilda- og rannsóknavinnu en fátt fæst þó upplýst um efni henn- ar, annað en að það tengist ís- lenskum raunveruleika og eigi eftir að vekja athygli. Heimildir Fréttablaðsins herma að jafn- framt sé verið að vinna að heim- ildarmynd um höfundinn og gerð bókarinnar. Reynir vildi ekki stað- festa það en segir vistaskiptin vera staðreynd. „Ég taldi hagsmunum mínum vera betur borgið hjá Eddunni sem er á miklu flugi. En ég sakna auðvit- að Guðrúnar Sigfúsdóttur, sem er frábær ritstjóri. Nú hef ég tóm til að vinna að erfiðu og tímafreku verkefni. Það er ýmislegt skugga- legt í okkar samfélagi sem mér finnst ástæða til að greina og fjalla um í bók,“ segir Reynir. Reynir er höfundur metsölubók- anna um Sonju Zorrilla og Lindu Pétursdóttur sem seldust samanlagt í 17 þúsund eintökum. ■ „Ég er að lesa nokkrar mjög ólíkar bækur um þessar mundir,“ segir Sigurður Valgeirsson. „Fyrst vil ég nefna Bítlaávarpið eftir Einar Má. Fyrstu síðurnar lofa mjög góðu. Svartur á leik eftir Stefán Mána er önnur jólabók sem ég hef í fórum mínum. Ég er ekki byrjað- ur á henni en það sem ég hef lesið eftir höfundinn gefur ástæðu til bjartsýni svona fyrir fram. Þá eru það aðrir og óskyldir hlutir. Ég tók upp á því á gamals aldri að skrá mig í MPA-nám í Háskólanum mér til gagns og gamans og er því nákvæmlega núna að plægja í gegnum bókina Reinventing Government in Iceland eftir Ómar H. Krist- mundsson. Fleira svipað mun sennilega verða á matseðlinum á næstunni því ég fer í próf um miðjan desember. Að lokum verð ég svo að nefna hvernig hægt er að gleðja með bókargjöf. Sveinbjörn I. Baldvins- son, vinur minn, hefur í gegnum tíðina heyrt mig röfla um það hvernig ég hafi, á rigningardögum í sveitinni forðum, sökkt mér ofan í ritið Búvélar og ræktun og fræðst þar meðal annars um að- ferðir við túngirðingar og skoðað myndir af þúfnabönum. Áður en hann heimsótti mig um daginn hafði hann haft fyrir því að fara á fornbókasölu og kaupa skinnbund- ið eintak. Fáar gjafir hafa glatt mig jafn innilega.“ ■ REYNIR TRAUSTASON Er kominn til Eddu útgáfu og vinnur að bók sem kemur út eftir ár. Vistaskipti hjá Reyni SIGURÐUR VALGEIRSSON Lesandi vikunnar er með margar bækur á náttborðinu. Þúfnabanar og þjóðskáld FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN 56-57 (44-45) bókaopna 26.11.2004 20:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.