Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 62
Caput hópurinn og kórinn Vox Aca- demica undir stjórn Hákons Leifsson- ar héldu tónleika í Neskirkju laugar- dag sl. Á efnisskránni voru verk eftir íslensk tónskáld: Báru Grímsdóttur, Úlfar Inga Haraldsson og fleiri. Rithöfundurinn Guðbergur Bergs- son sagðist í viðtali nýlega vilja segja eitthvað annað í bókum sínum en aðrir hafa þegar sagt. Guðbergur ger- ir með öðrum orðum þá kröfu til sjálfs sín að vera frumlegur. Þessi krafa þótti sjálfsögð á blómaskeiði evrópskar tónlistar. Menn létu sér ekki nægja að endursegja kúltúrinn, menn vildu bæta við. Listrænar hug- myndir af þessu tagi hafa nú orðið að víkja fyrir kröfum markaðarins um snögga sölu og umsvifalausar vin- sældir. Allir tónlistarmenn þekkja for- múluna fyrir vinsældum. Hún er sú að líkja eftir því sem áður hefur selst. Það er ánægjulegt að heyra að rithöf- undar komist enn upp með að leita eftir frumleika. Í tónlist nútímans er ekkert eins illa séð. Menn sem sýna tilburði í þá átt eru sagðir vera í gáfu- mannafélagi. Það er eitt það versta sem sagt verður um tónlistarmann nú á dögum. Tónskáld hafa brugðist við þessum aðstæðum með ýmsum hætti. Sú leið sem heyra mátti í verk- unum á tónleikunum í Neskirkju nýt- ur vaxandi fylgis nú um stundir. Þar taka menn efnivið sem er vel þekktur fá fyrri skeiðum sögunnar og reyna að búa til eitthvað, sem í aðalatriðum er gamalt, en með svolitlu nýju ívafi, nægilega fyrirferðarlitlu til þess að það trufli ekki. Tónleikarnir hófust á stuttum kórlögum eftir Einar Kr. Páls- son, Egil Gunnarsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Báru Grímsdóttur. Öll voru lögin snotur og þekkileg og vel skrifuð fyrir kórinn. „Innsýn“ eftir Báru Grímsdóttur er fyrir kammer- sveit. Ýmsir drættir í verkinu eru per- sónulegir og bera höfundinum merki, þ.m.t. góðar laglínur. Aðalefnið er hins vegar vel þekkt úr djass og kvik- myndatónlist. Viðamikið einleikshlut- verk fyrir óbó var vel leikið af Eydísi Franzdóttur. Úlfar Ingi Haraldsson fer nokkuð aðra leið í „The Lincoln Mass“. Verkið er fullkomin messa við hinn hefðbundna latínutexta í fimm köflum. Hliðsjón er höfð af sambæri- legum verkum endurreisnartímans. Við hlustun mátti einnig greina áhrif úr síðrómantískum lúterskum kirkju- söng. Töluverðum kontrapunkti brá fyrir, eins og vænta mátti miðað við fyrirmyndirnar, en kontrapunktur er frekar óalgengur í íslenskri kórtónlist. Margt hljómaði fallega og var vel gert í þessu verki og móttökur áheyrenda voru í samræmi við það. Vox Aca- demica var í aðalhlutverki á þessum tónleikum og stóð sig mjög vel. Marg- ar góðar raddir virðast vera í kórnum og má í því sambandi nefna t.d. Bylgju Dís Gunnarsdóttur. Félagarnir úr Caput og stjórnandinn Hákon Leifsson stóðu sig með þeirri prýði sem vænta mátti. Nýbúaumræðan, íslensk utanríkisstefna og refur í Landroverlit eru meðal þess sem Birgir Andrésson fjallar um á yfirlitssýningu sinni á SAFNI. Kynning á myndlistarmanninum Birgi Andréssyni verður opnuð í SAFNI við Laugaveg í dag. Birgir hefur víða leitað fanga á listferli sínum, í sögum, hefðum og hand- verki þjóðarinnar og unnið í ólíka listmiðla. Á sýningunni í SAFNI gefst gestum kostur á því að kynna sér þau leiðarstef sem birst hafa á ferli hans og mótað ein- stakt ævistarf. Ekki er um eigin- lega yfirlitssýningu að ræða, heldur verða til sýnis ný og áður ósýnd verk, ásamt eftirminnileg- um eldri verkum. „Að megninu til eru þetta verk sem ég hef unnið í gegnum tíðina, allt frá því að ég var í MHÍ og fram til dagsins í dag,“ segir Birgir. „Verkin sem ég kem með á sýning- una eiga að spila við verkin sem þegar eru til á SAFNI.“ Sýningin er ekki þematengd og er ekki ætlað að sýna fram á neinn rauðan þráð í listamannsferli Birgis, heldur er stiklað á stóru, eða eins og hann segir sjálfur, „á mjög stóru“. „Nýjustu verkin eru ljósmyndir sem ég kalla „Nýbúa“. Þetta eru myndir af jurtum í dósum, eplum frá Kína, avókadó frá Ísrael, ávext- ir héðan og þaðan úr heiminum... Stundum hittir maður á það sem er í umræðunni - óvart. Ég hef verið að rækta þessar jurtir í eitt og hálft ár og vinir mínir hafa hjálpað mér við það. En hugmynd- in er miklu eldri. Mér fannst til- heyrandi að vera með þessar jurtir í Ora dósum, vegna þess að þegar við tölum um íslenska niðursuðu- vöru er hún yfirleitt frá Ora, til dæmis grænar baunir – þótt þær komi alls ekki frá Íslandi. Önnur ný verk eru útskornir kassar. Þeir hafa líka gamla sögu. Ég ólst upp á Blindraheimilinu. Þar var karl úr Jökuldal sem hafði verið einbúi. Hann hét Helgi og sótti mikið í mig og foreldra mína. Ég segi stundum að hann hafi verið fyrsti prófessorinn minn. Hann sagði svo mergjaðar draugasögur að hann titraði allur sjálfur og skalf. Á eftir þurfti ég að fara með hann yfir til mömmu og pabba til að sofa. Maður getur ekki orðið annað en kúnstner þegar maður elst upp við hlið slíkra manna. Hjá honum liggur grunnurinn að þess- um kössum. Helgi ákvað einu sinni að hann vildi skrifa bréf. Hann sendi mig í verslanir úti um allt til þess að sækja kassa. Það varð að vera letur á þeim. Ég safnaði miklu magni af kössum fyrir hann og svo dunduð- um við okkur við að klippa stafina út. Svo kom að því að hann skrifaði bréfið og þá límdum við stafina á blað. Þegar við vorum búnir að líma niður „Sæl og blessuð, hvern- ig hefur þú það,“ var bréfið orðið einn metri á lengd.“ Birgir segist hafa unnið mikið með flinkum handverkskonum í gegnum tíðina. Á Feneyja-tvíær- ingnum sýndi hann fána sem Hand- prjónasambandið prjónaði fyrir hann og íslenski fáninn var mótífið. „Ég hef unnið áfram með þeim og á sýningunni verð ég með verk sem líkjast bandaríska, breska og ís- lenska fánanum. Þeir liggja saman á vegg eins og á Ólympíuleikunum. Þetta er íslensk utanríkisstefna í hnotskurn. Ég fæ líka oft lánað ýmislegt dótarí. Við vorum búin að leita lengi að tófuyrðlingi en fundum engan – en hann spilar stóra rullu á sýningunni. Að lokum fundum við lítinn ref á Náttúrugripasafninu í Kópavogi og þeir voru svo elsku- legir að lána okkur hann. Hann er að vestan. Refir fyrir vestan eru víst mjög litlir – og hann er í Land- roverlit. Á sýningunni er refurinn æskuminning frá Skólavörðustíg. Þar var eins konar náttúrugripa- safn, sem var ekkert sérstaklega auðkennt á öðru en því að á skilti úti á götu stóð „Safnið er opið“. Þarna voru magnaðar installasjón- ir, til dæmis var hægt að stinga tí- kalli í maskínu og þá töluðu dýrin. En maskínurnar voru alltaf bilaðar og smám saman urðu dýrin öll hár- laus, örugglega einhver maur í þeim. Myndlistin er þannig að þú finn- ur hana ekki úr einhverju sem ekki hefur verið til. Þú þarft að fara aft- ur í tímann til þess að finna þekkj- anlega hluti.“ sussa@frettabladid.is 50 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… … Aukasýningu á Hinum út- valda eftir Gunnar Helgason í Loftkastalanum á morgun, sunnu- dag, klukkan 16.00. … Halldóri Guðmundssyni, sem ætlar að fjalla um ævisögu Halldórs Laxness og taka á móti spurningum í versluninni Iðu við Lækjargötu í dag klukkan 15.00. … Sýningu á íslenskri samtímalist í Listasafni Ís- lands þar sem sýnd eru verk eftir 20 unga íslenska listamenn. Á morgun, sunnudag, klukkan 15.00 fjalla fimm af lista- mönnunum um verk sín og svara spurningum safngesta. Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Heimilisiðnaðarskólinn Laufás- vegi 2 kynna starfsemi sína í dag milli klukkan 12.00 og 17.00. Félagsmenn sitja við vinnu og selja handverk. Þar mun meðal annars gefa að líta handstúkur, handspunnið band, jurtalitað band, vattarsaum, þæfða smá- hluti, vettlinga og jurtalitaða borðrenninga. Einnig verða námskeið skólans kynnt, þar á meðal. þjóðbún- ingasaumur, útsaumur, vefnað- ur, baldýring, blómstursaumur, perlusaumur, handstúkuprjón, laufabrauðsskurður, þæfing, vattarsaumur, jurtalitun, tóvinna, vefnaður og útskurður. Gestum verður boðið að prófa að spinna, þæfa og skera út í laufabrauð. Boðið verður upp á kaffi, heitt súkkulaði, pip- arkökur og kleinur Aðgangur ókeypis. Kl. 16.00 í dag verða umræðufundirnir Leikhúsmál vaktir til lífsins á ný í Borgarleikhúsinu. Þau Kristín Eysteinsdóttir, María Ellingsen, Ólafur Egill Egilsson og Jón Atli Jónasson ætla að fara yfir stöðuna í leikhúslífi landsins og velta fyrir sér framhaldinu. Á eftir verður boðið upp á umræður. menning@frettabladid.is Handverk og heitt súkkulaði BIRGIR ANDRÉSSON Stundum hittir maður á það sem er í umræðunni - óvart. Stiklað á mjög stóru ! TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Ný endurreisn Caput, Neskirkja Hið íslenzka bókmenntafélaghefur gefið út bókina Laufás við Eyjafjörð - Staðurinn eftir Hörð Ágústsson. Gamli bær- inn í Laufási er meginvið- fangsefni bókarinnar. Lýst er torf- bænum sem enn stendur og búið var í til 1936. Bókin er byggð á viðamikilli rann- sóknarvinnu Harðar Ágústssonar í áratugi. Hin nákvæma lýsing Laufás- bæjar gefur sýn um byggingarsögu á Norðurlandi og Íslandi öllu í nærfellt fimm aldir og eykur skilning á því hvernig aðstæður, lífskjör og hugarh- eimur á Íslandi fyrri alda sköpuðu það einstæða listaverk sem felst í ís- lenska torfbænum. NÝJAR BÆKUR Gengið úr gáfumannafélaginu 62-63 Menning (50-51) 26.11.2004 19:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.