Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR TÓNLEIKAR Í BORGARLEIKHÚS- INU Dean Ferrell bassaleikari flytur eigin útsetningar á nokkrum verka Tobiasar Hume kafteins, bassagömbuleikara og tón- skálds frá tímum frumbarokksins, klukkan 15.15 á Litla sviði Borgarleikhússins. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 4. desember 2004 – 332. tölublað – 4. árgangur ● seljast eins og heitar lummur Teiknar grófar myndasögur Hugleikur Dagsson: ▲ SÍÐA 74 NAFNLEYND TIL LÍTILS Ákvörðun Hæstaréttar um að Börkur Birgisson þurfi ekki að víkja úr réttarsal á meðan vitni koma fram hefur vakið undrun meðal lög- fræðinga og dómara. Sjá síðu 2 AUKNAR ÁLÖGUR R-listinn hefur sam- þykkt að hækka sorphirðugjald um 30 pró- sent. Heimaþjónusta hækkar um ríflega 40 prósent. Oddviti sjálfstæðismanna segir hækkanir endurspegla veika fjármálastjórn meirihlutans. Sjá síðu 4 DEILT UM BÓTAFJÁRHÆÐ Deilur um upphæð bóta vegna barnsláts á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi eru komnar fyrir héraðs- dóm. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaá- byrgð, sem er viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað. Sjá síðu 6 SKORIÐ UM 200 MILLJÓNIR Bæjar- stjórinn í Hafnarfirði segir sveitarfélögin ekki geta rekið þjónustu við íbúa nema rekstrar- grundvöllur þeirra verði tryggður. Sveitarfé- lögin bíða niðurstöðu tekjustofnanefndar sem fundar við ríkið. Sjá síðu 8 Sigga Heimis: Hannar jólaskraut fyrir Ikea SÍÐA 42 ▲ Mugison: Með fimm tilnefningar SÍÐA 60 ▲ Kvikmyndir 70 Tónlist 84 Leikhús 84 Myndlist 84 Íþróttir 54 Sjónvarp 72 Páll Óskar Hjálmtýsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Engill heimsækir James Stewart ● bílar ● jólin koma Útgerðarmenn veðja á sameiningu kerfa Ýmsir útgerðarmenn treysta á að krókaflamarkskerfið verði sameinað stóra kerfinu. Dæmi eru um að smábátar sanki að sér kvóta í von um tug ef ekki hundruð milljóna króna gróða. HLÝNAR UM TÍMA Í DAG með rigningu syðra en slyddu eða snjókomu norðanlands. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÚKRAÍNA, AFP Kjósa verður aftur milli Viktors Janúkovitsj forsæt- isráðherra og Viktors Júsjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, um hvor þeirra verður næsti forseti Úkraínu. Þetta eru fyrirmæli hæstaréttar Úkraínu sem ógilti í gær forsetakosningarnar sem fóru fram 21. nóvember. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að mikið hefði verið um kosningasvindl og varð því við beiðni stjórnarandstöðunnar um að þær yrðu ógiltar. Dómurinn fyr- irskipaði einnig að seinni umferð forsetakosninganna skyldi endur- tekin ekki síðar en 26. desember. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal stuðningsmanna Júsjenkós þegar hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Fólkið, sem hafði sumt hvert verið á götum Kænugarðs í nær tvær vikur, klöppuðu, föðmuðust og hrópuðu af gleði. Yfirkjörstjórn fékk á baukinn í dómsorðinu. „Gjörðir og ákvarð- anir yfirkjörstjórnar um úrslitin í seinni umferð forsetakosninganna voru ólöglegar,“ sagði í niðurstöðu hæstaréttar. ■ Yfirkjörstjórn braut lög sagði hæstiréttur Úkraínu: Kosningarnar ógiltar og kosið á nýFimmtudagar Me›allestur dagblaða Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 68% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið Biskupsstofa: Þingmönn- um skrifað MANNRÉTTINDI Biskupsstofa hvetur alþingismenn til að veita Mannrétt- indaskrifstofu Íslands rekstrarfé í fjárlögum. Í bréfi Karls Sigur- björnssonar biskups segir að rekst- ur stofunnar tryggi að á landinu starfi óháður eftirlitsaðili á sviði mannréttindamála. Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis hefur lagt til að hætt verði að styrkja skrifstofuna, en hún hefur m.a. gefið skýrslur til al- þjóðastofnana um starfsemi stjórn- valda. Biskupsstofa var meðal stofnaðila Mannréttindaskrif- stofunnar. - ghg Opið 10-18 í dag ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 25 96 8 1 2/ 20 04 Nýtt kortatímabil 20 dagar til jóla Opið 10-18 í dag SJÁVARÚTVEGUR Teikn eru á lofti um að útgerðarmenn treysti á að krókaflamarkskerfið verði samein- að stóra kerfinu á næstu misserum. Heimildir blaðsins herma að smábátaútgerðir hafi sankað að sér kvóta í von um að kerfin verði sam- einuð. Áþreifanlegt dæmi er bátur sem fékk úthlutað um 100 tonnum af þorski á þessu fiskveiðiári. Á fyrstu þremur mánuðum fiskveiði- ársins hefur hann veitt minna en tíu tonn en hins vegar hefur verið færður á hann kvóti sem nemur 400 tonnum. Báturinn veiddi um 100 tonn af þorski á síðasta fiskveiði- ári. Kílóið í krókaflamarkskerfinu, eða litla kerfinu eins og það er kall- að, kostar um 750 krónur og 400 tonn kosta því um 300 milljónir króna. Í stóra kerfinu kostar kílóið hins vegar um 1.250 krónur. Grétar Mar Jónsson, varaþing- maður Frjálslynda flokksins og skipstjóri, segir að verði kerfin sameinuð eins og margir þrýsti á um, bjóði það upp á gríðarlegt kvótabrask. Hann segist sjálfur hafa heyrt að menn veðji hreinlega á sameiningu. Þeir séu í raun ekki að gera neitt ólöglegt heldur bara nýta sér stórgallað fiskveiðikerfi. „Ákveðnir menn vilja sameina þetta, það er ekkert leyndarmál,“ segir Grétar Mar. „Stórar útgerðir hafa meira að segja verið að kaupa trillur með kvóta,“ segir hann og telur líklegt að kílóið af þorski muni kosta í kringum 1.250 krónur í sameinuðu kerfi. Samkvæmt því myndi eigandi bátsins sem greint var frá hagnast um 200 milljónir króna á þeim 400 tonnum sem færð voru á hann. Grétar Mar segir svakalegt þeg- ar safnað er kvóta á báta sem lítið er róið. „Þá eru menn bara í kvóta- braski.“ sjá síðu 4/- th FATLAÐIR Í STRÆTÓ Aðgengismál voru ofarlega á baugi á Alþjóðadegi fatlaðra í gær. Í tilefni dagsins brugðu nokkrir sér með strætó frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, þar sem boðið var upp á dagskrá. Á myndinni má sjá hvar Guðmundur Magnússon, formaður starfsnefndar Sjálfsbjargar um ferlimál, nýtir sér þjónustuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.