Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 54
38 4. desember 2004 LAUGARDAGUR FRANCISCO FRANCO, EINRÆÐISHERRA SPÁNAR, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1892. Hann gerði Spán að konungsríki 1947 en kallaði ekki til kóng í ríkið fyrr en 1969. Gönguferðir í stað fótbolta PÁLL GUÐMUNDSSON: LAGÐI SKÓLANN Á HILLUNA “Ég ber bara ábyrgð gagnvart guði og sögunni.“ Þetta er eina tilsvar hans sem sagan hefur geymt. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Ásgerður Ester Búadóttir myndlistar- maður er 84 ára. Kristín Þorkelsdóttir teiknari er 68 ára. Stefán Hirst lögfræðingur er sjötugur. Gunnlaugur Ingólfsson málfræðingur er sextugur í dag. Sigrún Sólmundardóttir, Belgsholti, Melasveit, er fimmtug í dag. Af því tilefni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum í félagsheimilinu Heiðarborg, Leirársveit, eftir kl. 20 í kvöld. Daníel Jónsson, fyrrverandi bóndi á Dröngum, varð sjötugur 2. desember. ANDLÁT Sveinn Ólafur Tryggvason, Álfhólsvegi 53, lést miðvikudaginn 1. desember. Guðsteinn Þengilsson læknir, Grenimel 32, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. des- ember. Ágúst G. Breiðdal frá Krossi á Skarðs- strönd, Sogavegi 118, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. desember. JARÐARFARIR 13.30 Haraldur Gestsson, Mánavegi 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 13.30 Kristjana Guðlaugsdóttir frá Sand- brekku, Fáskrúðsfirði, verður jarð- sungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju. 14.00 Ingibjörg Þórarinsdóttir, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Guðfinnur Grétar Aðalsteinsson, Hlíðarvegi 6, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Ása Bergmundsdóttir, Vesturvegi 32, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju. 14.00 Sigurður Magnússon frá Þórarins- stöðum, Seyðisfirði, áður til heim- ilis á Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyj- um, verður jarðsunginn frá Seyð- isfjarðarkirkju. Þennan dag árið 1954 var sænsk kvikmynd eftir sögu Halldórs Laxness frumsýnd í Reykjavík. Leik- stjóri var Arne Mattson. Íslenskir gagnrýnendur tóku myndinni ekki sérstaklega vel, töldu hana of sænska og sögðu að höfundur myndarinnar skildi ekki ýmislegt í eðli sögunnar. Gagnrýnandi Al- þýðublaðsins sagði t.a.m. að Svíarnir virtust leggja megináherslu á tilfinningasemi og erótík en minna færi fyrir gamanseminni. Salka Valka var kvikmynduð í Grindavík en allir leikararnir voru sænskir. Myndatakan, en tökumaður var Sven Nykvist, þótti góð. Það voru í sjálfu sér tíðindi að gerð skyldi kvikmynd eftir íslenskri sögu á Íslandi en það höfðu útlendingar ekki gert síðan „Saga Borgarættarinnar“ var kvikmynduð 1919. Það má líka kallast merkileg tilviljun að frumdrög Sölku Völku voru kvikmyndahandrit sem Halldór Lax- ness samdi í Hollywood 1928 undir nafninu „A Woman in Pants“ og reyndi að fá fyrirtækið MGM til þess að kvikmynda. Ekkert varð úr því sem kunnugt er. Halldór tók sjálfur kvikmyndinni Sölku Völku ekki illa en sagði m.a. um myndina: „Í henni er ef til vill ýmislegt sem kann að koma Ís- lendingi annarlega fyrir sjónir en þess ber að gæta að hún er umfram allt sænsk kvikmynd og ég held ekki að sænsk kvik- myndalist hafi áður komizt hærra.“ Augljóst er að myndin galt þess í hugum Íslendinga að þeir báru hana saman við söguna sem var og er meðal vinsælustu sagna Halldórs hér- lendis. HALLDÓR LAXNESS Fyrsta kvikmyndin eftir sögu hans var frumsýnd þennan dag 1954 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1918 Woodrow Wilson Banda- ríkjaforseti fer til Evrópu til friðarsamninga. Hugmynd- um hans er fálega tekið af öðrum leiðtogum sigur- vegaranna. 1942 Kristnir menn í Póllandi stofna samtök til bjargar gyðingum. Talið er að nas- istar hafi drepið 4,5 millj- ónir gyðinga í Póllandi á stríðsárunum. 1969 Lögregla í Chicago drepur tvo félaga í „Svörtu hlé- börðunum“. Tíu ár tók ætt- ingja mannanna að ná rétti sínum. 1971 Veitingahúsið Glaumbær í Reykjavík brennur. Húsið var síðar endurreist fyrir Listasafn Íslands. 1981 Stytta af heilagri Barböru afjhúpuð í Kapelluhrauni við Straumsvík. Salka Valka: Sænsk eða íslensk? Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og frænka, Ingibjörg J. Helgadóttir frá Patreksfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi, mánudaginn 6. desember kl. 13.00. Sigurður Steingrímsson, Gísli Steingrímsson, Ólöf L. Steingrímsdóttir, Jón Steingrímsson, Kristinn J. Gíslason, Helga Pálsdóttir, Hrönn Páls- dóttir, Helgi Pálsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinn Ólafur Tryggvason Álfhólsvegi 53, Lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 1. desem- ber. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Jónsdóttir, Jón Kristinn Sveinsson, Elínborg Árnadóttir, Tryggvi Gunnar Sveinsson, Anna Ragna Siggeirsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Lúðvík Berg Bárðarson, Helga Björg Sveinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, vinur og faðir, Sveinbjörn Júlíusson Reykjamörk 15, Hveragerði, lést af slysförum sunnudaginn 28. nóvember. Ólöf Ingibergsdóttir, Guðrún Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Margrét Maris Sveinbjörnsdóttir og Ívar Örn Sveinbjörnsson. Páll Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferða- félags Íslands. Páll starfaði áður sem kynningarstjóri hjá Ung- mennafélagi Íslands. Páll lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1989 og íþróttakennara- prófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands 1992. Páll hefur fengist við ýmis störf, meðal annars íþrótta- þjálfun, bankastörf og ritstörf, og er ritstjóri Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Þá var hann íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og ferðamála- fulltrúi í Ólafsfirði á árunum 1998-2002. Páll lék knattspyrnu með ÍBV, ÍA og Leiftri og einnig sem atvinnumaður í Noregi og Grikklandi. Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og varð því 75 ára árið 2002. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Tímamót slógu á þráðinn til Páls af þessu tilefni: Ertu alveg hættur að spila fót- bolta? „Já, ég lagði skóna endanlega á hilluna eftir bikarúrslitaleikinn með ÍBV árið 2000.“ Stundarðu einhverjar íþróttir nú? „Já, ég stunda vinsælustu íþrótt landsins, gönguferðir. Það er auðvitað ekki vitað fyrir víst en ég held að ekki séu margar íþróttagreinar vinsælli.“ Hefurðu gengið eitthvað ný- lega? „Ég hef nú ekki gengið mikið allra síðustu daga og vikur en ætli ganga upp á Laugarvatnsfjall hafi ekki verið sú síðasta. Ég á ættir að rekja á Laugarvatn og hef mikil tengsl við staðinn.“ Ferðafélagið gefur út ferða- áætlun ár hvert þar sem kynntar eru skipulagðar ferðir um Ísland á vegum þess. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalögum um óbyggðirnar. Þau eru á 34 stöðum víðs vegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélag- inu. Sæluhús eru nær öll opin allt árið og í stærstu húsunum er gæsla yfir sumarmánuðina. Fyrsta sæluhúsið var reist í Hvítárnesi 1930. Innan vébanda FÍ starfa 10 deildir víða um landið. Þær eiga og reka skála og halda úti ferðum all- an ársins hring. Í Ferðafélagi Ís- lands eru sjö þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er marg- víslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spila- kvölda, þorrablóta og margs fleira. Forseti Ferðafélags Íslands er Ólafur Örn Haraldsson. ■ PÁLL GUÐMUNDSSON Nýráðinn framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Gyltan Eyrún léttari Eyrún, ein af gyltunum í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, gaut 11 grísum hinn 26. nóvember en einn þeirra var andvana. Eyrún er af duroc-kyni og því rauð að lit. Hún er fædd í Hrísey árið 2000 en það ár var byrjað að flytja þetta svínakyn til landsins. Fram að því voru eingöngu landsvín á Íslandi, ljós að lit, svipuð þeim sem land- námsmenn fluttu með sér frá Norðurlöndunum. Duroc-svín eru amerísk að uppruna en voru flutt hingað frá Noregi. Eyrún er nú að gjóta í annað sinn á ævinni. 26. júlí í fyrra komu í heiminn 9 sprækir grísir. Þá var hún sædd með sæði úr gelti af landkyni en í ár gekk upp að láta göltinn í Húsdýragarðin- um sjá um þetta en það er ekki alltaf sem sú leið virkar. Faðir grísanna er gölturinn Askur sem er með Eyrúnu í húsi. Fyrra got Eyrúnar var henni erfitt og þurfti meðhöndlun dýra- læknis í kjölfarið. Sama er uppi á teningnum núna og því vilja starfsmenn húsdýragarðsins biðja gesti að sýna Eyrúnu og litlu grísunum hennar tillitssemi og nærgætni. Meðgöngutímann er auðvelt að muna, en hann er 3 mánuðir, 3 vik- ur og 3 dagar, eða m.ö.o. 114 dag- ar. Got er ekki háð árstíma hjá svínum og erfitt er að kasta tölu á fjölda grísa í goti, hún getur verið margbreytileg. ■ ÞETTA ER EKKI GYLTAN EYRÚN HELD- UR ÚTLENDUR FRÆNDI HENNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.