Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR INNRA EFTIRLIT FYRIRTÆKJA Fjallað verður um innra eftirlit fyrirtækja á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands á Grand Hóteli. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands, flytur meðal annars er- indi. Fundurinn hefst klukkan 8.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 8. desember 2004 – 336. tölublað – 4. árgangur HALLDÓR GAGNRÝNDUR Stjórnar- andstæðingar saka Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra um blekkingar þegar hann sagði ástæður innrásar í Írak hafa verið margræddar á þingi og í utanríkismála- nefnd. Sjá síðu 2 ÆFIR VEGNA SKÓLAKÖNNUNAR Tæpur helmingur norsku þjóðarinnar telur að norski menntamálaráðherrann hafi stað- ið sig illa í starfi. Bent er á niðurstöðu al- þjóðlegu Pisa-rannsóknarinnar. Sjá síðu 4 BERST GEGN HRYÐJUVERKUM Hamid Karzai sór í gær embættiseið sem fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganist- ans. Hann hét því að byggja Afganistan upp og ráðast gegn hryðjuverkahópum. Sjá síðu 8 BISKUPI STEFNT Séra Sigríður Guð- marsdóttir hefur stefnt biskupi Íslands. Hún telur að málefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið við skipun í embætti sendiráðsprests. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 SKÚRAVEÐUR VÍÐAST HVAR Síst þó allra austast. Hiti 2-6 stig að deginum, svalast á Vestfjörðum. Allhvasst með suður- ströndinni annars mun hægari. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Bandaríkjadalur fellur enn: Kominn í 61 krónu EFNAHAGSMÁL Gengi Bandaríkja- dals heldur áfram að veikjast á gjaldeyrismörkuðum og íslenska krónan styrkist. Við lokun við- skipta í gær var kaupgengi Bandaríkjadals rúmlega 61 króna og hefur ekki verið lægra frá 1992. Dalurinn féll einnig gagnvart evrunni og hefur gengi dalsins ekki verið lægra gagnvart evru. Gengisvísitala krónu lækkaði niður í 112,4 í gær en var í 117,4 á föstudag. Þessi styrking krónunn- ar er talin eiga sér rætur í vaxta- hækkun Seðlabankans á föstudag- inn. Í Hálf fimm fréttum KB banka í gær segir að gengisvísi- talan hafi ekki verið lægri frá því um mitt ár 2000. Lág gengisvísi- tala þýðir að færri krónur fást fyrir erlendar myntir. - þk VIÐSKIPTI Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, seg- ir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar full- yrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. „Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðing- ar,“ segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. „Þegar fjárfestar eru svona áber- andi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni,“ segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllun- ina um KB banka vera ósann- gjarna. „Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hef- ur um eignatengsl í íslensku við- skiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. „Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagn- kvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum,“ segir Mikkelsen. „Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir,“ segir Mikkelsen og nefnir sérstak- lega hlut KB banka í Baugi Group. Sjá síðu 26 - þk Ráðherra til varnar íslenskum bönkum Valgerður Sverrisdóttir segir umfjöllun um íslenska bankakerfið í Berlingske Tidende byggjast á vanþekkingu. Blaðamaður Berlingske segir lög hér heimila hluti sem annars staðar séu bannaðir. „Ekki rétt,“ segir ráðherra. Stöðvarstjóri CIA í Bagdad svartsýnn á framtíðina: Útlitið dökkt í Írak BANDARÍKIN Ástandið í Írak fer versnandi og óvíst hvort það batnar nokkuð í náinni framtíð. Þetta er mat fyrrverandi stöðv- arstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA í skeyti sem hann sendi yfirmönnum sínum seint í síðasta mánuði, skömmu áður en hann lét af embætti. Þessu grein- di dagblaðið The New York Times frá í gær. Blaðið hefur eftir ónafn- greindum embættismönnum að skýrsla stöðvarstjórans fyrrver- andi gefi til kynna að árangurinn í Írak sé misjafn. Annars vegar hafi Írakar náð mikilvægum ár- angri, einkum í uppbyggingu stjórnmálalífs og stjórnmálaafla. Hins vegar sé líklegt að öryggi fari áfram minnkandi, ofbeldi aukist og meira verði um átök ólíkra trúflokka. Helstu leiðirnar til að koma í veg fyrir hið síðar- nefnda er að írösk stjórnvöld sýni fram á mátt sinn og að staða efnahagsmála batni. Stöðvarstjórinn fyrrverandi sendi skýrslu sína eftir bardag- ana í Falluja en markmið þeirra var að draga úr mætti víga- manna og auka öryggi í Írak. Skýrsla stöðvarstjórans er sögð að miklu leyti samhljóma samantekt háttsetts embættis- manns í leyniþjónustunni sem var í Írak fyrir skömmu. ■ ● verslunin ígulker opnar í dag selur notuð föt og vínylplötur Carmen Jóhannsdóttir: ▲ SÍÐA 42 ● jólin koma Skreytir í hólf og gólf Kristín Helga Gunnarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Jólalest kemur eftir daga 3 16 dagar til jóla Opið 10-18.30 í dag www.postur.is 8.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu! SIGURÐUR GEIRDAL BORINN TIL GRAFAR Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Á myndinni má sjá þrjá af líkmönnunum. Frá vinstri: Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og bróðir Sigurðar heitins, Gunnar I. Birg- isson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Auk þeirra voru eftirtaldir lík- menn: Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Breiðabliks, Hreinn Bergsveinsson, for- maður Rótarýklúbbs Kópavogs, Björn B. Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands, og Hansína Á. Björgvinsdóttir, oddviti Framsóknar- flokksins í Kópavogsbæ. LÖGREGLUBÍLAR Í LJÓSUM LOGUM Þessir tveir lögreglubílar eyðilögðust í árás vígamanna á lögreglustöð í Ramadi í gær. Fyrrverandi stöðvarstjóri CIA óttast að ofbeldið aukist frekar en að úr því dragi. 01 Forsíða 7.12.2004 22:25 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.