Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 2
Ég vona ekki, en ef svo er verða þeir reknir hið snarasta. Samkvæmt úttekt á eldhúsum grunnskóla Reykja- víkur virðist mörgu ábótavant í rekstri þeirra. At- hugasemd var gerð við 23 af 32 skólaeldhúsum. Úttektina gerði Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Guð- rún Ebba Ólafsdóttir er fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði. SPURNING DAGSINS Guðrún Ebba, eru streptókokkar að störfum í skólaeldhúsunum? 2 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Ummæli Halldórs valda uppnámi Stjórnarandstæðingar saka Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um blekkingar þegar hann sagði ástæður innrásar í Írak hafa verið margræddar á þingi og í utanríkismálanefnd. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í um- ræðum um störf þingsins á Al- þingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðu- þætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkis- nefnd og á Alþingi. „Þetta er ósvífið og rangt,“ sagði Stein- grímur J. „Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna“. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra gagnrýndi stjórnarand- stöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráð- herra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áfram- haldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. „Er Samfylkingin ósam- mála dönskum jafnaðarmönn- um?“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: „Við erum sammála spænskum jafn- aðarmönnum.“ Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Hall- dór í þingræðu: „Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðing- arvopnum, þá er málið væntan- lega leyst.“ Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: „Þá lá ekki á að koma Saddam Hussein frá.“ Halldór varðist árásum and- stæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Hall- dóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: „Það var bara einn mað- ur. Hann heitir Davíð Oddsson.“ a.snaevarr@frettabladid.is ÆTLUÐU SÍÐAR TIL LÆKNIS Tveir hlutu minniháttar meiðsl eftir bílveltu á Landvegi skammt vestan við Hrauneyjar í gærmorgun. Veltan varð eftir að ökumaður missti stjórn á bílnum þegar hann kom af malarvegi inn á hált bundið slitlag. Tveir voru í bílnum og blæddi aðeins úr þeim báðum en þeir ætluðu að leita sér læknis við tækifæri en þeir voru á leið í vinnu þegar óhappið varð. SEX BÍLAR SKEMMDUST Þrjú umferðaróhöpp urðu á Sauðár- króki í gærdag. Engin meiðsl urðu á fólki en sex bílar skemmdust nokkuð. Rekja má óhöppin að hluta til hálku. ÁTTA UMFERÐARÓHÖPP Átta umferðaróhöpp urðu í Hafnar- firði í gær. Ekki urðu slys á fólki en einn ökumaður kvartaði yfir eymslum. Nokkuð tjón varð á ökutækjum. Rætt um Írak á Alþingi: Fundarstjórn gagnrýnd S T J Ó R N M Á L Stjórnarand- s t æ ð i n g a r deildu hart á fundarstjórn Birgis Ár- m a n n s s o n a r, varaforseta Al- þingis, í um- ræðum um Írak í gær. Leyfði Birgir Halldóri Ás- grímssyni for- sætisráðherra að tala þrisvar í umræðu um störf þingsins sem var að frum- kvæði Steingríms J. Sigfússon- ar, Vinstri grænum. Átaldi Steingrímur Birgi fyrir þetta og benti á ákvæði þingskaparlaga um að í umræðum af því tagi sem fram hefðu farið mætti hver þátttakandi aðeins tala tvisvar. Forseti vísaði til for- dæma sem byggðu á ákvæðum stjórnarskrár um að ráðherrar mættu taka til máls að vild á Al- þingi. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingu, gagnrýndi þessa lög- skýringu og sama gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknar- flokki. - ás Sauðárkrókur: Lést í eldsvoða ANDLÁT Maðurinn sem lést í elds- voðanum á Sauðárkróki á laugar- dag hét Elvar Fannar Þorvaldsson, fæddur 18. júní árið 1983. Elvar var til heimilis að Hólavegi 24 og að Bárustíg 14 á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus. ■ 15 mánaða fangelsi: Í fangelsi fyrir hnífstungur DÓMSMÁL Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skil- orðsbundnir. Refsing nítján ára pilts, sem einnig var ákærður fyrir að hafa ráðist að sama manni og kýlt hann hnefahöggi í andlitið, var felld niður. Mennirnir tveir voru í bíl fyrir utan skólaball og rák- ust þeir utan í annan mann á bílaplaninu. Upp hófust átök við manninn og sá eldri tók upp hníf og stakk hann fjórum sinnum í líkamann svo af hlutust fjögur tveggja til átta sentímetra djúp sár. - hrs SVEITARFÉLÖG Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka varanlega um rúmar 400 milljónir þegar frumvarp til laga um lækkun tekjuskatts og eignarskatts kem- ur til fullra framkvæmda árið 2007, vegna lækkunar tekju- skatta, afnám eignarskatts og hækkunar persónuaflsáttar. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frum- varpið. „Við reiknum með að þetta séu bara mistök,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upp- lýsingasviðs sambandsins. „Það er í gildi ákveðið samkomulag um fjárhag ríkis og sveitarfélaga og breytingar á því hljóta að vera samningsatriði en ekki einhliða ákvörðun.“ Hann bendir á að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt lækka tekjur sjóðsins um 90 milljónir á næsta ári og um 200 milljónir þegar eignarskattur verður felldur niður. Tekjur Jöfnunarsjóðsins eru að hluta bundnar 2,12% skatttekjum ríkissjóðs og í umsögninni er bent á þá leið að ef hlutfallið verði hækkað í nokkrum þrepum í 2,274% árið 2007 væri komið í veg fyrir að tekjur sjóðsins skerðist verulega. -ss GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Samband Íslenskra sveitarfélaga segir að ef tekjuskattur og eignarskattur lækki án breytinga á frumvarpi, muni tekjur Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaganna einnig lækka. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Tekjur lækka með lækkun skatta LÖGREGLA Kona á fertugsaldri ók tví- vegis á lögreglubíl á fullri ferð og stakk síðan af síðastliðið mánudags- kvöld. Lögreglumennirnir kenndu eymsla í hálsi og var lögreglubíllinn óökufær, hann var nokkuð klesstur auk þess sem líknarbelgir í bílnum að framan og til hliðanna blésu út. Maður, sem er forstöðumaður trúfélags, bað lögregluna um aðstoð vegna konunnar sem veitti honum eftirför rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið. Konan reyndi nokkrum sinnum að keyra í veg fyrir mann- inn en hún ásakar hann um að hafa lagt á sig álög. Við bílastæðið hjá heimilum eldri borgara, við Ár- skóga í Breiðholti, kom lögreglan þangað sem konan hafði veitt mann- inum eftirför. Þar ók konan á lög- reglubílinn í tvígang og stakk síðan af en lögreglumennirnir sátu eftir í óökufærum bílnum. Strax hófst leit að konunni með aðstoð lögreglunn- ar í Reykjavík. Konan skildi bílinn eftir í Breiðholti og fannst hún rétt fyrir miðnætti þar sem hún vitjaði bílsins en lögreglan sat fyrir henni á ómerktum bíl. Þótti með ólíkindum að bíll konunnar hefði verið ökufær eftir aðfarir hennar. Ekki er vitað hvað konunni gekk til en hún er ekki grunuð um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. - hrs LÖGREGLUBÍLLINN SKEMMDIST MIKIÐ Konan hafði reynt að aka í veg fyrir manninn sem hún veitti eftirför áður en hún keyrði á lögreglubílinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Elti mann sem hún segir hafa lagt á sig álög: Ók í tvígang á lögreglubíl RÍKISSTJÓRNARFUNDUR Í GÆR Viðurkenndi í Kastljósi á mánudag að stuðningur við Íraksstríðið hefði ekki verið ákveðinn á ríkisstjórnarfundi en sagði málið margrætt í ríkisstjórn, utanríkismálanefnd og á þingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BIRGIR ÁRMANNSSON Stjórnarandstaðan gagnrýndi fundar- stjórn varaforseta Alþingis í um- ræðum um Írak. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 02-03 fréttir 7.12.2004 22:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.