Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 14
14 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR BUSH Í MAT George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fékk sér hádegismat með hermönnum í Camp Pendleton í Kaliforníu í gær þegar 63 ár voru liðin síðan japanski herinn gerði árás á Perluhöfn. Íslandskynningin í september: Bókanir í París aukist um 35% FLUGFARÞEGAR Farþegabókanir Icelandair í París hafa aukist um 35% frá Íslandskynningunni í september að sögn starfsfólks fyrirtækisins í París. Icelandair í París gekkst fyrir markaðsátaki á sama tíma og menningarkynning- in stóð yfir í september. Farþega- bókanir tóku kipp og eru í septem- ber, október og nóvember um 35% fleiri en í sömu mánuðum á síð- asta ári. „Það er ekki spurning að þessi mikla kynning er að skila sér í fleiri ferðamönnum til Ís- lands og almennt auknum áhuga á landinu“, segir Helgi Már Björg- vinsson, svæðisstjóri Icelandair í Frakklandi. Í tengslum við Íslandskynning- una á vegum sendiráðs Íslands og menntamálaráðuneytisins efndi Icelandair ásamt Ferðamálaráði og Höfuðborgarstofu til mikillar auglýsingaherferðar í neðanjarð- arlestum Parísar, Metro. „Við settum upp alls 1387 risastór veggspjöld í umfangsmestu her- ferð sem við höfum nokkru sinni staðið fyrir í borginni. Í þeirri herferð lögðum við áherslu á sömu þætti og í Íslandskynning- unni, það er hreina orku, menn- ingu og afþreyingu,“ segir Helgi Már. - ás HOKKAIDO SKALF Öflugur jarð- skjálfti hristi japönsku eyjuna Hokkaido síðla í gær án þess þó að valda tjóni að ráði. Styrkur skjálftans mældist sjö stig á Richter og var varað við að risa- flóðöldur kynnu að ganga á land. Fimm manna fjölskylda: Til Kanarí í hálfan mánuð SKATTABREYTINGARNAR Fimm manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára og eitt 11 ára gamalt og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði getur grætt 435 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnar- innar þegar þær eru komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Fjölskyldan greiðir þá rúmlega 244 þúsund krónum minna í stað- greiðslu og fær rúmlega 191 þús- und krónum meira í barnabætur á ári. Ekki er tekið tillit til breyt- inga á eignaskatti eða skerðingar á vaxtabótum. Fyrir þennan pening getur fjöl- skyldan ferðast til Kanaríeyja á dýrasta tíma miðað við verðlag í dag. Fjölskyldan fer þá í hálfan mánuð og dvelur á eyjunum um páskana. Ferðin kostar tæpar 312 þúsund krónur með hóteli. Ef gert er ráð fyrir 10 þúsund krónum í eyðslufé á dag kostar ferðin sam- tals 451.970 krónur eða 20 þúsund krónum meira en nemur ávinn- ingnum af skattabreytingunum. -ghs EFNHAGUR Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hag- vöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. „Það er rétt að þetta er í sam- ræmi við það sem fjármálaráðu- neytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í sam- ræmi við það sem fjármálaráðu- neytið hefur birt,“ segir Einar Odd- ur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að rík- issjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá væri rétt- lætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra at- vinnulífið upp að nýju. „Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til rík- isins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður út- gjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfesting- una en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út.“ Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðu- neytum nema menntamálaráðu- neytinu. Í þinginu er verið að sam- þykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukn- ing. Það sé alltof mikil aukning. Ís- lendingar eyði of miklu í heilbrigð- ismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum. ghs@frettabladid.is EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Hann telur ólíklegt að ríkissjóður verði rek- inn með halla þó að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir því í langtímaáætlun sinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Einar Oddur trúir á hagvöxt til ársins 2010 Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ólíklegt að 29 milljarða halli verði á ríkissjóði árin 2007 og 2008 vegna skattabreytinga líkt og gert er ráð fyrir í áætlunum. ÍSLANDSKYNNING Í PARÍS Icelandair, Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofa stóðu fyrir mikilli auglýsingaherferð í neðanjarðarlestakerfi Parísar. Á KANARÍ Fimm manna fjölskylda getur farið til Kanarí í hálfan mánuð á dýrasta tíma miðað við verðlag í dag. Þetta gefur hugmynd um ávinning hennar af skattalækkunum ríkisstjórnar- innar. FIMM MANNA FJÖLSKYLDA MEÐ ÞRJÚ BÖRN Tekjur 400 þúsund krónur á mánuði eða 4,8 milljónir yfir árið. Greiðir í staðgreiðslu nú: 1.191.888 Árið 2007: 947.496 Fær í barnabætur nú: 187.269 Árið 2007: 378.269 Munurinninn á staðgreiðslu og barnabót- um nú og árið 2007. Postulín glös og hnífapör – til hátíðabrigða heima sem utan heimilis FRANCEP U IL VLI YT Mánudaga t il föstudaga frá kl. 8:00 t il 18:00 Laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00 Nýr opnuna rtími í verslun RV : R V 20 14 /2 World Trade Center: Fær um 300 milljarða BANDARÍKIN, AP Árásin á World Trade Center hefur verið skil- greind sem tvær aðskildar árásir af dómstól í New York. Þetta þýðir að Larry Silverstein, sem var með byggingarnar tvær á langtíma- leigu, fær greidda tæplega 300 milljarða króna í bætur. Undirréttur í New York hafði áður skilgreint árásina sem eina árás. Samkvæmt því voru nokkur tryggingafélög undanskilin bóta- greiðslum. Búist er við því að ein- hver tryggingafélög muni áfrýja dómnum með þeim rökum að ekki sé hægt að skilgreina hryðjuverka- árás eftir því til dæmis hversu mörg flugskeyti voru notuð. ■ ■ ASÍA ■ ATVINNA NÝ ATVINNULEYFI Ný atvinnu- leyfi á bilinu 1.300 til 1.800 verða að öllum líkindum gefin út á næstu þremur árum. Þetta er vegna fyrirhugaðra stóriðju- og virkjanaframkvæmda. 14-15 fréttir 7.12.2004 21:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.