Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 16
16 SVONA ERUM VIÐ Tveggja vikna deilum um framkvæmd úkraínsku forsetakosninganna er lokið með því að hæstiréttur Úkraínu úr- skurðaði þær ógildar vegna kosninga- svindls. „Mér finnst mikilvægt að þeim reglum sem almennt eru viðurkenndar í lýð- ræðisþjóðfélögum sé fylgt og að þær séu virtar af þeim sem eru í framboði hverju sinni,“ segir Jón Hákon Halldórs- son, framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna og aðalgagn- rýnandi vefsins kvikmyndir.com. Hann segir það rétta ákvörðun hæstaréttar að fella kosningarnar niður og boða til nýrra hafi verið sýnt fram á kosninga- svindl. „Múgæsing er aldrei af hinu góða en hins vegar held ég að það sé mjög gott að stjórnvöld hafi aðhald frá almenn- ingi,“ segir Jón Hákon um það hvernig almenningur þusti út á götur borga Úkraínu til að styðja sinn frambjóðanda. „Mér sýnist á öllu að lýðræðið sé að virka ágætlega í Úkraínu þrátt fyrir þá stöðu sem var komin upp vegna að- gerða stjórnvalda, ef við gefum okkur að fullsýnt sé fram á að þær hafi verið óeðlilegar.“ „Mér sýnist Úkraína hafa verið á barmi borgarastyrjaldar. Í dag sýnist mér að réttlætið hafi náð fram að ganga,“ segir Jón Hákon og klikkir út með því að er- lend stórveldi megi ekki hafa of mikil áhrif á innanríkismál einstakra ríkja og vísar þar til þess hvernig George W. Bush og Vladimir Putin beittu áhrifum sínum. JÓN HÁKON HALLDÓRSSON Réttlætið hafði betur ÁSTANDIÐ Í ÚKRAÍNU SJÓNARMIÐ „Við erum að klára sauðfjárslátrun í þessari viku og næstu,“ segir Hermann Árnason, sláturhússtjóri SS á Selfossi, en á hans bæ stendur sláturtíðin yfir í hálft ár og hefur verið slátrað í hverri viku allt frá lokum júlí. „Við erum aðal- lega að slátra fyrir Danmerkurmarkað núna en þar er rík hefð fyrir fersku lambakjöti um þetta leyti árs, jól og ára- mót,“ segir Hermann og bætir við að sama máli gegni um Japansmarkað. „Japanar eru mjög hrifnir af lamba- hryggjum en lærin fara flest til Dan- merkur.“ Sjálfur fær Hermann ekkert betra að borða en lambakjöt og hefur það á borðum oft í viku. „Ég matreiði það á alla vegu; sýð, steiki og grilla. Ég lifi á þessu og lambakjötið er í raun mitt grænmeti,“ segir hann en hefðbundið grænmeti leggur hann sér ekki til munns. Hermann leggur sér vita- skuld lambakjöt til munns yfir hátíð- irnar, hefur það þá reykt og reyndar svínahamborgar- hrygg líka. Annars var hann við útskipun sauðagæra í Sundahöfn þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Loksins er einhver skriður kominn á gærusöluna eftir erfið- leika í allt haust. Við erum að senda núna góðan slatta til nokkurra landa; Tyrklands, Spánar og Bandaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Ætli þetta komi svo ekki til baka sem vesti, jakkar og pils.“ Lambakjötið er mitt grænmeti HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HERMANN ÁRNASON SLÁTURHÚSSTJÓRI 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Öruggasta öldurhús í heimi Öryggisgæslan í kjölfar 11. september hefur fallið misvel í kramið hjá almenningi. Kráareigandi í Berlín nýtur hins vegar góðs af eftirlitinu. ÖRYGGISGÆSLA Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heimin- um eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Wind- horst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendi- ráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafan- ir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverka- manna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðis- mannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkja- manna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þung- vopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vega- bréfsskoðun og vopnaleit. Hjól- reiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. septem- ber enda þótti fastakúnnunum fyrr- verandi lítt spennandi að vera þukl- aðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barn- um yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. „Marg- ir sem vinna í nágrenninu voru van- ir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina,“ sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu „öruggasta öldurhús í heimi“. Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi und- ir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr. sveinng@frettabladid.is Brytinn í Menntaskólanum á Akureyri: Magakveisan var ekki vegna pottréttar AKUREYRI Búið er að útiloka það að sýkingin sem olli því að um 200 nemendur í Menntaskólanum á Akureyri fengu heiftarlega maga- kveisu og niðurgang hafi verið vegna pottréttar úr mötuneyti skólans. Garðar Stefánsson, bryti skólans, segist hafa fengið þetta staðfest frá trúnaðarlækni skól- ans. „Læknirinn fullyrðir að ekki hafi verið um matarsýkingu að ræða,“ segir Garðar. „Þetta er auð- vitað mikill léttir fyrir mig. Þegar þetta kom upp leit ég það alvarleg- um augum. Það var ég sem kallaði eftir lækni og stóð fyrir því að þetta yrði rannsakað. Það var því ekki eins og ég hefði verið að reyna að fela eitthvað.“ Tekin voru saursýni úr nem- endum en þar sem maturinn var búinn voru ekki tekin nein sýni úr honum. Ekki náðist í trúnaðar- lækninn í gær og því er enn óljóst hvers konar sýkingu var um að ræða. Veikindin komu upp fyrir viku síðan og sagði Jón Ingi Björnsson, nemandi skólans, sem er auk þess á heimavist hans, að ástandið hefði verið afar slæmt. Nemendur hefðu í tíma og ótíma þurft að hlaupa úr tímum til að fara á klósettið. -th VÍSITÖLUHEIMILIÐ KAUPIR FISK FYRIR 29.298 KRÓNUR Á ÁRI Fiskkostnaður vegur þyngra í pyngju dreif- býlisbúa. Miðað er við verðlag frá árinu 2002. SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA VIÐ LAUFÁSVEG Skyldu vera sóknarfæri fyrir ferðaþjónustuna í nágrenni þess? NEMENDUR Í MÖTUNEYTINU Garðar Stefánsson bryti segir létti að sýkingin hafi ekki verið vegna matar úr mötuneyti skólans. WINDHORST-BAR Gestir komast ekki á barinn nema að sýna skilríki og gangast undir vopnaleit. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I M YN D /AN D RÉS JÓ N SSO N JÚPÍTER RÍS VIÐ SJÓNDEILDARHRING Hálfmáninn skyggði Júpíter í gær en myndin er tekin í Bandaríkjunum fáeinum mínútum eftir að reikistjarnan kom aftur í ljós. Slíkir myrkvar eru allalgengir 16-17 (24 klst.) 7.12.2004 20:32 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.