Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 24
Pakka inn Pakkaðu jólagjöfunum inn eins fljótt og þú getur. Þannig freistast þú ekki til að gefa einhverjum þær fyrir jól.[ Englarnir sem dætur Kristínar Helgu bjuggu til á leikskólanum skipa heiðurssess á orgelinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur er ein af þeim sem taka aðventuna með trompi og nýtur hverrar mínútu. „Ég þarf svolítið að sitja á mér að verða ekki ein- hver jólabrjálæðingur,“ segir hún og viðurkennir að í fyrra hafi hún skreytt jólatréð um miðjan desem- ber. „Ég gafst upp á að vera með lifandi tré og keypti mér ekta gervitré, sem ég stóðst svo ekki að skreyta. En þetta kemur líka til af því að unglingurinn minn fer alltaf til útlanda á annan í jólum með skíðafélaginu sínu. Svo finnst mér bara að jólin þurfi að standa í minnst fjórar vikur.“ Kristín Helga segist ekki eiga langt að sækja jóladelluna því amma hennar, Dagmar, hélt alltaf jól með miklum glæsibrag. „Hún kom með danskar jólahefðir með sér heim úr dönskum húsmæðra- skóla. Á heimili hennar og afa á Teigunum voru þrjár stórar stofur og í byrjun desember var þeim læst og svo dvaldi amma þar meira og minna allan desember við skreytingar. Í svuntunni sinni geymdi hún stóran lyklahring og passaði að enginn kæmist inn í dýrðina. Á aðfangadag var svo frumsýn- ing og stofurnar voru eins og tívolí á góðum degi,“ segir Kristín Helga. „Við konur í ættinni höfum svo komist að því að innra með okkur býr amma sem brýst út með mis- munandi hætti fyrir jólin.“ Uppáhaldsskraut Kristínar Helgu er englar sem stelpurnar hennar bjuggu til í leikskólanum. „Það skraut sem stelpurnar mínar hafa búið til stendur alltaf hjartanu næst og englarnir skipa heiðurs- sess á orgelinu. Þeir flögra um hús- ið um nætur á sínum álvængjum þegar við sofum. Litlu kertakarl- arnir eru af heimili ömmu minnar. Ætli þeir séu ekki orðnir svona fer- tugir að minnsta kosti og ég man ekki eftir jólum án þeirra.“ Kristín Helga og dæturnar leggja ekki mikið upp úr bakstri í desember en kaupa deig og skella í ofn, aðallega til að fá lyktina. „Hér er lítið sem ekkert bakað fyrir jólin. Þegar það þyrmir yfir mig og mér finnst ég þurfa að baka sjö sortir, lagkökur og laufabrauð þá leggst ég bara fyrir í fimm mínútur, dreg andann djúpt og þetta líður hjá eins og létt- ur höfuðverkur. Svo kaupum við mæðgur piparkökur og skreytum, hengjum þær í gylltan vír og skreytum mandarínur með negul- nöglum og kanilstöngum og þær fara líka á vírinn og úr verða okkar árlegu eldhúsjólagardínur sem eru ætar að auki.“ Milli þess sem Kristín Helga nýt- ur jólaljósanna heima fyrir er hún á ferð og flugi að lesa upp úr nýrri bók sinni, Fíusól í fínum málum. „Þetta eru sögur hversdagsins um sjö ára stelpu í ósköp venju- legu úthverfi. Kannski eru þetta sögur af því hve hversdagslegir atburðir geta orðið stórvægilegir. Þarna eru uppákomur sem við þekkjum öll, sem virðast oft óyfir- stíganlegar meðan á þeim stendur en eru svo lærdómsríkar og kannski bara skemmtilegar eftir á.“ ■ Kristín Helga heldur uppi merki ömmu sinnar og skreytir í hólf og gólf. Munurinn er bara sá að hjá Kristínu Helgu er skrautið ekkert leyndó. ] Fallegu Alpa jólatrén eru komin aftur!! 3 stærðir, 2 litir, verð frá kr. 6.900.- Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru. Munið heimasíðuna www.virka.is Taktu þátt í jólaleik Jóa útherja. Fjöldi glæsilegra vinninga dregnir út alla föstudaga á Skonrokk hjá Valtý Birni. Nánari uppl um vinninga á www.joiutherji.is Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is Við eigum mikið úrval af töskum, bakpokum, fótboltum og o.fl. fyrir knattpyrnumanninn. Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is -ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. -íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Glæsileg ný verslun Amma Dagmar brýst fram í desember Skreyttar piparkökur í eldhúsglugganum auka enn á jólastemmninguna. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins 24-25 (02-03) Allt jólin koma 7.12.2004 15:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.