Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 25
3MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 Jólastemmning yst sem innst Ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja jóla sig upp Fyrir þá sem vilja vera afspyrnu „jóló“ á aðventunni er ýmislegt í boði. Hægt er að skreyta sig með jólahúfum eða hreindýrshornum, setja upp jólaeyrnaskjól, vettlinga eða jólasveinahúfur með blikkandi ljósum. Þá má ekki gleyma nær- fötunum, sem hægt er að fá með mismunandi jólamyndum. ■ Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isÞægindi - Öryggi - Sparnaður Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Frábært verð og gæði Persónuleg þjónusta Hamraborg7 sími 5444088 Glæsilegur undirfatnaður fyrir allar konur frá hinum heimsþekktu framleiðendum Vanity Fair og umbúðastandar UNGBARNASUNDFÖT ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 Í gamaldags stíl Með texta í ýmsum útgáfum Jólakort og merkimiðar í gamal- dags stíl eru meðal þess sem fyrirtækið Kroppar og kiðlingar gefur út en bak við það stendur Valdís Gunnarsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona. Myndirnar eru amerískar að uppruna en Valdís er búin að breyta þeim og ís- lenska auk þess að búa til viðeig- andi texta inn í kortin en hún er með ýmsar útgáfur af þeim. Hún kveðst hafa gengið með hug- myndir að þessari framleiðslu í mörg ár en hún gefur líka út tæki- færiskort vegna ferminga, brúð- kaups, Valentínusardags o.fl. Jólakortin og merkimiðar seljast sex saman í pakka og fást í versl- unum Nettó um allt land, Deben- hams og bókabúðum. ■ Líkamleg og andleg næring Heilsustofnunin fær marga góða gesti í heimsókn á að- ventunni. Heilsustofnunin í Hveragerði gerir venju fremur vel við dvalar- gesti sína á aðventunni og auk góðmetis á borðum verður þar ýmiss konar menningardagskrá. Fram eftir desembermánuði er boðið upp á tónleika og helgileiki auk venjulegrar meðferðar og nýtur stofnunin þar ýmissa góðra krafta sem koma í heimsókn. Má þar nefna Söngsveit Hveragerðis, börn úr Grunnskóla og Tónlistar- skóla Árnesinga í Hveragerði, Kirkjukór Hveragerðis og Karla- kór Selfoss. Heilsustofnunin verður lokuð yfir jólin og fram yfir áramót, eða frá og með 24. desember 2004 til 2. janúar 2005 en þeir dvalargestir sem koma inn fyrir jól geta skipt dvöl sinni og haldið herbergjum sínum end- urgjaldslaust þessa daga. ■ Jólanærföt eru ómissandi á aðventunni. Þessi fást í Accessorize í Kringlunni. Hver segir að jólahúfan þurfi að vera rauð skotthúfa? Jólatré í húfulíki eru ekkert síðri. Fæst í Byggt og búið. Svo er líka hægt að setja upp hrein- dýrshorn að hætti Rúdolfs. Fást í Byggt og búið og versluninni AHA. Jólavettlingar á jólaarkinu eru í takt við jólastemmninguna... og jólaeyrnaskjól til að passa upp á eyrun. Fást í Byggt og búið. Að sjálfsögðu er boðið upp á heilsufæði á Heilsustofnuninni. Jólaspurning dagsins Hver er uppáhaldsdagurinn þinn um jólin? „Aðfangadagur því þá byrja ég í fríi og meira er fram undan.“ ■ Hrafnhildur Einarsdóttir » FA S T U R » PUNKTUR 24-25 (02-03) Allt jólin koma 7.12.2004 15:47 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.