Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 39
ÞRÓUN Í LETTLANDI Gunnlaugur Sig- mundsson, forstjóri Kögunar, segir fyrir- tækið skoða þann möguleika að þróa hug- búnað í Lettlandi. Kögun í Lettlandi Kögun hefur keypt að fullu Aston Baltic SIA í Riga í Lettlandi. Kög- un átti fyrir tvo þriðju hluta fé- lagsins, en hefur nú eignast það að fullu. Gunnlaugur Sigmundsson, for- stjóri Kögunar, segir markmiðið með kaupunum að nýta þá fót- festu sem Aston Baltic hefur nú þegar á lettneska markaðinum til aukinna umsvifa í Eystrasalts- löndunum. Hann segir veltu fyrir- tækisins ekki mikla í íslenskum krónum þar sem verð sé annað á þessum slóðum. „Miðað við að skoða þann möguleika að láta þróa þarna fyrir okkur hugbúnað þá þyrftum við að eiga félagið að fullu.“ Hann segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt, en hagstætt gæti verið að þróa hugbúnað í Lettlandi þar sem laun væru mun lægri en hér á landi. „Þarna er ótrúlega fært fólk.“ Aston Baltic sérhæfir sig í sölu og innleiðingu á Axapta-hug- búnaði frá Microsoft auk endur- sölu á ýmsum viðskiptalausnum. hh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 27MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 Jólablað Húsa og híbýla er komið út! Áskriftasími: 515-5555 Netfang: askrift@frodi.is Diddú, Ragnheiður Gröndal, Herdís Egilsdóttir og fleiri frægir pakka inn jólagjöfum. • Smekkmaðurinn Sævar Karl. Jólahugmyndir og jólaskreytt heimili. • 101 hugmynd að jólagjöfinni í ár. Fleiri til Ameríku Um fjörutíu prósenta fjölgun hef- ur orðið í farþegaflugi milli Ís- lands og Bandaríkjanna frá því í fyrra. Lágt gengi Bandaríkjadals hef- ur aukið hagkvæmni þess að versla í Bandaríkjunum og segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, að fleiri hafi farið á alla áfangastaði í Banda- ríkjunum og líklegt sé að margir fari í verslunarerindum. „Það er áberandi að ferðamenn snúi heim frá Bandaríkjunum með þyngri töskur en þeir lögðu af stað með,“ segir Guðjón. Bandaríkjalur fór niður fyrir 62 krónur í gær og hefur ekki ver- ið lægri frá árinu 1992. Að mati Jóns Steinssonar hag- fræðings gæti dalurinn átt eftir að lækka enn meira. „Bandaríkja- dalur er enn ekki kominn í sögu- legt lágmark gagnvart evrunni ef tekið er mið af genginu gagnvart gjaldmiðlunum sem stóðu að sam- eiginlegu myntinni,“ segir Jón. - þk Í Peningamálum sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku má lesa nýja þjóðhagsspá bankans. En þar er einnig að finna harða gagnrýni á frammistöðu ríkisstjórnarinnar í fjár- málastjórn. Um leið og ritið var gefið út hækk- aði Seðlabankinn stýrivexti um 1 prósentustig á þeirri forsendu að nú væri búist við meiri þenslu í þjóðar- búskapnum en áður var reiknað með. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 5,4% sem er svipað og fjármála- ráðuneytið gerði ráð fyrir í sinni spá sem birt var í október. Á næsta ári spáir Seðlabankinn á hinn bóginn 6,1% hagvexti sem er mun meira en þau 5% sem fjármálaráðuneytið spáir fyrir næsta ár. Munurinn er minni á spánni fyrir árið 2006 þar sem Seðlabankinn spáir 4,9% og fjármálaráðuneyti 4,5%. Í mati sínu á samneyslu gerir Seðla- bankinn ráð fyrir að rekstrarútgjöld hins opinbera verði hærri á næsta ári en gert er ráð fyrir í fjárlögum og áætlun um afkomu sveitarfélaga. Þannig gerir Seðlabankinn ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en þau 2% sem gert var ráð fyrir í spá fjármálaráðuneytisins og var í samræmi við fjárlagafrumvarp. Þess í stað gerir Seðlabankinn ráð fyrir 3,1% vexti samneyslunnar á næsta ári. Með öðrum orðum telur Seðlabank- inn þau áform ríkisstjórnar sem koma fram í fjárlögum ekki trúverð- ug. Meðal annars segir Seðlabank- inn að áform um 1% aðhald í rekstri fjölmargra stofnana séu of almenn til að þau nái fram að ganga. Reynslan sýni einnig að vöxtur sam- neyslu hafi oft verið vanmetinn á undanförnum árum. Í Peningamálum segir: „Á næstu árum þarf peningastefnan að glíma við aðstæður sem mjög munu reyna á þanþol þjóðarbúskaparins. Afar mikilvægt er að peningastefnan og stefnan í ríkisfjármálum vinni sam- an við þessar aðstæður“. Stefnan í ríkisfjármálum virkar hins vegar í þveröfuga átt þegar litið er til áforma um skattalækkanir. Í mati á sveifluleiðréttri afkomu ríkissjóðs kemur fram að afgangur á þessu og næstu tveimur árum er mun minni en í síðustu uppsveiflu. Þetta þýðir að þrátt fyrir að aðhald ríkisins hafi ekki verið nægilegt í síðustu upp- sveiflu er það enn minna í þessari uppsveiflu. Ef aðhald í ríkisfjármálastefnu væri trúverðugt teldi Seðlabankinn minni nauðsyn til vaxtahækkana. Því virð- ist niðurstaðan vera sú að þrátt fyrir fögur áform ríkisstjórnar trúir Seðla- bankinn ekki á efndir. Þetta hlýtur að vera áfellisdómur á frammistöðu ríkisstjórnar í hagstjórn. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Treystir Seðlabankinn ekki ríkisstjórninni? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Því virðist niðurstaðan vera sú að þrátt fyrir fögur áform ríkisstjórnarinnar trúir Seðlabankinn ekki á efndir. Þetta hlýtur að vera áfellisdómur á frammistöðu ríkis- stjórnar í hagstjórn. 38-39 (26-27) (viðskipti) 7.12.2004 21:50 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.