Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 42
30 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við mælum með ... ... að allir Þróttarar leggist á bæn og voni að fleiri sterkir leikmenn finni Þróttarann í sér og gangi til liðs við félagið fyrir næsta sumar. Önnur lið hafa styrkt sig mikið og því þurfa Þróttarar allt sitt og gott betur ef þeir ætla að forða sér frá örlögum sumarsins 2003 þegar þeir féllu niður í 1. deild. „Já, hann má svo sannarlega muna sinn feful fígurri!“ Sígild umsögn Svala Björgvinssonar, körfuboltaþular á Sýn. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur DESEMBER KÖRFUBOLTI Bakken Bears lagði Keflavík í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í gær, 104-90. Bears hafði frumkvæðið frá fyrstu mínútu og sáu leikmenn Keflavíkur í raun aldrei til sólar í leiknum. Chris Christoffersen, stóri miðherji Bears, var Keflvík- ingum sérstaklega erfiður í fyrri hálfleik, skoraði þá 17 stig og leik- menn Bears nýttu að auki skot sín vel. Leikmenn Keflavíkur lentu í villuvandræðum undir lok fyrri hálfleiks, sem gerði hlutina enn erfiðari viðureignar. Staðan í leik- hléi var 56-44, Bears í vil. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og réðu Keflvíkingar lítið við Jeffrey Schiffner sem skoraði grimmt og mataði samherja sína stöðugt. Nick Bradford náði sér ekki á strik og munar um minna fyrir Keflavík. Bears sigraði 104-90 og er þar með öruggt með sigur í riðlinum. „Við vorum að elta þá allan leikinn, alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðs- ins. „Við náðum nokkrum áhlaup- um á þá en aldrei að komast yfir. Þeir spiluðu af miklu sjálfstrausti og hittu mjög vel í fyrri hálfleik, sjálfsagt í kringum 60% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Alltaf þegar leikurinn var að detta okkar megin, þá komu þeir alltaf með sprengjur á okkur sem var erfitt að kyngja.“ Falur fullyrti að Keflavík væri ekki af bakið dottið. „Við förum til Portúgals á morgun og ætlum okkur að vinna Madeira á fimmtudaginn,“ sagði Falur. smari@frettabladid.is MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON, LEIKMAÐUR KEFLAVÍKUR Var stigahæstur í gær með 27 stig. Keflavík beið lægri hlut fyrir Bakken Bears, 104-90, í bikarkeppni Evrópu sem fram fór í Árósum í gærkvöld. Keflavík mætir portúgalska liðinu Madeira annað kvöld og verður liðið að vinna ætli það sér að komast áfram í keppninni. Keflavík mætti Bakken Bears í gærkvöld: Birnirnir of stór biti ■ ■ LEIKIR  19.15 Fram og Haukar eigast við í Framhúsinu í DHL-deildinni í handknattleik karla.  19.15 KA og ÍBV eigast við í KA- heimilinu í SS-bikar karla í handbolta.  19.15 Keflavík og Grindavík eigast við í Keflavík í 1. deild kvenna í körfuknattleik.  20.30 Stjarnan og Njarðvík eigast við í Garðabæ í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik karla. ■ ■ LEIKIR  18.10 Meistaramörk á Sýn.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Beint frá leik Liverpool og Olympiakos.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Bein útsending frá leik Bayer Leverkusen og Dynamo Kyiv.  21.40 Meistaramörk á Sýn.  22.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Roma og Real Madrid.  22:20 Íþróttakvöld á RÚV.  00.05 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Bayer Leverkusen og Dynamo Kyiv. Meistaradeildin E-RIÐILL ARSENAL-ROSENBORG 5–1 REYES (3.), Henry (24.), Cesc (29.), Pires (Víti 41.), Van Persie (84.)–Hoftun (38.). PANATHINAIKOS-PSV 4–1 Papadopoulos (30.), Munch (víti 45., 57.), Sanmartean (81.) –Beasley (37.). ARSENAL 6 2 4 0 11–6 10 PSV 6 3 1 2 6–7 10 PANATHIN. 6 2 3 1 11–8 9 ROSENB. 5 0 2 4 6–13 2 F-RIÐILL CELTIC–AC MILAN 0–0 SHAKHTAR–BARCELONA 2–0 Ahgahowa (14., 22.). AC MILAN 6 4 1 1 10–3 13 BARCELONA 6 3 1 2 9–6 10 SHAKHTAR 6 2 0 4 5–9 6 CELTIC 6 1 2 3 4–10 5 G-RIÐILL ANDERLECHT–INTERNAZIONALE 0–3 Cruz (33.), Martins (60., 63.). VALENCIA–WERDER BREMEN 0–2 Valdez (83., 92.). INTER 6 4 2 0 14–3 14 W. BREMEN 6 4 1 1 12–6 13 VALENCIA 6 2 1 3 6–10 7 ANDERLECHT 6 0 0 6 4–17 0 H-RIÐILL PORTO–CHELSEA 2–1 Diego (61.), McCarthy 86.) - Duff (34.). PARIS ST. GERMAIN–CSKA MOSKVA 1–3 Pancrate (37.) - Semak (28., 64., 70.,). CHELSEA 6 4 1 1 10–3 13 PORTO 6 2 2 2 4–6 8 CSKA 6 2 1 3 5–5 7 PSG 6 1 2 3 3–8 5 Nýliðarnir styrkja sig fyrir átökin í Landsbankadeild karla næsta sumar: 25 ára Serbi fann Þróttarann í sér FÓTBOLTI Knattspyrnufélagið Þróttur hefur samið til tveggja ára við serbneskan leikmann, Dusan Jaic að nafni, um að hann leiki með liðinu í efstu deild næsta sumar. Jaic er 25 ára gamall varnar- maður sem leikið hefur með spúttnikkliði Skála í Færeyjum síðustu tvö ár. Skála-liðið þurfti að fara í aukaleik um sætið í deildinni sumarið 2003, hélt sæti sínu og endaði síðan í 3. sæti deildarinnar síðasta sumar. Skálaliðið var sem dæmi eina liðið sem náði að vinna meistara HB í deildarkeppninni en HB fékk sjö stigum meira en næsta lið í 18 leikja deild. Áður en Dus- an hélt í norðurvíking til Fær- eyja lék hann með liði heimabæj- ar síns í Serbíu, Vozdovac, og síð- an Borac og Hajduk í Bosníu. Dusan var fyrirliði Vozdovac síðustu tvö árin sem hann lék með liðinu. Dusan kom hingað til lands í lok nóvember til að kynna sér aðstæður hjá íslenskum lið- um og leist svo vel á allar að- stæður hjá Þrótti að hann ákvað að gerast Þróttari. Fann Þróttar- ann í sér eins og Þróttar segja í fréttatilkynningu sinni en Þrótt- arar spila í Landsbankadeildinni næsta sumar eftir eins árs dvöl í 1. deildinni. SAMNINGURINN KLÁR Hér handsala þeir Guðmundur Vignir Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Þróttar, og Dusan Jaic nýj- an tveggja ára saming. HANDBOLTI Aganefnd HSÍ hefur tek- ið fyrir kæru Framara vegna fjög- urra leikja bannsins sem þeir gáfu leikmanni félagsins, Ingólfi Axelssyni, fyrir að ýta leikmanni 3. flokks Þórs er Ingólfur gekk af velli í leik Fram og Þórs með rautt spjald á bakinu. Framarar töldu bannið mjög ósanngjarnt en aganefndin er ekki á sama máli því þeir komust að sömu niðurstöðu og áður. Ingólfur Axelsson: Banni Ingólfs ekki breytt KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson skoraði 17 stig og hitti úr 7 af 12 skotum sínum í 85–74 sigri Dynamo St. Pétursborg á Iraklis á heimavelli sínum. Jón Arnór var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Jón Arnór hefur skorað 16 stig eða meira í fimm af sex leikjum Dynamo í Evrópudeildinni og liðið er búið að vinna alla þess sex leiki og er með örugga forustu á toppi riðilsins. Evrópudeild FIBA í gær: Jón Arnór með 17 stig INGÓLFUR AXELSSON Verður í veglegu jólafríi fram í febrúar. STIGAHÆSTIR Magnús Gunnarsson 27, Anthony Glover 26, Jón Norðdal Hafsteinsson 16, Nick Bradford 9, Elentínus Margeirsson 7, Gunnar Einarsson 3, Sverrir Þór Sverris- son 2, Arnar Freyr Jónsson 6 stoðs. 42-43 (30-31) (sport) 7.12.2004 22:15 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.