Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 43
Með byssuna við gagnaugað Real Madrid og Liverpool eru meðal þeirra félaga sem nauðsynlega þurfa sigur í síðustu leikjum lokaumferðar riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Sex félög eiga enn möguleika en aðeins fjögur halda áfram í sextán liða úrslit. MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 31 Ruud van Nistelrooy mun ekkileika með liði Manchester United þegar þeir mæta tyrkneska lið- inu Fenerbache í Tyrklandi í kvöld. Glímir hann enn við meiðsli í kálfa og þorir Alex Ferguson ekki að taka neina áhættu en gert er ráð fyrir að hann taki þátt þegar United mætir Fulham á mánudaginn kemur. Útlitið er slæmt hjá Rómverjumfyrir kvöldið þegar liðið tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Ekki færri en sjö fastaleikmenn liðs- ins hafa ekkert æft hingað til vegna meiðsla og óljóst hvort nokkur þeirra verður fær til að taka þátt í leiknum. Í hópnum eru þunga- vigtarmenn á borð við Totti, Montella, Dellas, Chivu og Panucci. Real þarf að sigra ætli liðið sér upp úr riðli sínum. Þjálfari gríska félagsins Olympiakossegir ekki koma til greina að reyna að hanga á jafntefli gegn Liver- pool í A riðli Meistaradeildarinnar en eitt stig dugar Grikkjunum til að halda áfram og senda Liverpool í Evrópukeppni fé- lagsliða. Liverpool þarf þrjú stig og helst að sigra 1-0 því skori Grikkir verða sóknarmenn Liverpool að skora tveimur fleiri eða alls þrjú. Þegar litið er til þess að liðið hefur aðeins skor- aði þrjú mörk í síðustu fimm leikjum sínum er það kannski fullstór pönt- un. Miðjumaðurinn sterki AleksandrKhaskevich hefur snúið aftur í herbúðir Dynamo Kiev eftir þriggja mánaða lán með kínversku félagi og er mögulegt að kappinn verði með þegar liðið mætir Leverkusen í B riðli. Kiev þarf eitt stig úr viðureigninni til tryggja sig áfram en tapi þeir og Real Madrid sigri Roma er þeir úr leik. Því er þeim nauðsyn að tefla fram leik- reyndu liði en Khaskevich hefur tæplega 60 Meistaradeildarleiki und- ir beltinu. Ronald Koeman, þjálfari Ajax,hyggst spila grimman sóknar- bolta gegn Bayern Munchen í kvöld og ætlar með sigri að tryggja Hollending- unum sæti í Evrópu- keppni félagsliða en Ajax hefur fyrir leik- ina í kvöld jafnmörg stig og Maccabi Haifa. Bayern og Juventus eru örugg með tvö efstu sæt- in. ÚR MEISTARADEILDINNI FÓTBOLTI Átta leikir fara fram í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld en þá lýkur riðlakeppninni formlega. Fjögur lið úr fjórum riðlum kvöldsins, Juventus, Bayern München, Manchester United og Lyon hafa þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum en sex lið berjast um sætin fjögur sem eftir eru í boði. Á brattann að sækja fyrir Liverpool Gríska liðið Ólympíakos og franska liðið Mónakó standa með feitan pálma í höndum fyrir leiki kvöldsins í A riðli Meistaradeild- arinnar. Grikkirnir eru efstir með tíu stig og Deschamps og menn hans frá furstadæminu koma næstir með níu. Á brattann er að sækja fyrir Liverpool sem hafa sjö stig og þurfa sigur í síðasta leik sínum gegn Ólympíakos. Lið- inu hefur gengið illa að skora í fjarveru sinna bestu framherja og Grikkirnir hafa ekki gefið mörg færi á sér hingað til í keppninni. Bæði lið hafa aðeins fengið á sig tvö mörk í fimm leikjum og verð- ur um spennandi viðureign að ræða. Hið sama verður vart sagt um leik Deportivo og Mónakó enda Depor fyrir nokkru dottið úr leik. En sagan er full af dæmum um lið sem að engu hafa að keppa sem ná árangri þvert á spár. Lið Depor fékk skell gegn Mónakó í Meist- aradeildinni í fyrra og vilja mjög gjarnan setja strik, eða mörk í þessu tilfelli, í reikning Frakk- anna á þessi stigi. Leikið fyrir luktum dyrum Annar riðill sem er galopinn fram til síðustu umferðar. Dyna- mo Kiev, Bayer Leverkusen og Real Madrid berjast hér um hitu en Roma, líkt og Deportivo, lauk leik fyrir allnokkru. Aðstæður í Rómaborg verða sérstakar enda leikið fyrir luktum dyrum. Spænskir fjölmiðlar hafa tekið saman þau skipti sem spænsk fé- lagslið hafa spilað við þannig að- stæður og telja að það eigi engin áhrif að hafa á sigur Real Madrid. Blaðra Róma er löngu sprungin og erfitt að sjá hvernig lið sem hefur enga hugmynd um hvað liðsandi er ætlar að berjast móti Real sem hafa verið að rétta aðeins úr kútn- um að undanförnu. Forseti Real virðist enn halda að enn ein stór- stjarnan sé það sem Real þarf og er í viðræðum við Roma um Francesco Totti. Meðan það ætti kannski að virka hvetjandi á fyrirliðann er hætt við að það fari öfugt ofan í aðra minni spámenn Roma. Ljóst er þó að Real þarf sigur og allt annað verður ofaní- gjöf fyrir þá stefnu sem félagið hefur rekið undanfarin ár. Leverkusen sem hefur að öðr- um ólöstuðum leikið hvað skemmtilegasta boltann í riðlin- um sækja Dynamo heim til Kænu- garðs. Bæði lið eru áfram tapi Real en þar fyrir utan er marka- tala Leverkusen betri en Real ef liðin enda jöfn að stigum. Spennustigið út í veður og vind Spennustigið hér fokið út í veð- ur og vind nema um sé að ræða aðdáendur Ajax eða Maccabi Haifa. Juventus er langefst og Bayern Munchen öruggt áfram líka og eina spurningin sem eftir er að svara er hvort Ajax eða Maccabi taka í framhaldinu þátt í Evrópukeppni félagsliða sem gef- ur vel af sér fjárhagslega og er því skárri kostur en fara heim aft- ur með skottið á milli lappanna. Ajax tekur á móti Bayern með- an Ítalirnir keppa í Ísrael og gegn þessum stórliðum skiptir heima- völlurinn litlu máli. Fyrst og fremst verður þetta spuring um hversu mikið leikmenn liðanna vilja sigur og hvar hugarfarið liggur. Juve er taplaust og hefur ekki fengið á sig mark enn sem komið er og því verða möguleikar Ajax að teljast vænlegri. United og Lyon áfram Sama uppi á teningnum hér. Manchester og Lyon örugg áfram og Fenerbache hefur einnig tryggt þáttökurétt í Evrópu- keppni félagsliða með þriðja sæt- inu. Sparta Prag hefur aðeins náð einu stigi úr þeim fimm leikjum sem spilaðir hafa verið og útivöll- urinn í Lyon er ekki efstur á blaði yfir auðveldustu staði til að næla sér í þrjú mikilvæg stig. albert@frettabladid.is AÐ MIKLU AÐ KEPPA Aðdáendur Bayern Munchen geta andað rólega enda lið þeirra öruggt upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar en sex önnur lið keppa í kvöld um síðustu fjögur sætin sem eftir eru. Meistaradeildin A-RIÐILL LIVERPOOL–OLYMPIAKOS DEPORTIVO–MÓNAKÓ OLYMPIAKOS 5 3 1 1 4–2 10 MÓNAKÓ 5 3 0 2 5–4 9 LIVERPOOL 5 2 1 2 3–2 7 DEPORTIVO 5 0 2 3 0–4 2 B-RIÐILL ROMA–REAL MADRID B. LEVERKUSEN–DYNAMO KIEV D. KIEV 5 3 1 1 11–5 10 LEVERKUSEN 5 2 2 1 10–7 8 R. MADRID 5 2 2 1 8–8 8 ROMA 5 0 1 4 4–13 1 C-RIÐILL AJAX–B. MÜNCHEN MACCABI–JUVENTUS JUVENTUS 5 5 0 0 5–0 15 B. MÜNCHEN 5 3 0 2 10–3 9 AJAX 5 1 0 4 4–8 3 MACCABI 5 1 0 4 3–11 3 D-RIÐILL FENERBAHCE–MAN. UTD LYON–SPARTA PRAG MAN. UTD 5 3 2 0 14–6 11 LYON 5 3 1 1 12–8 10 FENERBAHCE 5 2 0 3 7–13 6 S. PRAG 5 0 1 4 2–8 1 42-43 (30-31) (sport) 7.12.2004 20:28 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.