Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 45
33MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox-leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlut- verkinu af forvera sínum með nýj- ungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í út- geimi sem var í rauninni ofur- vopn. Illu geimverurnar í Coven- ant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra. Söguþráður Halo heldur áfram í Halo 2 þar sem kafað er dýpra í merkingu hringsins og tengsl hans við The Covenant. Ég mun ekki fara í smáatriði söguþráðsins og eyðileggja fléttuna fyrir spilurum. Í rauninni er leikurinn spilaður frá sjónarhornum tveggja karakt- era í leiknum, hvor úr sínu liðinu. Sagan tvinnast saman og skýrist æ betur þegar líður á leikinn enda er söguþráðurinn keyrður áfram með leiknum atriðum milli verk- efna og einnig er hægt að fræðast meira með því að hlusta vel á öll þau samtöl sem eiga sér stað í leiknum. Það er mikill hasar í leiknum og mikið af óvinum inni á skjánum í einu. Gervigreindin er frábær, óvinir jafnt sem vinir vinna saman í orr- ustum og það gerir gæfumuninn á örlagastundu. Umhverfi leiksins er til fyrirmyndar með mikilfeng- legum heimum sem eru mjög sjón- rænir og gefa leiknum mikið vægi. Hljóðvinnsla er einnig vel af hendi leyst með sérhönnuðum hljóðbönkum fyrir öll umhverfis- hljóð, vopnahljóð og allt annað sem viðkemur sándinu. Tónlistin er með epískum undirtóni, glymj- andi gítarsólóum og rokki sem virkar ágætlega fyrir hasarinn. Mesta sjokkið við Halo 2 er hversu stuttur hann er. Auk þess magnast sjokkið við það hvernig leikurinn endar. Þó svo að það tæki mig smá tíma að jafna mig þá komst ég að þeirri niðurstöðu að leikurinn skilar sínu hlutverki. Ekki má gleyma fjöldaspilunar- möguleikanum sem ekki verður farið út í hérna. franzgunnarsson@hotmail.com Ofurhasar um allan heim VÉLBÚNAÐUR: XBOX FRAMLEIÐANDI: BUNGIE ÚTGEFANDI: MICROSOFT NIÐURSTAÐA: Ofurhasar á jörðu sem í geimi. Master Chief kemur sterkur inn í áframhaldandi sögu á epískum mælikvarða um fyrirbærið Halo. Skemmtilegar nýjungar dæla nýju lífi í seríuna sem er ein sú vinsælasta í dag. Frábær leikur sem hefði mátt vera lengri. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN INNRÁS PLAYBOY Michael Nussbaum, stjórnarformaður Shanghai Entertainment Ltd., flutti ræðu á ráðstefnu Playboy- klúbbsins í Shanghæ fyrir skömmu. Play- boy hyggst nú herja á Kína með vörur sín- ar og ætlar meðal annars að opna nudd- stofu, veitingastaði og stærsta diskótek landsins, að sögn talsmanna þess. Betri myndir en þú átt að venjast! Sími 588 7669 www.sonycenter.is Þegar þú kaupir stafræna myndavél hjá okkur í Kringlunni færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 9.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P120 *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Stamina tæknin hjá Sony tryggir þér lengri endingu á hleðslu og eins fljótari endur- hleðslu ásamt rauntíma í notkun. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Carl Zeiss linsa. Einn stærsti linsu fram- leiðandi í heiminum framleiðir linsurnar fyrir Sony. DSC-T3 5.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 65.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Ceiss Vario-Tessar linsa • Linsan innbyggð í vélinni • 2.5" litaskjár 4.995 krónur á mánuði vaxtalaust eða 59.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Zeiss Vario-Tessar linsa • 3x optical aðdráttur (6x digital aðdráttur) Tölvuleikja- fréttir Nýjasta leikjavélin Nintendo DS kom á markaðinn í Japan 21. nóv- ember síðastliðinn. Áhugi fyrir vél- inni var minni en búist var við. Fáar rafeindaverslanir opnuðu fyrr en vanalega og raðir í þær styttri en gengur og gerist. Ástæðan virðist liggja í því að útgáfudagurinn var á virkum degi og framboð á vélinni nægilegt eða hálf milljón eintaka sem er mun hærri dreifingartala en þau 200.000 stykki sem Nintendo hafði áætlað að dreifa. Frá útgáfudegi hefur vélin nán- ast selst upp og Nintendo hefur því tekið til bragðs að opna nýja verk- smiðju til að annast eftirspurn. Vegna stórra pantana hjá smá- söluaðilum mun Nintendo fram- leiða milljón eintök fyrir áramót og hækka alþjóðaframleiðsluna úr fjórum milljónum í fimm milljónir eintaka. Útgáfa samskonar leikjavélar frá Sony, PSP, kemur á Japans- markað síðar í mánuðinum og hafa talsmenn Sony sagt að aðeins 200.000 þúsund vélar verði fáan- legar á fyrsta söludegi. World Of Warcraft frá Blizzard sló sölumet í Norður-Ameríku með 240.000 eintök seld á fyrsta sölu- degi. 200.000 spilarar skráðu sig inn á netþjón Blizzard samdægurs og hundrað þúsund spilarar voru komnir í leikinn í lok vinnudags. Warcraft-leikjaserían er gríðar- lega vinsæl um allan heim þar sem spilarar lenda í miklum ævintýrum í heimakynnum Azeroth. World Of Warcraft er gríðarstór rauntíma- heimur þar sem þúsundir spilara koma saman á netinu í ævintýra- leit. ■ MTV hefur endurnýjað samningsinn við Simpson-systurnar. Því verður framleidd ein sería í viðbót af þætti Jessicu Simpson og eiginmanns hennar Nick Lachey, Newlyweds. Einnig mun þáttur Ashlee Simpson mæta aftur á skjáinn eftir áramót. Sá heitir The Ashlee Simpson Show og fjallar um tilraun hennar til að koma söngferli sínum á skrið. Þegar Newlywed-þættinum lýkur mun Nick Lachey svo eignast sinn eigin þátt þar sem hann reynir við sólófer- il. Matt Damon grátbað framleiðend-ur Ocean's Twelve að láta sig fá minna hlutverk í framhaldsmyndinni en þeirri fyrri vegna þess hversu þreytt- ur hann var eftir langa vinnutörn. Damon eyddi mestum tíma þessa árs í Evrópu að leika í myndinni The Bourne Supremacy og fór beint á tökustað Ocean's Twelve án nokkurrar hvíldar. „Ég bað um minna hlutverk í þetta sinn. Ég vildi vinna minna vegna þess að ég var mjög þreyttur eftir The Bo- urne Supremacy,“ sagði Damon. 44-45 (32-33) skrípó 7.12.2004 18:44 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.