Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 48
36 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningu Birgis Andréssonar í Safni við Laugaveg, þar sem kynnt eru þau leiðarstef sem birst hafa á ferli hans og mótað ein- stakt ævistarf... Jólaóratóríu Bachs í Hall- grímskirkju um næstu helgi í flutningi Schola Cantorum, The Hague International Baroque Orchestra, söngvaranna Elfu Margrétar Ingvadóttur, Guðrún- ar Eddu Gunnarsdóttur, Eyjólfs Eyjólfssonar og Benedikts Ing- ólfssonar. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala er hafin... Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Ráð- húsi Reykjavíkur í kvöld, 8. desember kl. 20.00 Flutt verð- ur fjölbreytt efnisskrá innlendr- ar og erlendrar jólatónlistar í stórsveitarbúningi. Einsöngvari á tónleikunum verður hinn ástsæli raulari og sjarmör Bogmil Font, en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson, nýkjörinn kyn- þokkafyllsti poppari landsins. Þess má geta að frumfluttar verða nokkrar jólaútsetningar eftir Samúel og nýr íslenskur texti Sigtryggs Baldurssonar við gamla Louis Armstrong jólasmellinn Zat you Santa Claus? Einnig verða að vanda fluttir nokkrir þættir úr Hnotubrjótnum eftir Tchaikovsky í útsetningu Dukes Ellington. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á með- an húsrúm leyfir. Kl. 20.30 munu nokkrar af dívum Sölku kynna höfundarverk sín og þýðingar í kaffi- húsi Iðu, annarri hæð. Kristín Ómarsdóttir les upp úr Hér, Þórunn Hjartardóttir les upp úr Bulgari sambandinu eftir Fay Weldon, Margrét Lóa Jónsdóttir les upp úr Laufskálafuglinum, Bryndís Víglundsdóttir les upp úr ævisögunni Þeir tóku allt meira að segja nafnið mitt eftir Theu Halo, og Auður Ólafsdóttir les upp úr Rigningu í nóvember. menning@frettabladid.is Stórsveitin í Ráðhúsinu Djasstríóið B3 gefur út geislaplötu og heldur út- gáfutónleika á Kaffi Kúltúr. Djasstríóið B3 hefur látið nokkuð mikið að sér kveða frá því að það kom fram á sjónarsviðið fyrir þemur árum. Á þeim tíma hefur tríóið tvisvar flutt inn heims- þekkta tónlistarmenn til þess að leika með sér á Jazzhátíð Reykja- víkur, nú síðast tenórsaxófónleik- arann Seamus Blake. Fyrstu geislaplötu, Fals, sína gaf tríóið út í fyrra og hlaut fjórar tilnefningar fyrir hana til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna og nú er komin út ný plata – sem hef- ur hlotið þrjár tilnefningar til þessara sömu verðlauna. Meðlimir tríósins eru Agnar Már Magnússon, Erik Qvick og Ásgeir Ásgeirsson, sem segir tón- listina á nýja diskinum vera org- eldjass. „Það þýðir að það er eng- inn bassaleikari í bandinu, heldur spilar orgelið bassahlutverkið,“ segir hann. „Í október vorum við að spila á Djasshátíð í Reykjavík og fengum þá til liðs við okkur frábæran ten- órsaxófónleikara, Seamus Blake, og véluðum hann til þess að taka upp þrjú lög með okkur sem eru á diskinum. Hann hefur spilað með öllum helstu djasstónlistarmönn- um heimsins og hefur hljóðritað í eigin nafni í 10-15 ár, þótt hann sé ungur, ekki nema 35 ára. Þetta er því alger hvalreki hér á Íslandi.“ Tónlistina á nýja diskinum seg- ir Ásgeir frekar léttari en á síð- asta diski. „Þá gáfum við út tónlist sem við áttum í handraðanum. Á honum vorum við með klassískan djass en erum núna með fönk. Hann er því fjölbreyttari en síð- asti diskurinn okkar og saminn meira með orgelið í huga. Við Agnar sömdum öll lögin á sein- ustu plötu en nú hefur trommar- inn okkar, Erik, samið nokkur lög.“ Þeir félagar í B3 koma hver úr sinni áttinni, þótt þeir kenni allir í Tónlistarskóla FÍH. Erik kemur frá Svíþjóð en hefur verið búsett- ur hér í nokkur ár. Agnar lærði í Hollandi og Ásgeir hér heima. „Við eigum það sameiginlegt að hafa allir nýlokið háskólanámi og vera kennarar í FÍH-skólanum,“ segir Ásgeir. „Við höfum líka gaman af hinum hefðbundna djassi og það er kannski það sem þetta tríó snýst um. Við erum ekki í þessum frjálsa, nýmóðins geira.“ Þegar Ásgeir er spurður hvað sé fönk, segir hann: „Þú þekkir James Brown. Hann er konungur fönksins. Þetta er svona bræðing- ur af soul og djasstónlist – nema við erum ekki með söngvara, heldur er öll okkar tónlist instrú- mental.“ En B3 hefur gert garðinn fræg- an víðar en á Íslandi, því í fyrra fór tríóið í tónleikaferð til Skand- inavíu sem tókst mjög vel og er á leiðinni í aðra slíka innan tíðar. En ekki fyrr en þeir hafa leikið fyrir okkur hér heima og verða fyrstu tónleikar tríósins, sjálfir útgáfu- tónleikarnir, annað kvöld á Kaffi Kúltúr (gegnt Þjóðleikhúsinu) við Hverfisgötu annað kvöld klukkan 22.00. Fyrir þá sem kynna vilja sér tríóið frekar er heimasíðan www.b3trio.com. ■ ! FIMMTUDAGUR 9/12 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKMENNTAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni kl 20 - Aðgangur ókeypis - Ljúfir tónar og léttar veitingar FÖSTUDAGUR 10/12 BELGÍSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 LAUGARDAGUR 11/12 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball í forsal kl. 20.30 Aðgangur kr. 1.500,- SUNNUDAGUR 12/12 BELGÍSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is SMIÐUR JÓLASVEINANNA eftir Pétur Eggerz Mið. 1. des. kl. 10:00 uppselt Fim. 2. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 3. des. kl. 10:00 uppselt Sun. 5.des. kl. 14:00 uppselt kl. 16:00 laus sæti Þri. 7. des. kl. 10 og 14 uppselt Mið. 8. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 10. des. kl. 9:30 og 14 uppselt Sun. 12. des. kl. 16:00 laus sæti Miðaverð kr. 1.200 www.moguleikhusid.is Sími miðasölu 562 5060 Lau. 11.12 20.00 Örfá sæti Fim. 30.12 20.00 Örfá sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum Mið. 8. des. kl. 20 Mið. 29. des. kl. 20 Mán. 27. des. kl. 20 Tangóball í kvöld kl. 21 Tangósveit lýðveldisins eftir Hlín Agnarsdóttur AGNAR, ERIK OG ÁSGEIR Félagarnir í B3 véluðu Seamus Blake til þess að taka upp þrjú lög með þeim og lögin rötuðu öll á nýja diskinn. Spilum hefðbundinn djass 48-49 (36-37) menning 7.12.2004 20:29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.