Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 54
42 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Carmen Jóhannsdóttir er eigandi verslunarinnar Ígulkers sem opn- ar í dag á Laugavegi 60. Í búðinni eru seld bæði glæný og notuð föt, vínylplötur, geisladiskar og einnig er hárgreiðsluaðstöðu að finna í búðinni. „Aðalhugmyndin var sú að selja einstök föt og mjög fá ein- tök af hverri sort. Við seljum að- eins eina flík í hverri stærð og bæði stelpu og strákaföt. Þetta er í rauninni sérvöruverslun. Það er svo óþolandi þegar keypt eru föt hérlendis að næstum óhjákvæmi- legt er að hitta aðra manneskju í alveg eins flík. Einnig seljum við bæði nýjar og notaðar plötur og einhverja geisladiska og hún Margo er með hárgreiðslustofu þar sem hún sérhæfir sig í nýj- ustu stílunum,“ segir Carmen. „Við leggjum líka áherslu á að leyfa ungum listamönnum að njóta sín og munum við hafa sýn- ingaraðstöðu hérna í búðinni. Ungir listamenn geta því nálgast okkur og fengið að sýna verkin sín.“ Aðrir starfsmenn Ígulkers eru þau Benedikt Freyr Jónsson eða Dj B-Ruff og Margrét Róberts- dóttir hárgreiðslukona. „Okkur langar að höfða til unga fólksins með versluninni og reyna að hafa verðið í lágmarki. Nýju fötin eru öll undir merkjum sem ekki hafa sést hérlendis áður. Einnig mun reglulega vera lifandi og skemmtileg tónlist hérna og næsta laugardag ætla þeir Dj B- Ruff, Gísli Galdur og Krúsi að sjá um tónlistina. Við munum svo vera með lifandi tónlist á hverjum laugardegi fram að jólum.“ Carmen hefur aldrei áður stað- ið í verslunarrekstri og er að mestu leyti ókunn bransanum. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að opna bara búð si-svona segir hún að svo sé: „Jú auðvitað er þetta erfitt en það er allt hægt ef vilj- inn er fyrir hendi. Ég fékk hug- myndina þegar ég bjó úti á Spáni og kynntist mörgu fólki í þessum bransa og ákvað að slá til. Búðin er í rauninni bara að ungast út núna og kemst örugglega ekki í endanlega mynd sína fyrr en eft- ir áramót.“ hilda@frettabladid.is „Hún er mjög sérstök og falleg og táknræn,“ segir Freyja Har- aldsdóttir um Kærleikskúluna, sem Karl Sigurbjörnsson biskup afhenti henni í Listasafni Reykjavíkur í síðustu viku. „Kúlur tákna mannlegan margbreytileika, og það á mjög vel við í þessu tilviki.“ Freyja er lífsglöð en alvarlega fötluð átján ára stúlka, sem læt- ur ekki fötlun sína koma í veg fyrir að hún geri allt sem hugur hennar stendur til. Meðal annars stundar hún nám í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. „Þú ert okkur öllum svo sann- arlega verðug fyrirmynd,“ sagði Eva Þengilsdóttir hjá Styrktarfé- lagi lamaðra og fatlaðra þegar kúlan var afhent. Kærleikskúlan kom út í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og var þá skreytt verki eftir Erró, en í ár var Ólafur Elíasson fenginn til að hanna Kærleikskúluna. Ólafur hefur komið fyrir auga í kúlunni og kallar verkið Augað. Kúlurnar eru handgerðar þannig að engar tvær eru nákvæmlega eins. „Hann segir að með auganu sjáum við lífið og margbreyti- leika þess. Þetta er mjög sniðug hugmynd hjá honum og ofboðs- lega flott. Ég geymi hana hérna hjá mér þar sem ég sé hana.“ Freyja vakti bæði athygli og aðdáun allra sem fylgdust með þegar hún kom fram í sjónvarps- þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð tvö fyrir stuttu. „Það gerði ég samt alls ekki til þess að fá athyglina heldur til þess að vekja fólk til umhugsun- ar og koma af stað meiri um- ræðu. Ég hef verið að reyna að gefa af mér og það hefur greini- lega komist til skila, því fyrir það fékk ég þessa viðurkenningu og er mjög þakklát fyrir.“ Kærleikskúlan kom í búðir á sunnudaginn og verður seld til 19. desember til styrktar fötluð- um börnum og unglingum. Allur ágóði af sölunni rennur til efling- ar starfsemi Reykjadals, þar sem fötluð ungmenni eiga þess kost að komast í sumar- og helg- ardvöl. ■ Verðug fyrirmynd okkar allra FREYJA HARALDSDÓTTIR Biskup Ís- lands afhenti Freyju fyrstu Kærleikskúluna í síðustu viku. CARMEN JÓHANNSDÓTTIR Eigandi verslunarinnar Ígulkers sem opnar á Laugavegi 60 í dag. LAUGAVEGUR 60: BÚÐIN ÍGULKER OPNAR Í DAG Vínyll, föt og hárgreiðslustofa Sakna Braga „Ég sakna mjög Samkvæmisleikja eftir Braga Ólafsson, sem er tví- mælalaust ein besta bókin sem ég hef lesið fyrir þessi jól. Ég hef ver- ið að glugga í bók Sigfúsar Bjart- marssonar og líst afar vel á hana. Ég hef ekki lesið bók Auðar Jóns- dóttur en það kemur mér ekki á óvart að hún skuli fá tilnefningu því dómarnir hafa verið mjög lof- samlegir. En miðað við dómana sem Einar Már hefur fengið þá kemur tilnefning hans á óvart, en ég hef reyndar ekki lesið bókina. Það er gott að sjá barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur á list- anum. Kleifarvatn hef ég ekki lesið en Arnaldur er góð- ur spennusagnahöfundur. Tilnefningarlistinn í heild finnst mér sýna að dómnefndin hefur viljað hafa valið sem breiðast: barnabók, spennusögu, ljóðabók og tvær skáldsögur. Það kemur mér nokkuð á óvart að engin söguleg skáldsaga var tilnefnd en það er mikið framboð á þeim um þessi jól.“ Bestu bækurnar ekki tilnefndar „Ég horfði á tilnefningarathöfnina í sjónvarpinu og varð alltaf meira og meira hissa. Í þetta skiptið var til- nefnd ein bók úr hverjum flokki: ljóðabók, barnabók, sakamálasaga og svo tvær skáldsögur. Mér finnst Arnaldur Indriðason góður saka- málahöfundur en það er fáránlegt að hafa hann þarna á kostnað Braga Ólafssonar. Auður Jónsdóttir er fín sögukona og bókin hennar er skemmtileg en út frá fagurfræðilegu sjónarmiði finnst mér bók Kristínar Marju miklu betri. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart í sambandi við tilnefningar en mér finnst það vera að gerast æ oftar með Íslensku bókmenntaverðlaunin að bestu bækurnar eru ekki til- nefndar. Og það er sannarlega leiðinlegt. Eftir þetta er ég hætt að taka mark á bókmenntaverðlaununum.“ Ánægð að fá Arnald á listann „Ég er ánægð með að fá Arnald á listann, ekki af því að hann skrifar spennusögur heldur af því að þetta er góð skáldsaga og hans besta. Ég er líka ánægð með Auði Jónsdóttur, hennar saga er einn af toppum ársins og bendir fram á við. Annað finnst mér vafasamara, þótt það séu skemmtilegar bæk- ur, af því að allir þrír höfundarnir hafa gert mun betur, hver á sínu sviði. Tilnefndar bækur eiga, að mínu mati, að vera toppbækur höfunda sinna og líka sýna á hvaða leið bókmenntirnar eru. Ef nefndin hefði haft það að leið- arljósi væri listinn öðruvísi.“ HVAÐ FINNST ÞÉR UM TILNEFNINGARNAR Í FAGURBÓKMENNTUM? ...fá fimmtán ára gamlar íslensk- ar stúlkur sem eru í áttunda sæti hjá OECD-þjóðunum yfir stærð- fræðikunnáttu. HRÓSIÐ Helga klessti löggubíl Í bílaeltingaleik við Gunnar í Krossinum – hefur þú séð DV í dag? Lárétt: 1 deila, 6 bætti við, 7 tvíhljóði, 8 tímabil, 9 streð, 10 vönd, 12 lítið vatnsfall, 14 býli, 15 end- ing, 16 veisla, 17 töf, 18 dreifa. Lóðrétt: 1 finnur til, 2 hestur, 3 keyr, 4 kappsemi í verslun, 5 ríkidæmi, 9 skaut, 11 hluti sólarhrings, 13 terta, 14 hólf í fjósi, 17 gras. LAUSN Lárétt: 1 þjarka, 6jók, 7au, 8ár, 9puð, 10 sóp, 12læk, 14ból, 15ða, 16át, 17hik, 18strá, Lóðrétt: 1þjáð, 2jór, 3ak, 4kaupæði, 5auð, 9 pól, 11nótt, 13kaka, 14bás, 17há. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jeddah. Emil Hallfreðsson. The Life Aquatic With Steve Zissou. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HLYNUR PÁLL PÁLSSON GAGNRÝNANDI SIGRÍÐUR AL- BERTSDÓTTIR GAGNRÝNANDI SILJA AÐAL- STEINSDÓTTIR RITSTJÓRI » FA S T U R » PUNKTUR 54-55 (42-43) fólk aftasta 7.12.2004 21:33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.