Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 12. marz 1974. Ræða Einars Ágústssonar utanríkisróðherra á fundi stúdentaráðs í fyrradag: SAMNINGALEIÐIN VERÐI REYND TIL ÞRAUTAR Tillögur Bandaríkjamanna enn óaðgengilegar Nú er mikið talað um öryggis- og varnarmál og er það mjög að vonum, þar sem endurskoðun varnarsamningsins við Banda- rikjamenn stendur nú yfir og senn dregur að þvi að niðurstaða fáist úr þeim viðræðum. Allir, sem hér eru inni þekkja vafalaust aðdraganda þessa máls, en hann er sá, að þegar Is- land gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu árið 1949 var svo frá samningum gengið og viðurkennt af öllum, að Island hefði algera sérstöðu vegna þess að hér er ekki innlendur her og hefur aldrei verið og allir þeir tslendingar, sem þátt tóku i umræddum viðræðum, tóku fram að svo skyldi aldrei verða. Þess vegna var um það samið að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartimum og það talið eðlilegt með hliðsjón af þeirri sér- stöðu, er ég áðan nefndi. Stóð svo i tvö ár. En þrátt fyrir þetta var þaö samþykkt árið 1951 að banda- riskar hersveitir skyldu koma hingað til ótimabundinnar dvalar og varnarsamningurinn gerður til ótiltekins tima en með þeim upp- sagnarákvæðum, sem aliir þekkja. Var á þetta fallizt vegna þess ófriðlega ástands, sem þá var i veröldinni og bar þar Kóreu- styrjöldina hæst, en ýmsar aðrar blikur voru þá einnig á lofti, er vöktu mönnum ugg i brjósti, þannig að margir trúðu þvi að til nýrrar heimsstyrjaldar mundi koma. Mörgum voru þetta þung spor, að þurfa að fallast á er- lenda hersetu hér á landi. 1 þeim hópi var áreiðanlega mikill fjöldi Framsóknarmanna, enda má sjá þess merki I flokksþingsályktun- um þeirra á mörgum undanfar- andi þingum, en þar sem þetta allt hefur nýlega verið rakið i Tlmanum i grein eftir Steingrim Hermannason sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það hér á þeim takmarkaða tima, sem ég hef til umráða. Þegar svo núverandi rikis- stjórn var mynduð i júli 1971 komu auðvitað þessi mál, sem önnur til skoðunar, og ákveða þurfti hvað um þau skyldi segja i þeim málefnasamningi, sem þá var i undirbúningi. Við, sem tók- um þátti samningu þessa skjals af hálfu Framsóknarflokksins höfðum þar i veganesti þær flokksþingsályktanir, sem ég áðan greindi og flestar fjalla um brottför varnarliðsins i áföngum. Svipaðar samþykktir höfðu sam- starfsflokkarnir einnig að bak- hjarli, og þó öllu harðorðari. Það er þvi ekki rétt, sem sumir halda nú fram, að kjósendur þessara flokka i kosningunum 1971 hafi ekki vitað hver stefna' þeirra var i varnarmálunum, hún iá ljós fyrir. Þurfti þvi eng- umá óvart að koma það orðalag, sem endanlega varð á þeim kafla málefnasamnings rikisstjórnar- innar, sem um þetta atriði fjallar og allir þekkja, nefnilega það, að varnarsamningurinn skyldi tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni að varnar- liðið fari héðan I áföngum, og að stefnt skyldi að þvi að brott- flutningi þess verði lokið áður en kjörtimabilið er á enda.Þetta er það, sem ég sem utanrikisráð- herra hefi haft til að vinna eftir þann tima, sem ég hef gegnt þvi starfi. Af ástæðum, sem öllum eru kunnar hafa þessi mál þokað fyrir öðrum framan af stjórnartima- biiinu. Það var fullkomið sam- komulag um það innan rikis- stjórnarinnar að landhelgismálið skyldi hafa algeran forgang, svo sem margoft hefur verið fram tekið, enda var það mál svo mikilvægt og þannig á vegi statt, að minnsta kosti um tima, að ekki var unnt fyrir okkur i utanrikis- ráðuneytinu að komast yfir að sinna svo stóru máli öðru jafn- framt, sem varnarmálin eru. Það var ekki fyrr en 13 nóvember i . fyrra eða fyrir tæpum þrem- ur mánuðum, sem okkur tókst að ná samningum við Breta um veiðar þeirra innan 50 milna markanna og brottför her- skipanna um leið og þar með að koma landhelgismálinu i var, enda þótt enn sé ósamið við Þjóðverja. Það var i rauninni fyrst þá, sem við gátum einbeitt okkur að varnarmálunum, enda hafa þau siðan verið mjög á dagskrá og fundur með samningamönnum frá Bandarikjamönnum hófst raunar sama daginn og ég skrifaði undir samkomulagið við Breta. Það, sem mér finnst ég hafa haft sem verkefni siðan farið var að vinna i þessum málum, er aö finna milliveg milli þessa tvenns: annars vegar að standa . við þau ákvæði málefnasamningsins, em ég gat um áðan og hins vegar að tryggja áframhaldandi öryggi Is- lands og uppfylla þær skuld- bindingar, sem við stöndum I gagnvart Atlantshafsbanda- laginu. Þetta er sjálfsagt ekkert auðvelt verk og má vera að ég hafi færzt meira i fang en ég er maður til að standa undir. Engu að siður tel ég mér skylt að reyna svo sem mér er unnt og það mun ég gera. Þess vegna hef ég lagt fram i rikisstjórninmi drög að tillögum að umræðugrundvelli i viðræðum við Bandarikjamenn, næst þegar þær fara fram. Þessar tillögur voru kynntar i þingflokki Fram-. sóknarflokksins áður en þær voru lagðar fram i rikisstjórninni og þar voru þær samþykktar sam- hljóða sem umræðugrundvöllur. Að visu er skylt að geta þess að einn þingmaður, Jón Skaftason, lét fylgja atkvæði sinu sérstaka bókun, sem hann hefur sjálfur gert opinberlega grein fyrir, þannig að ég þarf ekki að gera það frekar hér. En mergurinn málsins er auðvitað sá að til- lögurnar voru samþykktar I þingflokknum og þess vegna voru þær lagðar fram. Þessar tillögur eru byggðar á áframhaldandi aðild okkar að NATO, enda er ég og margir Framsóknarmenn aðrir þeirrar skoðunar, að Island eigi enn um sinn að minnsta kosti að halda áfram aðild sinni að þvi banda- lagi. Um þetta er eins og allir vita ágreiningur i rikisstjórninni en um það segir I margnefndum málefnasamningi að að óbreytt- um aðstæðum skuli núgildandi skipan haldast. Hitt er jafnframt tekið fram þar, að við teljum að stuðla beri að sáttum og friði með auknum kynnum milii þjóða og almennri afvopnun og að friði milli þjóða væri bezt borgið án hernaðar- bandalaga. Nú fara fram margs konar viðræður milli hernaðar- bandalaganna um að draga úr vopnabúnaði og vonandi bera þær árangur, en það er min skoðun, að ekki sé á þessari stundu rétt að veikja NATO og samningsað- stöðu þess með þvi að eitt aðildar- rikið t.d. Island segi sig úr bandalaginu nú. Skal ég ekki fara lengra út i þetta atriði hér nema sérstakt tilefni gefist til siðar á fundinum. Þær tillögur, sem ég áðan minntist á, og ég hef lagt fram, hafa valdið nokkru umtali, sem eðlilegt má telja, en ég hef ekki talið rétt að birta þær í heild áður en rikisstjornin hefur tekið af- stöðu til þeirra, en það hefur hún ekki gert, en mun gera það mjög bráðlega. Ég vil þó freista þess að gera nokkra grein fyrir þeim i örstuttu máli. Tillögurnar greinast i meginatriðum I fimm hluta. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi að varnarliðið fari héðan i tiltekn- um, timasettum áföngum. í öðru lagi er gert ráð fyrir þvi að flug- vélar á vegum NATO fái lendingarleyfi á Keflavikurflug- velli þegar þurfa þykir vegna eftirlitsflugs i Norðurhöfum. I þriðja lagi að hópur flugvirkja og annarra tæknimanna verði á Keflavikurflugvelli til að annast nauðsynlega þjónustu við rekstur þessara véla. í fjórða lagi að lög- gæzlusveit, mönnuð sérþjálfuðum Islendingum, skuli jafnan vera á flugvellinum og i fimmta lagi að tslendingar taki að sér rekstur radarstöðvanna á Suðurnesjum og I Hornafirði á sama hátt og við sjáum nú um rekstur slikra stöðva i Vik I Mýrdal og Gufu- skálum. Nokkurfleiri atriði er að finna I áðurgreindum tillögum, sem ég hirði ekki að rekja hér. Ég veit ekkert um það, hvernig móttökur þessar tillögur fá hjá Bandarikjamönnum eða NATO, en hitt veit ég, að þær tillögur sem Bandarikjamenn hafa hingað til sett fram eru langt frá þvi að vera aðgengilegar að minu mati. Komi hins vegar fram nýtt gagntilboð verðum við að skoða það, þegar þar að kemur. Það biður sins tima. Þessar tillögur, sem ég hef lagt fram, eru fyrst og fremst settar fram til þess að reyna samninga- leiðina til þrautar. Það hefur ver- ið skoðun okkar Framsóknar- manna að slikt beri okkur að gera og að við eigum að gefa okkur þann tima til þess, sem þarf og aðóþolinmæði eigi ekki að ráða ferðinni undir neinum kring- umstæðum. Reynist samninga- leiðin hins vegar ekki fær hefur forsætisráðherra sagt það, að rikisstjórnin eigi ekki annars kost en að leita heimildar Alþingis til uppsagnar samningsins, en von- andi þarf ekki til þess að koma. Ég hef leyft mér, að vona að samstaða gæti orðið um þá leið, sem ég hefi hér verið lauslega að gera grein fyrir, enda þótt ég viti aðskoðanir eru mjög skiptar um þessi mál, þar sem sumir vilja engar breytingar a vörnun- um en aðrir að herinn fari skilyrðislaust burt þegar i stað. Það er sannfæring min, að með þeirri skipan mála, sem til- lögurnar gera ráð fyrir sé öryggi Islands fyllilega gætt, fyrir utan þá tryggingu, sem felst i NATO- aðildinni og þvi að árás á eitt bandalagsriki er talin jafngilda árás á þau öll. Hitt er svo annað mál, að ýmislegt, sem komið hef- ur fram hér innanlands i sam- bandi við þessi mál, hefur gert samningsaðstöðu okkar erfiðari en ella hefði verið og torveldað okkur að ná þeim árangri, sem við keppum að. Mikið hefur verið rætt um hug- takið friðartimar og hvernig beri að skilja það. Það er auðvitað alltaf matsatriði hvenær telja eigi friðartima, en ég hygg þó, að ef beðið skal eftir þvi að hvergi sé ófriðarblika á lofti i heiminum, þá verði sá timi torfundinn. Hins vegar þykir mér ýmislegt benda til þess, að ástandið i heims- málunum sé nú betra heldur en verið hefur um langa hrið, og hvenær eiga Islendingar þá að nota tækifærið og losa sig við herinn ef ekki þegar þannig stendur á. Og hvaða rikisstjórn halda menn að sé liklegri til þess að koma þessum málum i það horf, sem málefnasamningurinn gerir ráð fyrir, fremur en sú, sem nú situr. Ég leyfi mér að hvetja alla menn til að spara stóru orðin um þessi mál -öllsvigurmæliog stór- yrði eru til þess eins fallin að vekja úlfúð og deildur og skipta þjóðinni I tvær andstæðar fylking- ar . . Litla þjóð, sem átt i vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast var einu sinni kveðið og þau orð eiga fullkomið erindi til okkar enn I dag. Ég hef oft verið spurður að þvi af erlendum mönnum hvernig á þvf standi að þessi litla þjóð, ís- lendingar, skuli ekki verá alls- hugar fegnir þvi að fá að njóta verndar voldugrar, erlendrar stórþjóðar, þ.e. Bandarikjanna, svo mjög sem ýmsar aðrar Evrópuþjóðir sækist eftir þvi að fá að standa undir verndarvæng þeirra, og þetta getum við meira að segja fengið ókeypis, þurfum ekkert að borga. Ég hef alltaf svarað þvi til að hér sé ekki um neins konar andúð á Bandarikja- mönnum að ræða, og persónulega er það mat mitt að efhérþurfa að vera útlendingar til eftirlits eða varna, þá vil ég enga frekar en Bandarikjamenn og veldur þvi framkoma þeirra við okkur á undanförnum árum. Astæðan fyrir þvi að við viljum vera einir i landinu er af þjóðernislegri rót runnin. öldum saman hefur það verið draumur þessarar litlu þjóðar við hið nyrzta haf að njóta sjálfstæðis. Til þess flúðu forfeður okkar land, yfirgáfu blómlegar byggðir og settust að á útskeri. Vegna sundurlyndis og óeiningar glötuðu forfeður okkar þessu frelsi og það tók margar aldir að endurheimta það. En baráttunni var haldið áfram og við háðum aldalanga sjálfstæðisbaráttu við Dani. sem eru okkur þó á margan hátt vinveitt þjóð og finnur til skyldleika við okkur. Og sigurinn vannst árið 1944, þegár við stofn- uðum lýðveldið ísland og kusum okkar eigin forseta, Svein Björns- son. Margir af landsins beztu son- um fórnuðu ævistarfi sinu til þess Framhald á 17. siðu. Einar Ágústsson utanrikisráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.