Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 12. marz 1974. Stutt verði við búsetu á Hólsfjöllum og á Efra-Fjalli Tiu alþingismenn liafa lagt fram þingsályktunartillögu um stuðningvið húsetu á Hólsfjöllum og á Efra-Fjalli. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Ingvar Gislason, en aðrir flutningsmenn eru Eysteinn Jónsson, Lárus Jónsson, Helgi Seljan, Jónas Jónsson, Sverrir llermannsson, Stefán Valgeirsson, Halldór Blön- dal. Páll Þorsteinsson og Vil- hjálmur Iijálmarsson. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hlutast til um, að treyst verði til frambúðar búseta á Hólsfjöllum i Noröur-Þing- eyjarsýslu og Efra-Fjalli I Norður-Múlasýslu. Er rikis- stjórninni heimilt að gera nú þeg- ar nauðsynlegar ráðstafanir I þessu sambandi. Skal nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir I þessu sambandi. Skal hún m.a. beita sér fyrir þvi, að við gerð lands- hlutaáætlana þeirra, sem unnið er að fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu og Austurland, verði sér- staklega fjallað um úrræði til lausnar byggðavanda Hólsfjalla og Efra-Fjalls.” t greingargerð segir: ,,Sú hætta vofir yfir, að byggð á Hólsfjöllum og Efra-Fjalli fari i eyði á næstu árum, ef ekki er sér- staklega að gert. Byggð er nú svo háttað á þessum slóöum, að á Hólsfjöllum (Fjallahreppi i N.- Þing.) er búið á 4 bæjum með 26 ibúa, en á Efra-Fjalli er fólk i Möðrudal og Viðidal, alls 5 manns. Hefur ibúum þessara sér- stæðu fjallabyggða fækkað mikið á siðustu árum, svo að viðnáms- þróttur þeirra fer þverrandi. Að þvi yrði mikill samfélags- legur skaði, ef Fjöllin færu i eyði. Fyrst og fremst mundi það leiða til þess, að auðnir tslands stækk- uðu að mun, auk þess sem það hefði hin alvarlegustu áhrif á samgönguöryggið á leiðinni milli Norður- og Austurlands. Mundi þá i eyði hver einasta jörð á rúm- lega 100 km veglinu frá Reykja- hlfð austur á Jökuldal, en það er rfflega þriðjungur leiðar milli Akureyrar og Reyðarfjarðar. Má af þessu sjá, hvað i húfi er, ef litið er til samgangna milli þessara tveggja landsfjórðunga. Mun hvergi hérlendis um svo langa ör- æfaleið að ræða á aðalþjóðvegi milli landsfjórðunga. Ef treysta á byggð á Hólsfjöll- um og Efra-Fjalli, er óhjákvæmi- legt, að til komi sérstök aðstoð rikisvaldsins. Að visu hafa bænd- ur á þessum slóðum notið litils- háttar fjárveitinga úr rikissjóði af fé þvi, sem ætlað er þeim, sem veita ferðamönnum fyrirgreiðslu á fáförnum þjóðleiðum. En þess- ar fjárveitingar eru allsendis ófullnægjandi eins og nú er kom- ið. Munu þær út af fyrir sig engu ráða um áframhaldandi manna- byggðá Hólsfjöllum og nágrenni. Þar þarf meiri aðstoð til að koma. Sérstaklega er mikilvægt, að leit- ast sé við að koma til móts við þann vilja, sem fyrir er hjá fólk- inu, sem þarna býr, um áfram- haldandi búsetu. Þótt búskapar- skilyrði séu að visu allsérstæð á þessum slóðum landsins, eru þar eigi að siður góðir afkomumögu- leikar fyrir duglega bændur. Á Fjöllum er gott undir sauðfjárbú, eins og landssagan er ólygin vott- ur um. Óviða verður sláturfé vænna en þar og kjötgæðin þjóð- fræg. Hins vegar verður margt til að há byggð á Fjöllum, ekki sist erfiðleikar og kostnaður við að afla ýmissa nútimaþæginda, auk langvinnrar vetrareinangrunar og fámennis, sem þegar er orðið háskalega mikið. 1 sambandi við þetta mál ber að geta þess, að á nýloknu Búnaðar- þingi fluttu búnaðarþingsfull- trúarnir Þórarinn Kristjánsson og Sigurjón Friðriksson tillögu (erindi) um stuðning við byggð á Hólsfjöllum. Allsherjarnefnd Búnaðarþings fjallaði um málið, og að tillögu nefndarinnar sam- þykkti þingið ályktun, sem felur i sér áskorun á Landnám rikisins um, að það hlutaðist til um, að treyst yrði til frambúðar byggð á Hólsfjöllum ásamt Möðrudal og Vfðidal. Sem fylgiskjal er prentað hér með áðurnefnt erindi Þórar- ins Kristjánssonar og Sigurjóns Friðrikssonar ásamt áliti alls- herjarnefndar Búnaðarþings, sem hefur einnig að geyma ályktunarorð þingsins. Þá fylgir sem fylgiskjal III bréf Jónasar Jónsson alþm. til Orkuráðs um rafvæðingu bæja á Hólsfjöllum, dagsett 22. nóv. 1973.” Eftirfarandi fylgiskjöl fylgja tillögunni: Fylgiskjal I. Búnaðarþing 1974. Erindi Þórarins Kristjánssonar og Sigurjóns Friðrikssonar um stuðning við byggð á Hólsfjöllum. Hin sérstæða byggð á Hólsfjöll- um i Norður-Þingeyjarsýslu á merka sögu að baki. Um langan aldur hafa arðgæf og myndarleg fjárbú verið rekin á Hólsfjöllum, svo að sögur fóru af. Hólsfjalla- hangikjöt var þekkt um áratuga skeið. Bændurnir þar hafa nytjað og helgað sér hin viðáttumiklu og kjarngóðu heiðalönd, sem liggja að baki afrétta annarra byggðar- laga, s.s. Axfirðinga, Þistil- firðinga, Vopnfirðinga og Jökul- dæla. Byggingar, búfé i högum og mannlif á Hólsfjöllum hefur frá öndverðu vakið öryggiskennd þeirra fjölmörgu vegfarenda, sem lagt hafa leið sina um hina löngu öræfaleið milli sveita og landsfjórðunga. Þar liggja kross- götur, vegir til fleiri átta. Margur þreyttur ferðalangur hefur þegið þar húsaskjól og beina, og oft veitt af höfðingsskap. A siðustu árum hefur marþætt hjálp og að- stoð við bila, sem ferð eiga um veginn i misjöfnu færi og vályndu veðurfari á öllum timum árs, aukist mjög, um leið og umferð hefur margfaldast. Heiðarbúarn- ir hafa þannig gegnt mjög mikil- vægu þjónustuhlutverki fyrir samfélagið. Ef bændurnir hætta búskap og flytja burtu, verður samfélagið tvimælalaust að koma upp og reka þjónustustöð á Hólsfjöllum fyrir ferðafólk. Ibúum i Fjalla- hreppi hefur fækkað hin siðustu ár og mikil hætta er á þvi, að byggðin leggist i eyði, ef ekki verða gerðar sérstakar ráð- stafanir frá hendi samfélagsins. Um þessar mundir eru ungir menn þar að festa ráð sitt og ákvarða staðfestu. Hvernig þess- ir ungu menn bregðast við, ræður úrslitum um framtiðarbyggð. Þvi er einstætt tækifæri fyrir sam- félagið að koma nú til hjálpar. Við leggjum þvi til, að Búnaðarþing feli stjórn Búnaðarfélags tslands að beita sér fyrir þvi, að Byggða- sjóður og Stofnlánadeild land- búnaðarins veiti framlög og lán til framkvæmda á Hólsfjöllum, eins og lög framast leyfa, að Raf- veitur rikisins láti ibúana þar hafa raforku á sama verði og aðra landsmenn, að Vegageröin hraði vegagerð, sem þessari byggð kemur helst til góða, og sérstakur stuðningur verði veitt- ur til þess að tryggja sem besta þjónustu við umferðina um hring- veginn. Þórarinn Kristjánsson. Sigurjón Friðriksson. Fylgiskjal II. ALLSHERJARNEFND Framsögum.: Sigurjón Friðriks- son. Búnaðarþing 1974. Erindi Þórarins Kristjánssonar og Sigurjóns F'riðrikssonar um stuðning við byggð á Hólsfjöllum. A^LYKTUN: Búnaðarþing beinir þeirri ein- dregnu áskorun til Landnáms rfkisins að hlutast til um það, að treyst verði til frambúðar byggð á Hólsfjöllum ásamt Möðrudal og Víðidal. Þingið bendir á, að nú þegar verði hafin gerð heildaráætlunar um, á hvern hátt búseta á jörðum þessum verði best tryggð, og henni lokið það fljótt, að hún liggi fyrir við gerð næstu fjárlaga. Við áætlanagerðina verði eftir- farandi haft i huga: 1. Býlin verði rafvædd og rafork- an seld á líku verði og frá sam- veitum. 2. Hraðað verði lagningu nýrra vega frá Grimsstöðum til Mý- vatnssveitar og öxarfjarðar. 3. Stóraukið verði óafturkræft fjárframlag til byggingar fbúðarhúsa á þessum býlupi. 4. Viðurkennd verði i verki nauð- syn byggðar á þessu svæði til aukins öryggis og þjónustu við ferðamenn. Greinargerð. Hin sérstæða byggð á Hólsfjöll- um i Norður-Þingeyjarsýslu og á Efra-Fjalli i Norður-Múlasýslu á sér merka sögu að baki. Um lang- an aidur hafa myndarleg fjárbú verið rekin þar, svo að sögur fóru af. Bændurnir þar hafa nytjað og helgað sér hin viðáttumiklu, kjarngóðu heiðalönd, sem liggja að baki annarra byggðarlaga, s.s. öxfirðinga, Þistilfirðinga, Vopn- firðinga og Jökuldæla. Bygging- ar, búfé i högum og mannlif i Fjallabyggðinni hefur frá önd- verðu vakið öryggiskennd þeirra fjölmörgu vegfarenda, sem lagt hafa leið sina um hina löngu öræfaleið milli sveita og lands- fjórðunga. Margur þreyttur ferðalangur hefur þegið þar húsa- skjól og beina, og veitt af höfðingsskap, enda gestrisni þar viðkunn. Það virðist enn um sinn nauð- synlegt öryggi ferðamanna, að byggð haldist á þessum bæjum. Þó mun varða meiru, að rekinn sé myndarlegur sauðfjárbúskapur á þessum stöðum fyrir framantald- ar nágrannasveitir, sem eiga af- réttir að hinum viðáttumiklu öræfum, sem umlykja Fjalla- byggðina, þar sem miklir erfið- leikar skapast við smálamennsku afrétta, ef búskapur og byggð leggst af á Fjöllum. tbúar i Fjallahreppi eru nú 26 á fjórum bæjum, og i Möðrudal og Viðidal eru aðeins 5 ibúar. Hefur ibúum þessarar sérstæðu byggð- ar fækkað hin siðari ár, og mikil hætta á þvi, að byggðin leggist i eyði, ef ekki verða gerðar sér- stakar ráðstafanir frá hendi sam- félagsins til að aðstoða það fólk, sem þarna er og vill vera, ef þvi er sköpuð sambærileg aðstaða og öðrum i hinum dreifðu byggðum. Þar er fyrst að nefna hina sjálf- sögðu rafvæðingu, sem er undir staða búsetu, svo og bættar sam- göngur, sem verða með þvi að hraða byggingu á upphækkuðum vegi til Mývatnssveitar og öxar- Þorlákshöfn og Grindavik Frumvarp Sjálfstæðis- manna um að breyta þeirri ákvörðun að láta aðflutnings- gjöld af viðlagasjóðshúsunum renna til hafnargerða i Þor- lákshöfn og Grindavik, var til 1. umræðu i neðri deild Al- þingis i gær. Við umræðuna gerði fjármálaráðherra ræki- lega grein fyrir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að ráð- stafa þessu fé með þessum hætti, en lán Alþjóðabankans til þessara hafna er algerlega bundið neyðarráðstöfunum vegna jarðeldanna i Eyjum. Nánar verður greint frá ræðu fjármálaráðherra siðar. fjarðar. Lagt verði fram verulegt umframfjármagn til ibúðarhúsa- bygginga, þar sem vart er hægt aö ætlast til, að ungt fólk vilji stofna til mikilla skulda við upp- byggingu, sem hæpið er, að hægt sé að breyta i peninga, ef það ein- hverra hluta vegna verður að yfirgefa sveitina. Jafnframt sé höfð hliðsjón af gildi byggðar á þessusvæði vegna þjónustu við ferðamenn, sem nauðsynlega þarf að vera til stað- ar á þessari leið, þar sem opnun hringvegarins getur aldrei leyst alla vetrarumferð um Hólsfjöll og Möðrudalsöræfi af hólmi. Við þá heildaráætlun, sem lagt er til, að gerð verði um tryggingu búsetu i þessu byggðarlagi, verði sérstaklega tekið tillit til vilja fólksins, sem þar býr. Egill Bjarnason. Einar Ólafsson. Gunnar Guðbjartsson. Hjörtur E. Þórarinsson. Ingimundur Ás- geirsson. Sigurjón Friðriksson. Fylgiskjai III. Reykjavik, 22. nóvember 1973. Til Orkuráðs. Erindi varðandi rafvæðingu bæja á Hólsfjöllum i N.-Þing. Að beiðni bænda á Hólsfjöllum Framhald á bls. 19 Ágreiningur um frumvarpið í efri jarðalaga- deild Frumvarp rikisstjórnarinnar til jarðalaga var til 2. umræðu i efri deild Alþingis á fimmtudag, og var umræðunni fram haldið i gær. Landbúnaðarnefnd deildar- innar kiofnaöi i afstöðu til máls- ins, og skila fulltrúar stjórnar- andstöðunnar séráliti og leggja til, að málinu verði visað til rikis- stjórnarinnar til nýrrar endur- skoðunar. Meirihluti nefndarinn- ar leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Páll Þorsteinsson hafði fram- sögu fyrir nefndaráliti meirihlut- ans og gaf itarlegt yfirlit um efni frumvarpsins og tilgang. t ræðu hans kom þetta m.a. fram: Tilgangurinn með flutningi þessa frumvarps er að tryggja, eftir þvi sem kostur er, með lög- gjöf að nýting lands utan skipu- lagðra þéttbýlissvæða sé eðlileg, hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði, og að eignarráð á landi, og búseta á jörðum sé i samræmi við hagsmuni sveitar- félaga og þeirra, sem landbúnað stunda. Annar kafli frumvarpsins fjall- ar um skipulag, sem á að miöa að þvi að ná þessum tilgangi, eða að þessi tilgangur náist. Samkvæmt gildandi lögum eiga sveitarfél. forkaupsrétt að jarðeignum, sem seldar eru i hlutaðeigandi sveitarfélagi. Frá þessari aðal- reglu eru samt nokkrar undantekningar. Með þessum hætti fá sveitarstjórnir nokkra af- stöðu til að fylgjast með og hafa áhrif á ráðstöfun fasteigna innan sveitarfélaga. Reynslan hefur þó sýnt, að á undanförnum árum, að sveitarstjórnir hafa og veita að- stöðu i þessu efni og i reynd mjög takmörkuð áhrif á, hvernig jarð- eignum er ráðstafað. Samkvæmt frumvarpi þessu skal i hverri sýslu starfa byggðaráð, skipað 3 mönnum, og skulu þeir kunna góð skil á byggð og búháttum i sýsl- unni. Allir byggðaráðsmenn skulu vera búsettir á starfssvæði byggðaráðs. Það vald, sem byggðaráðum er fengið sam- kvæmt frumvarpinu er fært i hendur heimamanna. Byggða- ráðunum er ætlað að vera sveitarstjórnum til fulltingis um þau mál, sem frumvarp þetta tekur til. t byggðaráði á sjónar- mið sýslunefndar og sjónarmið búnaðarsambanda að geta komið fram. Búseta byggðaráðsmanna innan starfssvæðis þeirra á að tryggja þekkingu á staðháttum og hagsmunum i byggðalaginu. Til þess að það sé ótvirætt, að ekki er ætlunin að fara á bak við sveitar- stjórnir með þau mál, sem hér er um að ræða. leggur meirihluti nefndarinnar til, að með breytingatillögu, sem ég mun skýra nánar siðar, að oröalag um þetta sé gert enn skýrara en það er i frumvarpinu sjálfu. t lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, rækt- un og byggingar i sveitum, segir svo i 27. gr.: I hverri sýslu, skal vera landnámsnefnd skipuð 3 mönnum. 2 nefndarmenn skulu kosnir af hlutaðeigandi búnaðar- sambandi að viðhafðri hlutfalls- kosningu, ef óskað er, en einn skipaður af landnámsstjórn, og er hann formaður. Jafnframt þvi að byggðaráð verða skipuð, er miðað við að lándnámsnefnd leggist niður. Með hinni nýju skipan, sem frum- varpið kveður á um, verður nefndum ekki fjölgað, en verksvið byggðaráðs i hverri sýslu verður gfrét ■ mun viðtækara en verksvið land- námsnefndar. 3. kafli frumvarpsih^ fjallar um forkaupsrétt. Þau nýmæli, sem feiast i þessum kafla frumvarps- ins miða að þvi að auka rétt sveitarfélaga til þess að kaupa jarðeignir, og i samræmi við það hefur ákvæði i 5. kafla um jarða- sjóð, sem miða að þvi að styrkja aöstöðu sveitarstjórna, til þess að þær geti i reynd, fyrir hönd sveitarfélaga, neytt forkaupsrétt- ar, þegar jarðir eru seldar. t gildandi lögum segir: Hafi leigu- liöi haft ibúð og búsetu á leigujörð sinni að minnsta kosti 3 ár sam- fleytt, áður en söluumleitanir hefjast, hefur hann kauprétt á undan sveitarsjóði. Þetta tima- mark er i frumvarpinu fært i 10 ár, en með breytingartillögu, sem meirihluti, nefndarinnar flytur og siðar verður vikið að, er gert ráð fyrir, að timamark þetta verði miðað við 8 ár. Og jafnframt er það skilyrði sett, að leiguliði, sem öðlast forkaupsrétt á undan sveitarstjórn og neytir þess rétt- ar, taki jörðina til ábúðar og fullra nytja. Noti ábúandi sér ekki kaupréttinn, verður forkaupsrétt- ur sveitarfélags aftur virkur. Þá er það nýmæli, að til- kynningarskylda er á fógeta gagnvart forkaupsréttindahafa, eigi að selja jarðeign á nauðungaruppboði. Akvæði frum- varpsins um forkaupsrétt koma þó ekki til framkvæmda, þegar jarðeigandi selur eöa afhendir jörð maka sinum, barni sinu, barnabarni, kjörbarni, fóstur- barni, systkini, eða foreldri, enda taki viðtakandi jörðina til ábúðar og fullra nytja. Þau koma ekki Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.