Tíminn - 12.03.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 12.03.1974, Qupperneq 9
Þriðjudagur 12. marz 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Askriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. I > Minnihlutastjórnir Siðustu árin hefur orðið sú breyting á stjórn- málaháttum nágrannalanda okkar, að þar fara minnihlutastjórnir viðast með völd, en slikt var mjög fátitt áður. Þannig fer nú með völd i Danmörku rikisstjórn, sem hefur aðeins 22 þingmenn af 179 að baki sér.I Noregi fer með völd rikisstjórn, sem hefur aðeins 62 þingmenn af 155 að baki sér. í Sviþjóð fer með völd rikis- stjórn, sem hefur 163 þingmenn af 350 að baki sér. Loks hefur svo Bretland bætzt i þennan hóp, en hin nýja rikisstjórn Verkamanna- flokksins hefur aðeins 301 þingmann af 635 að baki sér. Þvi valda margar og mismunandi ástæður, að minnihlutastjórnir gerast svo algengar i nágrannalöndum okkar, þar sem lýðræði og þingræði stendur föstustum fótum i heiminum. Ein ástæðan er vafalaust, að reynslan hefur sýnt, að minnihlutastjórnir hafa oft gefið skárri raun en reiknað hafði verið með. Sambræðslustjórnir, sem hafa stuðzt við ólika flokka, hafa oft ekki þótt gefa neitt betri raun, en galli á þeim þótt vera sá, að þá hefur stjórn- málamakk farið fram meira að tjaldabaki. Minnihlutastjórn verður að semja um fram- gang mála fyrir opnum tjöldum. Þá hefur það margoft komið i ljós, að það er ekki nóg fyrir rikisstjórn að styðjast við meirihluta á þingi. Glöggt dæmi um það fékkst i Bretlandi nú i vetur. Rikisstjórn íhaldsflokksins hafði rif- legan meirihluta á þingi, en réði samt ekki við efnahagsmálin. Þess vegna efndi hún til kosninganna. Það er hins vegar ljóst, að verði minnihluta- stjórnir meira og minna algengar i þingræðislöndunum, hlýtur það að hafa ýmsar verulegar breytingar i för með sér. Hin stærri ágreiningsmál þokast þá meira til hliðar og verða að biða. Flokkur eða flokkar minni- hlutastjórnarinnar verða þá að sætta sig við, þótt þeir geti ekki komið ýmsum stefnumálum sinum fram. Stjórnarandstaðan verður jafn- framt að sýna aukna ábyrgð og tillitssemi. Af þessum ástæðum verður mjög athyglisvert að fylgjast með stjórnmálaþróuninni i Bretlandi næstu mánuðina, en þar er nú við stærri og meiri vandamál að glima en i hinum ná- grannalöndunum, sem voru nefnd hér að framan. Þvi virðist sú tillaga Frjálslynda flokksins hafa átt verulegan rétt á sér, að reynt yrði að mynda þjóðstjórn, sem færi með völd i skamman tima, eða á meðan væri reynt að leysa örðugustu efnahagsmálin. Þær raddir heyrast nokkuð, að minnihluta- stjórnirnar, sem nú fara með völd i nágrannalöndum okkar, séu merki um minnk- andi stjórnmálaþroska og óheillavænlega stjórnmálaþróun. Svo þarf þó ekki að vera. Þær geta hins vegar verið merki um nýja tima og brey ttan hugsunarhátt, þannig að kjósendur láti ekki binda sig i tvær eða þrjá fylkingar, heldur ætli sér svigrúm og vilji vera sem mest óbundnir. Menn verða að forðast. að hugsa þannig, að allt þurfi að falla i sömu farvegi og skapazt höfðu um tiltekið árabil. Annars sé allt i voða. En breytingarnar mega ekki hafa það i för með sér, að ábyrgðartilfinningin minnki. Einkum gildir þetta um stjórnarandstöðuna. Þvi verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvernig umræddum minnihlutastjórnum reiðir af. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Haile Selassie að missa völdin Elzta keisaradæmið er að hrynja 1 TIUNDA kapitula Fyrstu konungabókarinnar segir frá heimsókn drottningarinnar i Saba til Salómons konungs i Jerúsalem. Drottningin var yfir sig hrifin af speki Salómons og gaf honum margar og dýrar gjafir, sem hún hafði haft með sér. „Og Salómon konungur”, segir i konungabókinni, ,,gaf drottningunni frá Saba allt, er hún girntist og kaus sér, auk þess er hann gaf henni af sinni konunglegu rausn”. Sagnir i Eþiópiu segja enn greinilegar frá ferðum drottningarinnar og Salómons. Til að sýna drottningunni fyllstu gestrisni bauð konungur henni að rekkja i sama sal og hann. Drottning hafnaði þvi. Salómon fullvissaði hana þá um, að hann myndi láta hana alveg ósnerta, ef hún reyndi ekki að taka neinn hlut i svefnsalnum. Þetta taldi drottningin litla raun og féllst þvi á tillögu konungs. Salómon var siðan búin rekkja i öðrum enda salarins, en drottningunni i hinum. Konungur bauðþjóni sinum að láta vatnskrukku standa nálægt rekkju drottningar. Drottningin vaknaði eftir stuttan svefn og þyrsti mikið, enda hafði konungur gefið henni þorstsækna rétti um kvöldið. Þegar drottning greip til krukkunnar og hugðist svala þorsta sinum, var konungur viðbúinn. Hann þreif til hennar og kvað hana hafa brugðizt þvi heiti sinu að láta alla hluti i herberginu ósnerta. Drottning viður- kenndi, að hún hefði beðið lægra hlut og tók afleiðingun- um af þvi. Sagnir i Eritreu herma, að Menelik fyrsti, en með honum Shófst núverandi keisaraætt til valda i Eritreu, hafi orðið til þess nótt. Haile Selassie, sem er 225. keisarinn eftir Menelik, stærir sig af þvi, eins og allir fyrirrennarar hans, að geta rakið ættir sinar beint til Salómons konungs og drottningarinnar i Saba. ÓHÆTT er að segja, að Haile Selassie sé frægastur allra þeirra konunga og keisara, sem nú eru uppi, enda þeirra langelztur i hettunni. Hann er fæddur 23. júli 1892. Hann var ekki borinn beint til rikiserfða, en gerðist ungur handgenginn Menelik keisara, sem lézt 1913. Eftirmaður Meneiiks gerðist Múhameðs- trúar og var þá steypt úr stóli, en keisaraættin og aðallinn i Eþiópiu eru kristinnar trúar. Haile Selassie, sem þá bar enn nafnið Ras Tafari Makonnen, átti þátt i þvi, að dóttir Meneliks var látin taka við keisaradómi 1916, og gerðist hann brátt einn helzti ráðgjafi hennar, en hún sinnti litið stjórnarstörfum. Ifaile Selassie hefur þvi verið mesti valdamaður Eþiópiu alla leið siðan 1916. Árið 1928 tókst honum að ná þvi marki að vera útnefndur keisari Eþiópiu og hefur hann þvi gegnt keisaraembættinu i 46 ár. Enginn núlifandi þjóð- höfðingi hefur þvi setið eins lengi i valdastóli og hann. Hann hóf keisaraferil sinn með þvi að beita sér fyrir ýmsum verklegum fram- förum. Þær stöðvuðust 1935, þegar Mussolini hóf innrás i Eþiópiu og gerði landið að italskri nýlendu. Haile Haile Selassie Selassie varð þá útlagi og þótti sá atburður eftirminnilegur, þegar hann flutti mál þjóðar sinnar á fundum Þjóðabanda- lagsins i Genf. Óhætt er að segja, að hann hafi þá unnið sér heimsfrægð, sem hann hefur notið jafnan siðan. Arið 1941 hrökktu Bretar ítali frá Eþiópiu og tók Haile Selassie þá við völdum á ný og hefur gegnt þeim truflunarlitið siðan. Hann er enn furðu hress, þótt hann verði senn 82 ára gamall. Þannig er hann enn furðu beinn i baki og kvikur i spori. Hann er lágur vexti, um 160 sm á hæð, og grannvaxinn. Persónulegar raunir hafa sótt á hann að undanförnu. Elzti sonur hans fórst fyrir ekki löngu i bilslysi, og nokkru siðar missti keisarinn drottningu sina, sem hafði verið tryggur förunautur hans i 50 ár. Núverandi krón- prins er hjartasjúklingur og þykir óliklegur til að geta tekið við völdum sökum heilsubrests. Það er þvi talið alveg óvist, hver eftirmaður hans verður, og eykur það óvissuna, sem nú rikir i Eþiópiu. Siðustu misserin hefur keisarinn verið mjög einmana og vaxandi þreytu- merki þótt koma i ljós. HAILE SELASSIE hefur verið meiri stjórnandi út á við en inn á við, ef svo mætti að orði kveða, siðan hann kom hejm úr útlegðinni 1941. Hann hefur gert viðreist um lönd, komið sér vel við stórveldin i austri og vestri og skipað sér fram sem sérstökum tals- manni og forustumanni Afrikurikja. Hann fékk þvi framgengt, að Einingar- samtök Afriku völdu Addis Abeba sem aðsetursstað sinn og vann hann það til að reisa veglega höll fyrir starfsemi samtakanna. Heima fyrir hefur hann unnið að þvi að gera Addis Abeba að nýtizku- legri borg og þannig að góðum sýningarglugga fyrir útlenda gesti, ef svo mætti segja, Þá hefur hann unnið að verlegum samgöngubótum, talsverðum vatnsvirkjunum og stofnun vissra iðnaðargreina. En þá er lika hið helzta upptalið. Flest félagsleg verkefni hafa verið vanrækt. I þeim efnum er Eþiópia enn á meira miðalda- stigi en flest eða öll önnur lönd Afriku, sem hafa notið ýmissa heppilegra áhrifa frá nýlendu- timanum á þvi sviði. Jarð- eignir flestar eru enn i höndum aðalsins og kjör sveitafólks yfirleitt hörmuleg, en um 90% af 26 millj. ibúa landsins búa i sveitum. Um 90-95% af ibúunum eru ólæsir og ekkert Afrikuriki ver hlut- fallslega eins litlu fé til menntamála og Eþiópia. Keisarinn, sem hefur haft alræðisvald, hefur litið sem ekkert sinnt þessum málum, eða a.m.k. stórum minna en aðrir valdamenn Afrikurikja hafa gert. I félagsmálum hefur keisarinn eins og stefnt að þvi að halda öllu sem minnst breyttu. Arið 1955 setti hann landinu serstaka stjórnarskrá, en hún dró i reynd ekkert úr valdi keisarans, þótt þing væri sett á laggirnar að nafninu til. Þangað hafa lika yfirleitt valizt aðalsmenn, sem hafa verið enn ihaldssamari en keisarinn. EF TIL VILL hefur Haile Selassie treyst á það, að völd hans yrðu þvi stöðugri, sem breytingarnar yrðu minni. Um skeið virtist þetta lika ætla að sannast. En nú fær keisarinn að reyna annað. Herinn hefur gert uppreisn i þeim tilgangi að krefjast bættra kjara fyrir sig og þjóðina. Verkamenn i Addis Abeba hafa gert allsherjar- verkfall. Enn er of snemmt að segja, hvernig þessum upp- reisnar- og mótmælaað- gerðum lyktar. Keisarinn hefur reynt að tryggja keisaradóminn áfram með þvi að láta undan ýmsum helztu kröfunum. Þá hefur hann lofað þvi að skerða völd sin og leggja aukið vald i hendur al- mennings. Eftir er að sjá, hverjar efndirnar verða Til að framfylgja umræddum fyrir- heitum, hefur keisarinn falið Endalkotcheu Makonnen stjórnarmyndun, en hann virðist njóta takmarkaðs trausts almennings. Makonnen tilheyrir nefnilega aðlinum. Faðir hans var forsætisráðherra á árunum 1945-1958. Sjálfur hefur Makonnen, sem er 47 ára, verið sendiherra i London og hjá Sameinuðu þjóðunum, utanrikisráðherra, iðnaðar- ráðherra og nú siðast utan- rikisráðherra. Hann sótti um það á sinum tima að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en beið ósigur fyrir Waldheim. Ýmsir, sem til þekkja, draga i efa, að Makonnen reynist vandanum vaxinn. Margt bendir nú til, að keisarastóllinn i Addis Abeba riði til falls og byltingarástand geti skapazt i landinu. Þó get- ' ur þetta dregizt. meöan Haile ! Selassie heldur um stjórnar- taumana. Hann nýtur þess enn að hafa verið þjóðardýrlingur á þeim tima. er Italir réðust inn i landið. En hann getur ekki átt langt eftir. Óneitan- lega hvila nú dimm ský yfir framtið Eþiópiu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.