Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 12. marz 1974. Þriöjudagur 12. marz 1974. TÍMINN 15 Nei, það eru ekki bara gömlu konurnar, sem spenna beltin. Fáránlegt er að skammast sin fyrir (!) að nota þessi áhrifamiklu en einföldu tæki til að draga úr meiðslum og jafnvel forða dauða i bilslysi, sem jafnvel ,,hinn bezti ökumaður” getur lent i. Með bilbelti — Hversu margir? NOKKUR ORÐ UM BiLBELTI MEÐ HLIÐSJÓN AF RANNSÓKNUM VOLVO Ekki er óliklegt, að á þessu ári verði öryggisbelti i bilum lögleidd i Danmörk, Sviþjóð og Noregi. Þá hefur umferðarráð lagt fram- tillögu um það sama hér á landi. Volvo-verksmiðjurnar hafa til þessa staðið einna fremstir i kynningu öryggisbelta og könnun á notagildi þeirra. Nýlega voru staddir hér á landi fulltrúar frá verksmiðjunum, sem greindu blaðamönnum frá niðurstöðum itarlegra rannsókna, sem verk- smiðjurnar hafa gengizt fyrir á undanförnum árum. Verður hér getið nokkurra atriða þessara niðurstaðna. Volvo hefur lagt afar mikla áherzlu á öryggisatriði við fram- leiðslu bila sinna og geta raunar veriðallánægðir með árangurinn. Miðað við, að „meðal-öryggis- billinn” hafi öryggis-töluna 1, þá hefur Volvo gerð 140/164, skv. niðurstöðum rannsókna 0,51 sem túlka má á þann veg, að Volvo- bilarnir i dag séu um það bil tvisvar sinnum öruggari en „meðalöryggisbillinn” á markaðnum nú. Fyrstu 6 mánuði ársins 1973 var öryggistalan enn hagstæðari Volvo, eða 0,43. Rannsóknir Volvo sýna, að ef allir þeir, er létu lifið i Volvobil- um 142/144/145, sem lentu i árekstrum i Sviþjóð á árinu 1972 ( allar þær tölur, sem nefndar eru i þessari grein miðast við Sviþjóð), hefðu notað öryggisbelti eða belti, — eða hvað börn snerti öryggis- belti, myndu um 55% þeirra vera enn á llfi. Sem sagt, notkun belt- anna hefði bjargað lifi meira en þeirra, sem i slysunum lentu. Þá sýndu rannsóknir Volvo ennfremur, að ef þetta sama fólk hefiji ferðazt i Volvo Experimental Safety Car (VESC) sem eru enn aðeins til- raunabilar verksmiðjanna, búnir fullkomnustu öryggistækjum, heföi fækkun dauðaslysa orðið 10- 15% meiri. Þetta telja sér- fræðingar Volvo sýna, að mjög erfitt og dýrt muni reynast að ná meira Öryggi bila en hægt er að fá fram með skyldaðri notkun bil- belta. Þær niðurstöður, sem hér er vitnað til, byggjast að verulegu leyti á rannsóknum, sem Volvo stóðu fyrir á einu árið, 1972 i Sviþjóð. Einnig stóð Volvo fyrir mjög viðtækum rannsóknum á þessu sviði á siðasta ári, og eins 1967, en þær rannsóknir náðu til 28.000 slysatilfella! Rannsóknirnar 1973 sýndu, að af ökumönnum, sem notuðu bilbelti, særðust 92 við árekstur eða 17,4%. Af 887 ökumönnum, sem ekki notuðu belti, særðust 226 eða 25,5%. Niðurstöður Volvo-manna sýna ennfremur, að bilbeltin minnka meiðsl ökumanns við árekstur að meðaltali um 32% en með meiðslum er þar átt við mar, minniháttar skrámur, oþ.h. Sam- svarandi fyrir farþega i fram- sæti: 36%. Þá sýndu rannsóknirnar, að farþegi án beltis i framsæti er i 40% meiri hættu á að særast en beltislaus ökumaðurinn. 1 þeim tilfellum, sem Volvo rannsökuðu, notuðu meira en helmingur fram- sætis-farþega bilbeltin. Hin svokölluðu rúllubelti ryðja sér nú æ meir til rúms, en mjög auðvelt og um leið fljótlegt er að festa þau á sig, mun fljótlegra en hin venjulegu. Rannsóknir Volvo sýndu, að rúllubeltin juku notkun- ina um 25% (miðað við venjulegu beltin), hvað ökumenn snerti, og um ekki minna en 30% hvað farmsætisfarþega snerti. Þetta er ekki litill ávinningur, en sem sýnir um leið leti og þæginda að lögun nútimamannsins, margir virðast fyrr hugsa „þetta er óþægilegt, tfmafrekt”, en „þetta er nauðsynlegt vegna öryggis mins”. Höfuðpúðar I rannsóknum Volvo i fyrra komu inn 171 bifreið sem ekið hafði verið aftan á 73.6% þessara bifreiða voru með höfuðpúða og 15,9 þeirra, sem i bifreiðunum voru, hlutu meiðsl i hálsi, en 35% hinna, þar sem engir voru höfuð- púðarnir. 48% aukning „MEIÐSL I UMFERÐASLYS- UM MYNDU MINNKA UM 50% u 361 28 I 20 J 12! 32 24 Dreffing meiðsla á likamann Arekstursstefna : 11-01 •$- A "meiöslaskala": meira en 2 Meö belti = O An beltis = 3 16 sL smi~i sssá I T A "meiðslaskala": meira en 2 Meö belti = O An beltis = 3 ^~l sd~l ^ Höfuö Háls Brjóst Kviöur Hand- leggir Fœtur Höfuö Háls Brjóst Kviöur Hand- _ . leggir Ffrtur ökumaður Farþegi i Með belti An beltis Stólparit á grundvelli rannsókna Volvo. í þessu tilviki árekstursstefnan 10-01 Númer 2 á „meiðsiaskrá” (SIS, Abbreviated Injury Scale) eru mikið mar, stórir skurðir, 10-20% af iikamanum með brunasár, almennt taiið. A stólparitinu (þar sem merkin visa) er um að ræða alvarlegri slys en þetta. ef bilbelti væru notuð 100%,” segja sérfræðingar Volvo i öryggismálum. Hvað Sviþjóð varðar þýddi þetta, að siðasta ár hefði um 300 mannslifum verið bjargað, meiðsl hefðu verið minni i þúsundum tilfella og i mörgum tilvikum hefði meiðslum verið algjörlega forðað. Aður var getið, hve aukning varð mikil i notkun bilbelta, er rúllubeltin komu fram. En mest aukning varð i notkun belta i Volvo-bifreiðum árið 1971, en þær komu með viðvörunarljósi, og hljóði, sem gáfu merki, ef beltin voru ófest. Þetta viðvörunarkerfi ásamt rúllubeltunum hefur i Volvo bifreiðum (i Sviþjóð) aukið notkun belta um 48%. Volvo veigrar sér hins vegar við þvi að koma á þvi kerfi i bilum slnum, sem nú er komið á I Bandarikjunum, og er á þann veg, að ekki er hægt að ræsa bif- reiðina, nema bilbeltin séu á. Volvo-menn telja það ógerlegt, fyrir einn bilaframleiðanda að kynna svo tiltölulega róttækt atriöi á markaðnum, en þeir kjósa þess I stað að gera beltin eins þægilegt og unnt er og minna á, að þau skuli stöðugt notuð. -SP. 34% 12 Arekstursstefnur skv. Volvo-rannsoknum, settar upp I eins konar „klukkukerfi”. Þarna sést m.a„ að iangalgengast er (34%), að bilar aki beint framan á hvorn annan (og þaP sannast m.a. gildi bfl- beltanna). Aftanáakstur er 12% (böfuðpúðarnir). 1 Bandarlkjunum er komið þannig kerfi á, að ekki er hægt að ræsa bflinn. nema bflbeltin séu spennt. Annars er hvað mest áherzla lögð á að gera beltin þægileg og auðvelda mönnum að spenna þau á sig. Þau nýjustu, rúllubeltin, hafa mjög aukið notkun belta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.