Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. marz 1974. TÍMINN 17 Fjölmennur fundur garðyrkjunema Hér sjást nokkrir fundarmanna, sem sóttu fund garðýrkjunema um réttindi og lánamál ylræktarinnar. O Samningaleiðin að þjóðin gæti öðlazt sjálfstæði sitt að nýju. Skáld og hugsjónar- menn glæddu þessa tilkenningu með þjóðinni og vegna einhugar var áfanganum náð. Þessum mikilvæga ávinningi viljum við ekki glata, hef ég sagt við mina erlendu viðmælendur, heldur varðveita hann með öllum þeim krafti, sem viðeigum yfir að ráða. Vegna smæðra islenzku þjóðar- innar gætir áhrifa jafnvel fá- menns erlendis herliðs hér á landi á islenzkt þjóðlif i miklu rikara mæli en annars staðar gerist, og þrjú þúsund hermenn hér jafn- gilda þrem milljónum i Banda- rikjunum. Mér hefur fundizt að þeir útlendingar, ég hef talað við, skilji þessa afstöðu'ög geta sett sig i okkar spor. Það er heldur ekki svo undarlegt þegar þess er gætt, að a.m.k. sumar NATO- þjóðirnar hafa nákvæmlega hið sama viðhorf til erlendrar her- setu og það, sem ég hef verið að reyna að lýsa hér. Hvorki Danir né Norðmenn hafa viljað fallast á erlendar herstöðvar i landi sinu eins og við öllum vitum og geta þeir þó báðir látið NATO i té svipaða aðstöðu og bandalagið hefur hér. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að flestir þeir Bandarikjamenn, sem ég hef átt tal við um þessi efni hafa lika skilið þessa afstöðu, þegar hún hefur verið skýrð fyrir þeim. Það er viðurkennt af öllum, einnig NATO og Bandarikja- mönnum, að ákvörðunin um það, hvort hér skuli vera herstöð eða eigi er okkar Islendinga einna. Engir aðrir en við geta tekið þá ákvörðun, enda mundi það ekki samrýmast sjálfstæði okkar. í minum augum hlýtur það að vera keppikefli allra Islendinga, að skipa þannig málum að hér þurfi ekki að vera erlendur her um aldur og ævi, enda hefur mér heyrzt það á a.m.k. flestum, sem um þessi mál hafa talað, að sú sé þeirra skoðun. Jafnframt viljum við auðvitað öll tryggja öryggi landsins, sem bezt og öllum bringzlum, sem heyrast á báða bóga um það, að sumir vilji koma upp hér nýrri Kúbu, en aðrir nýrri Hawaii visa ég á bug sem órökstuddum. En menn greinir á um leiðir. Þess vegna hlýtur takmark þeirrar endurskoðunar, sem nú fer fram á varnarsamningi ís- lands og Bandarikjanna að vera það, að finna leið til að samræma þessi sjónarmið og ég fyrir mitt leygi, er svo bjartsýnn að trúa þvi að þetta muni vera hægt. Þess vegna skulu það vera lokaorð þessarar framsögu ræðu minnar, að skora á alla góða ís- lendinga að leggjást á eitt að leita þessarar leiðar, hætta að skipa* sér i andstæðar fylkingar i málinu en finna þann samnefnara sem leysir dæmið og tryggir það sem við hljótum að setja ofar öllu, frelsi, sjálfstæði og öryggi okkar eigin þjóðar. Landið vort skal aldrei okað undir nýjan hlekk. Ekki úr spori aftur þokað ef að fram það gekk. Svokvað Einar Benediktsson á sinum tima. tslendingar 1974 ættu að gera þessi orð að sinum og breyta i samræmi við það á elleftu hundrað ára afmæli ís- landsbyggðar. O Viðræður spurna. Um hina fyrri sagði Einar Ágústsson: — Ég hef látið rannsaka þetta með stúdentana i Noregi og á von á upplýsingum um það. tslenzkir námsmenn fóru þess á leit við utanrikisráðuneytið, að þetta yrði kannað, en við höfðum reyndar hafið rannsókn á málinu áður en okkur bárust tilmæli þeirra. ts- lenzki ambassadorinn i Osló hef- ur tekið þetta upp við norska utanrikisráðuneytið og farið fram á skýringu. — Er það rétt, að i bigerð sé að hefja litsjónvarp frá Keflavikur- flugvelli? — Litsjónvarp frá Keflavik kemur ekki til greina, enda hefur þess ekki verið farið á leit, og það yrði aldrei samþykkt. Hvað hitt atriðið varðarT þá leiðir það af eðli málsins, þvi aö við ætlum okkur að láta herinn fara, og þar af leiðandi verður ekkert sjón- varp eftir. — Getur svo farið, að sjónvarp og útvarp frá Keflavik verði lagt niður áður en herinn fer, eða verður það látið biða þangað til að að brottförinni kemur? — Við höfum ekki tekið ákvörð- un um það. — Kann e.t.v. svo að fara, að útvarps- og sjónvarpsstöðinni verði lokað innan fárra mánaða? — Ég vil ekki að svo komnu máli gefa neitt undir fótinn með það. — En það er ekki óhugsandi? — Nei. — Hvenær má vænta nánari tiðinda af þessu máli? — Ég vil ekki timasetja það, en það fer að draga til tiðinda i þessu máli öllu núna fljótlega, þ.e. viðræðunum við Bandarikja- menn, sagði utanrikisráðherra að loköm. 0 213 þús. að þjóðskráin er á þessu sviði lög- uð eftir þörfum skattyfirvalda og annarra opinberra aðila.” Hjónabönd töldust vera 40.853, og af sjálfu leiðir, að helmingi fleiri einstaklingar voru i þessum hjónaböndum. Sama er uppi á teningnum, er rætt er um óvigða sambúð, en slikar „sambúðir” voru 1.935, þar af óvigð sambúð án barna 657. Um annað heimilis- hald er það að segja, að 278 feður stóðu fyrir búi með börnum innan 16 ára aldurs, en 4.883 mæður bjuggu við sömu kjör, en i þeirri tölu eru meðtaldar milli 60 og 70 konur, sem giftar eru mönnum i varnarliðinu, eða við hliðstæð störf, og eru þeir ekki á ibúaskrá hér á landi, en islenzkar eiginkon- ur þeirra eru meðtaldar sem „móðir og börn”. Meðalstærð fjölskyldukjarna var 3.35. Reykjavik voru konur fleiri en karlar. Þar töldust vera 41.054 karlar, en 43.245 konur 1. des. s.l. 1 lægstu aldursflokkunum eru strákar fleiri en stelpur, en i aldursflokknum 16 til 18 ára snýst dæmið við, og eru þar 2.430 blómarósirá móti 2.386 piltum, og enn meira munar um næsta aldursflokk. 1 öllum öðrum lands- hlutum eru karlar fleiri en konur. o Yfirmenn bolfiskveiðum skal gert upp mánaðarlega 75% af innstæðu .sjómanns. Á sildveiðum skal gera upp i siðasta lagi mánuði eftir hver mánaðamót og þá 65% af innstæðu. Ennfremur var samið um það, að kuptrygging skyldi greidd vikulega, og hún lögð inn á bankareikning vikulega, ef menn óskuðu þess. Þetta hefur verið þannig i framkvæmd i Vest- mannaeyjum nokkur undanfarin ár. Ennfremur hækkaði kauptryggingin um 21.6% og aðr- ir kaupliðir um sama hlutfall, svo sem timavinna. Samningurinn gildir frá 1. janúar varðandi skiptakjörin, en frá 1. marz varðandi kaupliðina og gildir til 15. mai 1976, eða þrjár vertiðar og hefur ekki áður verið samið til svo langs tima. Sagði Ingólfur Stefánsson, að þetta væru allt saman góðir áfangar. Skiptakjörin á loðnu-, kol- munna- og spærlingsveiðum eru sem hér segir: Á loðnuveiðum eru kjörin á bát- um undir 200 lestum 33% i 8 staði, 201-250 lestir 36.5% I 13 staði, 251- 500lestir 36% i 14 staði og 501 lest og þar yfir 35.5% i 15 staði. Ef fleiri eru á en hér segir, bætast við 2% fyrir hvern mann. Á kolmunna- og spærlingsveið- um eru skiptakjörin 33% i 8 staði á skipum undir 500 lestum, en 34% i 12 staði á skipum stærri en 500 lestir. o AAótmæli „Við undirritaðir togskipaskip- stjórar mótmælum harðlega lok- un hefðbundinna togsvæða, svo sem linu- og netasvæði þvi, sem lokað hefur verið i Vikurál, en enginn linu- eða netabátur notar. Þar er nú mikil fiskigengd i veiðanlegu ástandi, og krefjumst við þess, að svæðið verði opnað tafarlaust. Einnig mótmælum við harðlega þeim vinhubrögðum, sem höfð eru, þegar svæðum án tilefnis er með einni útvarpsaug- lýsingu lokað fyrirvaralaust og menn verða sjálfir að afla sér upplýsinga um staðsetningu og dagsetningu slikra svæða og af- biðjum slik vinnubrögð fram- vegis”. Skipstjórarnir, sem undirrita simskeytið, eru Hermann Skúla- son, Sverrir Valdimarsson, Sigurður Jónsson, Ragnar Franz- son, Einar Asgeirsson, Kristján Kristjánsson, Halldór Hallgrims- son, Guðmundur Sveinsson, Kristján Ragnarsson, Jóhann Simonarson, Áki Stefánsson, Ketill Pétursson, Sigurður Jó- hannsson, Guðbjörn Jensson, Sverrir Erlendsson, Sigurjón Stefánsson, Sigurður Magnússon, Guðjón Sigtryggsson, Grétar Þórðarson, Auðunn Auðunsson. Eyjólfur Pétursson, Hörður Guð- jónsson, Tryggvi Gunnarsson, Guðjón Kristjánsson, Ólafur Ólafsson, Guömundur Árnason, Magnús Ingólfsson og Ólafur Sæ- mundsson. MJÖG fjölmennur fundur var haldinn fimmtudagskvöldið 7. marz á vegum skólafélags Garðy rkjuskóla ríkisins, um réttindi og lánamál ylræktar- innar. Auk nemenda, sem voru 34, mættu á milli 30 og 40 garðyrkjubændur og garðyrkju- menn. Gestir fundarins voru Grétar J. Unnsteinsson skólastjóri, Emil Gunnlaugsson formaður Sambands garðyrkjubænda, Árni Jónsson iandnámsstjóri og Stefán Valgeirsson alþingis- maður, en þeir tveir siðastnefndu gerðu einkum grein fyrir þvi, hvernig lánamálum er nú háttað á þessu sviði, af hálfu hins opin- bera. Eins og áður sagði var fundurinn mjög fjölmennur og umræður eftir þvi fjörugar. Spunnust inn i þær ýmis mál, sem við koma réttinda- og lánamálum 111.749 eru á kjörskrá á öllu land- inu i sveitarstjórnarkosningun- um, sem fram fara 26. mai n.k. Eru það 13.385 fleiri en i siðustu sveitarstjornarkosningunum, 1970, en þá voru á kjörskrá 98.364. i Reykjavik eru nú á kjörskrá 55.400, cn voru 49.699. 1970. Kjósendum hefur fjölgað i öllum kaupstöðum landsins. i garðyrkjustettarinnar. A fundinum var gerð eftirfar- andi ályktun: Fundur haldinn i Garðyrkjuskóla rikisins á Reykj- um, ölfusi, 7. marz, samþykkir að kjósa 5 manna nefnd, sem skipuð er tveimur nemendum og tveimur garðyrkjubændum, auk skólastjóra, sem er formaður nefndarinnar. Nefnd þessi skal vinna að auknum forgangs- réttindum garðyrkjufræðinga, bæði hvað snertir lán til garð- yrkjubýla og styrk frá hinu opin- bera, ásamt þeim starfsréttind- um, sem eðlilegt er að útskrifaður garðrykjufræðingur frá Garðyrkjuskóla riksins eða með sambærilegri menntun erlendis frá, eigi að hafa. Þessi nefnd eigi að byggja á þeim tillögum, sem fram komu á fundinum, og taki mið af þeim umræðum, sem fram fóru um það mál. kauptúnahreppum hefur kjósend- um fjölgað i öllum nema fjórum. Iiefur kjörbærum mönnum fækkað i Hafnahreppi, á Bildudal, Flateyri og Hofsósi. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda kjörbærra manna i kaupstöðum og kauptúnahreppum i væntan- legum sveitarstjórnarkosning- um: T*l» kjáiend* £ kjörikrí vlO tveitaritj6rn*rko*ningar 31. maf 1970 er tilgrelad til *am*n- burOar. - P • tala koiinna fulltrúa í brjaritj6rn/hrepp»ncfnd viO iveltaritjúrnackoiaingar 1970. KaupttaOlx 1974 1970 F 1974 1970 F Reykj.vfk 55.400 49.699 15. ólaftfjörBur 642 613 7 Kópavogur 6.476 5.487 9 Akureyri 6.874 6.062 11 Hafnarfjöröur 6.430 5.285 9 ' Hútavfk 1.228 1.036 9 Kefl.vfk 3.364 2.872 9 Seyöiif jöröur 537 475 9 íiafjörSur 1.844 1.478 9 2.936 2.770 9 Sauöírkrókur 1.064 890 7 SiglufjörSur ........... 1.335 1.324 9 Alli 91.661 81.136 130 K a n p t ú n a h r e p p a r 1974 1970 i 1974 197Q £ G rinda vfkurhr 797 607 5 HÓlmavfkurhr 199 180 6 MiSneibr. (SandgerSi) .. 616 617 5 Blönduóihr 463 400 5 GerSahr 413 340 5 HöfSahr.(Skagaitrönd) .. 337 298 5 Njarövíkurhr 919 773 7 Hoftóihr 162 171 5 GarSahr 1.845 1.286 5 Dalvíkurhr 671 618 7 Seltjarnarneihr ........ 1.415 1.076 5 Hrfteyjarhr 163 157 6 Ðorgarncihr 773 654 7 Þóraha fnarhr 269 232 5 Neihr.(Hellinandur) .... 331 299 5 Egilsstaðahr 458 335 6 ólafivfkurhr 585 526 5 Esklfjarðarhr 572 526 7 Eyrariveit (Grundarf jörSur) 395 354 5 Reyöarfjaröarhr 386 347 7 Stykkiihéimihr 648 553 7 Buöahr.(Féikrúöifjöröur). 412 387 7 SuSurf jaröarbr. (BÚdudalur) 213 222 5 Búlandihr.(Djúplvogur).. 187 176 5 Þingeyrarhr 256 230 5 Hafnarhr .( Hornaf jöröur) . 636 487 5 Flateyrarbr 256 258 5 Stokkieyrarhr 315 284 7 Suöureyrarhr 304 273 5 Eyrarbakkahr 337 301 7 Hólihr .(Bolungarvfk) ... 547 493 7 Selfosshr 1.487 1.320 7 Eyrarhr.(Hnffidalur) 1) . . 218 7 Hverageröiihr 568 442 5 Alls 20.098 17.229 231 1) Sameinaður ftafirSi 1971. Erlendir rfklsborgarar £ fbúatkrá hér 6 landi eru meOtaldir ( ofan greindum tölum um þá, lem eru 20 ára og eldri 4 þesiu árí. VerOur þvi tala kjúsenda £ kjörikrá eitthvaO laegri en hér er tilgreint, einkum ( Reykjavfk og nokkrum kaupstaöanna. Moifellihreppur baetiitnú í hóp þcirra hreppsféíaga, þar sem koiiO er ( mafmlnuOi, vegna þen aO minmt 3/4 fbúa eru búsettir ( þéttbýli. Aö öOru leyti eru ofan greind iveitarfélög öll þau sömu og kosiO var ( vi'O tíOustu sveitarstjórnarkosningar, ( maf 1970. MAÐUR FANNST LÁTINN VIÐ HAFRAVATN — talið útilokað, að hann hafi komizt þangað af sjálfsdáðun Klp-Reykjavik. Á laugardaginn fundu piltar, sem leið áttu um veginn meðfram Hafravatni, úlpu og jakka, sem lágu á veginum. Fóru þeir með fötin til iögregl- unnar i Arbæjarhverfi, og kom þar i ljós, að f vösunum voru tvær bankabækur — önnur með 745 þúsund krónum i. Einnig voru þar falskar tennur og aðrir smáhlutir. Lögreglan fór þegar upp að Hafravatni til að svipast um eftir eiganda fatanna. Var óttazt, að hann hefði fallið i vatnið, sem nú er lagt þunnum is. Eftir nokkra leit fannst lik hans rétt við sumarbústað skammt of- an við veginn, ekki langt frá Hafravatnsrétt. Sáust engir áverkar á likinu aðrir en þeir, sem hann hefur hugsanlega getað fengið við fall. Maðurinn hét Oli Anton Þórarinsson, til heimilis að Rauðarárstig 20, Reykjavik. Hann var bæklaður, og þvi er tal- ið með öllu útilokað, að hann hafi komizt af sjálfsdáðum upp að Hafravatni. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn málsins, en ekkert hefur enn komið fram,dem varpað getur ljósi á það. NTN-Dublin. Tiu börn og foreldrar þeirra fórust i eldsvoða i Balkey, rétt fyrir utan Dublin i gær. Tvöfalt gler var i gluggum hússins, sem var raöhús, og fólkinu tókst ekki að brjóta þá til að komast út. Börnin, sem fórust, voru á aldrinum 1-18 ára. Móöir þeirra átti von á 14. barni sinu. Þremur barna hennar tókst að bjarga, 19 ára dóttur og tveimur sonum. Kjósendum fjölgar um rúm 13 þúsund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.