Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 14
18 TÍMINN Þriðjudagur 12. marz 1974. Þeir hefðu bitið á bera önglana, beitan skipti engu máli, og þeir komu stökkvandi um borð, flestir með öngulinn í kviðnum. Það var ekkert tóm til að tala saman, þetta var feiknavinna. Haf ið rétti fram f jársjóði sina f ullum höndum og hrópaði til þeirra að taka af það, sem þeir vildu. Og þeir tóku og tóku: sex, sjö, átta kíló- gramma f iska, hátt á annan metra að lengd, þangað til fyrsta, tryllta eftirvæntingin var orðin að slævandi vana og loks að þreytandi kvöl. Að hefja fiskinn upp úr sjónum, rykkja önglinum úr honum, kasta honum frá sér, setja nýja beitu á og kasta út, allt urðu þetta smáatriði geysilegs erf iðis, og það var eins og mennirnir yrðu vélrænir hlutar verks, sem gekk jafn sjálf krafa og stóra gangan, sem æddi fram í sjónum fyrir neðan þá. Mávarnir komu gargandi til þeirra og öðluðust hlut í myndinni. Kulið, sem barst yfir flötinn, bar rifrildið i mávunum uppi yfir franska flotanum, þar sem störfin við að af hausa, hreinsa innvolsið og f letja fiskinn voru i fullum gangi, meðan kænurnar fluttu aflann í skipin. Þetta var blóðvöllur, sem engan átti sinn líka, og þegar einhver varð í vegi fyrir öðrum, kváðu við hótanir og formælingar, án þess nokkur heyrði til annars, enda engin meining á bak við. Þegar menn stóðu ekki uppi lengur, hentu þeir sér niður — einn hér, annar þar, — rennvotir af svita og sjó, handarbökin orðin stinn af blóði. Báturinn var orðinn djúpsigldur, enda fullur af fiski, og meðvitundin um heppnina, sem verið hafði með þeim, kom þeim fyrr á fæturna en koniakssjúss hefði megnað. — Þetta er góð byrjun, sagði Eiríkur. — Það var líka mjótt á mununum, að við næðum í skottið á þessari göngu, sagði Jón. Sjáið bara! Hann benti út yfir sjóinn. Þar var hvergi fisk að sjá. En það var ekki svo, aðgangan væri farin hjá. Hún hafði bara breytt um stefnu. Einhvers konar hindrun, það þurfti ekki að vera annað en litarrák í sjónum eða einhver dularfull orsök úti fyrir Sandi, hafði komið aðmírálnum í þessum neðansjávarf lota til að sveigja á stjór, og á eftir honum hélt öll f ylkingin, en glampinn af skrokkum þeirra var eins og endurskin niðri í sjónum. Jónas skreið fram í bátinn og virti aflann fyrir sér. — Og það er ekki einn einasti bátur annar frá Skarðs- sföð á sjó, sagði hann. — Nei, svaraði Jón. Ólafur hafði einhverja vinnu i landi i dag handa mannskapnum, og þeir sögðu mér, að þeir yrðu ekki tilbúnir að fara út f yrr en í kvöld. — Og það fer nú að líða að því, sagði Eiríkur. Þetta er þriðja ofanígjöfin, sem ég hef gefið þessum feita ræningja á tveim dögum og skal ekki verða sú siðasta. Þeir skoluðu af sér og röbbuðu hlæjandi saman á meðan. Þeir voru í ágætu skapi, og þreytan var horfin með öllu. Svo drógu þeir akkerið inn og settu vélina i gang. IX. Hann talar við Svölu Þegar þeir nálguðust land, sáu þeir, að margt manna var saman komið niðri við ströndina. Einhvern veginn höfðu íbúar Skarðsstöðvar getið sér til um, hvað væri á seyði, og kænur voru þegar á leið út að vélbátunum, sem lágu úti á bátalæginu. Þarna voru bæði karlmenn, konur og börn, og meðal þeirra, sem biðu, sá Jónas Svölu. Það var f jara, þegar þeir lögðu að, en bryggjan var það vel byggð, að báturinn gat farið upp að henni, fest þar og losað undir eins. Eiríkur stökk í land og gerði fast, og síðan var tekið til við að koma af lanum í land undir spurningaregni, er þeir Jónas og Jón reyndu að svara eftir beztu getu. Eiríkur var staðráðinn í að senda hvert einasta kíló af aflanum suður til Reykjavikur með ,,Þórði" daginn eftir, og Jón var honum sammála um, að það væri skynsamlegt. Þeir myndu fá gott verð fyrir þorskinn — að ekki sé minnzt á lúðurnar. Þess vegna var f iskurinn borinn upp í pakkhús Guf uskipafélagsins, og Eiríkur gaf f yrirskipanir og fékk stráka til að bera, en snerti sjálf ur ekki á verki. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann kom fram sem yf ir- maður. Hann hafði ýtt Ölafi Guðmundssyni til hliðar, tekið Jón Súrsson í þjónustu sína og keypt af honum bátinn, og nú gaf hann Jónasi fyrirskipanir, alveg eins og yfirmaður gefur verkstjóra fyrirskipanir, svipað og hann var vanur að skipa símamönnunum fyrir, án þess að beita nokkurs konar hörku eða gera lítið úr neinum. í þessu litla hlutafélagi var hann sá sterki, sá ríki og sá, sem réði. Hæfileikar hans í þá átt að skilja hlutina, komu hvað bezt fram í því, hvernig hann stjórnaði uppskipuninni. Innan f imm mínútna var allt farið að ganga svo jafnt og misfellulaust, að það var eins og hann hefði sett vél í gang og þyrfti nú ekki annað en líta eftir. Og þá var það, sem hann fór að tala við Svölu. Frá því hún var smábarn, hafði hún umgengizt karla fremur en konur. Hún kunni að róa, sigla seglbáti og stjórna vélbáti eins vel og hver sjóari, og hún þekkti Bréiðafjörðinn eins og fingurna á sér. Hún hafði haft meiri áhuga á því að sjá f iskinn borinn i and heldur en að hitta þennan nýkomna mann, og hann yar svo upptekinn af að fylgjast með vinnunni, að hann s/eitti henni enga eftirtekt. Þegar eftirvæntingin rénaði Dg áhorfendunum fækkaði og flestir farnir heim til sín, Þetta er prófraunin á geimtaugar okkar. IVið erum komin\ 111 Þess 2 ' inn i stjörnubelti,f°r.ðast ungfrú Dalla Við'; steinf"a: iverðum að lækka|f'u6st3árl nugið.^^awi 1 ekki'sá eini, sem Iþarf eitthvað styrk, P'~~aandi, Dalla.-^ [Dalla er um borð f HL-flau, j á leiðinni til fjarlægs istjörnu! erfis.y l------------* IL-hraðar en ljósið iiWliiill Þriðjudagur 12. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Ferðalag á frændaslóð- ir. Konráð Þorsteinsson flytur erindi, fyrri hluta. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartimi barnanna Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla i frönsku. 17.40 Tónleikar 18.00 Barnið og samfélagið. Margrét Margeirsdóttir og Pálina Jónsdóttir sjá um þáttinn. 18.20 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Þórbergs vaka Þórðar- sonar skálds a. 21.10 Einleikur á fiðlu. , Ruggiero Ricci leikur lög eftir Fritz Creisler. 21.30 Á hvitum reitum og svörtum Ingvar Ásmunds- son flytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (26) 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höf undur les (7) 22.45 HarmonikulögFrancone leikur. 23.00 Á hljóðbergi. Clara Pon- toppidan leikur þátt úr ,,En kvinde er overflödig” eftir Knud Sönderberg. Meðleik- ari: Pouel Kærn. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Litið skákmót i sjón- varpssal. Þriðja skák. Forintos, hvitt. Tringov, svart. Skákskýringar flytur Guðmundur Arnlaugsson. 21.05 Valdatafl. Breskur myndaflokkur. 5. þáttur. Umhugsunarefni. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni fjórða þáttar: Bligh-fyrirtækið sækist eftir umfangsmikl- um verksamningum við Arabalönd, en brátt kemur i ljós, að Arabar hafa illan bifur á fyritækinu vegna fyrri greiðasemi Wilders við Israelsmenn. Þá er brugðið á það ráð að stofna sérstakt fyrirtæki, til að annast fyrr- nefndar framkvæmdir. Með i ráðum er framgjarn Libanonmaður, og brátt þykist hann sjá sér leik á borði að hafa meiri hagnað af þessum feluleik en hon- um var upphaflega ætlað. Wiider tekst þó að sjá við þessu með aðstoö Susan Weldon og hefur sjálfur mestan hag af ævintýrinu. 21.50 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Sonja Diego. Berjumst fyrir frelsi. Sænsk fréttamynd um frelsisbaráttu undirokaðra þjóðfélagshópa i norð-aust- ur héröðum Brasiliu. Lýst er starfi prestsins Don Camaras. og rætt við al- þýðufræðarann Poulo Freira, sem reynir að virkja fólk til starfa i þágu samfé- lagsins. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.