Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 24. marz 1974.
Demis Roussos er
vinsæli söngvari
Það eru fáir söngvarar, segir i
blaði frá Danmörku, sem hafa
náð þvi marki að fleiri en eitt af
lögum þeirra sé á vinsælda -
listanum i einu. Hann Demis
Roussos, griski söngvarinn um-
talaði, (Goodbye, my love o.fl.
lög) hefur slegið öll met i Dan-
mörku með þvi að eiga 5 lög á
vinsæfdalistanum i einu ( og
þar af 3 af efstu 12 lögunum —
nr. 1, nr. 4 og nr. 12! Hann þykir
mjög sérstæður söngvariog
plötur hans renna út eins og
heitar lummur. Ekki spillir það
fyrir vinsældunum, að fram-
koma hans og klæðaburður er
mjög áberandi, þannig að hann
vekur alls staðar athygli. Hann
ýmist býr sjálfur til lögin, eða
fær góð lög og útsetur þau
sjálfur með sinni sérstöku
hljómsveit, og það er ekki verið
að kasta höndunum að
hlutunum, heldur er æft og æft,
þangaðtil að meistarinn sjálfur
er ánægður. Með honum vinnur
griskur textahöfundur Ray
Constantinas, sem ýmist þýðir
griska texta á ensku eða frum-
semur, og þykja þeir óvenju-
góðir af dægurlagatextum að
vera. Danskur blaðamaður fékk
að vera viðstaddur er verið var
að æfa nýtt lag og var það i
Paris. Það var unnið langt fram
á nótt og allir voru orðnir
þreyttir, en spenntir og ánægðir
— Þetta verður metlag, sagði
Demis æstur og glaður — Hvað
heitir það? spurði blaða-
maðurinn — Ray, hvað heitir
lagið aftur? kallaði lista-
maðurinn. Constantinas
svaraði: — Say You Love Me!
Nú skulum við sjá hvort það
verður ekki innan skamms
komið á vinsældalistann á
Islandi!
DENNI
DÆMALAUSI
Ég ætla að hringja i Wilson og
segja honum hvað ég var lengi á
leiðinni heim. Hann er að hjálpa
mér að setia met.