Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 7

Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. marz 1974. TÍMINN 7 OPIÐ Virka daga K1.6-I0e.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. .o<BILLINN BÍLASALA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL xr 21190 21188 LOFTLEIÐIR m) SEÐLABANKI ISLANDS Vlrkjun Lagarfoss SAMSTARFSNEFND iðnaðar- málaráðuneytisins og náttúru- verndarráðs um orkumál hafa sent frá sér svolátandi frétta- tilkynningu um fundinn, sem haldinn var um Lagarfossvirkjun á Egilsstöðum á dögunum: Stjórn Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi (SSA) stóð fyrir fundi um fyrirhugaða vatnsmiðlun i Lagarfljóti vegna Lagarfossvirkjunar, fimmtudag inn 28. febrúar sl. á Egilsstöðum. Var fundurinn haldinn að tilhlut- an samstarfsnefndar þeirrar um orkumál, sem Náttúruverndar- ráð og Iðnaðarráðuneytið standa sameiginlega að. Framsögumenn voru Hjörleifur Guttormsson, lif- fræðingur, Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, stjórnarformaður Rafmagnsveitna rikisins og Sigurður Þórðarson, verk- fræðingur á Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen. Jóhannes Stefánsson, formaður SSA stýrði fundi, en fundarritari var Björn Sveinsson, Egilsstöðum. Fundinn sóttu á annað hundrað manns og fór hann i alla staði hið bezta fram. Tóku 14 heimamenn þátt i umræðunum auk framsögumanna og orkumálastjóra, Jakobs Björns- sonar. Tilgangur fundarins var að leggja fram tiltæk gögn, sem varpað gætu ljósi á væntanleg áhrif vatnsmiðlunar á umhverfi Lagarfljóts, en jafnframt að fá fram þau sjónarmið, sem land- eigendum og öðrum eru nú efst i huga i tengslum við áætlanir um slikt mannvirki. Eins og kunnugt er, hefur ráðherra þegar leyft fyrsta áfanga virkjunar við Lagarfoss, sem hefur aðeins i för með sér um hálfs metra vatnsborðshækkun á takmörkuðu svæði ofan við virkj- unina, og eru byggingar- framkvæmdir nú á lokastigi. Hins vegar hefur ráðherra enn ekki heimilað annan áfanga. Vegna verðhækkana á oliu og með ört vaxandi orkunotkun á Austurlandi, m.a. i tengslum við rafmagnshitun húsa, hafa Rafmagnsveitur rikisins hug á að hraða sem mest öðrum áfanga virkjunarinnar. Hér er um að ræða miðlun, sem hefði i för með sér nokkra vatnsborðshækkun i Leginum að vetrarlagi (október- mai). Á fundinum kynntu Rafmagnsveitur rikisins gögn, sem gera ráð fyrir 21,2-21,3 m vatnshæð yfir sjávarmáli i Legin- um vegna miðlunar og voru sýnd kort yfir þau svæði, sem likur benda til að fari undir vatn við þessa vatnsborðsstöðu eða blotni upp vegna grunnvatnshækkunar. Til samanburðar má geta þess, að mesta flóð, sem mælzt hefur við Lagarfljótsbrú i nóvember 1968, náði 22,43 m hæð yfir sjávar- máli. Annað vandamál er að finna leið til að mæta skyndilegum vatnavöxtum að vetrarlagi, svo slik flóð valdi ekki skemmdum á mannvirkjum. Voru leiddar likur að þvi, að unnt ætti að vera að opna fyrir flóðgáttir nógu snemma til að slikra flóða gætti ekki umfram náttúrulegar að- stæður. A fundinum kom fram nokkur óvissa um það, hversu stórt land hér sé um að ræða, og hver áhrif- in yrði. Landeigendur hafa flestir látið fyrsta áfanga virkjunarinn- ar ómótmælt, en aftur á móti mótmælt og/eða gert fyrirvara um skaðabætur vegna annars áfanga. Þau sjónarmið komu fram hjá flestum heimamönnum, að ekki væri réttlætanlegt að fórna verulegu nytjaiandi á Héraði vegna vatnsmiðlunarinn- ar. Það kom einnig fram að Aust- firðingar hefðu bundið miklar vonir við Lagarfossvirkjun með tilliti til orkuþarfar á svæðinu. Sé æskilegt að leita að rekstrarhæf- um grundvelli fyrir virkjunina og sætta sjónarmiðin. Á fundinum komu fram ábendingar um það, að á næst- unni þyrfti að gera mælingar og kortleggja þau svæði i ná- grenni Lagarins, sem hugsanlega færu undir vatn eða blotnuðu upp. Ennfremur að gera rannsóknir á gróðri, jarðvegi og vatnsborðs- sveiflum við núverandi aðstæður, og framkvæma úttekt á núver- andi og mögulegum nytjum vatns og gróðurs. Þá kom það fram, að endanleg rekstrarhæð vatnsborðs verði ákveðin i samráði við Ná 11úruverndarráð og heimamenn, þegar þar að kæmi. Hins vegar gerði fundurinn engar formlegar samþykktir, þar sem með honum var einungis stefnt að kynningu mála. Samstarfsnefnd náttúruvernd- arráðs og iðnaðarráðuneytisins um orkumál er ein af mörgum hliðstæðum samstarfsnefndum, til að ræða og gera tillögur um framkvæmd 29. gr. náttúruvernd- arlaganna, en þar segir m.a.: ..Virkjanir, verksmiðjur og önnur stórmannvirki skulu hönnuð i samráði við náttúruverndarráð. Sama gildir um vegalagningu til slikra mannvirkja.” Mun nefndin á næstunni ræða þetta mál i ljósi þeirra upplýsinga, sem fram komu á fundinum. BILALEIGA jCar rental (41660 &42902 m iiiríi m XÖHIÖ' Vegur til verót ryggi ngar Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru verð- tryggð, þannig að verðgildi þeirra eykst, eftir því sem vísitala framfærslukostnaðar hækk- ar._________________ Þeim, sem hafa hug á að tryggja fé sitt, gefst nú kostur á að kaupa verðtryggð happdrætt- isskuldabréf ríkissjóðs._____________________ Eftirfarandi dæmi sýna, hvernig verðtrygg- ingin hefur verið í reynd: Maður nokkur keypti verðtryggt happdrætt- isskuldabréf á 1000 krónur þann 15. mars 1972. Tæpum tveimur árum seinna, nánar tiltekið 1. febrúar síðastliðinn, var þetta bréf orðið að verðgildi 1541 króna. Það hafði hækkað um 541 krónu. Sami maður keypti einnig 1000 króna bréf, þegar sala hófst á B-flokknum 10. apríl 1973. Tæpu ári seinna, eða 1. febrúar síðastliðinn, var þetta 1000 króna bréf orðið að verðgildi 1322 krónur, hafði með öðrum orðum hækkað um 322 krónur.____________________________________ Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla, skattfrjálsir. Fást í öllum bönkum og sparisjóðum og kosta 2000 krónur. /íSbílaleigan felEY5IR CAR RENTAL V24460 I' HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.