Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 16

Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. SKIPTI NORRÆNNA MANNA VIÐ SAMA réttinum verið teflt fram i tog- streitunni. Svo einkennilegt sem það er, þá er það aðkomu- mönnunum, sem tiðræddast hefur orðið um eignarrétt. Það eru þeir, sem alltaf hafa á honum ein- hverja skilgreiningu, sem þjónar vilja þeirra. Þeir hafa tryggt sér þennan „eignarrétt”, er þeir kalla svo, á þeim svæðum, sem þeir ágirnast, og aldrei horft i, hvaða ráðum beitt var til þess. Það er ekki nóg að tryggja sér réttinn til þess að kaupa og selja þá jörð, sem hirðingjar og veiði- menn hafa áður nytjað sér til lifs- framfæris. Einnig þarf að tryggja réttinn til þess að láta hana ganga i arf. Meðal Sama var enginn erfðaréttur, og þarna var þvi til- valið tækifæri til þess að setja mörk á milli einkaeignar og almennrar eignar. Einkaeignin og erfðarétturinn hlaut alltaf að vera i höndum búsetumannanna norrænu, en hirðingjarnir, sem voru á faralds fæti með hreindýr sin og stunduðu veiðar i legi og á landi meðfram, gátu ekki unnið sér eignarrrett eða erfðarétt á landi samkvæmt þeirri skilgrein- ingu. Samabyggð er stjórnað af eins konar ráði, sem kosið er af öllum fjölskyldum innan hennar, og þetta ráð skiptir veiðisvæðum og bithögum, allt eftir þörfum fólks. Jafnvel þótt Samar setjist að meira eða minna leyti um kyrrt, verða þeir ekki jarðeigendur i venjulegum skilningi annarra, heldur er landið til sameiginlegra nota i hlutfalli við stærð fjöl - skyldu og nauðsyn hvers og eins. Þessi skilningur hefur valdið miklum sárindum, þegar frum- byggjum og aðkomufólki hefur lent saman. Og enginn þarf að velkjast i vafa um, hvernig slikum deilum lyktar. Saga Sama, Grænlendinga og Indiána er til vitnis um það, að rikið, hvað svo sem það heitir, telur sig eiga að skera úr málum. Sé annars vegar gott búland eða einhver þau náttúruauðæfi, sem slægur er i, er fyrirfram ráðið, hvernig málum er ráðið til lykta. Hagur frumbyggja hefur lotið i lægra haldi — menningu þeirra og lífi hiklaust verið fórnað, ef svo vildi verkast. Nú sem stendur eru bandarisk, ensk og frönsk oliufélög að reyna að fá einkarétt til þess að bora eftir oliu og grafa upp málma i Græniandi. Danska fyrirtækið Greenex hefur lengi fengizt við námagröft i Grænlandi, og það á sér dótturfyrirtæki i Kanada. t Kvibekk i Kanada gerðist i nóvembermánuði i fyrrahaust atburður, sem ekki er óliklegt, að SAMAR eru elzti þjóðflokkurinn á Noröurlöndum og frumbyggjar i norðurhluta Noregs, Sviþjóðar og Finnlands. Lappar hafa þeir oftast verið nefndir af öðrum, en þeir heita Samar á sinu eigin máli, og svo vilja þeir láta kalla sig. Samar, sem nú búa einkum norðan við heimskautsbaug i Noregi, Sviþjóð og Finnlandi og á Kólaskaganum i Sovétrikjunum, eru, ásamt Samójevum á freð- mýrum Síberiu, elztu hirðingja- þjóðir, sem reika um með hrein- dýrahjarðir. Það er þess vegna engin tilviljun, að það orð i Sama- máli, er táknar að lifa, elit, er dregið af nafnorðinu eloa, sem aftur þýðir hreindýrahjörð. Sama er getið i fornum ritum, bæði i fornritum tslendinga, er kölluðu þá Finna, og hjá Saxa hinum danska. Jafnvel rómverskur sagnritari, sem uppi var á fyrstu öld, getur um Finna og i öðrum suðurlenzkum ritum er talað um Skriðfinna, sem helgast af þvi, að ferðalangar hafa undrazt, að þeir fóru á skiðum. Saga Sama hefur verið sifelld barátta — ekki aðeins við óblið náttúruöfl, heldur ekki siður við gráðuga nágranna, sem gerðu þá sér skattskylda eins og fornar sögur votta, og rændu þá landi. í fornöld voru það konungar, sem létu heimta finnskatt, en á tólftu öld komst skinnaverzlun i það horf, að kaupmenn skiptu á milli sin þeim löndum Sama, er þeir náðu til, likt og til dæmis tslandi var skipt i verzlunar- umdæmi siðar á öldum, gegn leigugjaldi. Um þrjú hundruð ára skeið höfðu skinnakaupmenn vald, þegið af sænskum konun gum, til þess að krefja skatt af Sömum, og þessi skattur var mörgum sinnum þyngri en sá, sem goldinn var krúnunni. Þegar Gústaf Vasa gerðist konungur Svia, svipti hann kaup- menn heimild til þessa arðráns, en útnefndi i staðinn sérstaka Lappafógeta. „Guð og krúnan eiga Lappland og engir aðrir”, sagði hann. Á þvi skeiði, sem nú hófst, dróst veiðiskapur Sama saman, en hreindýrahjarðir þeirra stækk- uðu að sama skapi, og þá fyrst komst sú venja á að mjólka hreinkýr að staðaldri. Lif Sama varð bundnara hreindýra- hjörðunum en það haföi nokkru sinni áður verið. Þráteflið um lönd Sama var ein af orsökum Kalmarstriðsins. Við striðslok urðu Sviar að láta ishafsströndina af hendi við Dani, er þangað komust sjóleiðis. Nú heimtuðu Danir, Sviar og Rússar skatt af Sömum samtimis — stundum sama fólkinu. Og nú hófust óskaplegir timar, þegar tekið var að þröngva Sömum til kristinnar trúar og reisa kirkjur og klaustur i landi þeirra til eftir- lits og stjórnunar. Eftir þrjátiu ára striðið var Sviþjóð stórveldi, þótt fátækt væri mikil heima fyrir. Og nú fóru Sviar fyrir alvöru að kanna, hvar auðæfa var að vænta og leitast við að nýta þau á annan hátt en áður. Fregnir bárust um, að silfur heföi fundizt i Pite, og námagröftur hófst á dögum Kristinar drottningar. Hreindýr voru notuð til dráttar og burðar i námunum. Samarnir voru kúgaðir til þess að flytja málminn, og harður dómur beið hvers þess, sem reyndi að koma sér undan þeirri kvöð. Iðnaðarþjóðfélagið var i fyrsta skipti tekið að teygja anga sina inn i lif þeirra. Samtimis leituðust strangir prestar við að snúa Sömunum til sáluhjálplegrar trúar. Þeir höfðu samt meira traust á særinga- mönnum sinum, sem sögðu fyrir um tiðarfar, veiðiskap og atburði. Enn er i frásögnum meðal Sama, að Gústaf Adólf hafi fengið særingamenn af Samakyni i her sinn i þrjátiu ára striðinu, þvi að þeir hafi aukið striðsgæfu Svia með galdri. Þetta segja þeir, að einnig hafi leitt til þess, að frægur maður, Axel Schefferus, hafi veriðsendur til Lapplands til þess að kynnast leyndardómum Sama. Þetta dró aftur á móti þann dilk á eftir sér, að prestarnir sóttu þeim mun fastar að útrýma fornum siðum Sama. Særinga- maður, sem beitti kunnáttu gegn presti og fylgismönnum hans, 'er rænt höfðu hann seiðtrumbu sinni, var til dæmis brenndur á báli. Þetta var um svipað leyti og galdrabrennurnar stóðu sem hæst. A siðari hluta seytjándu aldar voru hinir syðri hlutar landa Sama fyrir alvöru opnaðir norrænum bændum, sem vildu nema þar land. Næstu tvær aldir þrengdu bændurnir sér lengra og lengra norður og Samar urðu að hörfa undan. Kristindómurinn, sem raunar hafði aldrei náð fót- festu meðal Sama, útrýmdi særingamönnunum, og menning þeirra stóð mjög höllum fæti. En nú varð skyndilega mikil trúar- vakning I Karesúandó, skammt frá finnsku landamærunum. Það er presturinn Lars Levi Læsta- dius, sem gat hrundið af stað þeirri trúaröldu, sem kirkjan og hinn þurri boðskapur hennar hafði ekki megnað. Læstadius mótaði kenningu og boðskapar- aðferð, sem stóð nærri lífs- viðhorfum Sama og fléttaði þar inn i vissa þjóðerniskennd. Kenningin var i sjálfu sér kristi- legs eðlis, og mjög áþekk þvi, sem gerist meðal heima- trúboðsmanna — allt, sem varðaði kynlif var talið synd, og hinn ævaforni söngur Sama, eins konar jóðl, var bannfærður. Með stöðugri framrás /horrænna manna þrengdi að Sömunum. Bithagi hreindýranna var skertur meira og meira, og tekið var að höggva skóga. Jafn- væginu i búskap náttúrunnar var stórlega raskað. Og þar er sögunni nú komið. 1 fyrravetur féllu fimmtiu þúsund hreindýr i Norðurbotnaléni i Sviþjóð, þar eð bithaga skorti á hörðum vetri. Þar kom ekki sizt hart við Samana og hreindýr þeirra, að stór uppistöðulón, sem gerð hafa verið vegna virkjana, hafa ekki aðeins lagt mikil landflæmi undir vatn, heldur varna þau þvi einnig, að Samarnir komist leiðar sinnar með hjarðirnar. Sums staðar er svo mjög að Sömum kreppt, að þeir geta ekki lengur stundað hreindýrarækt. Þeir neyðast til þess að gerast hjól i vél iðnaðar- samfélagsins, sem er að gleypa þá. En þar fá þeir aðeins það, sem aðrir vilja ekki lita við — lökustu störfin og lægstu launin. Ef þeim er þá ekki algerlega ofaukið. Saga Sama er óslitið strið við aðvifandi fólk, sem tekið hefur þá kverkataki, rænt landi þeirra og lifsgæðum og þjarmað að menningu þeirra. Þessi ágengni hefur að meira eða minna leyti reynt að hafa á sér yfirskin laga- réttar, og likt og hvarvetna, þar sem fólki með fasta búsetu og hirðingjum eða veiðimönnum hefur lostið saman, hefur eignar- Sunnudagur 24. marz 1974. TÍMINN 17 hafi áhrif á þrætur manna um réttinn til jarðarinnar i framtiðinni. Þar var annars vegar stærsta og dýrasta uppi- stöðulónið, sem kanadiskt raf- orkufyrirtæki hugðist láta gera. Við tilkomu þess hefðu tiu þús. Kri-Indiánar og kanadiskir Eski- móar orðið heimilislausir. Indiánarnir og Eskimóarnir höfðuðu mál gegn raforkufyrir- tækinu. Þeir bentu á, hvaða afleiðingar gerð orkuvers hefði i för með sér. Ef til vill hefur sár reynsla þeirra i skiptum við hvita menn ekki blásið þeim i brjóst miklum vonum um æskileg enda- lok þessara málaferla. En þeim mun glaðari hafa þeir orðið, þegar dómarinn, Malouf, kvað upp þann úrskurð, að landið væri þeirra, sem þar byggju, og fyrir- tækið, er varið hafði sem svarar sjötiu milljörðum íslenzkra króna i framkvæmdir, án þess að bera fyrirætlanir sinar undir lands- menn, varð að hætta við vega- gerð, brúargerð, stiflugerð og annað fleira. Það hefur kannski gert gæfu- muninn, að Indiánarnir og Eski- móarnir þarna á norðurslóðum i Kanada eru orðnir læsir, og höfðu þess vegna veður af þvi, sem var að gerast, áður en það var um seinan. Fyrir tveim eða þrem áratugum hefði dómara þó kannski ekki orðið skotaskuld úr þvi að dæma hinu auðuga stór- fyrirtæki allan rétt i skiptum við þessa frumbyggja þarna norður frá. En öldin er ekki söm og áður, og nokkuð er komið til sögu, sem heitir umhverfisvernd. Og það eru liklega fyrst og fremst áhrif frá þvi, hversu miklu gengi það hugtak á nú að fagna, er valdið hafa aldarhvörfum. En hvað um það: Úrskurður dómarans i Kvibekk er liklegur til þess að hafa vaxandi gildi fyrir fárhenna minnihlutahópa frum- stæðra þjóðflokka á komandi timum. Verndun fiskstofna í Bajkalvatni Gidrovybprojekt-stof nunin við sjávarútvegsmálaráðuneyti Sovétríkjanna hefur í samstarfi við ýmsar visindastofnanir unnið að samræmdri áætlun um vernd og eflingu fisksstofnanna i Bajkalvatni. 1 alfræðiorðabók segir: „I Bajkalvatni eru taldar 50 fiskteg- undir. Helzt þeirra er ómúl”. Mestur varð afli hans á fimmta tug fyrri aldar, 8 þúsund tonn. Svo fór veiðin að minnka. Hundruð og ef til vill þúsundir greina birtust um það efni, hvers vegna fisk- stofninn hefði minnkað. Ástæðan er kunn. Frá henni er sagt i ákvörðun miðstjórnar KFS og rikisstjórnar Sovétrikjanna, sem nefnist: „Um ráðstafanir til að tryggja skynsamlega nýtingu og vernd náttúruauðæfa i Bajkal- vatni.” Þar er m.a. sagt: „A árunum 1971-1975 skulu fiskeldi- stöðvar endurbyggðar og nýjar settar á stofn.” Inn á kortið eru þessar verk- smiðjur merktar: Þrihyrningar við árnar, sem renna i Bajkal. Höfundur áætlunarinnar út skýrir: „Til eru fjórir stofnar af Bajkal-ómúl. Hver stofn hefur sinar venjur, á sér sina eftirlætis- staði til hrygningar og göngu. I áætluninni er gert ráð fyrir þvi.” Norður-Bajkal-stofninn gengur i Angar efri. Þar á einnig að byggja eldisstöð. Tvær aðrar verða byggðar við Itantse, þverá Selensk og Ine, þverá Bargúsin. Þessar stöðvar eru ætlaðar fyrir selenginsk-stofninn og tsinyrkúsk-stofninn. Einhvern tima sagði prófessor M. Kozjov, sem þekktur er fyrir rannsóknir sinar á Bajkalvatni, að árlega þyrfti að sleppa milljarði ómúlseiða i vatnið. Draumur fiskifræðinga er að rætast. Gert er ráð fyrir, að verk- smiðjan við Bargúsinsk og Norður-Bajkal muni framleiða milljarð seiða, en Selenginsk- verksmiðjan hálfan annan milljarð seiða á ári. Bolsjeretsnyi-verksmiðjan mun framleiða svipað magn, þegar búið verður að endurbyggja hana. Við Selenginsk-verksmiðjuna mun taka til starfa deild, sem mun framleiða tvær milljónir Bajkal-styrjuseiða á ári. Þessum verðmæta fiskstofni var næstum útrýmt i upphafi þessarar aldar. Áætlað er að koma ómúlstofn- inum upp i 10 þúsund tonn á ári. Af þvi tryggja yfir 6 þúsund tonn viðkomuna i fiskeldisstöðvum. En hvað verður um 4 þúsund tonnin, sem eftir eru? Inn á kortið eru merktar fjöldamargar ár, sem renna i Bajkal. Rennsli þeirra er merkt með marglitum deplum. I Angara efri eru þeir alls staðar rauðir. Það merkir, að ekkert gruggi vatnið. Ömúlinn getur óhræddur hrygnt þar. Hann vill hafa botninn hreinan og leggur hrognin á smásteina. En við Selensk i Úlan-Úde- héraði (Úlan-Údé er höfuðborg Búrat-Mongóliu sjálfstjórnarlýð- veldisins), þar sem rekin er skinnaverksmiðja, sjást brún- leitir blettir. Þarna er hætta á ferðum. Vatnið er mengað og hrognin eru i dauðahættu. Grænir blettir eru merktir inn á kortið við árnar Bargúsin og Túrka. Þarna voru það skógarhöggsmenn, sem trufluðu hrygninguna. Nú eru framkvæmdar ráðstaf- anir til að koma i veg fyrir mengun af völdum staðins mýrarvatns. Aætlað er að dýpka og breikka mynni ánna, til þess að leiðin verði greið fyrir fiskinn, sem fer til hrygningar og seiðin, sem fara niður i vatnið. Strang- lega verður bannað að höggva skóg á bökkum ánna. Við náttúrulegar aðstæður er mikið komið undir veðrinu og ástandinu i ánum. Mikið af seiðum deyr. Astandið er betra i eldisstöðvunum. Þar kemur tvisvar til þrisvar sinnum meira af seiðum úr hrognunum. Eldisstöðvarnar starfa á eftir- farandi hátt. A haustin fer full- orðinn ómúl i stórum torfum að ósum Bajkalánna til hrygningar. Hjá eldisstöðvunum á árbotn- inum eru rafmagnsgirðingar og á þeim er veikur straumur. Fiskur- inn verður hræddur og stanzar. Tekið er frá „nauðsynlegt magn foreldra” og þvi beint inn i klak- stöðina. Fisknum er haldið i klakstöð- inni, unz hann hefur náð fullum þroska. Við náttúruleg skilyrði tekur þroski seiðanna 180-230 daga. I klakstöðinni tekur það styttri tima. Þegar lirfurnar skriða úr eggjunum er farið með þær i plastpokum að vatninu. Þar fær ómúl þá fæðu, sem honum þykir bezt. Nú er hafin bygging Selenginsk- eldisstöðvarinnar. V.MoItsjanov, AP.N. Vetrardagur viö Bajkalvatn. —Ljósmynd: APN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.