Tíminn - 24.03.1974, Síða 21
■SS. ...-«»*(HS'JMMK J: ■&
LEIKLISTARSKOU SAL
O
Takmarkið er heildagsskóli
Leiklistarskóli SAL á sér enga
hliðstæðu i skóla- og menntunar-
sögu tslands. Frumkvæðið kom
frá ungu fólki með áhuga á við-
komandi námsgrein, þ.e. leiklist.
Það framtak, og sá dugnaður,
sem hefur verið eins og rauður
þráður í öllu þess starfi, mun
vafalitið verða mönnum minni-
stætt og öðrum til eftirbreytni.
Astæðurnar eru kunnar: Eng-
inn leiklistarskóli var starfandi á
tslandi. Skóli Leikfélags Reykja-
vikur hætti störfum 1969 og Þjóð-
leikhússkólinn tók ekki inn nem-
endur eftir 1970.
Það er þvi ærin ástæða, að taka
til kynningar starfsemi Leiklist-
arskóla SAL, og þessari siðu er
einmitt það hlutverk ætlað að
þessu sinni.
Saga skólans.
Ekki er gjörlegt að fjalla ná-
kvæmlega um aðdraganda og
sögu skólans, en þó verður reynt
að drepa á það helzta.
Stofnfundur „samtakan áhuga-
fólks um leiklistarnám” hófst i
Norræna húsinu 23. júli 1972. Var
boðað til fundarins af „undirbún-
ingsnefnd”, en hún átti rætur sin-
ar að rekja til þátttöku fjögurra
nýútskrifaðra leikara frá Þjóð-
leikhúsinu, á móti leiklistarnema
frá Norðurlöndunum, er haldið
var 3.-8. júli 1972 i Danmörku.
Fundinn sóttu áttatiu manns og
innrituðust i samtökin 54 nem-
endur.
Skipað var i starfshópa og átti
hver hópur að ræða saman inn-
byrði.s.til næsta allsherjarfundar,
sem ákveðin'n >..r- Hu dögum
seinna. Þá átti að taka dilögur
hópanna til umræðu og ganga
endanlega frá stofnun skólans, —
sem og var gert.
Samin var tillaga að reglugerð
fyrir samtök áhugafólks um leik-
listarnám og segir þar m.a.:
„Við krefjumst leiklistarskóla,
sem kennir okkur að vinna úr at-
hugunum okkar, þannig að okk-
ur sé i framtiðinni kleift að meta
starf okkar og afleiðingar þess,
sem þýðir, að i öllum leiklistar-
skólum skuli rikja lýðræði, þann-
ig: Allsherjarfundur er æðsta
stjórn skólans...”
Um námið segir:
„Grundvallarfög, fræðileg fög
og hagnýt leikhúsvinna skulu
fylgjast hæfilega að, þ.e.a.s. við
úrslaun verkefna verða kennarar
að hafa náið samstarf, sem sifellt
verður að eflast.
Kennsluform skólans og náms-
tilhögun voru mjög i samræmi við
þær stefnur, sem rutt höfðu sér til
rúms á Norðurlöndunum og við-
ar, og er svo enn.
3. október var fyrsti kennslu-
dagurinn og námstimabilið náði
til 1. mai. Fékk skólinn inn: áó
Frikirkjuvegi 11. ?iiar lét
Reykjavikurborg sKólanum i té
húsnæði i kjallara Tónabæjar og
hefur 2. bekkúr skólans verið þar
i vetur, en 1. bekkur er áfram að
Frfkrikjuvegi 11.
Billy lygari
Þegar ég leit niður i kjallara
Tónabæjar um daginn, var Þór-
hallur Sigurðsson leikari að
starfi með nemendum SÁL-skól-
ans i námsgrein sem nefnist
leiktúlkun.
Verið var að æfa leikritið Billy
iygara.eftir Keith Waterhouse og
Willis Hall.
Billy lygari sefur i næsta her-
bergi, en á sviðinu er amman á
heimilinu og tautar með sjálfri
sér:
— Hann er alltaf jafn slæmur.
Hún lætur allt eftir honum. Hann
er alltaf i rúminu. Og hvar er
teygjubindið, sem þau ætluðu að
ná i handa mér?
Það er Sólveig Halldórsdótti^
sem er i hlutverki gömlu konunn-
ar. Hjónin á heimilinu koma inn,
konuna leikur Anna Einarsdóttir
og manninn leikur Evert Ingólfs-
son.
Þau setjast við borðið og amm-
an kemur til þeirra: það er
morgunte (leikritið gerist i Eng-
landiL
Faðirinn tekur til máls:
— Það er ekki hægt að segja
neitt frá sér i þessu húsi, án þess
að einhver andskoti þvi til og frá.
Hver tekur alltaf reikningana
mina út þessum vasa?
Þórhallur gerir athugasemd og
setningarnar koma aftur. Billy,
sem leikinn er af Sigurði Sigur-
jónssyni, er nú vaknaður, og um
leið og hann kemur inn á sviðið,