Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ÍR mætir Gróttu KR Þrír leikir verða á Ís- landsmóti karla í handbolta. ÍR tekur á móti Gróttu KR, Selfoss mætir Víkingi og Valur sækir ÍBV heim. Leikirnir hefjast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 10. desember 2004 – 337. tölublað – 4. árgangur FÓR EKKI NIÐUR AF SVÖLUM Maður sem komst út úr brennandi húsi á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið rétt- arstöðu grunaðs manns. Maðurinn fór ekki niður af svölum hússins eins og áður var talið. Sjá síðu 2 DÆMDUR MORÐINGI FALSAÐI SKULDABRÉF Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir að falsa skuldabréf í nafni þess sem hann myrti. Sjá síðu 2 HROSSIN BRENND Búið er að brenna hrossin sem sýktust af miltisbrandi á Reykjanesi. Sýni úr tjörn eru til rannsóknar en litlar líkur eru á því að upptök sýkingar- innar finnist. Sjá síðu 4 Gjaldahækkanir gagnrýndar Samfylkingin segir gjaldahækkanir upp á átta milljarða vega upp tekju- og eignaskattslækkanir rík- isstjórnarinnar. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 62 Tónlist 56 Leikhús 56 Myndlist 56 Íþróttir 42 Sjónvarp 64 ● jólin koma ● matur ● tilboð Búa til jólakort ár hvert Steingrímur og Edda: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS nr. 49 2004 SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 10 . d es . – 1 6. de s. fólk glamúrkjólar jólaplötur stjörnuspá persónuleikapróf JÓLABIRTA Í MIÐJU BLAÐSINS ungskáldin » leggja orð í belg « BLÆS Í LÚÐRANA Leggja orð í belg Ungskáldin: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● jólabirta ● glamúrkjólar Jólalest kemur á morgun! VÍÐA SLYDDUÉL EÐA ÉL Bjartast og þurrast austan- og suðaustan til. Annars fremur skýjað. Hiti 0-4 stig syðra en vægt frost nyrðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 www.postur.is 13.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! LÖGREGLA Maður gjöreyðilagði lög- reglubíl með hjólaskóflu og er grun- aður um að hafa reynt að kveikja í íbúðarhúsi sínu í Saurbæjarhreppi í Dölum um klukkan tvö í gær. Sýslu- maður, lögmaður og lögregla voru stödd á bænum vegna uppboðs sem halda átti á eigninni. Ekki varð manntjón vegna berserksgangs mannsins. Maðurinn brást hinn versti við uppboðsaðgerðunum og velti lög- reglubílnum tvær til þrjár veltur með stórri hjólaskóflu sem hann hafði til umráða. Maðurinn lokaði sig einnig inni í íbúðarhúsinu og er hann grunaður um að hafa kveikt eld þar. Slökkviliðið var kallað á staðinn og þurfti að slökkva í glæð- um og reykræsta húsið. Samkvæmt heimildum blaðsins kveikti maður- inn eld á tveimur stöðum í húsinu, í svefnherbergi á efri hæð og á neðri hæð hússins. Brunatjón varð ekki mikið í húsinu en talsverðar reyk- skemmdir urðu. Lögregla náði að yfirbuga manninn sem var fluttur til Reykjavíkur og undir læknis- hendur. Lögreglan í Borgarnesi hef- ur lánað lögreglunni í Búðardal lög- reglubíl þar til annar bíll fæst í stað þess sem skemmdist. - hrs Quarashi: Semur við Sony TÓNLIST Rapprokksveitin Quarashi hefur skrifað undir nýjan samn- ing við útgáfufyrirtækið Sony í Japan. Nýjasta plata sveitarinnar, Guerilla Disco, kemur út í Japan þann 23. febrúar og í kjölfarið fer sveitin þangað í tónleikaferðalag. Að sögn Sölva Blöndal, aðal- lagasmiðs sveitarinnar, eru þreif- ingar einnig hafnar í Bandaríkj- unum um útgáfu plötunnar. Quarashi hefur áður gert garð- inn frægan í Japan því platan Jinx seldist þar í um 150 þúsund ein- tökum fyrir tveimur árum. Sjá nánar síðu 52 VIÐ SJÓNARHÓL Á VATNSLEYSUSTRÖND Slökkvilið Suðurnesja brenndi í gær fjögur hræ miltisbrandssýktra hrossa. Ekki er vitað hvaðan sýkingin barst í þau en sýni úr tjörn er til rannsóknar. Sjá bls. 6 SVEITARSTJÓRNARMÁL Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eign- um eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Rætt hafi verið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum svo sem trygging- agjaldi, bensíngjaldi og hugsanlega virðisaukaskatti, sem þau hafi hingað til ekki haft tekjur af. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndar og skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að hugmyndum um fækkun undanþága til greiðslu fasteigna- gjalda hafi verið vel tekið af full- trúum ríkisins í nefndinni. Hve langt eigi að ganga liggi ekki fyrir. Til greina komi að kirkjur og sjúkrahús greiði þau. Hann segir ómögulegt að ræða á þessu stigi hverjar endanlegar tillögur tekjustofnanefndar verði. Það skýrist í lok janúar. Halldór segir að ekki sé ein- blínt á að útsvar sveitarfélaganna verði hækkað þó um það hafi verið rætt. Breyting af því tagi nægi ekki til að bæta hag minni sveitarfélaga: „Við erum að tala um að þeir sem standi verst fái enn frekar tekjur í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaganna,“ segir Halldór. Undir það tekur Guðjón og segir að til dæmis sé verið að ræða um 400 milljóna aukafjárframlag til sjóðsins á þessu ári. Fjölmargir sveitarstjórnar- menn hafa sett sig í samband við Halldór og greint frá erfiðleikum með að láta fjárhagsáætlanir næsta árs stemma. Staða sveitar- félaganna sé slæm en ekki sé hægt að stóla á leiðréttingu tekju- stofnanna við gerð fjárhagsáætl- ana næsta árs. Fyrstu breyting- arnar gætu í fyrsta lagi gengið í gegn á komandi hausti, segir Halldór: „Kröfur okkar eru þær að leiðrétta stöðu sveitarfélaganna þannig að þau verði ekki rekin með þriggja og hálfs milljarðs tapi eins og var árið 2003. Við höfum rætt um að það sé lágmarkskrafa okkar að jafna þetta tap.“ - gag Sveitarfélög fá hærri tekjur af kirkjum og sjúkrahúsum Sveitarfélögin vilja að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum. Um það hefur náðst sam- komulag í tekjustofnanefnd. Hlutdeild í veltusköttum er einnig talin líkleg leið til að færa tekjur frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þau krefjast að lágmarki 3,5 milljarða króna frá ríkinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 14 dagar til jóla Opið 10-22 í dag fylgir blaðinu í dag QUARASHI Nýjasta breiðskífa sveitarinnar verður gefin út í Japan í byrjun næsta árs. STÓRSKEMMDUR LÖGREGLUBÍLL Lögreglubílnum var velt með hjólagröfu. Maður gekk berserksgang í Dölum: Velti lögreglubíl með hjólaskóflu 01 Forsíða 9.12.2004 21:31 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.