Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 2
2 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugs- syni fyrir skjalafals. Hann falsaði þrjú bréfanna frá rótum og seldi en hin afhenti hann fyrrverandi sambýliskonu sinni til notkunar í viðskiptum en hann mátti vita að þau bréf væru fölsuð. Fölsunin átti sér stað inni á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morð. Bréfin falsaði hann með nafni þess sem hann myrti. Sjálfur segist Þórhallur hafa afhent fyrrverandi sambýliskonu sinni bréfin til athuga hvort hann gæti gert kröfu í dánarbúið. Hæstiréttur taldi háttsemi Þórhalls svívirðilega og var það talið honum til refsiþyngingar. Samtals voru skuldabréfin að and- virði rúmlega fjögurra milljón króna. Þar af voru þrjú bréf með fölsuðu nafni og áritunum manns- ins sem hann réð bana og móður fórnarlambsins, sem lést skömmu á undan syni sínum. Þetta er níundi refsidómur Þórhalls og sá sjötti fyrir skjala- fals. - hrs ELDSVOÐI Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hag- að yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð húss- ins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morgun- inn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og ösku- bakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglu- maður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grun- aðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslu- töku en ekki fyrir þann sem hef- ur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. hrs@frettabladid.is OPEC: Draga úr framleiðslu EGYPTALAND, AP OPEC, samtök olíu- framleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráð- herra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC. Ahmad segir að full samstaða sé innan OPEC um að draga úr framleiðslu og líklega verði það gert í byrjun febrúar. Fulltrúar OPEC eru ósáttir við verðfall á olíu, en verðið hefur lækkað um fjórðung síðan í lok október. ■ Utanríkisráðherrar um Úkraínu: Friður ríki um kosningar STJÓRNMÁL Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun ú k r a í n s k r a stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forseta- kosn- inganna 26. des- ember. Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra sat fundinn. Ráðherrarn- ir hvöttu alla aðila til að stuðla að því að kosningarnar fari frið- samlega fram án allrar utanað- komandi íhlutunar. Á fundi ráð- herranna var einnig áréttað mikil- vægi Atlantshafstengslanna og bandalagsins sem grundvöll sam- eiginlegra varna og vettvangs samráðs milli Evrópu og Norður- Ameríku um öryggismál. - th Skólagjöld: Dagný sat hjá á þingi STJÓNRMÁL Dagný Jónsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar um- deildu frum- varpi sem sagt er fela í sér skólagjöld í ríkisháskóla var vísað til þriðju um- ræðu á þingi í gær. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri Stúd- e n t a r á ð s , segir það algera rökleysu hjá Dagnýju að standa að áliti meiri- hluta menntamálanefndar og hvetja til samþykktar frumvarps- ins en sitja sjálf hjá. Dagný segir heilsíðuauglýsingu stúdentaráðs dæmi um dapurlega þróun hags- munabaráttu stúdenta. - ás „Ég væri að skrökva ef ég hefði ekki grun um það.” Knattspyrnusamband Íslands ákvað að framlengja ekki samning við landsliðsþjálfarann Helenu Ólafsdóttur þrátt að landsliðið hafi aðeins einu sinni náð jafngóðum árangri, en nú án bestu leik- manna. Helena gagnrýndi hve miklu lægra verð- launafé væri í Landsbankadeild kvenna en karla í sumar og fékk því breytt. SPURNING DAGSINS Helena, varð jafnréttisbaráttan þér að falli? STJÓRNMÁL Þingmenn vændu hvern annan um ósannindi í um- ræðum á Alþingi í gær þegar Öss- ur Skarphéðinsson Samfylkingu gerði að umtalsefni orð Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í sjón- varpsþætti á Stöð 2. Hafði Össur eftir Geir að hann hefði staðfest að Framsóknarflokkurinn stæði gegn lækkun matarskattar. Geir H. Haarde kallaði þá fram í: „Þetta er ósatt“. Las Geir upp úr útprentun á ummælum sínum í þættinum: „Nei, það er ekki hægt að kenna neinum um.“ Athygli vekur þó að Geir vitnaði ekki til orða sem hann lét falla fyrr í þætt- inum um að Framsóknarflokkur- inn hefði viljað fara aðra leið en að lækka matarskatt um 7%. Dagný Jónsdóttir svaraði Össuri og sagði rangt að Fram- sóknarflokkurinn stæði einn í vegi fyrir lækkun matarskattar: „Þetta er lygi“ sagði þingmaðurinn og fékk ákúrur fyrir orðbragð frá Halldóri Blöndal, forseta þings. Össur Skarphéðinsson sagði Dagnýju vera tvísaga. „Í seinni ræðu hennar kom fram svart á hvítu að 5 miljarða lækkun matar- reiknings heimilanna er ekki forgangsmál hjá Framsóknar- flokknum.“ - ás ÞÓRHALLUR ÖLVER Dæmdur fyrir skjalafals sem hann framdi á Litla-Hrauni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR VIÐ BÁRUSTÍG Stúlkan sem komst út um glugga á brennandi húsinu fór að sofa klukkan tíu um morgun- inn. Eldurinn hefur því kviknað á 45 mínútum. M yn d/ sk ag af jo rd ur .c om Þórhallur Ölver dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi: Falsaði skuldabréf í nafni fórnarlambs síns Fór ekki niður af svölum hússins Maður sem komst út úr brennandi húsi á Sauðárkróki á laugardag hef- ur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Rannsókn hefur leitt í ljós að maðurinn fór ekki niður af svölum hússins eins og áður var talið. Bankamenn semja: Gjaldkeri fái um 40.000 KJARAMÁL Laun bankamanna hækka um fimmtán til nítján pró- sent samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningi Sambandi banka- manna og Samtaka atvinnulífsins. Ríkisútvarpið greindi frá því að laun gjaldkera sem hafi verið með 170 þúsund í mánaðarlaun hækki um 40 þúsund krónur á samningstímanum, eða um ríflega 23 prósent. Laun þjónustufulltrúa sem hafi verið með 210 þúsund hækki einnig um 40 þúsund sem eru nítján prósent. Samningstíminn er til 1. októ- ber 2008. - gag GEIR HAARDE Ásakanir um ósannindi gengu á víxl og voru menn sakaðir um að vera tvísaga. Deilt um matarskatt: Lygabrigsl ganga á víxl í þingsölum Afstaða til spillingar: Stjórnmála- flokkar verstir KÖNNUN Stjórnmálaflokkar eru taldir undir mestum áhrifum spillingar hér á landi í árlegri könnun Gallup um afstöðu til spillingar. Flokkarnir fengu einkunnina 3,1 af fimm mögulegum, þar sem fimm vísar til mjög mikillar spill- ingar en einn í enga. Í öðru sæti er einkageirinn í viðskiptum með einkunnina þrjá og fjölmiðlarnir í því þriðja með 2,9. Stjórnmálaflokkar eru helst taldir undir áhrifum spillingar í 36 löndum af 62 samkvæmt könn- un fyrirtækjanna á alþjóðavísu og fá fjóra í einkunn. - gag DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Stúdentaráð gagnrýnir Dagnýju harðlega. DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra sat fundinn í Brussel. 02-03 9.12.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.