Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 10
10 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR KAPPHLAUP JÓLASVEINA Um það bil fjögur þúsund jólasveinar tóku þátt í árlegu jólasveinakapphlaupi í Newton í Wales. Jólasveinarnir þurfa að hlaupa sjö kílómetra í fullum skrúða. Félagsmálaráðherra: Upprætir launamun á þremur árum LAUNAMUNUR Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra kannast við fréttir Fréttablaðsins undanfarið um allt að 30 prósenta mun á tekj- um karla og kvenna hjá hinu opin- bera. Hann kveðst hafa ákveðið að láta fara fram könnun í félags- málaráðuneytinu á því hvort þar væri kerfislægur launamunur milli kynjanna og komist að raun um að svo hafi verið. Hann segir að í fæstum tilfellum hafi þetta verið meðvitað og kveðst hafa látið leiðrétta þennan mun. „Fyrir nokkrum vikum hélt ég fund með forstöðumönnum þar sem ég lagði áherslu á sömu vinnu. Við ætlum að ljúka henni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ég að vonast til að menn geri alls staðar í ríkiskerfinu. Fari þetta skref fyrir skref. Þetta kost- ar auðvitað peninga og það hvern- ig við stöndum að leiðréttingum er nokkuð sem við verðum síðan að skoða,“ segir hann. Árni telur rétt að rannsaka hvers vegna munurinn sé og taka á því. Þetta sé spurning um forgangsröðun. Hann telur mögulegt að uppræta launamun kynjanna á næstu tveimur til þremur árum. - ghs OSMO VÄNSKÄ Skipun hans sem aðalhljómsveitarstjóra olli deilum í fyrstu en hann hefur síðan verið talinn áhrifamestur um uppbyggingu sveitarinnar síðustu ár. Osmo Vänskä: Stjórnandi ársins TÓNLIST Osmo Vänskä, finnski hljómsveitarstjórinn sem stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands á há- tíðartónleikum hljómsveitarinnar í gærkvöld, var á dögunum valinn hljómsveitarstjóri ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Musical America. Vänskä, sem var aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands á árunum 1993 til 1996 en er nú aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minneapolis og tónlistarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Lathi í Finnlandi, tók við verðlaununum í Carnegie Hall á mánudag, skömmu áður en hann hélt hingað til lands. ■ Hjón með þrjú börn: Ferðir og ökutæki í eitt ár SKATTBREYTINGARNAR Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri, og eina milljón króna í tekj- ur á mánuði geta grætt rúmar 717 þúsund krónur á ári þegar skatt- breytingar ríkisstjórnarinnar verða að fullu komnar til fram- kvæmda árið 2007. Samkvæmt þessu greiða hjónin 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu árið 2007 og fá tæplega 40 þúsund krónum meira í barnabætur en í dag. Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til breytinga á eignaskatti né skerðinga á vaxta- bótum. Nánast sömu upphæð og ávinn- ingurinn af skattbreytingunum er eyddi rúmlega fjögurra manna fjölskylda í ferðir og flutninga á ári frá 2000 til 2002 eða 740 þús- und krónum, samkvæmt Hagstof- unni. Inni í þeirri upphæð var gert ráð fyrir kaupum á ökutæki fyrir rúmar 327 þúsund krónur á ári, rekstur bíls fyrir tæp 329 þúsund og flutninga upp á tæpar 85 þús- und krónur. Þarna er um meðal- talstölu á hverja fjölskyldu að ræða og má reyndar búast við að sé heldur hærri fyrir fimm manna fjölskyldu. - ghs Lagaleg skylda til að uppræta einelti Um 150 manns í útibúum banka og sparisjóða hafa orðið fyrir einelti samkvæmt niðurstöðu könnunar sem birtist í Læknablaðinu. Reglugerð um einelti hefur tekið gildi. Starfsmenn verða ábyrgir fyrir að stöðva einelti. EINELTI Fimmtán prósent starfs- manna útibúa banka og spari- sjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu. Reglur um aðgerðir á vinnustöðum gegn einelti voru kynntar á opnum fundi á Grand Hótel í gær auk niðurstaðna rannsóknarinnar. Reglugerðin verður auglýst í Stjórnartíðindum 20. desember. Svava Jónsdóttir, sérfræðing- ur á rannsókna- og heilbrigðis- deild Vinnueftirlitsins, segir regl- urnar byggjast á grein í vinnu- verndarlögunum og eigi að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti: „Áhersla er lögð á að at- vinnurekandinn eigi að skipu- leggja vinnuumhverfið þannig að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem geti leitt til eineltis.“ Örar mannabreytingar á vinnu- stöðum, mikil streita og óstöðug- leiki geti skapað þær aðstæður. Meðal þess sem rannsókn Guðbjargar og Kristins sýnir er að þeir sem verða fyrir einelti eru þrefalt líklegri til að fá sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þegar á þarf að halda. Rúmlega 35 prósent þeirra finnst vinnuálagið of mikið og rúm 42 prósent þeirra sem lent hafa í einelti finnst starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi. 47 prósent þeirra fá litla sem enga umbun fyrir vel unnin störf svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg segir að þeir sem lendi í einelti séu andlega úrvinda í lok vinnudags: „Þessi rannsókn sýnir að yfirmenn eru síður lík- legir til að verða fyrir einelti en aðrir starfsmenn en aðrar rann- sóknir hafa sýnt að í rauninni getur hver sem er orðið fyrir ein- elti, karlar og konur í hvaða stöðu sem er.“ Svava segir að krafa sé gerð til starfsmanna í nýju reglugerðinni: „Verði starfsfólk fyrir einelti eða að því vitni þarf það að láta vita. Það er forsendan fyrir því að at- vinnurekandinn geti brugðist við.“ gag@frettabladid.is GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Rannsókn hennar og Kristins Tómassonar greinir að yfirmenn séu síður líklegir til að verða fyrir einelti á vinnustað. SVAVA JÓNSDÓTTIR Segir nýja reglugerð um einelti eiga að stuðla að aðgerðum gegn því. Starfsfólk sem verði fyrir eða vitni að einelti beri að greina frá því samkvæmt lögum svo at- vinnurekandi geti brugðist við. ÚR REGLUGERÐ UM AÐGERÐIR GEGN EINELTI Á VINNUSTAÐ 6. gr. Tilkynningaskylda starfsmanns. Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til. 7. gr. Viðbrögð atvinnurekanda. Atvinnurekandi skal bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending eða kvörtun um einelti á vinnustað. Hið sama gildir þegar rökstuddur grunur er um að einelti eða önnur ótilhlýðileg háttsemi í garð starfs- manna eða stjórnenda eigi sér stað innan vinnustaðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I jólagjöf Hugmynd að fyrir hana Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Asics hlaupaskór Nimbus. Verð15.990kr. Kraftgöngustafir Komperdell og Leki. Verð frá 4.990 kr. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra telur mögulegt að uppræta kynbundinn tekjumun hjá hinu opinbera á næstu tveimur til þremur árum. Það er sá tími sem hann gefur sér í verkefnið. ÁVINNINGUR 5 manna fjölskyldu af skattbreytingum ríkisstjórnarinnar Staðgreiðsla nú: 4.114.313 Árið 2007: 3.437.256 Barnabætur nú: 72.616 Árið 2007: 112.192 Taflan sýnir ávinninginn árið 2007 miðað við verðlag í dag. FERÐIR OG REKSTUR BÍLS Fjögurra til fimm manna fjölskylda eyddi rúmum 700 þúsund krónum í ferðir og rekstur bíls á ári 2000-2002. Þessi fjöl- skylda getur grætt sömu upphæð á skatt- breytingum ríkisstjórnarinnar árið 2007. Myndin sem fylgir þessari frétt er valin af handahófi. Ekki er miðað við neina sér- staka bíltegund í fréttinni. 10-11 9.12.2004 18:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.