Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 16
VALTAÐ YFIR BYSSUR Brasilísk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn byssueign landsmanna. Lagt hefur verið hald á þúsundir ólöglegra skotvopna. Í gær var valtað yfir þær á táknrænan hátt. 16 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Oddviti Skútustaðahrepps: Guði sé lof fyrir Kárahnjúkavirkjun MÝVATNSSVEIT Gjaldþrot norska fyrirtækisins Promex, sem fyrir- hugaði starfsemi í Mývatnssveit, olli vonbrigðum fyrir norðan en nokkrar vonir voru bundnar við fyrirtækið, ekki síst eftir að Kísil- iðjan hætti starfsemi um síðustu mánaðamót. „Þetta fyrirtæki var í einka- eigu en það er ekki meira um það að segja. Það er ekki fast í hendi fyrr en það er í fast í hendi,“ segir Guðrún María Valgeirsdótt- ir, oddviti í Skútustaðahreppi. Hún segir að heldur hafi ræst úr atvinnumálum í sveitinni því að margir hafa verið að fá vinnu á síðustu dögum, ýmist tímabundna eða til framtíðar. Menn hafi ýmsa kosti og miklar vonir séu bundnar við Kárahnjúka. „Ég segi nú bara: Guði sé lof fyrir Kárahnjúka,“ segir hún. Yfir 40 Mývetningar misstu vinnuna þegar Kísiliðjan hætti starfsemi en nú eru ekki nema um 30 atvinnulausir. Guðrún María segir ýmsa atvinnumöguleika í stöðunni, ferðaþjónustan hafi verið að sækja í sig veðrið en nán- ar sé ekki hægt að upplýsa um þá að svo stöddu. - ghs STJÓRNSÝSLUKÆRA Landbúnaðar- ráðuneytinu hefur borist stjórn- sýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskups- tungum. Þar hefur greinst riðu- veiki. Guðbrandur Jónsson, verk- efnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Emb- ætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðu- veiki hafi komið upp: „Í stjórn- sýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sann- arlega veik.“ Sigurður Örn Hansson, aðstoð- aryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsök- uð. Hvort einstaka umhverfis- þættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. „Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum,“ segir Sigurður: „Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand.“ Guðbrandur stundaði rann- sóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. „Mikil gasmyndun var í fjárhús- inu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli,“ segir Guðbrand- ur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýr- anna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kaf- araveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í til- felli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rann- sókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóv- ember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rann- sóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. gag@frettabladid.is AUSTURLAND Uppbygging starfs- mannaþorps vegna byggingar Fjarðaráls á Reyðarfirði stend- ur nú sem hæst. Tvö vöruflutningaskip Sam- skipa komu til hafnar á Reyðar- firði í gær með samtals 82 hús fyrir vinnubúðir Fjarðaráls. Flutningar vegna starfsmanna- þorpsins hófust í ágúst síðast- liðnum og hafa bæði verið flutt- ar einingar frá Búdapest í Ung- verjalandi og Houston í Banda- ríkjunum. Alls verða fluttar yfir 900 einingar. Um er að ræða skrifstofur, svefnskála og ýmiss konar fylgihluti. Glúmur Baldvinsson, upplýs- ingafulltrúi verktakafyrirækisins Bechtel, sem byggir álverið á Reyðarfirði, segir að fram- kvæmdir gangi vel við uppbygg- ingu þorpsins. Nú þegar búi tæp- lega 200 manns í þorpinu. Hann segir að bygging þorpsins þurfi að vera vel á veg komin næsta vor því þá hefjist framkvæmdir við álverið sjálft. Búast megi við því að árið 2006, þegar framkvæmdir við álverið standi sem hæst, muni um 1.800 manns búa í starfs- mannaþorpinu. -th KÍSILIÐJAN Í MÝVATNSSVEIT Margir misstu vinnuna þegar Kísiliðjan hætti starfsemi en atvinnuleysið hefur minnkað á síðustu dögum. VIÐ BRYGGJU Á REYÐARFIRÐI Skipið Enchanter er 138 metra langt og 23 metra breitt og burðargeta þess er tæplega 13 þúsund tonn. Skipið er eitt hið stærsta sem lagst hefur að bryggju á Reyðarfirði. Uppbygging í Fjarðabyggð: Um 200 manns búa í starfsmannaþorpi Á STRANDSTAÐ Flutningaskipið Selendang Ayu var með fullan farm af korni þegar það strandaði. Alaska: Þyrla hrapar í Barentshaf ALASKA, AP Þyrla strandgæslunnar í Alaska hrapaði í Barentshafið með 10 manna áhöfn. Fjórum var bjargað af annarri þyrlu en sex er saknað. Þyrlan var að ferja menn úr áhöfn flutningaskips sem hafði strandað nærri Unalaska eyju þegar hún hrapaði í sjóinn. Leitað var að þeim sem saknað er úr lofti í gær en leitin skilaði engum ár- angri. Talið er víst að mennirnir séu nú látnir. Bilun kom upp í flutningaskipinu á þriðjudaginn og rak það stjórnlaust upp að strönd eyjunnar þar sem það brotnaði í tvennt. ■ – hefur þú séð DV í dag? Einmanaleg jól MS-sjúklings með 20 þúsund krónur á mánuði KINDUR Í FJÁRHÚSI Á þriðja þúsund kinda bíða slátrunar í Biskupstungum vegna gruns um riðuveiki. Land- búnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna málsins. GUÐBRANDUR JÓNSSON „Embætti yfirdýralæknis á að lækna sína umbjóðendur en ekki drepa þá. 500 þúsund kindur hafa verið drepnar í nafni riðuveiki síðustu hundrað árin. Nú er nóg komið.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Landbúnaðarráðuneytið kært vegna riðuveiki Í stjórnsýslukæru sem landbúnaðarráðuneytinu hefur borist er þess krafist að heilbrigðum kind- um sé ekki slátrað vegna kinda sem greinst hafi með riðuveiki. Til stendur að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. 16-17 9.12.2004 20:50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.