Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 22
22 SVONA ERUM VIÐ Á Alþingi hafa þingmenn lýst yfir áhyggjum yfir versnandi samgöngum við Vestmannaeyjar, en strandsigling- um Eimskips lauk 1. desember. Óskar Stefánsson, formaður Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis, segist trúa að það sé þess virði að kanna hug- myndir um jarðgöng til Vestmanna- eyja nánar. „Ég tel að göng geti verið til hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið þeg- ar fram líða stundir og ekki síst fyrir Vestmannaeyinga. Sjálfur fer ég því miður alltof sjaldan út í Eyjar, en það kemur fyrir.“ Óskar vonar að endalok strandflutn- inga eigi ekki eftir að bitna á lands- byggðinni. „Þjóðvegirnir hafa á síð- ustu árum batnað mikið og ég vona að þetta verði til hagsbóta fyrir lands- byggðarfólkið, það fái vörurnar sínar fyrr en ella. Samgöngur til flestra þessara staða hafa batnað, en við búum í erfiðu landi og veður geta verið válynd og ekki útilokað að vegir lokist í snjó.“ Óskar segist vera almennt hlynntur göngum á landsbyggðinni. „Ég tel að þeim fylgi meira viðhald og áhættu- samara geti verið til lengri tíma litið að leggja fjallvegi. Ég held að í flest- um tilfellum borgi það sig að gera göng í gegnum fjöll sé þess nokkur kostur.“ Sjálfur er Óskar landsbyggðarmaður, fæddur og uppalinn í Eyjafirðinum, en hefur þó ekki sterkar skoðanir á Héðinsfjarðargöngunum. „Ég hef ekki kynnt mér það mál mikið. Göng yrðu vissulega mikil samgöngubót þarna á milli, en mér finnst hugmyndir um aðra staðsetningu ganganna alveg koma til greina.“ ■ ÓSKAR STEFÁNSSON Samgöngur til Vestmannaeyja SAMGÖNGUR SJÓNARHÓLL FÉLAGSMÁL Um síðustu áramót tók Reykjanesbær við umsjá fólks sem hér leitar hælis, en sú umsjá var áður á hendi Rauða kross Íslands. Sumir hæl- isleitenda þurfa að bíða nokkuð lengi eftir úrskurði Útlendingastofnunar varðandi hælisumleitanina, en sú breyting varð á um áramót að Reykja- nesbær lét af greiðslu vasapeninga til fólksins, líkt og áður hafði verið tíðkað. Þessu mótmælti Rauði krossinn og benti á að fólk væri með þessu svipt sjálfsákvörðunarrétti með öllu. Eftir nokkra fjölmiðlaumfjöllun síðsum- ars var ákvörðun félagsþjónustu Reykjanesbæjar endurskoðuð og upp- lýsti Árni Sigfússon bæjarstjóri í ágúst- lok að fólk sem væri í langtímavistun fengi eftirleiðis vasapeninga ef á þyrfti að halda. Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, segir að síðan í haust hafi á annan tug fólks notið vasapeningagreiðslna meðan úrskurðar Útlendingastofnunar er beðið. „Þetta er tvöþúsundkall á viku sem fólkið fær,“ segir hann, en til að fá greiðslur þarf fólk að vera hér í mánuð eða lengur. „Breytingin er mikil og þótt upphæðin sé ekki há er þetta þó eitthvað sem fólk fær yfir ráðið,“ segir Atli og bætir við að greiðslurnar séu í samræmi við það sem gengur og gerist í Svíþjóð. Það sem af er ári segir Atli að tæpir 70 hafi leitað hælis hér á landi. „Það er líklega fækkun frá því í fyrra,“ segir hann, en þá sóttu 80 manns um hæli. „Hámarkið var hins vegar árið 2002 þegar 117 manns sóttu hér um hæli.“ - óká Flóttafólk fær tvö þúsund krónur á viku EFTIRMÁL: VASAPENINGAR FLÓTTAFÓLKS 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Barátta hvunndagshetju með banvænan sjúkdóm Hann er með sjúkdóm sem dregur hann fyrr eða síðar til dauða, hinn illræmda MND-sjúkdóm. Hann berst fyrir meðbræður sína og -systur. Ekki bara á líkamlegum vettvangi, heldur andlegum líka. HEILBRIGÐISMÁL Guðjón Sigurðs- son, fjölskyldufaðir á fimmtugs- aldri, er einn af sautján Íslend- ingum sem eru með hinn ill- ræmda sjúkdóm MND. Um er að ræða „bráðdrepandi hreyfitauga- sjúkdóm, sem engin lækning er fundin við,“ eins og Guðjón orðar það sjálfur. Óhætt er að segja að Guðjón berjist hetjulega og af æðruleysi við MND-sjúkdóminn. Hann hef- ur meðal annars verið driffjöður, ásamt MND-félaginu, í að safna fyrir ýmsum tækjum handa taugalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Nýverið af- henti hann svokölluðu MND- teymi á spítalanum tjárita, öndunar- og vöðvastyrksmæla, 11 sjónvörp, 1 sambyggt mynd- bandstæki og DVD-spilara, hljómtæki og tvo hvíldarstóla. Fyrir þessu hafði verið safnað með sölu á lyklakippum, nælum og kortum. Fyrr í þessari viku afhenti hann svo sérútbúna tölvustýrða dýnu, sem kemur í veg fyrir að sjúklingar fái legusár. Hann vill þó gera sem minnst úr sínum þætti í þessum efnum. Og enn er Guðjón að. Nú er hann að kynna veglegt happ- drætti til styrktar framkvæmda- sjóði MND-félagsins. Dregið verður í því 20. febrúar næstkom- andi, en áhugasamir geta farið inn á vefsíðu félagsins mnd.is, og séð þar hvernig þeir geta styrkt baráttu þess hóps sem gengur með þennan sjúkdóm. Þess má geta að Rafn heitinn Jónsson tón- listarmaður lést af völdum MND fyrr á þessu ári. Greindist í mars Guðjón greindist með sjúkdóm sinn í mars á síðasta ári. „Þetta ferli tekur langan tíma,“ sagði hann. „Það er ekkert til sem staðfestir það að maður sé með MND, heldur er allt mögu- legt rannsakað áður. Þetta er síð- asta skrefið, ef svo mætti segja. Eftir rannsóknir, biðtíma og end- urteknar rannsóknir er loks hægt að staðfesta hrörnun. Einkennin hjá mér voru fyrst og fremst talið og kyngingin. Það stóð í mér og fór öfugt ofan í mig. Það var ekki fyrr en í október eða nóvember á síðasta ári að ég hunskaðist til læknis.“ Guðjón sagði lækna segja að þegar talið og kyngingin væru farin að gefa sig væri upp undir helmingur af taugum ónýtur. Ef ein hreyfitaugin skemmdist tæki sú næsta við, þannig að sjúkling- urinn gæti lengi haldið sér gang- andi með þeim hætti. Rannsóknir væru í gangi til að greina sjúkdóminn fyrr en nú væri hægt. Eitt lyf væri gefið MND-sjúklingum. Það hægði á sjúkdómnum í ákveðnum tilvik- um í einhverja mánuði, en héldi honum ekki í skefjum. Algengast væri að sjúkdómurinn greindist í eldra fólki. Þó hefði komið fram hjá vísindamanni á ráðstefnu sem Guðjón kvaðst hafa sótt í Banda- ríkjunum í síðustu viku að barn hefði greinst með MND. „Þessi sjúkdómur smálæðist aftan að manni,“ sagði Guðjón. „það er alltaf einhver afturför, en maður reynir að halda sér gang- andi. Og auðvitað fer maður hæg- ar yfir. Ég hef sagt að ég sé með vottorð í leti. Maður ber ekki inn- kaupapokana upp, né gengur mikið. Maður sparar allt. Meira að segja að borða er átök. Maður reynir að létta matinn og yfirleitt endar fólk á því að mauka mat. Að endingu fær það næringu í gegn- um slöngu sem liggur í maga. Sumir eru að fara á örfáum mánuðum. En svo höfum við dæmi eins og Rabba sem lifði í ein 15 ár eftir greiningu. En hitt er algengara, 2-5 ár.“ Afneitunin afar slæm Spurður um andlega líðan í kjölfar sjúkdómsgreiningarinnar kvaðst Guðjón reyna að berjast eins og hann gæti til að halda sér gangandi. „Ég reyni bara að vekja at- hygli á þessu og hjálpa öðrum ef ég get. Það má segja að ég sé á hinum endanum, á móti hinum sem lifa í afneitun. Við hjónin eig- um þrjár stelpur á aldrinum 12-19 ára og við fjölskyldan ræðum málin. Þessi sjúkdómur er mikill fjöl- skyldusjúkdómur. Sjúklingurinn fær einhverjar pillur við einkenn- um, þunglyndi eða einhverju öðru. En fjölskyldan vill gleym- ast. MND-teymið sem við eigum á Landspítalanum og við höfum reynt að aðstoða eftir föngum með tækjakaupum er frábært og raunar ómetanlegt. Þar eiga allir aðgang, ekki bara sjúklingar heldur fjölskyldan öll. Þess vegna finnst mér mjög slæmt ef sjúki einstaklingurinn lokar á sjúk- dóminn. Þá lendir öll fjölskyldan með allar byrðar á sér. Þú horfir ekkert upp á manninn þinn eða konuna þína veslast upp. Þá er sjúklingurinn hreinlega að taka fjölskyldu sína í gíslingu. Auðvitað lenda allir í því á ein- hverjum tímapunkti að afneita og í öllum tilfinningaskalanum. Ég vil endilega svæla sem flesta út, virkja þá og að við reynum að að- stoða hvert annað. En valið er frjálst og margir kjósa að þegja og fara með veggjum.“ Leiðir til að slökkva á geninu Spurður hvernig ágóða happ- drættisins yrði varið sagði Guðjón að fjármunirnir færu í framkvæmdasjóð. Þeir peningar færu til tækjakaupa. „Ég var að vona að við drifum okkur af stað með rannsóknir á þessum sjúkdómi á Íslandi,“ sagði Guðjón. „Þá væri kannski hægt að greina hann fyrr. Það er verið að rannsaka hann um allan heim, en hér er lítið um fjármagn enda erum við mjög fá. En það er einnig kostur, því hér er ættfræð- in svo góð og rekjanleiki auðveld- ur. Sjúkdómurinn er ættgengur, en í mjög litlum mæli þó. Það er búið að finna genið sem kveikir hann í ákveðnum fjölskyldum, en nú er bara að finna leiðina til að slökkva á því. Það er að gerast,“ sagði Guðjón og kveðst vera mjög bjartsýnn. „Þó að hjálpin komi ekki í dag, þá berst hún handa börnum okkar eða barnabörnum.“ jss@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HVER ÍSLENDINGUR DREKKUR 66,5 LÍTRA AF ÁFENGI Á ÁRI Ef miðað er við hreinan vínanda er magnið hins vegar 5,04 lítrar. ATLI VIÐAR THORSTENSEN Atli segir að útlit sé fyrir að hælisleitendur verði heldur færri í ár en í fyrra. 2002 var hins vegar metár í fjölda hælisumsókna þegar 117 manns sóttu hér um hæli. GUÐJÓN SIGURÐSSON Hann vann við pípulagnir meðan hann gat, en hefur nú fært sig um set og starfar við launabókhald og aðra skrifstofuvinnu hjá Orkuveitunni. Hér er hann með fjölskyldu sinni, Hallfríði Reynisdóttur eiginkonu sinni og dætrunum Árnýju, Maríu og Elínu Helgu. 22-23 (24 klst) 9.12.2004 19:05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.