Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 24
24 „Ég hlakka til jólanna eins og ég hef gert alla mína ævi,“ segir Hákon Aðalsteins- son, skógarbóndi með meiru, á Brekku- gerðishúsum í Fljótsdal. „Ég trúi að ég fái þónokkra pakka, jafnvel harða pakka svo ég er mjög sáttur við þetta allt saman.“ Hákon hefur aldrei farið dult með andúð sína á virkjanaframkvæmdum og álvers- byggingu eystra en allt er þar nú undir- lagt þessi misserin. „Hér eru miklar fram- kvæmdir og mikið um að vera, bæði inni á hálendinu og svo er allt að fara í gang niður á Reyðarfirði. Hér í Fljótsdalnum er verið að undirbúa línustæði og fleira þannig að þar eru mikil umsvif og líf í ölllu.“ Ekki hefur dregið úr óánægju Há- konar með umrótið með tímanum, kannski þvert á móti. „Enn er mörgum spurningum ósvarað fyrir utan að við vit- um eiginlega ekkert hvað þetta kostar á endanum.“ Hann gefur lítið fyrir þær tekj- ur sem Fljótsdælingar munu hafa af framkvæmdunum, segir þær verða lægri en heyrst hefur. „Það er lækkun í hafi eins og þar stendur. Auðvitað skila svona framkvæmdir einhverju meðan á þeim stendur en síðan dettur það niður líkt og þegar Kröfluvirkjun var búin þá lagðist Húsavík af.“ Hann trúir ekki fullyrðingum manna um að framkvæmdirnar hafi eng- in áhrif á dýralíf, ekki einu sinni nýlegum niðurstöðum fræðimanna um að áhrifin á fuglalífið verði engin. „Ég trúi þessu ekki því ég þekki þetta svæði alveg hreint út og inn. Verðmæt svæði fyrir dýrin fara undir lón og auðvitað hefur það áhrif.“ Hákon leiðsagði hreindýraskyttum um hálendið meðan á veiðitímabilinu stóð frá ágústbyrjun og fram í miðjan septem- ber. Hann veit ekki hvað mörg dýr voru felld undir hans leiðsögn en þau skipta tugum. Sjálfur er hann hættur að skjóta hreindýr og hefur reyndar hætt ölllum skotveiðum. „Ég nenni þessu ekki lengur. Maður var með byssuna alla tíð á lofti frá því að maður var fjórtán, fimmtán ára en svo eltist þetta af manni.“ Enga nýja vísu átti Hákon að þessu sinni enda hafði hann ekki ort neitt um hríð þegar Frétta- blaðið hafði samband. „Það er ágætt fyrir þjóðina að fá hvíld frá því svona annað slagið,“ sagði skógarbóndinn, leiðsögu- maðurinn og hagyrðingurinn Hákon. Trúi að ég fái þónokkra pakka HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HÁKON AÐALSTEINSSON SKÓGARBÓNDI 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fékk verðlaun ársins hjá Mattel Íslenska fyrirtækið 3-Plus fékk verðlaun ársins hjá Mattel, stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 3-Plus framleiðir og markaðssetur þroskaleikfang á vegum Fisher Price í Bandaríkjunum og Evrópu. VIÐSKIPTI Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrir- tæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd- kids og InteracTV ásamt gagn- virkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem sel- ur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumæl- andi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3- Plus heiðursverðlaunin í ár. Jó- hannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fis- her Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys „r“ Us frá því vörurnar fóru á markað í sept- ember. „Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja,“ segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjuleg- um DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroska- leikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggð- ir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbún- ingi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrif- stofur í Frakklandi og Dan- mörku. Framleiðsla fer fram í Asíu. ghs@frettabladid.is FÉKK VERÐLAUN ÁRSINS Fyrirtækið 3-Plus fékk verð- laun fyrir að þróa, framleiða og markaðssetja þráðlausa leikjavél sem jafnframt er þroskaleikfang. HVERGI BANGNIR Það dugar ekki að vera lofthræddur þegar kemur að því að skoða stólalyftuna við Walchensee í þýsku Ölpunum eins og þessir menn gerðu í blíðunni í gær. M YN D A P 24-25 (24 klst) 9.12.2004 18:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.