Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 30
„Á því þingi sem nú fer í hönd þarf að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræð- islegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni.“ Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðu sinni í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í vik- unni í tilefni af lokum heimastjórn- arafmælis. Í tengslum við ákvörð- un forsetans um að virkja mál- skotsrétt sinn hafa einmitt komið fram brýnar spurningar um stjórn- skipun landsins og sjálft eðli þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Samstarfsmenn Halldórs úr röðum sjálfstæðismanna gengu nokkuð langt sl. sumar í að skilgreina ákvörðun forsetans sem aðför að þingræðinu, grundvelli stjórnskip- unar landsins og hinu lýðræðislega kerfi. Forusta Framsóknarflokks var á svipuðum slóðum – þó svo að sannfæringin hafi ef til vill ekki verið eins heit. Mjög stór hluti þjóðarinnar hins vegar taldi að það væru þvert á móti viðbrögð ríkis- stjórnarinnar og meirihlutans á Al- þingi sem ógnuðu stjórnarskrá, grundvelli stjórnskipunarinnar og hinu lýðræðislega kerfi. Það er því ánægjulegt að í ræðu sinni kýs for- sætisráðherra að orða þessa hluti af hlutlægni og í sáttatón ñ hann bendir á að skýra þurfi betur hlut- verk forseta, Alþingis og ríkis- stjórnar í stjórnskipuninni – án þess að draga fram sérstaklega þá afstöðu sem hann og stjórnarmeiri- hlutinn tíundaði af kappi í sumar. Málið snýst vitaskuld ekki einvörð- ungu um valdsvið forsetans, eða valdsvið Alþingis, eða valdsvið rík- isstjórnar. Málið snýst um samspil þessara stofnana, enda hafa ekki síður verið viðraðar áhyggjur af samskiptum ríkisstjórna og Alþing- is en af samskipum Alþingis og for- setaembættisins eða ríkisstjórnar og forsetaembættisins. Raunar eru samskipti ríkisstjórnarinnar og Al- þingis um margt raunverulegra vandamál en samskipti Alþingis og forsetans, og sífellt eru að koma upp dæmi þar sem Alþingi virðist ekki spurt eða þá að það tekur sjálf- krafa við fyrirmælum beint frá rík- istjórninni. Eitt af mörgum slíkum dæmum er nýleg ákvörðun um að taka Mannréttindaskrifstofu Ís- lands af fjárlögum og gera henni að sækja fjárveitingar beint til ráðu- neyta. Fjárlaganefndarmenn sögð- ust einfaldlega vera að framfylgja óskum framkvæmdavaldsins og virðist ekki einu sinni hafa dottið í hug að spyrja eftir ástæðum breyt- ingarinnar. Efnisleg rök hafa ein- faldlega ekki komið fram. Skrif- stofutæknileg rök um hvað eigi að teljast sem sérstakir fjárlagaliðir og hvað ekki eru einfaldlega ekki boðleg í þessu sambandi. Og kannski er það þögnin sem er ugg- vænlegust. Eftir stendur hrollvekj- andi grunur um að hugsanleg skýr- ing sé sú að verið sé að refsa Mann- réttindaskrifstofunni fyrir nei- kvæða umsögn um sum stjórnar- frumvörp á umliðnum misserum. Það léttir ekki þá þungu þanka, að þeir sem benda á þetta sem hugsan- lega skýringu eru ekki pólitískir flokkshestar sem grípa til stóryrða í dægurkarpi og heitum umræðum. Þvert á móti eru þetta grandvarir og alþjóðlega virtir og viðurkennd- ir fræðimenn og mannréttinda- frömuðir, sem engin flokkspólitísk tengsl hafa svo vitað sé. En eins og Halldór Ásgrímsson sagði, „þá þarf að skýra betur hlut- verk forseta, Alþingis og ríkis- stjórnar í stjórnskipuninni.“ Það er hverju orði sannara. Forsætisráð- herra tilkynnti í fyrrnefndri ræðu sinni um stofnun tveggja nefnda til þessarar endurskoðunar stjórnar- skrárinnar. Annars vegar pólitískr- ar nefndar skipaðrar fulltrúum flokkanna í hlutfalli við styrkleika þeirra á þingi og hins vegar sér- fræðinganefndar til að starfa með og samhliða pólitísku nefndinni. Þetta er skynsamlegt fyrirkomulag og slær á þá tortryggni, sem verið hefur gagnvart ríkisstjórninni síð- an í sumar. Sérstaklega vekur það athygli að forsætisráðherra hefur sett Eirík Tómasson lagaprófessor yfir sérfræðinganefndina, en Eirík- ur var sem kunnugt er mjög efins um margar hugmyndir ríkisstjórn- arinnar í fjölmiðlamálinu. Hvað sem annars líður grunsemdum um að mönnum og stofnunum sé refsað fyrir andstöðu við stjórnvöld, þá gildir það greinilega ekki um for- mennskuna í sérfræðinganefnd- inni. Halldór Ásgrímsson sýnir með þessu stjórnarskrárútspili sínu öllu – bæði hvernig hann heldur á mál- inu og orðalaginu sem hann notar – að honum er mikið í mun að þetta starf takist vel. Öll efni eru enda til að svo geti orðið. Ástæða er til að taka undir með Guðmundi Magnús- syni, sem stakk upp á því í leiðara hér í blaðinu í fyrradag að þetta tækifæri yrði nýtt til sem víðtæk- astrar þjóðarsáttar og almenningi gert kleift að koma ábendingum á framfæri við stjórnarskrárnefnd- irnar, sem störfuðu þá að einhverju leyti fyrir opnum tjöldum. Þetta mál kemur okkur öllum við. ■ G runnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum ísem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda ogstuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins,“ segir meðal annars í 2. grein markmiðskafla grunn- skólalaganna frá 1995. Þessu markmiði virðist íslenska grunnskólanum takast vel að ná ef marka má niðurstöðu Pisa- rannsóknarinnar svokölluðu sem birt var í vikunni. Árangur nemenda, og þá einkum stúlkna, í stærðfræði í þessari könnun er vissulega ánægjuefni en hugsanlega er stærsti sigur íslenska grunnskólans í könnuninni þó sú niður- staða að hvergi meðal þátttökuþjóða er minni munur á frammistöðu nemenda milli einstakra skóla og hér á Íslandi. Þetta sýnir að í íslenskum skólum er unnið afar gott og mark- visst starf sem miðar að því að koma öllum nemendum til þroska, óháð búsetu þeirra og félagslegri stöðu. Íslenska skólakerfið hefur hlúð afar vel að þeim nemendum sem minna mega sín í námi og á skilið fyrir það mikinn heiður. Þær raddir hafa að vísu heyrst að of mikil orka fari í þennan hóp nemenda á kostnað þess að hlúa betur að hópnum á hin- um endanum, eða þeim sem skara fram úr í námi. Sjálfsagt má gera enn betur við þann hóp en nú er gert en hitt hlýtur þó alltaf að vera mikilvægara að rækta vel nemendur sem á verulegum stuðningi skólans þurfa að halda. Þrátt fyrir að sumt valdi ánægju og annað vonbrigðum í könnun sem þessari verður alltaf að hafa í huga að auk þess sem aðeins er um eitt próf að ræða, en ekki rannsókn sem nær til lengri tíma, er fyrirlögnin í þátttökulöndunum áreið- anlega afar misjöfn. Hér á landi og raunar á Norðurlöndunum öllum, utan Finnlands sem einmitt skorar hátt í Pisa-rann- sókninni, tíðkast mun minni aðgreining í skólum en víðast hvar annars staðar í heiminum, þ.e. hlutfall nemenda í sér- skólum er hér með því allra lægsta sem gerist. Þetta hefur áhrif á það hverjir taka þátt í alþjóðlegum könnunum eins og Pisa-rannsókninni þannig að líklegt má telja að meðal þeirra landa sem koma best út í könnuninni séu lakari nemendur síð- ur látnir þreyta prófið en til dæmis hér á Íslandi. Þetta gerir árangur íslensku ungmennanna í raun betri en röðunin í Pisa- rannsókninni gefur til kynna. Auk þess verður að hafa í huga að rannsókn á borð við þessa metur ekki nema lítinn hluta skólastarfs sem er námsárangur í þremur greinum og er ekki nema örlítið brot af öllu því starfi sem fram fer í skólanum. Upp úr stendur að þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður eins og Pisa-rannsóknin sé góðra gjalda verður og áhugaverð- ur sem slíkur er það þó lífið sjálft sem skiptir máli. Ungir Ís- lendingar eru mannvænlegt fólk. Upp til hópa eru þeir ánægðir með lífið og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þeim vegnar alla jafna afar vel bæði í vinnu og námi, ekki síst á erlendri grund, þegar út í hinn raunverulega samanburð milli landa er komið. Þetta verður að hafa í huga þegar velt er vöngum yfir niðurstöðum kannanna eins og Pisa-rannsóknar- innar. 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Íslenskum grunnskóla tekst vel að ná markmiðum sínum. Jöfnuður í grunnskólanum FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG STJÓRNARSKRÁRNEFNDIR FORSÆTISRÁÐHERRA BIRGIR GUÐMUNDSSON Raunar eru sam- skipti ríkisstjórnar- innar og Alþingis um margt raunverulegra vandamál en samskipti Alþingis og for- setans, og sífellt eru að koma upp dæmi þar sem Alþingi virðist ekki spurt eða þá að það tekur sjálf- krafa við fyrirmælum beint frá ríkistjórninni. ,, edda.is Spilafíkill Dostojevskís Fjárhættuspilarinn er einhver frægasta og magnaðasta lýsing á áþján spilafíknarinnar sem til er. Sagan er borin uppi af meistaralegum lýsingum á innri togstreitu og hégómagirnd persónanna og hér takast á spaug og alvara; allt með þeim hætti sem lesendur þekkja vel úr öðrum meistaraverkum Dostojevskís. Skynsamlegt útspil Kóngulær „Kóngulóarvefur“ var líkingin sem danska blaðið Berlingske Tidende not- aði um síðustu helgi um íslenskt við- skiptalíf. Látum liggja milli hluta hversu glögg sú lýsing er. Hitt er athyglisvert að menn skuli aftur og aftur sækja hugtök og heiti um viðskiptalífið til dýraríkisins. Segir það okkur eitthvað? Annars er ekki nýtt að tala um íslenska athafnamenn sem kóngulær og líkja innbyrðis tengslum þeirra við kóngu- lófarvef. Fyrir rúmum aldarfjórðungi, sumarið 1977, gerði dagblaðið Þjóð- vilinn mikla atlögu að Eimskipafélaginu og birti greinaflokk þar sem stjórnend- ur félagsins voru sakaðir um „gróða- söfnun“ (sem blaðið taldi glæp út af fyrir sig! Hugsa sér hvað þjóðfélagið hefur breyst!). Í því sambandi beindi blaðið sjónum að ítökum foráðamanna félagsins víðs vegar um þjóðfélagið og kallaði þá „fjármálakóngulær“. Rúmum áratug síðar voru sömu menn kenndir við kolkrabba. Tískan sveiflast á þessu sviði sem öðrum. Hann skal í annað sætið! Athygli vekur að í opnuauglýs- ingu frá Vöku-Helgafelli í einu dagblaðanna í gær eru tvær skáldsögur forlagsins sagðar vera í öðru sæti á lista yfir mest seldu bækur jólavertíðar- innar. Hvernig má það vera? Það er ekki fyrr en farið er að rýna í örsmáa letrið í auglýsing- unni sem skýringin fæst. Önnur bókanna, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, var í öðru sæti listans fyrir hálfum mánuði en er það ekki lengur. Samkvæmt bóksölulista yfir landið sem birtur var í gær er hún í níunda sæti. Þarna virðist einhver kappsemi ráða ferðinni hjá útgefandanum.Kannski er boðskapurinn: „Hún skal í annað sætið hvað sem hver segir!“ Og vel má vera að bókin eigi eftir að fara upp á toppinn á ný enda nýtur Ólafur Jóhann hylli fjöl- menns hóps lesenda. Og bókakauptíðin er rétt að byrja. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS 30-31 leiðari 9.12.2004 13.50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.