Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 55
35FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 AF NETINU Sá er hripar niður pistilinn bjó einu sinni í Andalúsíu á Spáni. Með sökn- uði minnist greinarhöfundur hins ljúfa lífs þegar vini bar að garði í kvöldkyrrðinni. Á slíkum kvöldum var einfaldur kvöldverður settur saman og gestum boðið upp á léttvín sem kostaði gestgjafann álíka mikið og gosflaskan í kæliskápnum. Ljúf- ar stundir eru að sjálfsögðu afstætt hugtak en ljóst má vera að nú er tíð- in önnur hjá greinarhöfundi. Ekki einungis að veðurfarið hafi daprast, heldur einnig útheimtir það fleiri þúsunda króna fjárútlát að kaupa 2- 3 flöskur af léttvíni. Greinarhöfund óar við hárri skattlagningu hins op- inbera á léttu víni og í þessu ljósi má benda á að Íslendingar eiga heimsmet í áfengisskattlagningu. Í apríl sl. stóð FÍS ásamt Við- skipta- og hagfræðideild HÍ fyrir hádegisfundi sem bar yfirskriftina: „Eru skattar á áfengi of háir á Ís- landi?“ Í máli Guðmundar Ólafsson- ar hagfræðings kom fram að um- framtekjur ríkissjóðs vegna áfeng- isgjalda eru í kringum 3 milljarða þegar búið er að taka inn allan kostnað. Því ætti að vera fjárhags- legt svigrúm til lækkunar áfengis- skatta. Allt sem til þarf er pólitískt þor til að stíga skrefið til fulls. Eng- um blöðum er hins vegar um það að fletta að ofneysla áfengis veldur einstaklingum skaða, spillir fjöl- skyldulífi, er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og síðast en ekki síst mjög ómenningarleg eins og kom fram í máli Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ, á fyrrnefndum fundi. En því miður er svo farið að þeir sem misnota áfengi gera það hvað sem flaskan kostar. Forvarnar- starfið á að efla að mati greinarhöf- undar og getur hann fúslega tekið undir orð Þórarins um ofneyslu áfengis. Það er hins vegar mat und- irritaðs að áfengisgjaldið er ekki rétti vettvangurinn í þeim efni. Í nágrannalöndum okkar hafa áfengisgjöldin lækkað verulega. Jafnvel talað um dómínóáhrif á Norðurlöndum. Danir lækkuðu áfengisgjöld af sterku áfengi í októ- ber 2003 um 45%. Finnar lækkuðu áfengisskatt 1. mars sl. um 44% af sterku, 10% af léttvíni og 30% af bjór. Svíar stefna að 40% lækkun áfengisgjalds á þessu ári og Norð- menn hafa lækkað áfengisgjöld um 20% síðan 2002. Íslendingar hækk- uðu hinsvegar áfengisgjöld á sterkt áfengi um 15% í des 2002 og um 7% nú síðast í nóvember 2004. Engin lækkun er fyrirsjáánleg hjá ríkis- stjórninni og blasir við algert póli- tískt getuleysi í þessum málum. Íslendingar eiga heimsmet í meðferðarúrræðum. Greinilegt er að neysla áfengis er ekki á undan- haldi þrátt fyrir heimsmet í áfengis- gjöldum. Umfang óskráðrar áfeng- isneyslu eykst, þ.e. heimabruggs og smygls. Tekjumissir ríkissjóðs er umtalsverður vegna óskáðrar neyslu, en hún hefur verið nefnd 15- 30%. Varlega ááætlað er tekjumiss- ir ríkissjóðs 1-2 milljarðar króna vegna óskráðrar neyslu. Ferðamenn kvarta stórum undan háu áfengis- verði hér á landi. Verðið hefur slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Ráð- stefnuhald, árshátíðir erlendra fyrirtækja, óvissuferðir og fleira sem byggir upp íslenskan ferða- mannaiðnað geldur alvarlega vegna ótrúlegrar álagningar ríkissjóðs á áfengi. Fjölmörg nýleg dæmi frá ná- grannalöndunum sanna að þrátt fyr- ir lækkun áfengisgjalda þarf ekki að koma til tekjuskerðingar hjá rík- issjóði. Í Sviss voru áfengisgjöld lækkuð um 50% árið 1999. Engu að síður jukust tekjur ríkissjóðs í Sviss um 10% milli áranna 1998 og 2000. Svipaða sögu má segja frá Noregi og fleiri þjóðríkjum. Smygl og heimabrugg heggur töluvert í tekj- urnar en dæmin sanna að mikil fylgni er á milli umfangs smygls og heimabruggs annars vegar og svo hins vegar gjalda ríkissjóðs á áfengi. Ennfremur er það skoðun greinarhöfundar að ferðamannaiðn- aðurinn muni fá vind í seglin ef lækkun áfengisgjalda verður raun- in. Sjálfkrafa kæmu því til auknar tekjur til ríkissjóðs. Álagning íslenskra veitinga- manna á áfengum drykkjum hefur verið gagnrýnd. Álagningin er há og má þar kannski helst um kenna því fámenni sem um ræðir á Íslandi. Að mati undirritaðs er verkefnaröðin skýr. Ríkið verður að sýna fordæmi með því að samþykkja umtalsverða lækkun á áfengisgjöldum. Í breyttu lagaumhverfi verður að koma til ábyrgðar veitingamanna í formi lægri álagningar. Greinarhöfundur hyggst skoða það alvarlega að leggja fram frumvarp á nýju ári um lækkun áfengisgjalda á léttu víni. Vonandi verður um þverpólitíska samstöðu á þinginu að ræða. ■ Íslendingar heimsmethafar í áfengisgjöldum GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÁFENGISMÁL Ríkið verður að sýna fordæmi með því að samþykkja umtalsverða lækkun á áfengisgjöldum. ,, VERÐBREYTING Í RÍKINU Áfengisgjald er hvergi hærra en á Íslandi. Tilitsleysi við umsækjendur Ég sótti sem sagt um [starf Umboðs- manns barna] og hef svo sem engar at- hugasemdir við ráðningu Ingibjargar Rafnar. Hún verður sjálfsagt skelegg fyrir hönd barna og ráðning hennar sparar það að ráðinn sé lögfræðingur við emb- ættið eins og hefði þurft að gera ef ein- hver sem hafði ekki lögfræðipróf hefði verið ráðinn. En óneitanlega hefði verið skemmtilegra að fá upphringingu um að búið væri að ráða í stöðuna og óneitan- lega hefði verið skemmtilegra að fá þakkir fyrir umsóknina í bréfinu sem barst að lokum og innihélt ekkert annað en fréttatilkynningu ráðuneytisins. Í sporum Halldórs Ásgrímssonar myndi ég áminna undirmenn mína fyrir skort á mannasiðum og kurteisi í stað þess að bakka þá bara upp. Ég sem sagt skil al- veg sárindi þeirra umsækjenda sem voru búnir að skila inn ítarlegri umsókn, ráðg- ast við fjölskyldu sína og samstarfsmenn um málið og verða svo kannski seinastir til að frétta það að búið væri að ráða. Tillitsleysi, ekkert annað. Lítillækkun. Baldur Kristjánsson á baldur.is Bókadómur hverfur Sá einhver ritdóm Friðrikku Benónýs um Klisjukenndir Birnu Önnu? Friðrikka seg- ist ekkert botna í því hvers vegna þessi bók var gefin út. Ég ætla að láta skoðun mína á þessu liggja á milli hluta þó að ég sé reyndar búinn að lesa bókina. En það er annar athyglisverður punktur í þessu: Svona ritdómur í blaðinu hefur nánast engin áhrif á gengi bókar. Nú þegar hefur birst fjöldi viðtala við höf- undinn og hún er glæsileg ung kona sem kemur vel fyrir, kápan á bókinni þykir frábær sem og titillinn. Einhvern veginn liggur í loftinu að þessi bók sé að fá góðar viðtökur og þyki góð en það er eiginlega meira og minna út af umbúð- unum. Svo þegar fyrsti dómurinn um hana birtist, sannkallaður aftökudómur inni í miðju bókablaði Moggans, þá tek- ur enginn eftir honum. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Framsókn og sjávarútvegur Í einum sagnfræðikúrsinum [í Háskóla Íslands] var verið að ræða stefnu Ný- sköpunarstjórnarinnar í uppbyggingu sjávarútvegsins og gagnrýni Framsóknar- flokksins á hana. Kennarinn taldi gagn- rýnina hafa verið skynsamlega og bera vott um góðar hagstjórnarhugmyndir – mér fannst hún frekar minna á söguna um súru berin, að Framsókn hafi verið svekkt yfir að fá ekki sjálf að eyða stríðs- gróðanum. Held að mín túlkun hafi ver- ið nær lagi. „Þú verður að ná að slíta þig úr hlutverki Allaballastráksins“ - slengdi kennarinn þá framan í mig. „Fokk“ – hugsaði ég - „má ég ekki einu sinni hafa skoðun á Nýsköpunarstjórninni? Verður þetta alltaf svona? Í hvert sinn sem mönnum líkar ekki skoðanir mínar, munu þeir þá afskrifa þær sem flokkspólitíska línu?“ Stefán Pálsson á kaninka.net/stefan 34-55 (34-35) umræða 9.12.2004 14.03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.