Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 58
38 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Raungengi krónunnar er sögulega sterkt og viðskipta- hallinn mikill. Krónan mun ekki halda þessum styrk sín- um til langs tíma. Raungengi krónunnar er hátt um þessar mundir og sterk fylgni er milli þess og mikils viðskipta- halla. Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður KB banka, sagði á fjölsóttum fundi KB banka um krónuna og þróun hennar að mik- ill viðskiptahall væri helsta ógn við stöðugleika fjármálakerfisins. Erlend skuldsetning þeirra sem hafa eignir á móti og/eða tekjur skapaði hættu á vandræðum þeg- ar viðskiptahallinn leiðréttist með lækkun á gengi krónunnar. „Því fyrr sem krónan lækkar, því betra. Hættan er sú að ef þetta gerist seint verði aðlögunin harka- legri með tilheyrandi vandamál- um fyrir þá sem eru skuldsettir í erlendum myntum. Það hefur svo aftur áhrif á fjármálafyrirtæki.“ Sigurður hvatti menn eindregið til þess að forðast skuldsetningu í erlendri mynt á móti innlendum eignum. Hann sagði bankann bregðast við þessari hættu með því að gera ríkari kröfur til lántakenda um eiginfjárstöðu við lán í erlend- um myntum. „Ef við fengjum aðra lækkun á innlendum hlutabréfa- markaði sem væri í líkingu við þá sem varð á dögunum gæti það haft mjög slæmar afleiðingar.“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, gerði grein fyrir spá bankans um þróun krónunnar. Ásgeir segir að krónan geti átt eftir að verða mun sterkari en nú er. Greiningardeild- in gerir ráð fyrir að gengisvísital- an geti farið lægst í 110, en býst við því að hún fari að veikjast næsta haust. „Ástæðan er sú að gjaldeyrismarkaðurinn er fram- sýnn og því líklegt að krónan lækki áður en stóriðjufram- kvæmdir ná hámarki.“ Hann segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með vaxtahækkun sinni á dögunum um að bankanum sé full alvara í því að halda í verðbólgu- markmið sín. Ásgeir segir að inn- streymi vegna stóriðjufram- kvæmda muni ýta undir styrk krónunnar næsta sumar. Hins vegar sé margt annað að gerast í fjármagnshreyfingum landsins sem tengist aukinni alþjóðavæð- ingu fjármálakerfisins. „Gengi krónunnar er að öllum líkindum mun sterkara en hægt er að skýra með stóriðjuframkvæmdum, enda eru þær ekki hafnar nema að litlu leyti.“ Hann segir að aukning í er- lendum lántökum vegna fjárfest- inga og endurlána hafi vegið á móti útflæði vegna viðskiptahalla og fjárfestinga Íslendinga erlend- is. Fjármagnsmarkaður hafi því meiri áhrif á gengi krónunnar en áður og það geti þýtt meiri óstöð- ugleika í gengi krónunnar. Vilhjálmur Egilsson, ráðneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, var einnig meðal frummælenda. Hann sagði að sjávarútvegurinn myndi standa af sér styrkingu krónunnar. Það hefði sýnt sig að bestu ár atvinnugreinarinnar hefðu komið í kjölfar tímabila með sterkri krónu. Fyrirtækin hefðu lagað sig að ástandinu, hag- rætt og búið í haginn fyrir fram- tíðina. Hann sagði meiri ástæðu til þess að hafa áhyggjur af áhrifum krónunnar á ferðaþjónustu. „At- vinnulífið hefur sýnt sig vera sveigjanlegt og laga sig að að- stæðum,“ sagði Vilhjálmur, sem býst við því að svo verði einnig í komandi uppsveiflu. Hann sagði að ríkisstjórnin beitti ekki skatta- lækkunum sem skammtíma hag- stjórnartæki heldur til að minnka hlut ríkisins í hagkerfinu til fram- búðar. Það þýddi að sveiflujöfnun yrði hjá atvinnulífinu sjálfu. haflidi@frettabladid.is Hætta af lánum og viðskiptahalla Samtök iðnaðarins létu Fasteigna- stofu og VSÓ ráðgjöf fá upplýsing- ar um að einn undirverktaki sem boðið hefur í verk vegna byggingar Ingunnarskóla hafi skilið eftir sig slóð gjaldþrota. Þrátt fyrir þetta var samið við fyrirtækið um hluta verksins. Fyrirtækinu sem um ræðir er stjórnað af mönnum sem hafa áður rekið tvö fyrirtæki í sömu starf- semi og undir áþekkum nöfnum. Þrátt fyrir þessa viðskiptasögu var samið við verktakann. Samtök iðnaðarins hafa undan- farið beint sjónum sínum að svokölluðum kennitöluflökkurum. Samtökin halda því fram að til séu menn sem beinlínis gera út á það að stofna fyrirtæki, taka að sér verk- efni en greiða ekki reikninga og keyra sig í gjaldþrot. Þessir aðilar stofna svo ný fyrirtæki með sömu starfsemi og endurtaka leikinn. Það sem Samtök iðnaðarins telja athugavert við samninginn vegna Ingunnarskóla er að þar er opinber aðili, Reykjavíkurborg. Samtökin vöktu athygli á forsögu TB ehf. áður en til samninga var gengið en ekki var tekið tillit til ábending- anna. Samtök iðnaðarins hafa bent á að þeir sem beinlínis geri út á að keyra félög sín í gjaldþrot valdi ekki aðeins skaða gagnvart við- skiptavinum sínum heldur skekkji þeir samkeppnisstöðuna gagnvart þeim fyrirtækjum sem ekki beita slíkum meðulum. Menn sem hirða lítt um það hvort fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota geta jafnan boðið lægra í verkefni en keppinautar sem sýna meiri ábyrgð í rekstri. - þk Kennitöluflakkari verktaki við skóla Samtök iðnaðarins bentu yfirvöldum á viðskiptasögu verk- taka við Ingunnarskóla. Sá hefur skilið eftir sig slóð gjald- þrota en fékk samt sem áður verkið. Bakkavör hefur stigið fyrstu skrefin í yfirtökuferli á breska matvælafyrirtækinu Geest. Bakkavör yrði við yf- irtöku á Geest stærsta fyrir- tæki í heimi í framleiðslu kældra tilbúinna rétta. Bakkavör hefur stigið fyrstu danssporin við stjórn matvæla- fyrirtækisins Geest með væntan- lega yfirtöku í huga. Ætla má að verð sem boðið verður sé 700 pens á hlut sem þýðir að Bakka- vör kaupi Geest á rúma 60 millj- arða króna. Bakkavör á fyrir rúm 20 prósent í Geest. Verði af sameiningu félaganna verður Bakkavör stærsta fyrir- tæki á Bretlandseyjum í fram- leiðslu kældra tilbúinna rétta sem kalla má fljótmeti. Bretland er stærsti og þróaðasti markaður fyr- ir fljótmeti í heimi svo slíkt fyrir- tæki væri stærst á heimsvísu. Með kaupum á Geest ykist ennig vöruframboð fyrirtækisins, auk þess sem Geest er með starf- semi á meginlandi Evrópu og í Asíu. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar segir ekki mikið um yfirtökuna að segja á þessu stigi. „Það er mikil- vægt fyrir okkur að leggja fram tilboð og fá með því leifi til þess að komast í bækur Geest.“ Hann segir að síðan hefjist áreiðan- leikakönnun á rekstri Geest. Hagnaður Geest fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði hefur numið á tíunda milljarð króna. Kaupverð- ið er því sex til sjöföld sú afkoma. Framlegð af rekstri Bakkavarar hefur verið mun betri en hjá Geest og telja verður líklegt að Bakkavör sjái tækifæri í að bæta rekstur Geest, auk vaxtar og hag- ræðingartækifæra sem byggju í sameinuðu félagi. KB banki er ráðgefandi við yf- irtökuna og segir Helgi Bergs hjá KB banka í London að verkefnið sé stórt á breskan mælikvarða og muni vekja athygli. „Ég reikna með að athyglin verði þó eitthvað minni en á yfirtökum í smásölu- geiranum.“ hh LAGÐIR AF STAÐ Aðaleigendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru lagðir af stað í yfirtöku á Geest. INGUNNARSKÓLI Samtök iðnaðarins eru ósátt við að opinberir aðilar geri verksamn- inga við fyrirtæki sem stýrt er af mönnum sem hafa skilið eftir sig slóð gjaldþrota. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R MEIRI SVEIFLUR FRAM UNDAN Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, segir stóriðjuna ekki skýra nema hluta af styrkingu krónunar. Yfirtakan hafin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 58-59 (38-39) viðskipti 9.12.2004 14.07 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.