Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 73
53FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Íslenska hljómsveitin Manhattan varð til fyrr á þessu ári. Að henni stendur meðal annarra Búi Bendt- sen sem gat sér gott orð sem gítar- leikari hjá rokksveitinni Fídel. Þó að líftími Manhattan sé ekki nema rúmlega hálft ár, er sveitin strax farin að láta vel að sér kveða og er þessi sjálftitlaði diskur, sem gefin er út af MSK, plötufyrirtæki í eigu rokksveitarinnar Mínus, ágætis forsmekkur af því sem koma skal. Hér er um að ræða „demó“ sem tekið er upp lifandi og ekkert verið að hafa óþarfa áhyggjur af ein- hverri fínpússun. Ef undanskilið er fyrsta lagið, Precious Time, þar sem söngurinn er fullflatur og ekki nógu vel frágenginn, þá er eiguleg- asti gripur hér á ferðinni. Búi býr yfir afar sérstakri rödd sem hentar þessari tegund tónlistar sérlega vel og bera lagasmíðarnar þess engan veginn merki að hér séu á ferðinni fyrstu skref nýstofnaðrar sveitar. The Fun Machine, sem notið hefur töluverðra vinsælda á X-inu, er gott dæmi um styrk Manhattan. Í því er afar smekklega að verki staðið og fannst mér gítarleikur Búa og Helga Stef sérstaklega spennandi. Ekki á allra færi að ná þeim sérstæða hljómi sem þeir fé- lagar búa yfir. Tilraunamennskan er í fyrir- rúmi á seinni hluta disksins. Opus 1 sker sig t.a.m. talsvert úr því sem er í gangi hjá Manhattan og sýnir að hljómsveitinni er margt til lista lagt þegar kemur að lagasmíði. En eins og áður sagði er þetta ein- göngu smá blóðbragð af steikinni sem verður í boði þegar Manhattan stígur næsta skref og býr til sína fyrstu breiðskífu. Smári Jósepsson Blóðbragð af steikinni MANHATTAN NIÐURSTAÐA: Þessi þröngskífa er eingöngu smá blóðbragð af steikinni sem verður í boði þegar Manhattan stígur næsta skref og býr til sína fyrstu breiðskífu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Yfirvöld í New York ætla ekki að ákæra rokksveitina U2 fyrir að brjóta umferðarlög þar í borg. Hljómsveitin ók opnum vöruflutningabíl í gegnum borgina til að kynna nýjustu plötu sína, How to Dismantle an Atomic Bomb, fyrir skömmu. Spilaði hún síðan fyrir borgarbúa. Svo virðist sem Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hafi ekki viljað kæra sveitina enda er hún afar vinsæl þar í borg eftir tónleika sína skömmu eftir hryðjuverkarárásina 11.september 2001. „Allir frestuðu tónleikaferðum sínum eftir 11. september en við gerðum það ekki. Við vorum fyrsta hljómsveitin sem spilaði í New York eftir árás- irnar og það virðist hafa fall- ið í kramið í „Stóra eplinu“,“ sagði Bono söngvari U2. „Yfirvöld hefðu í raun átt að banna okkur að spila en Bloomberg borgarstjóri skildi hversu mikils metnir við erum í borginni og ákvað að veita okkur undanþágu,“ sagði hann. ■ ■ TÓNLIST U2 sleppur við ákæru BONO Bono og félagar í U2 héldu tónleika í New York-borg á dögunum. KIRI TE KANAWA Söngkonan Kiri Te Kanawa vakti mikla lukku hér á landi á síðasta ári með tónleikum sínum. Miðasla á Kiri hefst Forsala á tónleika söngkonunnar Kiri Te Kanawa, sem verða haldn- ir í Háskólabíói 5. október á næsta ári, hefst í dag. Kiri hélt sína fyrstu tónleika hér á landi í nóv- ember í fyrra við góðar undirtekt- ir. Eftir þá óskaði hún eftir því að halda aðra tónleika sem allra fyrst. Kiri hefur tvisvar komið til Ís- lands til að veiða á þessu ári og gerir ráð fyrir að vera hér með jöfnu millibili fram að tóneikun- um. Á ferðum sínum hingað til lands hefur hún m.a. tekið söngv- ara frá Söngskólanum í Reykjavík á einkanámskeið án þess að þiggja krónu fyrir. Miðsalan hefst í dag klukkan 10.00 á concert.is. og í síma 511 2255. ■ DJ DINO DJ Dino heldur uppi stuðinu á Nasa í kvöld. DJ Margeir hitar upp. DJ Dino á Nasa Plötusnúðurinn DJ Dino, sem er með þeim þekktari í heiminum, mun skemmta á Nasa í kvöld ásamt DJ Margeiri sem hitar upp. DJ Dino var einn helsti frum- kvöðull Italo-House tónlistarinnar en í seinni tíð hefur hann fetað ótroðnari slóðir í House-stefn- unni. Dino hefur m.a. átt smelli á borð við Belo Horizonte, unnið með Wu-Tang Clan og gert tónlist fyrir Playstation. Forsala miða á stuðið í kvöld fer fram í búðunum Motor og Ósóma. ■ 72-73 (52-53) fólk 9.12.2004 18:24 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.