Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 74
54 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Nemendur í Listaháskóla Ís- lands og Háskólanum í Reykja- vík hafa undanfarnar fimm vikur sótt námskeið nemenda í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Mark- miðið með námskeiðinu var að byggja brú á milli viðskipta ann- ars vegar og lista og hönnunar hins vegar. Hópunum var bland- að saman og lærðu því nemar í hönnun sitthvað um markaðsmál á meðan að nemar í viðskipta- fræðum kynntust undirstöðu- atriðum vöru- og auglýsinga- hönnunar. Námskeiðið var kennt af kennurum beggja skóla og gestum úr atvinnulífinu. „Verkefnið er samstarfsverk- efni á milli skólanna og unnu krakkarnir að því að hanna og búa til prótótýpur, útbjuggu markaðs- plan og gerðu auglýsingar fyrir viðkomandi vöru. Þetta er fimm vikna verkefni og það eru nem- endur á öðru ári sem taka þátt. Það er mikilvægt fyrir krakkana að vinna saman og kynnast hvern öðrum. Þarna þurfa þau að kafa ofan í aðra hluti en þau gera venjulega og tóku nemendur beggja skólanna virkan þátt í námskeiðinu,“ sagði Sigríður Sigurjónsdóttir kennari í Vöru- hönnun í LHÍ. Um helgina verður svo sýning í Hafnarhúsinu þar sem nemendur sýna afrakstur námskeiðsins. Þarna má sjá ýmsar skemmti- legar hugmyndir frá nemendun- um eins og nýja gerð húsa sem er hentug fyrir stækkandi fjölskyld- ur, leikvöll fyrir fullorðna, straujárn fyrir karlmenn, vel- líðunargleraugu, handhægt próf til notkunar við skyndikynni til þess að kanna kynsjúkdóma, bangsa sem veitir hita, nudd og almenna vellíðan og samvisku- debetkort sem breytir um lit eftir stöðu reiknings. Hópurinn sem hannaði vel- líðunargleraugun hannaði þau í þeim tilgangi að finna lausn á síð- degisþreytu sem oft lætur á sér kræla nú í svartasta skamm- deginu. Gleraugun virka þannig að á örmunum eru ljós sem lýsa á augun frá hliðunum. „Þegar farið er að rökkva á kvöldin og á morgnana lýsa gleraugun upp skammdegið. Þetta er aðferð sem hefur líka verið notuð við þung- lyndi og ljósið hefur áhrif á efna- sambönd í líkamanum. Gleraug- un eru líka mjög flott og þægileg og þetta er því vara sem allir ættu að geta hugsað sér að eiga,“ segir Ólafur Freyr Halldórsson nemandi í þrívíðri hönnun í Lista- háskóla Íslands. hilda@frettabladid.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR: NEMENDUR HR OG LHÍ SÝNA AFRAKSTUR FIMM VIKNA SAMSTARFSNÁMSKEIÐS Markaður og form í Hafnarhúsinu Vellíðunargleraugu vinna á síðdegisþreytu. SÝNINGIN „MARKAÐUR OG FORM“ Í HAFNARHÚSINU Nemendur á öðru ári í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands sýna afrakstur fimm vikna námskeiðs um helgina. ADOPT A SHEEP Ættleiðing kinda. STRAUJÁRN FYRIR KARLMENN Karlar strauja líka. SEXAM Handhægt kynsjúkdómapróf. 74-75 (54-55) fólk 9.12.2004 20:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.