Tíminn - 11.05.1974, Síða 2

Tíminn - 11.05.1974, Síða 2
» f f T TÍMINN Laugardagur 11. mai 1974. Laugardagur 11. maí 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þetta litur út fyrir að ætla að verða bezti dagur I alla staði. Sérstaklega eru þó fjármálin i góðu lagi um þessar mundir, en engu að siður skaltu vara þig á þvi að vera ekki um of eyðslusamur, þegar liður að kveldi. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú skalt vera við ýmsu búinn I dag. Þessi dagur er allur hinn furðulegasti, og það eru vissar hindranir og viss mótspyrna, sem þú skalt reikna með, og verða þér til óþæginda, að ekki sé meira sagt. En þú ert nú ýmsu vanur. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það er einhver ákveðin persóna, sem litur þig hýru auga um þessar mundir, og það er þér ekkert á móti skapi, af þvi að þetta er aðili, sem kemur hjartanu i þér á hreyfingu. Passaðu upp á fjárhaginn þessa dagana. Nautið: (20. april-20. mai) Þú skalt búa þig undir það, að vinur þinn, eða einhver, sem er þér afskaplega náinn, vari þig við einhverju I dag. Honum gengur ekkert nema gott eitt til, en þú skalt nú samt sem áður ekki taka þetta of hátiðlega af vissum orsökum. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Af vináttu eða ást fórnar þú alltof miklum pen- ingum vegna einhvers, sem er þér nákominn. Þú ættir að reyna að hafa hemil á þessari gjafmildi þinni, þvi að hún hefur, þegar til lengdar lætur ekkert gott I för með sér. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú skalt halda öllum þinum samböndum i lagi I dag. Það er mikið i húfi, og þú skalt ekki gera of litið úr þessu atriði. Það er lika eitthvert verk- efni, sem þú átt óunnið, og þú skalt nota daginn til þess að ljúka þvi af, og ekki reikna með að- stoð. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þú skalt gæta þess I dag að spara ekki ástarheit orð við þina heittelskuðu, þvi að það er rétt eins og einhver snurða hafi hlaupið á þráðinn. Þú skalt búast við einhverjum skilaboðum frá nánum ættingja, og aðöllum likindum verða þau hagstæð. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Enda þótt þú eigir ekki beinlinis von á þvi, gerist nú samt sem áður eitthvað það I dag, sem verður til þess að auka á tekjurnar, I einhverri mynd. Og i heild sinni eru allar likur á þvi, aö dagurinn verði skemmtilegur og ánægjulegur i alla staði. Vogin: (23. sept-22. okU Þú hefur staðið þig vel i starfi upp á siðkastið, og það hefur i för með sér, að þú færð umbun erfiðis þins: annað hvort er hér um að ræða stöðuhækk- un, nema hvort tveggja sé. Einnig eru likur á, að gömul kynni rifjist upp. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Nú skaltu vera við öllu búinn. Að likindum færð þú tilboð, sem þér virðist I alla staði hið girni- legasta, og þú skalt ekki eyða of löngum tima i að hugsa þig um, þvi að þú getur misst af tæki- færi, sem skiptir þig verulegu máli, ef þú færð það. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þetta verður fjarska rólegur dagur, og það er naumast hægt að búast við þvi að nokkuð óvænt komi fyrir. Hitt er annað mál, að þú getur þurft að taka ákvörðun i máli, sem um nokkurt skeið hefur verið að velkjast fyrir þér. Vertu ákveðinn. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Þú skaltráðfæra þig við þina nánustu vegna ein- hvérs, sem þú þarft að gera núna um helgina. Það er ekki gott að segja, hvers eðlis það er, en. alla vega er það mikilvægt, og þú skalt ekki gera of litið úr þvi, þvi að það skiptir afkomu þina máli. n \m 14444 * 25555 1 nmniR bílaleiga nílli/lll CAR RENTAL 1 BORGARTUIM 29J Hvenær kemur röðin að Vestur-Skaftafellssýslu? SENNILEGA hafa Vestur-Skaft- fellingar aldrei um mjög langan tima verið færri en þeir eru nú. I manntali 1967 voru þeir 1408. Arið 1973 eru þeir 1348 hefur fækkað á þessum 6 árum um 60 manns, eða 10 menn á ári. A sama tima og þetta gerist hér, fjölgar þjóðinni um nærri 17 þúsund manns. Hefði Vestur-Skaftfellingum fjölgað i sama hlutfalli og aukning þjóðarinnar nam á þessum árum, (sem er nú kannski of mikið að ætlast til?) ættu þeir nú að vera um 1530, eða 180 fleiri en þeir eru nú, og eru það 40-50 fjölskyldur. Finnst nú ekki forráðamönnum þjóðarinnar, hvar i flokki sem þeir standa eða hvort þeir sitja utan þings eða innan, að hér sé verk fyrir þá að vinna? Finnst þeim ekki þörf á að stöðva þá öfugþröun, sem hér á sér stað i byggðamálum, og helzt að snúa henni við? Eða finnst þeim sú fólksfækkun, sem hér á sér stað, koma heim og saman við það byggðajafnvægi, sem svo mikið hefur verið talað um. Það skal fúslega viðurkennt, og svo sannarlega ekki eftirtalið, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert af opinberri hálfu til að stuðla að uppbyggingu atvinnulifs viðs vegar um land, eins og gert hefur verið á siðustu árum. Þar hefur borið hæst hin storfelldu kaup á skipum, sem dreift hefur verið um landið, og uppbygging frystiiðnaðarins. En hvernig eiga Vestur-Skaftfelling- ar að geta notfært sér það? Já, hvernig eiga þeir að notfæra sér það, þegar engin höfnin er i héraðinu? Hvernig eiga þeir að geta byggt upp einhvers konar iðnað, þegar um svo gifurlegar flutningaleiðir er að ræða til næstu markaðs- og hafnarstaða? Geta þeir notfært sér nema að mjög litlu leyti þá aðstoð, sem veitt er i sambandi við uppbyggingu á ibúðarhúsnæði úti um land? Hvað þýðir að byggja ibúðarhús, ef ekki er atvinna fyrir hendi á staðnum? Hannibal Valdimarsson sagði á siðast liðnum vetri, þegar gaus I Vestmannaeyjum: ,,1 dag vilja allir Islendingar vera Vest- mannaeyingar.” Svo taldi hann réttilega samúð þjóðarinnar vera mikla með þvi fólki, sem varð að yfirgefa sina heima- byggð. Það er heldur ekki sárs- aukalaust að eiga heima i þeim landshluta, þar sem næstum hvert einasta ungmenni, sem þar fæðist og slitur barnsskónum, verður að hverfa á braut sökum þess, að þar er ekki verk fyrir það að vinna. Það skal að sjálfsögðu viður- kennt, að ekki verða allir hlutir Hringið og við sendum blaðið um leið gerðir i einu, og það sem gert hef- ur verið af opinberri hálfu til at- vinnuuppbyggingar úti um land á undanförnum árum hefur verið stórt átak fyrir þjóðina á ekki lengri tima. En þegar maður heyrir, að þær aðgerðir séu farnar að segja til sin á þá leið, að nú sé atvinnuleysi úr sögunni og fólki fari fjölgandi á þeim stöð- um, þar sem áður var um at- vinnuleysi að ræða og fólksflótti var frá, finnst manni það ekki rétt, að ekkert sé gert af opinberri hálfu, sem afgerandi sé i atvinnu- málum I þeim landshluta, eins og .Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem fólki fer stöðugt fækkandi og útlit er fyrir, að svo verði enn um sinn, verði ekkert að gert. Hlýtur því ekki röðin nú að vera komin að Vestur-Skaftafellssýslu? Vestur-Skaftfellingur 2708-3854 KENTÁR rafgeymar í og önnur farartæki — hjö umboðsmönnum okkar Sendum líka gegn póstkröfu Dalshrauni 1 * Hafnarfirði * Sími 5-12-75 Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Mánudagur 13. mai R-12801—R-13000 Þriðjudagur 14. mai R-13001—R-13200 Miðvikudagur 15. mai R-13201 — R-13400 Fimmtudagur 16. mai R-13401 — R-13600 Föstudagur 17.mai R-13601 — R-13800 Mánudagur 20. maí R-13801—R-14000 Þriðjudagur 21.mai R-14001 — R-14200 Miðvikudagur 22. mai R-14201 — R-14400 Föstudagur 24.maí R-14401—R-14600 Mánudagur 27.mai R-14601—R-14800 Þriðjudagur 28. mai R-14801—R-15000 Miðvikudagur 29. mai R-15001 — R-15200 Fimmtudagur 30. maí R-15201 — R-15400 Föstudagur 31.mai R-15401 — R-15600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftiriitið er lokað á iaugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðun- ar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 10. mai 1974. Sigurjón Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.