Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 13
12 TíMINN Þriðjudagur 14. mal 1974. Þriöjudagur 14. mai 1974. TÍMINN 13 PALL Guðmundsson, skipstjóri á Guðmundi RE-29, hinu fræga aflaskipi, er meðal þeirra, er sæti eiga á framboðslista Fram- sóknarfiokksins við borgar- stjórnarkosningarnar nú i vor. Skipar Páll finimta sæti fram- boðslistans. Páll Guðmundsson er 46 ára að aldri, önfirðingur að uppruna, en foreldrar hans eru Guðmundur Gilsson, bóndi og fyrrum skip- stjóri á skútum og vélbátum og móðir Páls var kona hans, Sigrlð- ur Hagalinsdóttir frá önundar- firði. Er Páll þvi bróðir Gils Guð- mundssonar, alþingismanns. Páll Guðmundsson hefur stund- að sjómennsku lengi, bæði á fiski- skipum og einnig á fragtskipum Sambandsins þar sem hann sigldi um árabil, en einkum er hann kunnur fyrir afskipti sin af félags- og öryggismálum sjómanna og fyrir skipstjórn á nótaskipum og þá ekki sízt á aflaskipinu Guð- mundur RE 29, sem hann á og stjórnar, ásamt Hrólfi Gunnars- syni skipstjóra. Guðmundur RE 29 hefur verið aflahæsta loðnu- skipið undanfarnar tvær vertiðir og með hæstu skipum á Norður- sjávarsíldveiðum. Málefni fiskimanna hugstæðust Blaðið hitti Pál að máli, daginn áður en hann hélt á skipi sínu til slldveiða i Norðursjó (siðasta vetrardag) og innti hann eftir borgarmálum og til að forvitnast um hvaða mál honum væru hug- stæðust, þar eð Páll mun ef til vill eiga eftir að setjast I borgar- stjórn, og þá liklega sem vara- borgarfulltrúi. — Hvaða málum hyggst þú helzt vinna aö? — Þaö yrðu meðal annars mál- efni fiskimanna og fiskiskipaút- Rætt við Pál Guðmundsson skipstjóra, sem skipar fimmta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík Páll Guðmundsson skipstjóriskipar fimmta sætið á lista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar. Meðan aðrir borgarfulltrúar ganga um meðal kjósenda, stýrir Páll skipi sinu til sildveiða I Norðursjó. Vonandi hefur þaðekki afdrifarlk áhrif I kosningabaráttunni. Það nær vitanlega ekki nokk- urri átt, að viðgerðarverkstæði, sem vinna fyrir skip, hafi aðstöðu i útjöðrum borgarinnar. Þetta veldur meðal annars þvi, að við- gerðir verða miklu dýrari, en vera þyrfti og á vafalaust sinn þátt I þvi, að flest skip leita til við- gerða I erlendar hafnir, þar sem aðstaða er betri. íslenzku verkstæðin myndu geta annað fleiri verkefnum og mun ódýrara, ef aðstaða i landi — bryggjuaðstaða — væri fyrir hendi. — Hvað telur þú brýnasta verk- efnið I Vesturhöfninni nú? Vesturhöfnin er fiskihöfn — Fiskimenn hafa alltaf gert ráð fyrir þvi, að Vesturhöfnin sé ætluð þeim, fiskiskipaflotanum og skipum, sem koma til að sækja afurðir. Það mun einnig hafa ver- ið skoðun hafnarstjórnar, þar til fyrir fáum árum, að strandhögg var gert þarna, er Eimskipa- félaginu og Hafskip var veitt þarna dýrmæt aðstaða. Eim- skipafélaginu var leigð þarna að- staða á kostnað fiskiskipaflotans, og dýrmætt athafnasvæði tekið undir starfsemi skipafélaganna. Þetta athafnasvæði, bryggjur, vöruhús og opin svæði þyrfti að skipuleggja fyrir fiskiskipin og fiskiðnaðinn, til að greiða úr öng- þveiti þvi, sem nú rikir. Gjald- eyrisöflun verður að hafa ein- hvern forgang, finnst okkur sjó- mönnum. — Þýðingarmest væri að fá is- framleiöslustöð fyrir fiskiskipin og 'fiskvinnslustöðvarnar á bryggjuna, þannig að hægt sé að fá Isinn beint i skipin, án þess að þurfa að flytja hann gegnum Eins og nú er ástatt, þá verða hraðfrystihúsin að vinna dag og nótt — þrjá til fjóra daga og eru þá að bjarga aflaverðmætum undan skemmdum. Á meðan hrotan stendur, er litið, eða ekk- ert unnið i öðrum hraðfrystihús- um, þar til að þau fá sams konar hrotu. Þetta stafar meðal annars af þvi, að fiskgeymslur eru ekki i höfninni, þar sem fiskurinn biður óskemmdur I kössum og liggur ekki undir skemmdum. Ef þetta væri skipulagt skyn- samlega, þá gætu frystihúsin unnið með jöfnum afköstum allt árið um kring, þvi að hráefninu yrði dreift milli þeirra á hag- kvæman hátt. Þetta þyrfti ekki að hafa það I för með sér, að frysti- húsin féllu frá úrræðum sinum og útgerð, heldur yrði þetta eins konar bankastarfsemi. M.ö.o. þegar eitt frystihúsið hefur of mikinn fisk, þá lætur það öðrum eftir hlut aflans, og fær svo endurgreitt i fiski, þegar ekkert berst að. Ófullkomin aðstaða skipa kostar fé — Þú hefur minnst hér á, að er- lendis sé aðstaöa fiskiskipanna mjög mikið fullkomnari, en hér I Reykjavik? — Já, þar sem íslenzku skipin koma til viðgerðar er aðstaða yfirleitt þannig, að smiðjurnar hafa góða aðstöðu á hafnar- bakkanum. Skipin fá rafmagn á bryggjunni og verktakarnir fá raforku niður i skipin. Ennfremur hafa smiðjurnar aðstöðu á bryggjunni til þess aö gera við hluti, nema það alstærsta og litill timi fer þvl i ferðalög með fólk og hluti gegnum umferðarþunga stórborganna. Þetta sparar allt tima og fjármuni. Othaldsdagar UTGERÐ OG FISKIÐNAÐUR SKIPAR EKKI ÞANN SESS í HÖFUDBORGINNI, SEM BER gerðarinnar I höfuðborginni. Mér hefur fundizt aðstaða skipa og sjómanna og þá sér á parti fiski- manna og fiskiskipa vera fyrir neðan allar hellur. Útgerð og fisk- iðnaður skipar ekki þann sess hjá höfuðborginni, sem þeim ber. Það mun t.d. vera mjög óvenjulegt, að ekki skuli vera nein sjómanna- stofa, eða annars konar afdrep fyrir sjómenn I jafn miklum út- gerðarbæ og Reykjavik óneitan- lega er. Aðstaða fiskiskipanna er einnig þannig, aö ekki verður lengur við unað. Búið er að þrengja svo að þess- um skipum i Vesturhöfninni að þar rikir á stundum hreint öng- þveiti. Engin bryggjupláss til skipaviðgerða — okrað á raforku til skipa Skip sem t.d. þarfnast viö- gerða, geta ekki fengið bryggju- pláss og rafmagn fæst sjaldnast um borð I skipin frá landi, sem er mikið fjárhagslegt atriði, ekki sizt vegna oliunotkunar og þess gifurlega aukakostnaðar, sem fylgir þvi að keyra ljósavélar skipanna dag eftir dag I höfnum inni, þegar auðvelt ætti að vera að fá raforku frá raforkuverum i landi, sem nota vatnsorku. Þetta gerir reksturskostnað skipanna meiri, en ella þyrfti að vera og þjóðin tapar dýrmætum gjaldeyri i oliu og vélarsliti. Þá eru útgerðarmenn mjög óánægðir með þaö, að þá sjaldan aö það tekst að fá rafmagn frá landi og þá fyrst og fremst til að hita upp ibúðir skipanna, þá er kilóvattið selt á 9 krónur, en til húsahitunar i landi er kilóvattið selt á eina krónu. Skip verða að leigja ljósavélar i landi — Þetta er ekkert smá mál, þvl á stundum liggja tugir stórra fiskiskipa til viðgerða I Reykja- vikurhöfn og keyra ljósavélar sinar, eða leigja jafnvel ljósavél- ar til þess að unnt sé að rafsjóða um borð I skipunum og vinna þar með nauðsynlegum rafknúnum verkfærum. — Aðstaða verktaka, sem taka að sér verkefni um borð I skipun- um er lika svo bágborin, að vart verður unað við lengur. Við- gerðarverkstæði, vélsmiðjur og fl. hafa hvergi orðið aðstöðu við Reykjavikurhöfn, heldur eru þessar starfsstöðvar og önnur þjónustufyrirtæki skipaflotans með aðsetur langt inni i bæ og fer oft mestur timinn i flutninga á stykkjum og mannskap til og frá vinnustað þ.e. skipunum og verk- stæðisins. Borgin beinir viðgerðarvinnu til útlanda Loforð um fasta viðgerðar- bryggju er búið aö gefa marg- sinnis, en er ávallt svikið af yfir- völdum og ekkert bendir til þess nú, að úr þessu verði bætt. umferöina i bænum á dýrum flutningabifreiðum. Þrefalt verð á is til skipa i Reykja- vik miðað við erlendar hafnir — Við, sem stundaö höfum veiðar I Norðursjónum höfum ágætan samanburð á Isverði til skipa. í Danmörku þarf að fram- leiða þennan is með rándýrri orku, þ.e. oliu. Þar eru Isfram- leiðslumannvirkin á hafnar- bakkanum og kostar tonnið um 600 islenzkar krónur. Við hér heima, sem búum við ódýra raf- orku, getum keppt við Dani þarna, þvi að hér á landi kostar tonnið af Isnum á sama tima kr. 1500, (til skipa). Isinn er, sem allir vita,dýrmæt- ur, þvi með honum verja fiski- mennirnir fiskinn skemmdum og isnotkun flotans er mikil, sem gefur auga leið. Aðstaða fyrir kassafisk er engin i Reykjavik — Einnig þyrfti að taka vöru- húsin undir hráefnisgeymslur fyrir hraðfrystihúsin og fisk- vinnslustöðvarnar. Núna er sú stefna að ryðja sér til rúms, að setja allan fisk I kassa, þar sem hann á að varð- veitast betur en i kösinni. Þetta er þvi miður óframkvæmanlegt, ef aðstaða er ekki sköpuð I landi fyrir fiskkassa. Þaö er Hfsnauð- syn að koma upp sameiginlegri fiskgeymslu á hafnarbakkanum, þar sem hráefnið er geymt, þar til það fer til vinnslu. verða fleiri og rekstrarkostnaður minni. — Nokkuð, sem þú vilt segja að lokum? — Já. Framsóknarflokkurinn vill berjast meðal annars fyrir þvi, að þessi forna verstöð og út- gerðarstöð, Reykjavik, megi komast I hóp þeirra fullkomnustu hér á landi. Reykjavikurhöfn og skipulag fiskiönaðarins og fiski- flotans er sameiginlegt verkefni og mjög aðkallandi. Reykja- vikurhöfn hefur ekki fylgzt meö timanum. Við erum orðnir þvi vanir, að sjá teikningar og tillög- ur að einu og öðru, er höfnina varðar, en þvi miður verður aldrei neitt af framkvæmdum. Þetta eru fallegir hlutir, en það er þegar orðið ljóst, að ekkert raun- hæft verður gert, nema nýr meirihluti verði kosinn I borgar- stjórn Reykjavikur, segir Páll Guðmundsson að lokum. Sjómaður og stjórnmálin Þetta viðtal er tekið siðasta vetrardag og daginn áður en Páll Guðmundsson heldur til sildveiða I Norðursjó á skipi sinu Guð- mundi RE 29. Hann mun þvi ekki — um sinn að minnsta kosti — geta tekið þátt I þeirri kosninga- baráttu, sem fram fer að venju fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar. Enda fyndist kannski mörgum það dýrt, ef mestu aflamenn nótaskipaflotans, færu I pólitikina i stað þess aö færa heim björg i bú. Þó er það svo, að það er ein af undirstööum þess stjórnkerfis er við búum við, að valdir séu hæfir menn úr sem fjölbreyttustum starfsgreinum, til að stjórna borginni og landinu. Páll Guð- Guðmundur RE 29heldur til veiða á Norðursjávarmiðum á sumardaginn fyrsta. Guðmundur RE 29 á loðnumiðunum út af Jökli. mundsson hefur með lifsstarfi mennsku, útgerð, og ekki sizt i sinu til sjós og lands, I sjó- félagsmálum, sýnt, að hann er verðugur fulltrúi sjómanna- flokksins I komandi borgar- stéttarinnar á lista Framsóknar- stjórnarkosningum. JG auðvitað þarf málninyin ð þaki hðss yflar ekki að þola eins mikið og gðð skipamálning en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-litakorfið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. REX SKIPAMÁLNING á skipin - á þökin mmsn 2 Txkniwof* b «uglý>ingaþ|ónutu (f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.