Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 76
Í bókinni „Hvað mikið er nóg?“ kemur skýrt fram að börnum er mun hollara að taka þátt í heimilisstörfum en að sitja yfir tölvu og sjónvarpi. „“Við teljum mjög viðeigandi að Íslendingar skoði það sem verið er að taka á í þessari bók,“ segja þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráð- gjöf, sem hefur sent frá sér afar forvitnilega bók – og tímabæra – sem ber heitið „Hvað mikið er nóg?“ eftir Dr. Jean Illsley Clarke og er „jarðbundinn leiðarvísir að heilbrigðu uppeldi í stað ofdek- urs“. Hún er einnig höfundur bók- arinnar Að alast upp aftur sem kom út árið 2002. „Við höfum tekið þátt í að gefa út margar bækur,“ bætir Ólafur við, „en við höfum ekki fundið fyrir öðrum eins viðbrögðum og við þessari. Það eru 49 manns hér á landi sem hafa sótt námskeið hjá höfundinum, þar af margir úr skólakerfinu, og það sýnir kannski betur en annað hversu mikil þörf er á leiðbeiningum af þessu tagi. Þessir aðilar eru þegar farnir að vinna með bókina í sínu starfi.“ Markmiðið með bókinni segir Ólafur vera að fræða og styrkja foreldra í sínu vandasama hlut- verki. „Það má færa rök fyrir því að það hafi aldrei verið flóknara að vera foreldri en núna. Í fyrsta sinn eiga foreldrar peninga og það virðist vera í lagi að segja „já“ við óskum barnsins fyrst maður er með peninga í vasanum. En eins og kemur fram í bókinni kemur það börnum í verulega erfiðleika. Þau missa af mikilvægum lær- dómi. Þau missa af því að læra sjálfsaga, sem er grundvöllur fyrir gæfuríku lífi. Við Íslendingar tölum mikið um aga – en allt byrjar þetta á sjálfsaga. Og við skulum hafa það í huga að agaleysi stafar af stór- um hluta af ofdekri. En bókin tekur ekki bara á vandamálum sem blasa við foreldrum, heldur býður hún líka upp á lausnir. Í henni er í fyrsta sinn skilgreint hvað ofdekur er og það birtist í þremur mismunandi myndum: Ein tegundin lýsir sér í ofgnótt og skilningsskorti á hugtakinu „nóg“, sem þýðir að barnið lærir ekki að lifa með nei-i. Önnur tegundin er ofeldi, eða of mikil umönnun, þar sem foreldrar ofala börnin með því að gera of mikið fyrir þau; ýmislegt sem þau ættu að læra að gera sjálf og þeim er lífsnauðsyn- legt að læra. Þriðja tegundin er óskýr mörk. Börn eru að upplifa hluti sem þau hafa ekki þroska til að upplifa, t.d. frelsi. Í of mikilli umönnun felst að börn eru ekki látin taka þátt í heimilisverkum. En börn upplifa sig sem hluta af fjölskyldunni með því að taka þátt í heimilis- verkum. Þannig líður þeim betur og þau eru fyllri af sjálfum sér og þau upplifa sig sem hluta af fjölskyldunni og hluta af stóra samfélaginu. Núna eru jólin að koma, heimil- in eru að taka til og gera fínt og nú er tilvalinn tími til þess að leyfa börnunum að njóta og hjálpa með því að taka til. Rannsóknir sýna að þetta hjálpar þeim að ná árangri í lífinu. Þegar við erum að ala upp börnin okkar setjum við reglur sem eru sveigjanlegar og aðrar, sem varða heilsu og velferð barnsins, sem eru ósveigjanlegur. Ein af reglunum sem varða vel- ferð barnsins er að það taki þátt í heimilisverkum. Þannig að for- eldrið segir við barnið: „Ég vil að þú ryksugir“. Það kann að koma hik á barnið, því það vill ekki ryk- suga. Þá segir foreldrið: „Eitt af mínum hlutverkum, sem foreldri, er að hjálpa þér til þess að þú náir árangri í lífinu. Með því að ryk- suga núna, ert þú líka að hjálpa þér að ná árangri í lífinu.“ Þetta er boðskapurinn og barn- ið sér þetta þá á allt annan hátt. Við sjáum hjá fjölda foreldra, og vitum af eigin reynslu, að þetta er mikilvæg samverustund. Núna höfum við fengið það staðfest í rannsóknum að sjónvarp og tölv- ur ýta undir ofbeldi, offitu og ein- elti, en heimilisstörfin hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt og í að ná árangri í lífinu. Í byrjun velja börnin samveru með foreldrum umfram tölvu og sjónvarp. Í bókinni er listi yfir hvaða verkefni börn geta gert og sýnt hvernig börn læra venjulega heimilisstörf í þremur skrefum. Fyrst með hjálp, á meðan þau eru að læra aðferðina og hvað telst nógu vel gert. Næst vinna þau verkin sjálf og eru minnt á eftir þörfum. Að síðustu vinna þau sjálf- stætt, án eftirlits. „Nú, þegar það er vitað að mæður eiga ekki eins mikla möguleika á vinnumarkaði og feður, þar sem þær sjá um heim- ilisstörfin,“ segir Ólafur, „þá er þetta ein leiðin til þess að jafna álagið á kynjunum. Í bókinni er sagt frá rannsókn þar sem fylgst var með stórum hópi einstaklinga, og þeir sem höfðu náð mestum ár- angri 25 ára gamlir, höfðu byrjað að taka þátt í heimilisstörfum um þriggja til fjögurra ára aldurinn. Kannski hér sé komið skemmtilegt efni í lífsleikni í leikskólanum.“■ 56 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… … Sýningunni Markaður og form - skapandi auglýsingar og markaðssamskipti í Hafnahúsi, Listasafni Reykjavíkur frá 10. til 12. desember. Á sýningunni eru verk nema úr hönnunar- og arki- tektúrdeild Listaháskólans og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. … Ævintýrinu um Augastein eftir Felix Bergsson, jólasýningu fyrir alla fjöl- skylduna, sem sýnd er í Tjarnarbíói á sunnudög- um klukkan 14.00. … Kvikmyndinni Svefnleysi með Al Pacino í sjónvarpinu klukkan 00.15 í kvöld. Á alþjóðlega mann- réttindadaginn, sem er í dag, heldur Ís- landsdeild Am- nesty International tónleika kl. 20.30 í Neskirkju við Haga- torg. Eins og áður hefur deildin fengið ein- vala lið listamanna til liðs við sig. Á tónleikunum koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Gunnar Kvaran sellóleik- ari, Elísabet Waage hörpuleikari og hornleik- arar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands þau Joseph Ognibene, Anna Sigurbjörnsdóttir, Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson. Á tónleikun- um verða meðal annars flutt verk eftir C. Saints-Saëns, G. Fauré, L. Boccherini, J. Massenet, W.H. Squire, J.S. Bach og Eugéne Bozza, Ragnheiði Gröndal, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jó- hannsson og Ingi- björgu Þorbergs. Tónleikar Amnesty International á mannréttindadag- inn eru orðnir fast- ur liður á aðvent- unni og fólk sam- einar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fallegri tónlist. Miðaverð er kr. 1.500. Ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty International. Forsala aðgöngumiða er í versl- un Skífunnar að Laugavegi 26, og á skrifstofu Amnesty International að Hafnarstræti 15. Kl. 15.00 Á sunnudögum er ókeypis leiðsögn um sýningar Listasafns Reykjavíkur; á Kjar- valsstöðum og í Hafnarhúsinu. Myndlistar- menn annast leiðsögnina á söfnunum. Þeir skoða sýningarnar ásamt gestum og taka þátt í umræðum um verkin. Heyrnarlausir geta óskað eftir táknmálstúlki með minnst þriggja daga fyrirvara. menning@frettabladid.is Amnesty tónleikar í Neskirkju Á ferð með skáldi Sú grein bókmennta sem kennd er við ferðasögur átti ris fyrir margt löngu. Hún gegndi veigamiklu hlut- verki þegar þjóðin var einangraðri og höfundar miðluðu fróðleiksfús- um löndum af firnum á fjarlægum slóðum. Bókmenntagreinin virðist vera að fá nýtt líf um þessar mundir. Nokkrir höfundar fara í ferðalag af ólíkum toga og afraksturinn sjáum við í jólavertíðinni. Einn okkar vin- sælustu rithöfunda, Einar Kárason, býður lesendum samfylgd í fjórum sögum, Hvar frómur flækist. Fyrsta sagan lýsir pílagrímsför ungskáldanna og nafnanna Einars Más Guðmundssonar og Einars Kárasonar árið 1977. Fyrst halda þeir til Færeyja sem farandverkamenn og síðan til Evrópu á bakpokaferðalag, eins og öll almennileg skáld þurfa að gera. Næsta segir frá tóbaks- kaupaleiðangri Einars og föður hans austur á land, en árið 1984 var alls- herjarverkfall opinberra starfsmanna og nikótínfíklar í Reykjavík komnir í vond mál á fjórðu viku í verkfalli. „Vitringar í Austurlöndum“, þriðja frásögnin, er um ferðalag til Jemen, en árið 1997 lagði fjölþjóðleg sendi- nefnd rithöfunda land undir fót til að freista þess að fá samviskufangann og rithöfundinn Mansúr Rajih leyst- an úr haldi, en hann hafði þá setið inni í 14 ár fyrir morð sem hann ekki framdi. Síðasta ferðin sem Einar lýsir er átakanleg reisa sem farin var árið 1998 til Auschwitz-útrýmingar- búðanna í Póllandi. Fyrri sögurnar tvær eru öðrum þræði sjálfsævisögulegar, þar fær maður að kynnast manninum Einari Kárasyni, draumum hans og þrá. Sömuleiðis gefur hann lesendum hlutdeild í forsögu sinni sem rithöf- undar, ljúfsárar minningar tengdar æskunni og föðurnum. Fyrir vikið stendur höfundurinn manni nær en ella, stundum virðist manni skáldið nota húmorinn sér til hlífðar og skjóls en öðru hvoru glittir í kvikuna. Einar sýnir enn og aftur að hann hefur næmt auga fyrir því skoplega í lífinu. Allar lýsingar á samferða- mönnum og staðháttum á ferðalög- unum eru skýrar og skemmtilegar. Seinni sögurnar tvær eru meira í anda hefðbundinna ferðasagna, þar sem útlendingur er á ókunnum slóðum. Í öðru tilvikinu er ferðalang- urinn í framandi menningarheimi (múslimsku einræðisríki), í seinna tilvikinu svo sem staddur á firrtum tíma (Auschwitz). Þetta eru sögur með þarft erindi, en þær urðu mér ekki eins gefandi aflestrar og hinar tvær, af því að persónuleg tenging er ekki eins þétt. Í fyrri hluta bókarinnar er per- sónuforvitni lesandans svalað betur, hann stígur um borð í skútuna með skáldunum báðum (Einurunum) þegar ritdraumurinn er rétt að vakna í brjóstum þeirra. Við sjáum hvernig upprennandi skáld eru stöðugt að safna í sarpinn, hvernig þau nýta sér sérhverja reynslu sem uppsprettu sagna. Húmorinn er aldrei langt undan hjá Einari og umfjöllunar- efnin hjartnæm. Það var sannarlega ánægjuríkt og upplyftandi að flækj- ast með höfundinum í fjórum ferð- um. Agaleysi er ofdekur BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Hvar frómur flækist Höfundur: Einar Kárason Útgefandi: Mál og menning ! EINAR KÁRASON K ri s ti a n K ræ ft in g - G ra p h A rt s  Ruth Reginalds Rósa Guðmundsdóttir Seth Sharp, leikstjóri ÓLAFUR GRÉTAR GUNNARSSON OG BJARNI ÞÓRARINSSON Það merkilega er að börnin velja samveru með fjölskyldunni umfram tölvu og sjónvarp. GUNNAR KVARAN RAGNHEIÐUR GRÖNDAL 76-77 (56-57) menning 9.12.2004 19:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.