Tíminn - 11.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1974, Blaðsíða 3
12 TÍMINN Þriðjudagur 11. júni 1974 Þriðjudagur 11. júnl 1974 TÍMINN 13 Rætist heitasta ósk Pedro Rocha? „Það væri gaman að hætta knattspyrnuleik sem heims- meistari"...sagði snillingur- inn PEDRO ROCHÆ sem klæðist peysu nr. 10 í Uru- guay-liðinu í HM. Rocha þessi/ er einn snjallasti knatt- spyrnumaður heims og nú mun hann leika i fjórða sinn fyrir Uruguay í HM. Rocha vakti mikla athygli í HM- keppninni í Chile 1962/ þá að- eins 19 ára gamall — þeir, sem sáu hann leika þar, sáu að þarna var mikið efni á ferðinni. Fljótlega eftir keppnina í Chile, var farið að byggja upp landslið Uruguay í kringum þennan snjalla inn- herja. Nú tekur hann þátt í fjórðu HM sinni, hann hefur áður leikið í Chile 1962, Eng- landi 1966, Mexíkó 1970. Rocha byrjaði fyrst að sparka knetti I heimabæ sinum Salto, en þaðan fóru strax sögur að berast af þessu. undrabarni knattspyrnunn- ar. Sögur af leikni hans bárust til höfuðborgarinnar Montevideo. „Njósnarar” frá stóru félögunum I Uruguay fóru fljótlega á vettvang — bg þeir urðu strax hrifnir af leikni Rocha. Fyrstur til að hafa upp á föö- ur Rocha, var framkvæmdastjóri |Pinarol I Montevideo. Faöir hans var ■bláfátækur verkamaður og seldi hann son sinn fyrir aðeins 1200 krón- ur til Pinarol. I dag er Pedro Rocha einn hæstlaunaöasti knattspyrnu- maður Uruguay. Þeir, sem sáu Rocha leika i Eng- landi 1966, gleyma honum ekki. — Þessi snjalli leikmaður skipaði sér þar á bekk með Pelé, Eusebio, Beckenbauer, Bobby Charlton og öðrum frægum knattspyrnustjörn- um, sem seint falla i gleymskunnar dá. Rocha hefur yfir frábærri knatt- tækni aö ráða, hraöi hans er geysi- legur og skotharkan eftir þvi. Pedro Rocha hefur nú ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann mun örugglega leggja sitt af mörkum i HM keppninni í Vestur- Þýzkalandi, til aö gera Uruguay aft- ur að heimsmeisturum og um leið að láta slna heitustu ósk rætast — að halda á heimsmeistarastyttunni að úrslitaleik loknum. —SOS Blóðtaka fyrir Pólverja — knattspyrnusnillingurinn Lubanski verður ekki með í HAA Pólski knattspyrnusnillingurinn Lubanski veröur ekki með liöi Pól- lands I HM, sem hefst I Þýzkalandi n.k. fimmtudag. Hann meiddist illa á hné snemma I vetur og varð að gangast undir skurðaðgerð. Að- geröin heppnaðist vel, og Lubanski var farinn að æfa aftur, þegar hann meiddist á nýjan leik, og nú svo illa, að vafasamt er hvort hann veröur fær um að sparka bolta aftur. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Pólverja, sem höfðu vonazt til að fá Lubanski I HM-lið sitt. Lubanski var aðaldriffjöður pólska liðsins, þegar það vann Engiand 2-0 I Kato- wice, og þegar Pólverjar uröu ólympiumeistarar I Múnchen 1972. — Ó.O. fréttir „Strókarnir hans Baby Doc" WORLDOIP Undanfarnar HM-keppnir hef ur Mexikó átt fast sæti í úrslitunum, sem fulltrúi Mið-Ameríku, vegna þess að þar hafa fram til þessa ekki verið til lið, sem gátu ógnað veldi Mexikana. Ár- ið 1970 var HM keppnin haldin í Mexikó, og þá komst annað lið frá Mið- Ameriku i úrslitakeppnina. Það, sem hnossið hreppti var lið El Salvador, sem tapaði að vísu öllum sínum leikjum í úrslitakeppninni, en ekki með mjög mikium mun eins og allir höfðu bú- izt við. Nú fyrir undan- keppni HM 1974 var það al- mannarómur, að AAexikó myndi halda sæti sínu i úr- slitunum, og kom það því mjög á óvart, þegar eyrík- ið Haiti skaut Mexikönum ref fyrir rass og sló þá út úr keppninni. Ahugamaður nr. 1 um knatt- spyrnu á Haiti, er hinn ungi for- seti eyjarinnar „Baby Doc” Du- valier. Þegar það var orðið ljóst, að Haitimenn myndu komast i úr- slit HM, fyrirskipaði Duvalier eins dags sigurhátið i öllu land- inu. I höfuðborginni Port-au- Prince var dansað á götum úti langt fram á nótt og á kránum var ekki rætt um annað en glæsilegan árangur knattspyrnuliðsins. Allir leikmenn liðsins urðu á auga- bragði þjóðhetjur, og „Baby Doc” Duvalier hét þvi að standa straum af öllum kostnaöi, sem hlauzt af þátttöku i úrslitakeppn- inni. Landslið Haiti tók hann á orð- inu og hóf undirbúninginn undir HM-keppnina snemma. Ráðinn var italskur þjálfari, Ettore Tre- visan, sem átti að vera til aðstoð- ar þjálfurum liðsins, þeim P. Zoupim og Antonie Tasse. t febrúarbyrjun var landsmóti Haiti frestað og tekið til óspilltra málanna við að byggja upp það landslið, Sem átti að vera Haiti til sóma á HM. Eftir rúmlega mánaðarveru i æfingarbúðum hófust æfingarleikir, og i þeim náðu Haitimenn ótrúlega góðum árangri. Þeir unnu sterk félagsliö frá Chile, Colombiu og Brasiliu og landslið Ecuador og USA, gerðu jafntefli við landsliö Chile 1:1 og. landsliðUruguay 0:0. Eina tapið i þessum leikjum var gegn lands- liði Colombiu. Landslið Haiti er aðallega byggt upp á þremur liðum, meistaraliðinu Racing Club, L’Excelsior og L’Angle Nori, sem öll eru frá höfuðborginni Port-au- Prince. Til marks um áhugann á knattspyrnu á Haiti er, að þegar Racing Club spilar á móti Ex- celsior er stærsti völlur borgar- innar „Silvio Cator” yfirfullur af fólki, en hann tekur mest 28000 manns. Leikmenn á Haiti eru auðvitað áhugamenn og spila að- eins ánægjunnar vegna. Lang- þekktasti maður Haiti-liðsins er hinn 26 ára framvörður Emmanuel Sannon, en i undan- keppninni skoraði hann fimm mörk, og má segja að með þvi hafi hann komið Haiti i úrslita- keppnina. A Haiti er Sannon kallaður Pelé Haiti. Aðrir góðir leikmenn eru Jean-Claude Desiré, miðvallarspilari, sem er skipuleggjari leiks þeirra, Phillippe Vorbe, sem er hjálpar- maður Sannons i framlinunni og fyrirliðinn Wilner Nazaire. Landslið Haiti er nú komið til Evrópu, þar sem það hefur að undanförnu keppt æfingaleiki. Nú siðast kepptu þeir á móti hol- lenzka liðinu Twente og unnu 3:1. Þess ber þó að geta, að landsliðs- menn Twente kepptu ekki með. Haitimenn kvarta mikið undan kulda I Evrópu, þvi þeir eru vanir 35-40 stiga hita heima fyrir. Gæti þetta háð þeim þegar á hólminn er komið i Þýzkalandi. Leikir Haiti i HM eru sem hér segir: gegn Italiu i Munchen 15.6. gegn Póllandi i Miinchen 19.6. gegn Argentinu i Miinchen 23.6. A pappirnum virðast þessi lið vera algjörir ofjarlar Haiti, en vissara er fyrir þau að fara að ráðum þjálfara Argentinumanna „Það má alls ekki vanmeta Haiti.” Italir muna eflaust eftir sumardegi i Middlesbrough 1966, þegar Norður-Kórea gerði vonir þeirra um áframhald i keppninni þá að engu, með þvi aö vinna 1:0. En „Baby Doc” hefuróbilandi trú á strákunum sinum og spáir þvi, að Haitimenn eigi eftir að gera einhverju þessara liða skráveifu. Og svarið við þeirri spurningu fæst innan tiðar. O.O. Þessir leikmenn eiga að halda merki Haiti á iofti i Vestur-Þýzkalandi. Hver verður fvrstur til að skora mark hjá Dino Zoff...? — þessi snjalli markvörður hefur haldið ítalska markinu hreinu í 1097 mínútur Enginn bónus í HM Eitt er þaö lið, sem fær engan bónus, þótt það sigri i HM-keppn- inni, en þaö er lið A-Þýzkalands. Formaður knattspyrnusambands A-Þýzkalands sagði nýlega, aö þar sem A-Þjóöverjar væru 100% áhugamenn I knattspyrnunni, kæmi alls ekki til mála, að leik- mennirnir fengju þóknun fyrir leik sinn. Þeir gerðu þetta aðeins ánægjunnar vegna! „Ég hugsa oft um það, hvaða leikmaður verður fyrstur til að skora mark hjá mér"...sagði hinn frábæri markvörður Italíu Dino Zoff, sem hefur nú leikið 12 leiki án þess að fá á sig mark, við blaðamenn fyrir stuttu. — Ég reikna fastlega með þvi, að ég þurfi að horfa á eftir knettinum í netið í HM- keppninni, en að sjálfsögðu stefni ég að því, að reyna að verja markið sem bezt. Zoff hefur sett frábært met — hann hefur leikið 12 landsleiki í röð án þess að fá á sig mark, eða i samtals 1097 mín. Siðast þurfti hann að hirða knöttinn úr netinu 20. september 1972, þegar italía og Júgóslavía léku — þá sendi Vukovic knöttinn í netið hjá honum. A laugardaginn lék italska HM-lið- ið sinn siðasta upphitunarleik fyrir HM-átökin. Italir gerðu þá jafntefli 0:0 gegn Austurriki. 50 þús. áhorf- endur sáu leikinn, sem fór fram i Vin. -SOS Gerir allt við knöttinn nema látið hann tala Búlgarar treysta á Christo Bonev, leikmanninn sem kom þeim til V-Þýzkalands Það sem réð þvi, að Búlgarir komust i úr- slitakeppni HM, voru tvö mörk, sem Christov Bonev skoraði i Lissa- bon i leik á móti Portúgal, en það lið veitti Búlgariu harðasta keppni. Mörk Bonevs i þessum leik voru svo glæsileg , að jafnvel hinir æstustu áhangend- ur Portúgals hrifust af. Blöðin voru full af frá- sögnum af þessum undramanni, sem næst- um á eigin spýtur kom Búlgariu áfram, í leik Búlgariu og Portúgals i Sofia skoraði hann eitt mark. Búlgaria vann leikinn 2-1, og þannig átti Bonev þrju mörk alls á móti Portúgal. Bonev lék sinn fyrsta landsleik i Hannover á móti landsliði V- Þýzkalands árið 1967. Búlgarir töpuðu að visu þeim leik, 1-0, en Bonev átti samt góðan leik. Siðan þá hefur hann leikið meira en 60 WORLD CUP|« IAIM7S4 Punktar Nokkuð er um það að menn meiði sig svo illa I æfingaieikj- um fyrir HM, að þeir geti ekki verið með i keppninni sjálfri i Þýzkalandi. Siðasta fórnarlambið ereinn af markmönnum Brasiliu, Wendel, sem leikur með liöinu Botafogo. Aður hafði Brasilia misst Clodoaldo. Hafa Brasiliu- menn nú tilnefnt nýja menn I stað þessara tveggja, en Wendel og Clodoaldo verða að bita i það súra epli að vera sendir heim. ttalska liðið Fiorentina er held- ur betur þrándur i götu HM- liðanna. Nú erufórnarlömb liðsins orðin fjögur: Uruguay hefur bætzt i hóp Zaire, Póllands og Argentinu, sem öll höfðu áður legið I valnum. Fiorentina vann Uruguay 2:0, og áttu Uruguay- menn ekkert svar við skemmti- legum leik italska liðsins. Nú skömmu fyrir upphaf HM- keppninnar hefur aðeins selzt upp á 4 leiki keppninnar. Þetta eru eftirtaldir leikir: Opnunarleikurinn Brasilia-Júgó- slavia 13.6 i Frankfurt. Vestur-Þýzkaland-Austur- Þýzkaland I Hamborg 22.6. Lcikurinn um 3. og 4. sætið i Munchen 6.7. tJrslitaleikurinn i Munchen 7.7. Þegar úrslit liggja fyrir i fyrstu umferðinni, má þó búast við aö seljist upp á fleiri leiki I for- keppninni. ó.O. BONEV... scst hér leika sér með knöttinn. landsleiki og skorað i þeim 37 mörk, nýtt met. Gamla metið átti Luborftir Angelow, en það stóð i 33 ár. Angelow skoraði aðeins 25 mörk i landsleikjum, svo að Bonev er kominn vel upp fyrir. Það kemur á óvart, hve mörg mörk Bonev skorar, þvi eiginlega er hann miðvallarspilari. En yfir- ferð hans er geysileg, og maður sér hann alls staðar á vellinum, i vörn, sem uppbyggjari og i sókninni. Hann er 1.82 metrar á hæð og á það til að skora glæsileg mörk með skalla. En eftirtektar- verðust er samt leikni hans með knöttinn. Það er sagt, að hann geti gert allt við knöttinn, nema látið hann tala. Bonev er nú fyrirliði landsliðsins, og hans fasta numer i landsliðinu er nr. 8. Oft hefur hann verið valinn knattspyrnumaður ársins i Búlgariu, og sýndur margvisleg- ur annar heiður. Hann 'er frá borginni Plovdiv, og siðan hann var 17 ára gamall, hefur hann leikið með stærsta liði borgar- innar, Lokomotive Plovdiv. A ár var lið hans i þriðja sæti í lands keppni Búlgariu, og þakkar þjálf- arinn, Iwan Manolow, Bonev þann háa sess. Italska liðið Juventus frá Torino vildi fyrir skömmu kaupa hann, en Bonev heldur tryggð við Búlgariu og ætlar að vera áfram hjá Lokomotive. Hann, sem er nú 27 ára, hefur verið settur á bekk með Netzer og Beckenbauer sem fremsti miðvallarspilari i heimi. Takmark hans i heimsmeistara- keppninni er að sanna, að svo sé. Ó.O. HM 1978 í Argentínu Búið er að ákveða, hvar heimsmeistarakeppnin verður lialdin næstu þrjú árin. Keppnin 1978 verður i Argcntinu, keppnin 1982 verður á Spáni, og keppnin 1986 verður i Coiombiu. Var ákvörðun um þetta tekin með samhljóða atkvæðum, nema um keppnina 1982, en þar veitti Júgóslavia Spáni harða keppni. Spánn sigraði, og var það nokkur sárabót fyrir tapið i undankeppni HM. ..Þetta mun Haiti qrei&a • II — leikmenn Haiti eiga nú svefniausar nætur HM-Iið Haiti býr nú og þjálfar I Grúnwald-iþróttaskólanum i Munch- en, og eiga leikmennirnir svefniausar nætur vegna hræðslu við árás skæruliöa, sem hafa hótað hefndaraögerðum vegna þess, að Haiti gaf út frimerki vegna árásar skæruliða á ÓL I Munchen. Frimerki þetta var gefið út sem samúðarvottur við þá, sem áttu ástvini er fórust I árásinni. Stuttu áður en lið Haiti héit til Evrópu, barst þvi hótunar- bréf, og voru lokaoröin þessi: „Þetta mun Haiti grciöa dýru veröi”. Formaður knattspyrnusambands Haiti, Baptiste, scgir að þetta nafn- lausa bréf sé tekið m jög alvarlega, og allt verði gert til þess að varna þvi að alvara veröigerö úr þessri hótun. — ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.