Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 14. júni 1974 Föstudagur 14. júní 1974 +1 V7atnsberinn: (20. jaa-18. febr) Þú skalt alveg eins búast við þvi að verða fyrir einhverjum leiðindum i dag, en það stafar af þvi, að þú færð einhvers konar viðurkenningu á vinnustað. Láttu hnútur og aðkast eins og vin-um eyrun þjóta. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er heppilegt að jafna ágreiningsmál i dag. Reyndu að koma sem mestu i verk i dag — óvæntir atburðir kunna nefnilega að valda þvi, að þú hafir ekki ýkja mikinn tima til að sinna málum þínum á næstunni. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Morguninn og fram yfir hádegið eru bezti hluti dagsins og þú skalt notfæra þér hann eins og bezt þú getur. Þú skalt beita kænlegum aðferðum, eí þér finnst þú ekki vera metinn að verðleikum. Nautiö: (20. april-20. mai) í dagskaltunota hvert tækifær, sem þér býðst til þess að tjá hug þinn, sérstaklega i tilfinninga- málunum, þvi að þú ert undir sérstaklega góðum áhrifum núna. Njóttu lifsins með þeim, sem þér likar bezt við. Tviburamerkið: (21. maí-20. júni) Þú átt samtal við einhvern i dag, og þetta sam- tal á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Það er hætt við þvi, að einhverjir úr fjölskyldunni séu á móti þvi, sem þú ert að gera eða ætlar að fara að gera. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þetta er rólegheita dagur hjá þér i dag, sem þú ættir ekki að eyða i óþarfa áreynslu. Þú gerir bezt i þvi að létta þér upp, fara i kvikmyndahús eða leikhús i kvöld, eða slaka á við einhverja tómstundaiðkun. Ljónið: (22. júli-23. ágúst) Þetta er áhyggjusamur dagur hjá þér, þvi að þú hefur áhyggjur af einhverjum, sem er þér ná- kominn, að likindum vegna heilsufars við- komandi Þú gerir bezt i þvi að heimsækja við- komandi, ef þú getur komið þvivið. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þetta er mesti ágætisdagur, og i kvöld ættirðu bara að láta það eftir þér að lyfta þér upp. Gott vin gleður mannsins hjarta, en allt er samt bezt i hófi. Einhver kynni verða þéi einstakrar, jafn- vel varanlegrar ánægju. Vogin: (23. sept-22. oktj Þetta er vist hálfgerður leiðindadagur, en þú mátt ekki missa móðinn. Það kemur dagur eftir þenna dag. Þú skalt bara hafa hægt um þig og forðast að láta mikið á þér bera. Það verður þér alls ekki til neinnar ánægju. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það er eitthvert vináttusamband að myndast hjá þér þessa dagana, en farðu samt varlega i það. Það er hætt við þviað þú rekir þig fljótlega á það, að þetta varekki neitt fyrir þig. Háttatimi snemma er hollastur. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Freistingarnar eru ekki til að falla fyrir þeim — hvað sem þú kannt að hafa haldið. Heilsufarið er ekki upp á það allra bezta um þessar mundir, og það er hætt við að þú þurfir að fara að gera eitthvað i málinu. Steingeitin: (22. des-19. jan). Það litur út fyrir, að óskir þinar og vonir um heppilegri aðstæður séu að rætast. Ekki þar fyrir, að þú skalt búa þig undir timabundin leiðindi i ástamálunum. í dag er hvers konar samstarf til hagsbóta. t 14444 V \mm V 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL Skírnarfontur á Reynistað SUNNUDAGINN 26. mai, sem var fermingardagur i Ileyni- staðarsókn, var vigður nýr og fagur skirnarfontur i Reyni- staðarkirkju. Undirritaður, sem þjónar sókninni um sinn i veikinda- forföllum sira Gunnars Gisla- sonar, flutti nokkur ávarpsorð af þessu tilefni og þakkaði gjöfina f.h. safnaðarins, sókn- arnefndar og sóknarprestsins. Svofellt gjafabréf fylgdi font- inum: „Skirnarfont þennan gef ég Reynistaðarkirkju til minningar um foreldra mina, hjónin Björgu Runólfsdóttur og Sigurjón Jónsson — og föð- ursystur mina Guðrúnu Jóns- dóttur, sem öll hvila i Reyni- staðargrafreit. Þau systkin voru fædd og upp alin i Reyni- staðarsókn og dvöldu þar mik- inn hluta langrar ævi og vildu hag kirkju sinnar sem beztan. Ég bið svo blessunar öllum þeim börnum, sem vatni verða ausin upp úr þessum skirnarfonti — og minni gömlu sóknarkirkju óska ég alls góðs á ókomnum árum. Asi 1 i Hegranesi, 26/5,1974 Jón Sigurjónsson”. Fyrsta barnið, sem skirt var við l'ontinn, heitir Sigurður Ingi. Er hann sonur hjónanna Ingibjartar Sigurðardóttur frá Holtsmúla i Reynistaðarsókn og Ragnars Árnasonar frá Hallfriðarstaðakoti i Hörgár- dal, en þau eru búsett á Akur- eyri. Loks skulu itrekaðar heilar þakkir til Jóns Sigurjónssonar fyrir þessa dýrmætu og fall- egu gjöf. Góðhugur hans og tryggð eru tákn, sem minna á foreldra hans og fööursystur um langa framtið. Blessuð sé minning þeirra með gömlum sveitungum og vinum — og hinum ungu, sem erfa landið, en heill og heiður gefandanum i góðu verki. Ágúst Sigurðsson i Mælifelli Klemenz Jónsson formadu Norræna leikararóðsins Á FUNDI, sem var haldinn I Norræna leikararáðinu þann 24. mal s.l., var Klemenz Jónsson kjörinn formaður ráðsins til næstu tveggja ára. Þctta er I fyrsta sinn sem islenzkur ieikari er formaður I leikararáðinu. Fundurinn var að þessu sinni haldinn I Alaborg, en þar fór fram norrænt leikhúsþing 23-26. mai s.l. Fundir ráðsins, sem að jafn- aði eru tveir á ári, eru yfirleitt haldnir til skiptis I höfuðborgum Norðurlandanna. 011 leikarasamböndin á Norðurlöndum eru aðilar að Nor- ræna leikararáðinu. Ráðið hefur unnið markvisst að þvi á undan- förnum árum að efla samvinnu og samstarf norrænna leikara. Enn- fremur er á fundum ráðsins fjall- að um kjara- og hagsmunamál stéttarinnar. GÁFU KALEIK Á hvitasunuudag barst Mæli- fellskirkju kaleikur að gjöf frá börnum sira Bjartmans Krist- jánssonar og frú Hrefnu Magnúsdóttur, en þau sátu á Mælifelli 1946-1968. Enginn kaleikur var til i kirkjunni, en fenginn að láni á nágrannakirkjunum i Goðdöl- um eða á Reykjum, þegar fermt var og tekið til altaris. Var kaleikurinn þvi enn kær- komnari gjöf en ella, sem vænta má, og kirkjan nú að verða sæmilega búin, nema hvað orgel er mjög lélegt. Börn og nið'jar sira Jóns Ó. Magnússonar, sira Sigfúsar Jónssonar, sira Tryggva Kvarans og nú sira Bjartmars hafa gefið kirkju gamla heimastaðarins dýrmæta muni, sem prýða hana og búa hana betur til þjónustunnar. Afstaða prestsbarna til prestssetursins, þar sem þau alast upp, er að þvi leyti ólik hinu, sem almennast er, að eignarhald er ekkert, þegar faðir þeirra flytzt burt eða deyr, og ávallt óvist að ætla hver kemur á staðinn, en skylt að rýma. Það er svo undir ýmsu komið, hvort sambandið rofnar, þegar timinn græðir sár eftirsjár og tilfinningar æsku og elsku fjarlægjast. Hér hefur farið á þann veg, sem greindi, að prestsbörnin frá Mælifelli gleyma ekki gömlum stöðvum, en hugurinn þar, sem áður var heima. A kaleikinn er letrað nafn kirkjunnar og dagsetningin: 2. júni 1974. Gripir sem þessi verða gjarnan gamlir. Um langan ókominn tima mun þvi hvitasunnudagurinn i ár verða minningadagur i sögu Mæli- fellskirkju, eins og vorið i gró- andi þess og ilmi, fagur vottur um þroska og ávöxt hins góða, er aldrei þrýtur, meðan ekki linnir vor og sumar i landi og anda. Fyrir hönd safnaðarins færi ég alúðarþakkir systkinunum frá Mælifelli, en þau eru: Snæ- björg, húsfreyja i Dölum vest- ur, Kristján og Benjamin, báðir að námi, Jónina, hús- freyja á Silfrastöðum, Fann- ey, gift á Akureyri og Hrefna, unglingur i foreldrahúsum á Laugalandi i Eyjafirði. Agúst Sigurðsson. Klemenz Jónsson — hinn nýkjörni formaður Norræna leikararáðs- ins. MX20 + -r - X Konstant Keðjureikn. Fljótandi komma Algebratic Logic 8 stafir Innbyggð Hlif yfir leturborð 3 rafhlöður ÞOR HF REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 Bowmar Mest selda raf-reiknivélin i Ameriku BRID6EST0NE Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar ó Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. H GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 A 1 ICTI ID Gm Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — MUu 1 U K- Guiifoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — rrpnm Guiifoss. 1 C l\ k/1 l\ Gm Sclfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Ilaglega frá BSt — Simi 2-23-00 — ólafur Ketiisson. Timinner peningar | Auglýsid I : iTimanuml

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.