Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júni 1974 TÍMINN 5 TERRA fyrir HERRA Efnahagsbandalagið: Minnkandi fiskafli og aukn ing á innflutningi fiskafurða Ótrúleqa Idgt verð Einstökml gœði OLL MET EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIDAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI BARUM BREGST EKKI SoLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæöið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.t. simi 12520. Varahlutaverzlun Gúnnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Blaðburðarhörn vantar í KÓPAVOGI Sími 4-20-73 Fiskafli Efnahagsbandalagsland- anna fer stööugt minnkandi, að þvi er segir i skýrslu Efnahags- bandalagsins um landbúnað og sjávarútveg er gefin var út um siðustu áraniót. T.d var fiskaflinn 1.717.00 tonn árið 1968, en 1.562.900 lonn árið 1971 eða 9% minni. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum hélt þessi þróun áfram árið 1972. Þessi þróun i fiskveiðum Efna- hagsbandalagslandanna hefur haft i för með sér stöðuga aukningu á innflutningi sjávaraf- urða, þar sem eftirspurn hefur haldizt stöðug. Hefur innflutning- ur fiskafurða i heild aukizt úr 293.000 tonnum árið 1968 i 493.000 tonn árið 1971 eða um 68. 2%.Af þessu magni var ferskur og frosinn fiskur 132.600 tonn árið 1968 og 226.300 tonn árið 1971. Er þetta aukning um 70.7%. Danir hafa ávallt verið stærstu seljend- ur fiskafurða til upphaflegu bandalagslandanna, en þrátt fyrir aðild Breta og Dana að Efnahagsbandalaginu hefur framboð á fiski innan banda- lagsins ekki dregið úr hinni miklu aukningu i innflutningi, enda flytja Bretar inn mikið af fiski. Eftirfarandi yfirlit sýnir skiptingu fiskafla Efnahags- bandalagslanda eftir helztu tegundum árið 1971 og 1972: skipa, allt að 2000-4000 tonn að stærð, sem stundað geta veiðar á tjarlægari miðum um lengri tima. Þegar á heildina er litið hefur stærð fiskiskipaílotans verið nokkuð stöðugur að tonnafjölda á undanförnum árum, en aftur á móti fækkar fiskimönnum jafnt og þétt. Hefur þeim fækkað úr 158.000 árið 1969 i 153.000 árið 1971, og heldur þessi þróun áfram. Hvað fiskiðnað i landi snertir er bent á það i skýrslu Efnahags- bandalagsins, að stöðugt meiri fiskafli fari til frystingar, en framleiðsla á lagmeti standi aftur á móti i stað að magni til. Þorskur Sild Ýsa Ufsi Koli 1971 toll II 570.138 338.456 219.341 165.090 141.845 1972 t Oll II 534.607 349.590 196.056 150.754 137.115 Breyting - 6.5% 3.3% -11.6% - 8.7% - 5.3% Eins og áður hefur komið fram hefur minnkun fiskafla að nokkru verið mæld með aukningu á innflutningi, en þrátt fyrir það hefur verðlag hækkað um 10-15%, enda hefur eftirspurn eftir fiskaf- urðum farið vaxandi, sem kemur fram i þvf, að fiskneyzla á mann hefur aukizt. T.d. var hún 10.80 kg 1969, 11.65 árið 1970 og 11.95 kg. árið 1971. Athyglisvert i þessu sambandi er, aö neyzla á ferskum fiski hef- ur minnkað úr 5.1 kg. á mann árið 1970 i 4.5 kg árið 1971, en sam- svarandi aukning orðið á neyzlu tilreiddra fiskafurða. Efnahagsbandaiögin eru sögð hafa átt 1313 fiskiskip yfir 150 tonn árið 1971, til veiða á fjárlæg- um miðum. Þeim fer þó fækkandi, og nýsmiði fiskiskipa beinist að stærri og aflmeiri ■ skipum. Vegna erfiðleika, sem urðu vegna útfærslu fiskveiði- landhelginnr við Island hefur - áhugi beinzt að smiði stórra fiski- FRIMERKJASYNING ( HAGASKÓLA UM HELGINA UM NÆSTU helgi mun l.ands- samband islenzkra frimerkja- safnara gangast fyrir frimerkja- sýningu i ilagaskóla undir nafn- inu FIUMERKI ’74. Sýningin verður opnuð föstudaginn 14. júni ki. 17 og stendur fram á sunnu- daginn 16. júni eða aðeins i 3 daga. Upphaflega hafði verið ráð- gertað lialda sýninguna um pásk- ana, en af óviðráðanlegum ástæð- um varð að fresta henni þar tii nú. A Frimerki ’74 verða sýnd fri- merki i 76 sýningarrömmum, þar af 69 i samkeppnisdeild og 7 utan samkeppni. Þrir kunnir fri- merkjafræðingar, þeir Sigurður H. Þorsteinsson, Bolli Daviðsson og Magni R. Magnússon, munu dæma um söfnin, og verða úrslit tilkynnt kl. 20 á föstudag. Sýningarefni er fjölbreytt og má m.a. nefna tvö söfn númera- stimpla, ýmis afbrigði i islenzk- um frimerkjum, Kristján IX, Jóns Sigurðssonar og Landslags- útgáfunnar og heildarsafn is- lenzkra frimerkja eftir 1944. Af erlendum söfnum má nefna safn norskra frimerkja, skátalrimerki frá Afriku. frimerki með trúar bragðaefni og frimerkið 100 árs frá ýmsum löndum. Póstur og simi mun starlrækja sérstakt pósthús á sýningarstað og sýningarnefnd hefur látið gera sérstök umslög, sem menn geta fengið stimpluð með stimpl sýningarinnar. Þá hefur sýningarnefnd geíið út sýningar- blokk i aðeins 500 tölusettum eintökum og sýningarskrá. t sambandi við sýninguna mun L.t.F. halda 7. landsþing fri- merkjasafnara i Hagaskóla laugardaginn 15. júni, og verður það sett kl. 15. Rétt til setu á þing- inu hafa um 30 fulltrúar. Þetta er niunda frimerkja- sýningin. sem L.t.F. eða aðildar- félög þess gangast fyrir, og er jafnframt sú stærsta, sem haldin hefur verið af samtökum frimerkjasafnara hér á landi til þessa, þar sem á annaö þúsund albúmsiður verða sýndar á þess- ari sýningu. Kappreiðar Sindra: Sérstæðir gæðinga dómar 11ESTAMANNAFÉLAGIÐ Sindri i Mýrdal og undir Eyjafjöllum heldur sinar árlegu kappreiðar laugardaginn 29. júni á skjólsæl- um og fallegum kappreiðavelli við Pétursey. Hestamannafélagið er 25 ára á þessu ári, og þvi verða þetta afmæliskappreiðar á þjóö- hátiðarári, sem þess vegna verð- ur reynt að vanda til eins og kostur er. HP.-Reykjavik. — Komin er á markaöinn ný gerð tjaldhýsa, hollenzk að gerð, flutt inn af fyrirtækinu Búsport h/f. Helztu nýjungar, sem þessi tjaldvagn hefur, eru m.a. þak, steypt úr tvöföldu og einangruðu trefjaplasti og lyftist það upp með einu hand- taki. Sjálfvirkur búnaður á tengi kemur i veg fyrir að vagninn leggist þvert á borð þegar ekið er aftur á bak og sami útbúnaöur auðveldar akstur niður i móti. Fjórir, þar af tveir fullorðnir, geta auðveldlega dvalist i vagni þessum, sem útbúinn er með vaski, skápum og eldavél. Sjálfur vagninn vegur um 330 kg og sú tegund er fréttamönnum var sýnd, Paradiso, á að kosta 260þús. hingaðkominn. Kappreiðarnar hefjast með hópreiðkl. 2. Að loknum ávörpum verður gæðingakeppni fram hald- ið, en hún er fjórskipt. t fyrsta lagi eru valdir beztu gæðingar Sindra i A og B-flokki. og hefst sá dómur föstudagskvöldið 28. júni. Þar er fyrst og fremst höfðað til gæða hestsins og vilja, en til að dæma um viljann fer dómari á bak hestunum. 1 öðru lagi verður á kappreiðardaginn valinn ,,bezti töltarinn” með spjaldadómum og höfðað þar til sýningar á klár- hestum með tölti. i þriðja lagi velja áhorfendur ,,fegursta gæð- inginn” með kosningu á atkvæða- seðli, sem fylgir hverri sýningar- skrá, og með þvi höfðað til sýn- ingar á alhliða gæðingum. Með þessu móti er reynt að tviskipta gæðingadómum : annars vegar að dæma beztu hestana og hins veg: ar beztu sýningarhestana, en þetta tvennt þarf ekki alltaf að fara saman. i fjórða lagi fer fram gæðingakeppni unglinga innan 17 ára aldurs, og fellur hún inn i ramma framangreindrar gæð- ingakeppni. Að gæðingadómum loknum hefjast kappreiðar, þar sem keppt verður i 250 m skeiði, 1. verðlaun kr. 5.000.-, 250 m fola- hlaupi, 1. verðlaun kr. 2.000.-, 300 m stökki. 1. verðlaun kr. 3.000.-, 800 m stökki. 1. verðlaun kr. 5.000,- og 800 m brokki, 1. verð- laun verðlaunapeningur. Eigendur og knapar kappreiða- hrossa eru sérlega velkomnir á þessar afmæliskappreiðar Sindra með hross sin. Lokaskráning sýningar- og kappreiðahrossa fer fram á Sindrafelli föstudaginn 28. júni að kveldi, en tilkynnist annars fyrir þann tima sr. Halldóri Gunnars- syni i Holti eða Einari Þorsteins- syni i Sólheimahjáleigu. Á laugardagskvöld 29. júni verður haldinn dansleikur á veg- um félagsins i Leikskálum i Vik, þar sem undirleik annast hljóm- sveit Guðmars Ragnarssonar. StOkÍR hGRRQ- úu íBr^ylene Ai ! JLY5INGADEILD TIMANl gla&sil&gt úmjaL Útsölustaðir: GEFJIIN, Austurstræti KEA, Akureyri HERRA TÍZKAA, Laugavegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.