Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 7
• 4 V » . í ’ > Föstudagur 14. júni 1974 ______________________________________TÍMINN_________________________________________________________________ 7 Gunnar Magnússon, Sigriður Fy þórsdóttir, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir og Hörður Torfason i leikritinu sænska. Timamynd Gunrar. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir LEIKRIT UAA VANDAAAÁL BARNA Föstudaginn 14. júni kl. 20.30 frumsýnir Leikfélag Hafnar- fjarðar i Bæjarbiói i Hafnarfirði, leikritið „LEIFUR, LILLA, BRÚÐUR OG BLÓMI”, sem sænski leikstjórinn og rithöfund- urinn Suzanne Osten hefur samið i samvinnu við leikarana Göstu Bredefelt, Lars Hanson, Lise- Lotte Nilsson og Lena Söderblom. Þau starfa sem sjálfstæður hópur „Þrjár ásjónur íslands" MIÐVIKUDAGINN 12. júni var úkveðið á fundi menntamálaráðs að veita Magnúsi Magnússyni og Sigurði Sverri Pálssyni 1 milljón króna styrk til kvikmyndagerðar. Fyrirhuguð kvikmynd þeirra á að heita „Þrjár ásjónur íslands” og fjalla um 1100 ára byggð á tslandi. Markmið myndarinnar er tviþætt: 1 fyrsta lagi að gera heimildarmynd um hátiðahöld i tilefni af þjóðhátiðarári viðs vegar um landið, og i öðru lagi að gera landkynningarmynd, sem sýnd yrði erlendis, og segir sögu lands og þjóðar frá upphafi til vorra daga. Kvikmyndin verður alislenzk samvinna Magnúsar og Sverris. Hún verður tekin á 15 mm filmu i lit. Áætlað er að töku verði lokið i september og að myndin verði tilbúin til sýninga áður en þjóðhátiðarári lýkur. við „Klarateatern” i Stokkhólmi, nýtt leikhús, sem er útibú frá Borgarleikhúsinu. Tónlistin er eftir Gunnar Edander. Ahugafólk i samvinnu við fjóra unga leikara og leikstjóra standa að sýningunni. Leikritið fjallar um fjögur börn, sem eru leikfélagar. Það sýnir hvernig hinar mismunandi heimilisaðstæður barnanna hafa áhrif á daglega leiki þeirra, hvernig vandamál þeirra, sem i sjálfu sér eru auðsæ en ekki að sama skapi auðveld úrlausnar, hafa áhrif á allt sem þau gera. Mundi það geta hjálpað að tala um vandamálin? Það er efni leik- ritsins, að ekki er talað um vandamálin. „Þetta lagast allt saman”. En við vitum að vanda- mál hverfa ekki af sjálfu sér, heldur vilja stækka og aukast á ýmsa vegu ef þau eru byrgð inni. Og það sem verra er, þá ýta vandamálin undir striðni milli barnanna, fá þau til að gera ým- islegt til að sanna sig gagnvart fé- lögunum. Þau gera sér ekki grein fyrir, hvenær leikurinn hættir að vera leikur og er orðinn alvarlegt hættuspil. Full nýting vinnuafls í öllum ■ byggðum Þar sem leikritið hefur verið sýnt á hinum Norðurlöndunum tvö undanfarin ár, hefur það vak- ið mikla athygli fyrir það hversu vel heppnað það er sem fjöl- skyldusýning, þ.e. 10 ára og eldri. Slik leikrit eru ekki á hverju strái og er það von okkar, sem höfum unnið að þessari upp- færslu, að eins vel takist hér og annars staðar. 1 sýningunni koma fram fjórir leikarar, en hlutverk eru alls ell- efu, börnin Leifur, Lilla, Brúður og Blómi, og sjö hlutverk foreldra þeirra. Leikendur eru: Gunnar Magnús- son, llörður Torfason, Sigriður Eyþórsdóttir og Þóra Lovisa Friðleifsdóttir. Búningar, svið og leikmunir: Við öll. Lýsing: Lárus Björnsson. LANIISMÓT hestamannafélaga eru haldin fjórða hvert ár, og er þetta landsmót, sem nú verður sumar 10-14. júli á Vindheima- melum i Skagafirði, hið sjöunda i röðinni. Fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum 1950. Lands- samband hestamannafélaga og Búnaðarfélag tslands standa fyrir þcssum landsmótum. 1 sumar eru það norðlenzku hestamannafélögin 12 þ.e. Þytur i V-Hún, Óðinn i A-Hún, Neisti á Blönduósi, Stigandi i Skagafirði, Léttfeti á Sauðarkróki, Funi i Eyjafirði, Léttir á Akureyri, Þráinn i Grenivik, Gnýfari i Ólafsfirði. Grani á Húsavik, Hringur á Dalvik, og Þjálfi i S- Þing, sem annast allan undir- búning. Helztu dagskráratriði lands- mótsins eru, að sýnd verða og dæmd beztu kynbótahross lands- ins, bæði einstaklingar og af- kvæmahópar. Gert er ráð fyrir að þau verði i kringum 100 talsins. Þá senda hestamannafélög gæðinga sina til keppni i mótinu, og miðast fjöldi þeirra við félaga- tölu i viðkomandi félagi. Geta það orðið yfir 100 gæðingar. Þeir verða siöan dæmdir i lands- mótinu með spjaldadómum, og verður það svo sérstakt dag- skráratriði.4,4augardag 13. júli og sunnudag 14. júli, þegar 7 stigahæstu gæðingar i hvorum flokki keppa til úrslita. Þetta er algjör nýjung hérlendis. Búast má við mikilli þátttöku I kapp- reiðum, þar sem peningaverð- laun hafa aldrei áður verið hærri. Að visu þarf að greiða sérstakt þátttökugjald i kappreiðum, en það er gert til þess að aðeins fljót- ustu kappreiðahrossin mæta til leiks. Það er ste.fna þeirra, sem að mótinu standa að aðeins beztu Sýningarstjóri: Ingólfur Björn Sigurðsson. Tónlistarflutningur: Friðþjófur Helgason, Gunnar Friðþjófsson, Hrafnhildur Blómsturberg og Pétur Sighvatsson. Leikstjóri: Kári Halldór. Þýðing: Hörður Torfason. Aðeins verða tvær sýningar Hafnarfirði að þessu sinni þ.e. föstudags- og laugardagskvöld, þvi áætlað er að fara i leikför austur um land og leika á: Horna- firði 19. júni, Fáskrúðsfirði 20. júni, Norðfirði 22. júni, Seyðisfirði 23. júni, Borgarfirði eystra 24. júni, Vopnafirði 25. júni, Þórshöfn 26. júni. Raufarhöfn 27. júni og Ólafsfirði 28. júni. Miðasala á sýningarnar i Hafn- arfirði er frá 4-7 miðviku- og fimmtudag, og lrá kl. 16-20.30 sýningardagana i Bæjarbiói. hestar landsins i hverju atriði mæti á landsmótum. Kvöldvökur verða á föstudags- og laugardagskvöld, og verða þar sýndir ýmsir þættir úr sögu islenzka hestsins, sem norðlenzku hestamannafélögin annast. Þá verður atriðið „Æskan og hesturinn” kynnt á kvöld- vökunni. Það er nýjung hérlendis, og er hugmyndin með þvi að glæða áhuga æskunnar á hestinum og snyrtilegum klæöa- burði. Frú Rosmary Þorleifs- dóttir i Vestra-Geldingaholti mun stjórna þessu atriði en öll hestamannafélög landsins mega senda sinn unglinginn hvert til þátttöku. Veitingaaðstaða er góð i nýlegu veitingahúsi á staðnum. Þá verður kostað kapps um að hafa snyrtiaðstöðu i góðu lagi. Tjald- stæði verða afmörkuð fyrir hvert hestamannafélag, og áætlað er að hvert hestamannafélag til- nefni tjaldbúðastjóra, sem fylgizt með þvi að óviðkomandi séu ekki á ferð á tjaldsvæðinu. Hagar fyrir öll hross eru mjög ákjósanlegir, og verður landinu skipt nokkuð Ekki von á málmi við Kolbeinsey HP Reykjavik. — Jarðhitasvæðið út af Kolbeinsey má að visu telj- ast merkilegt, þar eð ekki er kunnugt um nema tvö önnur jarð- hitasvæði i Rauðahafi og á Eyja- firði. Svæðið i Rauðahafi hefur verið kannað nokkuð og komið hefur i ljós, að töluvert magn af kopar og zinki er blandað vatn- inu. Hins vegar væru allir örðug- leikar á þvi að vinna þessa málma úr sjonum, — jarðhita- svæðið er á 1200 metra dýpi: Um málma i sjónum út af Koíbeinsev var Stefán fáorður. benti á að svæðið lægi utan gossvæða is- lands, — væri eitt af hinum svo- nefndu lághitasvæðum og þvi varla stór möguleiki á að málmar væru þar blandaðir sjónum. Ýmsar sögusagnir væru um jarð- hita undan Reykjanesi og sagðist Stefán vita um tilraunir i Salton- sea i Kaliforniu þar sem vatnið væri 360 gráðu heitt. Þær tilraunir væru þó gerðar fyrir luktum dyr- um og þvi ekki mikið vitað um ár- angur. Exemsjúklingar til Costa del Sol Ferðaskrifstofan SUNNA getm félagsmönnum samtakanna kost á ferðum og 2 til 3 vikna dvöl á Costa del Sol i júlimánuði næst- komandi. Ennfremur á tveggja vikna dvöl á Mallorka i sama mánuði, hvort tveggja með sér- stökum kostakjörum. Þeir, sem hafa hug á að notfæra sér ferðirnar, leiti frekari upplýs- inga hjá varaformanni samtak- anna, Adolf Björnssyni, banka- fulltrúa i Útvegsbanka Islands. Fréttatilkynning frá samtökum Psoriasis- og Exemsjúklinga. niður i hólf, og má geta þess t.d., að hestamannal'élagið Fákur fær alveg sérstakt beitarhólf fyrir sig. Aðgangur á mótið verður 1000 króngur frá þriðjudegi 9. júli til miðnættis á laugardag 13. júli,.en 500 krónur fyrir þá, sem koma sunnudaginn 14. júii. Börn 12 ára og yngri greiða ekki aðgangs- eyri. Að lokum er rétt að geta þess, að á mótsstað verða seldir ýmsir minjagripir, sem gerðir eru sérstaklega vegna mótsins, svo sem veggplattar, ölkönnur og fánar. Framkvæmdanefnd mótsins er þannig skipuð: Egill Bjarnason Sauðárkróki, formaður. Bjarni Jónsson, Akureyri, Gunnar Þór Magnússon, Ólafsfirði. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum, Sveinn Guðmundsson. Sauðár- króki, Sveinn Jóhannsson. Varmalæk. Grimur Gislason. Blönduósi. Gjaldkeri mótsins er ráðinn Guðmundur ó Guðmunds- son, Sauðarkróki og fram - kvæmdastjóri þess er Pétur Hjálmsson. x-B Gamlir nemendur færa Héraðsskólanum á Laugarvatni málverk NENEMDUR, er útskrifuðust frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árin 1941, 1942, 1943 og 1944, komu saman þar á staðnum laugardaginn 8. júní. Færðu þeir við það tæki- færi skólanum að gjöf tvö mál- verk, annað af Bergsteini Kristjónssyni kennara og hitt af Ólafi Briem menntaskóla- kennara, en örlygur Sigurðs- son listmálari málaði bæði málverkin. Á laugardagskvöldið var sameiginlegt borðhald, sem 70 manns tóku þátt i. Indriði G. Þorsteinsson var veizlu- stjóri, en heiöursgestir voru Benedikt Sigvaldason skóla- stjóri og kona hans, Berg- steinn Kristjónsson og kona hans og Ólafur Briem. Gunnar Reynir Magnússon flutti ávarp af háltu nemenaa, Guðrún Gisladóttir og Sigriður Rósa Kristinsdóttir afhentu gjafirnar, en skólastjóri veitti þeim móttöku. Þá flutti Vigdis Einarsdóttir fyrrverandi nemandi frumort ljóð. Skóla- stjórinn þakkaði með ræðu og ennfremur tóku til máls heiðursgestirnir Bergsteinn Kristjónsson og Ólafur Briem. Þórður Guðmundsson stjórn- aði almennum söng. Dvöldust nemendur i góðu yfirlæti á Laugarvatni fram eftir kvöldi. Af hálfu nemenda hafði sex. manna nefnd undirbúið mótið, og skipuðu hana Gunnar Reynir Magnússon formaður, Guðrún Gisladóttir, Sigriður Rósa Kristinsdóttir, Helgi Ólafsson, Stefán Þórðarsón og Sveinbjörn Þórhallsáon. Pósthestafenð Reykjavik -Vindheimamelar 1974 t sambandi við hestamannamótið verður farin sérstök póstferð með klyfjahesta á gamla visu, lagt af stað úr Reykjavfk 3. júlf og komið á Vindheimamela 11. júli. Gististaðir „póstsjins” verða Kiðafell i Kjós, Hrafnabjörg á Hvalfjarðarströnd, Hestur I Borgarfiröi, Siðumúla- veggir, Sveinatunga, Staöur f Hrútafirði, Lækjamót I Vlðidal, Torfa- lækur I Ásum, Æsustaðir i Langadal og Vföimýri I Skagafiröi. Sjöunda landsmót hestamannafélaga „TAK HEST ÞINN OG HNAKK rv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.