Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. júni 1974 Föstudagur 14. júni 1974 10 11 Halldór Asgrlmsson ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur, ættaðri úr Hrlsey og dóttur þeirra hjóna Helgu. Samgöngumál Austurlands batna stórum með hringveginum. Hér liggur vegurinn I austur frá Lómagnúp. Hugarfarsbreytingunni verður að fylgja eftir - ekki aðeins í atvinnumálum, heldur líka í menningar- og menntamálum — segir Halldór Ásgrímsson lektor, þriðji maður á lista Framsóknarmanna á Austurlandi Framsóknarmenn á Austurlandi hafa á til- tölulega skömmum tima gert miklar breytingar á framboðslista sinum. Þingskörungar og þjóðfrægir menn fyrir ágæti sitt við störf að þjóðþrifamálum hafa fyrir aldurs sakir horfið af listanum. Eldri baráttumenn hafa kvatt orrustuvöll þjóð- málanna og hvatt til unga baráttumenn til að axla ábyrgðina og ganga fram fyrir skjöldu. Það er gæfa Aust- firðinga, að þar hefur jafnan verið að finna hæfa menn til forystu. Að austan hafa jafnan komið atkvæðamenn, sem staðið hafa i fylkingarbrjósti i þjóðmálabaráttunni Og þar vantar sizt eldmóð hugsjónanna, sem gert hafa land okkar byggi- legt, þann eld, sem kyndir sjálfsmeðvitund og sjálfsbjargarviðleitni okkar fámennu þjóðar og gerir henni fært að lyfta oft á tiðum grettis- tökum, þegar afkoma hennar og sjálfstæði er i hættu. Þriðja sæti á lista Framsóknarmanna á Austurlandi skipar að þessu sinni ungur maður og litt þekktur út fyrir heimabyggð sina. En þegar við héldum til fundar við hann og báð- um um viðtal við hann fyrir Timann, fundum við fljótt, að honum býr rik í brjósti hin aust- firzka arfleifð, — hér er ungur maöur, sem hefur byggt fullkomna, nútimalega menntun á grunni traustrar is- lenzkrar reynslu, eins og hún bezt gerist. Halldór Asgrimsson lektor fæddist á Vopnafirði árið 1947, og voru foreldrar hans Guðrún Ingólfsdóttir og Asgrimur Halldórsson, sem þar voru búsett. Fimm ára gamall fluttist hann með foreldrum sinum til Hafnar i Hornafirði, en var eftir sem áður mikið á Vopnafirði hjá afa sfnum, Halldóri Asgrímssyni, kaupfélagsstjóra þar og alþingis- manni. Sótti sér menntun um langan veg — Ég var þarna talsvert á ferðinni milli Hafnar og Vopna- fjarðar alveg fram að 10 ára aldri. Sjiðan var ég i skóla i Höfn og ólst þar að öðru leyti upp,en það var með mig eins og önnur dreifbýlisbörn að ég þurfti að sækja skóla annars staðar, svo að ég fór mjög ungur i gagnfræða- skóla í Reykjavik. Að þeirri skólagöngu lokinni fór ég aftur heim til Hornafjarðar i einn vetur án þess að stunda nám, en siðan fór ég i Samvinnuskólann að Bif- röst og lauk þaðan námi vorið 1965. Þegar hér var komið hafði ég fengið talsverðan áhuga á námi. Ég hafði aldrei ætlað mér út i langt nám, en fór sem sagt að huga að þvi, hvað ég ætti að taka mérfyrir hendur. bað varð úr, að ég færi i endurskoðunarnám, og það nám varð að fara fram i Reykjavik. Ég hóf það sama árið og ég útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum og lauk þvi árið 1970. Þá kom i ljós, sem ég reyndar vissi, að ég gat ekki fengið réttindi, sem löggiltur endurskoð- andi, nema ég væri orðinn 25 ára. Ég hafði haft áhuga á að fara út i frekara nám, svo að ég lét verða af þvi. Fór til Noregs, og var þar við nám i Verzlunarháskólanum i Bergen. Að loknu námi hafði ég hugsað mér að vera eitthvað áfram i Noregi og vinna þar, en það hafði komið til tals, að ég stundaði kennslu, þegar ég kæmi heim, án þess að það væri á nokkurn hátt afráðið. Af þeim sökum taldi ég, að ég þyrfti frekari undirbúnings við, svo að ég fór til Danmerkur og var við Verzlunarháskólann i Kaupmannahöfn. Að þessu námi loknu kom ég hingað heim, eða haustið 1973, og var þá skipaður lektor i reikningshaldi og endur- skoðun við viðskiptadeild Há- skóla íslands. Áhugi á stjórnmálum alltaf verið fyrir hendi — Nú hefur þú verið mikið að heiman vegna náms, Halldór, en það litur ekki út fyrir að sam- bandið við heimabyggðirnar hafi nokkurn tima rofnað? — Nei, ég hef alltaf verið fyrir austan, þegar ég hef mögulega getað komið þvi við. Ég vann alltaf fyrir austan á sumrin, þegar ég var i skóla, fyrst sem strákur i sveit i Hornafirðinum, svo var ég á síld meðan námið i Samvinnuskólanum stóð yfir. En ég hef alltaf haft eins mikil tengsl við Austurland, og ég hef getað, og sérstaklega hafa þessi tengsl verið náin við Hornafjörðinn. Vopnafjörður. Þar dvaldist Halldór fyrstu árin og var tlðum eftir það hjá afa slnum og alnafna. — Nú byrjar þú þinn stjórnmála- feril með framboði til alþingis — hvernig bar það eiginlega að höndum? — Það kom mér nú eiginlega svo- litiö á óvart, en þannig var, að daginn sem þingrofið varð, var haft samband við mig, og ég var spurður að þvi, hvort það kæmi til greina, að égvildifara i framboð fyrir Framsóknarflokkinn á Austurlandi. Ég fór strax á stúfana til að kanna það, hvort þarna væri mikil alvara á ferð- um, og komst að raun um, að hér var um að ræða eindregin tilmæli, og á endanum fór það nú svo, að ég taldi mig ekki geta neitað þeim, enda hefur áhugi minn á stjórnmálum alltaf verið fyrir hendi, enda þótt ég hafi haldið þvi litið á lofti. Náin tengsl við Samvinnuhreyfinguna — En nú ert þú i nánum tengslum við samvinnuhreyfinguna og stjórnmál i uppvextinum. Heldurðu, að það hafi ekki haft sin áhrif á þig til mótunar skap- gerðinni og jafnvel þeirrar ákvörðunar, sem þú hefur nú tekið? mjög tvisýnar en um leið og þessar kosningar verða tvisýnar þá gerist það, að mikill stjórn- málaáhugi hefur vaknað á Austurlandi. A undanförnum ár- um höfum við sagt: „Það þarf ekkert að vera að kjósa. Framsóknarflokkurinn fær þrjá menn, Alþýðubandalagið fær einn mann og Sjálfstæðisflokkurinn fær einn mann, við vitum þetta, og það þarf ekkert að vera að kjósa.” En i fyrsta skipti i langan tima eru kosningarnar mjög tvisýnar, þvi er ekki að neita, að Framsóknarflokkurinn tapaði litillega fylgi i siðustu kosningum, og þáð munaði litlu að hann tap- aði þar sinum þriðja manni. Nú leggjum við alla áherzlu á að halda okkar þrem mönnum og við vonumst fastlega til að gera það, en þvi er ekki að leyna, að þriðja sætið á listanum, eða sætið sem ég hef þann heiður að skipa, er baráttusæti. Við vonumst til að halda þvi. Straumhvörf i atvinnulifinu. — Hvernig finnst þér aðgerðir rikisstjórnarinnar á siðasta kjörtimabili hafa mælzt fyrir á Austurlandi? — Jú, ég ólst upp i mjög nánum tengslum við samvinnu- hreyfinguna, var á heimili afa mins sem drengur og bjó þarna i kaupfélagshúsinu. Það má segja, að ég sé fæddur i kaupfélagi og uppalinn i kaupfélagi, þvi að þegar við fluttum til Horna- fjarðar, þar sem faðir minn er kaupfélagsstjóri, þá var sam- vinnuhugsjónin ekki siður sterk þar. Þessar hugsjónir hafa sjálf- sagt haft sin áhrif á mig i uppeldinu. Tvisýnar kosningar — Hvernig eru kosningahorfur á Austurlandi? — Eins og horfir núna, munu kosningarnar fyrir austan verða — Það er alveg ljós, að svokölluð byggðastefna hefur valdið al- gjörum straumhvörfum á Austurlandi sem annars staðar. Uppbyggingin I atvinnulifinu er geysileg ekki sizt við sjávar- siðuna. Frystihús hafa verið byggð eða eru i byggingu. Stór togskip hafa komið til þessara staða og valdið algjörum straum- hvörfum. — en það eru lika fleiri mál, sem hafa hjálpað til. Nú er verið að ljúka við hinn svokallaða hringveg, sem á eftir að hafa mjög mikil áhrif á Austurlandi og er óviðjafnanleg samgöngubót. Einnig er kominn visir að flutn- ingi rikisstofnana austur á land. Þá hefur skipulagning loðnuland- ana haft mikil áhrif á nokkrum stöðum. Jöfnun námskostnaðar eftir búsetu hefur auðveldað ungu fólki að komast til náms. Þá vil ég lika geta þess, að það hefur verið gert allmikið i rafmagnsmálum. Það er verið að ljúka vi virkjun Lagarfoss, mikil éhrzla hefur verið lögð á sveitarafvæðingu og mál, sem hafa valdið miklum stakkaskiptum á Austurlandi. Fylgja verður hugarfarsbreytingunni eftir — En þótt svo mikið hafi áunnizt, verður mælirinn seint fullur.og margt verður alltaf að sitja á hakanum. Hvað er það i málefn- um Austfirðinga, sem verður að fjalla um sérstaklega á næsta kjörtimabili? — Það eru afskaplega mikil og stór verkefni framundan á Aust- url. Það er til dæmis ljóst, að það verður að gera stórátak i raf- orkumálunum. Við erum fremur illa á vegi stödd i þeim efnum. Þó aö virkjun Lagarfoss bæti mikið úr, þá er hún of litil, þannig að það verður að gera myndarlegt átak. En það er annað, sem ég vil undirstrika: Það þarf að fylgja eftir þeirri hugarfarsbreytingu, sem orðið hefur i byggðamálun- um. Fólki finnst eftirsóknarvert að búa úti á landi. Það vill setjast þar að og ala þar upp sin börn. Það þarf að fylgja eftir þeirri hugarfarsbreytingu, sem orðið hefur i þessum efnum, ekki aðeins á sviði atvinnumála, held- ur þarf ekki siður að verða mikil uppbygging á félagslega sviðinu i sambandi við menningarmál, menntamál og fleira.Það er mjög mikilvægt að þjónusta hins opin- bera við landsbyggðina verði mjög svipuð og við fólk á höfuð- borgarsvæðinu. Það er i tið nú- verandi stjórnar, sem þessi ánægjulega breyting hefur orðið hjá fólki, og ef þetta snýst aftur við, og fólkið vill aftur fara frá þessum stöðum, þá verður að minum dómi óskaplega erfitt að ráða við það. Enn langar mig til að minnast á það, að vafalaust verðu" á næstunni lögð rik áherzla á uppbyggingu iðnaðar i landinu, og þar liggur nokkur hætta i þessu sambandi. Iðnaður hefur tilhneigingu til að setjast að þar Höfn I Hornafiröi. Hraöfrystihús meö fullkomnasta tækjabúnaöi eru tekin til starfa eöa aö rlsa upp vlöa á Austurlandi. Lagarfljótsvirkjun. Framtak núverandi stjórnvalda hefur stórbætt raforkumál Austurlands. Fyrir atbeina núverandi stjórnvalda hefur oröiö gjörbylting I atvinnu- háttum meö tilkomu stórvirkra togskipa. sem margt fólk býr. Iðnaðurinn vill vera þar sem markaðurinn er stór, þar sem sérfræðingarnir eru, sem þjóna honum. Þarna liggur mikil hætta, og það verður að taka á þessum málum af festu, ef ekki á illa að fara. Þessi stjórn hefur lagt sig fram — Heldur þú ekki, að stefna og aðgerðir rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar hafi haft sin áhrif á hugarfar manna á Apstur- landi? — Ég er ekki I neinum vaf^ um, að áhrifin eru mikil og góð. Fólk finnur, að það hafa orðið breytingar á Austurlandi, finnur það i sinu lifi, i'innur það, að nú- verandi stjórn hefur lagt sig fram um að bæta atvinnuhætti og allt lif manna, gert það sem unnt er til að auka hamingju fólksins, jafna tekjuskiptingu og auka jafnrétti. -BH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.